Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 10

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Guðbjörn Guðjónsson BÆRINN Fell á Ströndum. * Ibúum fækkar á Ströndum BÚSKAPUR hefur lagst af á fjórum býlum í Strandasýslu á einu ári og hefur fólksfækkun þar ekki verið svo mikil frá árinu 1970, segir Jón Guð- björns Guðjónssonar, veðurathugun- armaður í Trékyllisvík. í haust hættu bændur búskap á bænum Felli í Árneshreppi og á bænum Hellu í Kaldrananeshreppi. í fyrrahaust fóru tveir bæir í Árnes- hreppi í eyði, Norðurfjörður 1 og 2. Elsa Guðmundsdóttir, húsfreyja á Felli, segir búskap ekki lífvænlegan lengur þar sem mikið kal er í túnum og kindur of fáar. „I fyrra var keypt- ur um helmingur af heyinu sem þurfti til að halda um 100 kindum á fóðrum og það er of kostnaðarsamt," segir Elsa. Að sögn Elsu er eftirsjá í búskapn- um en hún er fædd og uppalin á Felli og hóf þar ung búskap ásamt eiginmanni sínum, Maríasi Björns- syni. Þau flytja til Akraness en Fell verður væntanlega sumarbústaður Qölskyldunnar í framtíðinni. Sjömannanefnd tekin til starfa á ný SJÖMANNANEFND, sem skipuð er fulltrúum aðila vinnumarkaðarins, bændasamtakanna og ríkisins, hefur hafið störf að nýju og hélt hún fyrsta fund sinn í gær. Samkvæmt erindisbréfi landbún- aðarráðherra frá 23. september á nefndin að gera athugun á rekstrar- skilyrðum landbúnaðarins hér í sam- anburði við nágrannalöndin, athuga verðlagningu búvara og samkeppn- islöggjöf með hliðsjón af hliðstæðu í nágrannalöndunum og athuga inn- flutningsvernd búvara, sem felur í sér skoðun á þeim ákvæðum sem fylgdu GATT-samningnum. Þá verð- ur könnuð hagræðing við framleiðslu og vinnslu hjá bændum og afurða- stöðvum, og skoðuð smásöluverslun og verðlagslöggjöf. Sjömannanefnd skipa Guðmundur Sigþórsson, skrifstofustjóri í land- búnaðarráðuneytinu, sem er formað- ur nefndarinnar, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, fulltrúi Álþýðusam- bands íslands, Ögmundur Jónasson, fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Jón G. Hlynason, fulltrúi Vinnumálasambandsins, Guðni Að- alsteinsson, fulltrúi Vinnuveitenda- sambands Islands, og þeir Ari Teits- son og Þórólfur Sveinsson, fulltrúar Bændasamtaka Islands. Guðmundur Sigþórsson sagði að farið yrði í ofangreind málefni nokk- uð aðskilin í undirnefndum eða vinnuhópum. Næsti fundur í sjö- mannanefnd er áætlaður 17. október en gert er ráð fyrir að vinnuhópar starfi fram að þeim tíma. „Það er stefnt að því að það verði komnar einhverjar línur í starfið í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta,“ sagði Guðmundur. FRÉTTIR DAGBLÖÐ í Kanada hafa fjallað um kvartanir vegna ölvaðra farþega á vegnm Flugleiða. Þessi skopmynd af flugvél í flösku- líki, þar sem „cold beer“ eða „köldum bjór“ er bætt inn í nafn Flugleiða, birtist í kanadísku dagblaði. Kvartað yfir ölvun íslenskra farþega FLUGVALLARYFIRVÖLD í Saint John’s á Nýfundnalandi og flugfé- lagið Air Atlantic, sem flýgur milli Saint John’s og Halifax, hafa sent Flugleiðum kvartanir vegna óþæg- inda af völdum ölvaðra sjómanna í leiguflugi Flugleiða til Saint John’s og á nýrri áætlunarleið félagsins milli Keflavíkur og Halifax. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, segir að mikið sé um að íslenskar útgerð- ir hafi áhafnaskipti á Nýfundnalandi og því sé mikill sjómannastraumur í Halifax. Áhafnirnar fljúgi annað- hvort í leiguflugi með Flugleiðum til Saint John’s á Nýfundnalandi eða í áætlunarflugi til Halifax og þaðan með Air Atlantic til Saint John’s. Um minnihlutahóp að ræða Pétur segir það rétt að kvartað hafi verið yfir farþegum á þessari leið. „Þeir hafa sumir hverjir verið það drukknir að þeir hafa valdið einhverjum óþægindum á flugvell- inum og jafnvel átt í erfiðleikum með að komast í gegnum vegabréfs- skoðun. Vandamálið er að menn hafa verið að drekka tollinn sinn á leiðinni og Kanadamenn eru greini- lega óvanir þessari tegund far- þega,“ segir hann. Borga sektir vegna flóttamanna Hann segir ennfremur að Flug- leiðir hafi nú þegar gert ráðstafanir til þess að draga úr drykkju um borð í vélunum. „Við höfum haft samband við útgerðirnar og óskað eftir því að þetta fólk verði varað við og þær hafa lofað að taka málið mjög föstum tökum. Annars heyrist mér á flugfreyjunum að yfirleitt sé þetta mjög prútt fólk sem ferðast með þeim en svo séu einstaklingar innanum sem eyðileggi fyrir öllum öðrum og eyðileggi þar með álitið. Þetta er auðvitað mjög leiðinlegt en við teljum sem sagt að þarna sé um minnihlutahóp að ræða.“ Einnig hefur borið á því að flótta- menn frá þriðja heiminum og Aust- ur-Evrópu, sem eru að reyna að komast til Bandaríkjanna á fölsuðum vegabréfum, hafi flogið með Flug- leiðum á umræddri Ieið. Vitað er um nítján slík tilvik síðan í maí síðastl- iðnum og segir Pétur að Flugleiðir hafi þurft að borga sektir vegna þessa. Hann segir að svo virðist sem svokallaðir mannasmyglarar séu að uppgötva Halifax sem nýjan áfanga- stað sem hægt sé að nota í þessum tilgangi. „Við höfum þurft að taka upp mjög strangar vegabréfaskoð- anir þannig að nú hefur okkur tek- ist að koma í veg fyrir fjölda mála af þessu tagi. En auðvitað eru alltaf einhverjir sem komast í gegnum netið,“ segir Pétur. Hraðfrystihúsi Eskifjarðar lokað vegna síldarfrystingar MIKIL gróska er í atvinnulífí Esk- fírðinga um þessar mundir, þegar sfldarvertíðin stendur sem hæst. Verið er að frysta síld á tveimur stöðum hjá Hraðfrystihúsi Eski- íjarðar og einnig fer fram síldar- flökun til frystingar. Verð er nú gott á frystri sfld, sem fer á mark- að í Japan og Skandinavíu. Auk Hraðfrystihússins eru nýir eigendur Friðþjófs hf., Samheiji hf., einnig í fullri vinnslu á síld á Eskifírði. Að sögn Elfars Aðalsteinssonar hjá Fiskimiðum hf. vinnur nú mest- allur tiltækur mannafli bæjarins við síldarfrystinguna, og hefur því þurft að loka frystihúsinu um stundarsakir. Togarar Eskfirðinga selji því allan sinn afla á markaði á meðan. Jón Kjartansson SU-111 fann aðfaranótt fimmtudags ný loðnumið við Hala og fyllti skipið á skömmum tíma, en það tekur 1.100 tonn. Fiskimjölsbræðslan hefur varla undan að vinna þá síld, sem ekki fer til manneldis, og þangað fer einnig öll loðna sem berst að landi. Mjölverð á heimsmarkaði er hátt þessa dagana, og er útlit fyrir að það hækki enn frekar vegna lítils framboðs frá stærstu framleiðend- unum í S-Ameríku. Stærsta loðnuskip landsins, Hólmaborgin, er nú í lengingu í Póllandi, og mun burðargeta hennar við það stækka úr 1.650 tonnum í 2.500. Von er á skipinu heim til Eskifjarðar í lok þessa mánaðar. Metár í úthafsveiðum NÚ LIGGUR fyrir að árið í ár verð- ur metár í úthafsveiðum. Aldrei hef- ur meiri afli komið á land af úthaf- smiðum og verðmæti hans hefur heldur ekki verið meira. Afla- og verðmætaaukningin verður þó lík- lega ekki alveg jafnmikil og spáð var fyrr á árinu. Sömuleiðis er næsta víst að talsvert dragi úr úthafsveið- unum á næsta ári. Afli og aflaverðmæti á tvennum úthafsmiðum er álíka og búizt var við í vor. í Síldarsmugunni og í lög- sögu nágrannaríkjanna veiddust 165.000 tonn a_f 190.000 tonna síld- arkvóta, sem ísland fékk úthlutað samkvæmt samningi síldveiðiland- anna fjögurra fyrr á árinu. Ólíklegt má telja að afgangurinn af kvótan- um veiðist, enda er sfldin nú að mestu leyti gengin inn í norska lög- sögu að nýju. Verðmæti aflans er lauslega áætlað um 900 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá LIÚ. í fyrra veiddust rúmlega 173.000 tonn og aflaverðmætið varð um_950 milljónir. Á karfamiðunum á Reykjanes- hrygg veiddist allur kvótinn, sem NEAFC úthlutaði íslandi, eða 45.000 tonn. Verðmætið er áætlað 2,1 milljarðar króna. í fyrra var afl- inn ekki nema tæplega 30.000 tonn, sem skýrist m.a. af sjómannaverk- falli. Á rækjumiðunum á Flæmska hattinum hafa þegar veiðzt um 18.000 tonn og má búast við að Úthafsveiðar hafa aldrei skilað meiri verð- mætum en í ár. Ólafur Þ. Stephensen segir þó flest benda til að nú sjái fyrir endann á grillæðinu. heildarveiðin verði í krinum 20.000 tonn. Þetta er nærri þrefaldur aflinn í fyrra, sem var um 7.600 tonn, og þriðjungi meira en menn bjuggust við fyrr á þessu ári að myndi veið- ast á vertíðinni. Aflaverðmætið verð- ur líklega um þrír milljarðar króna, en var u.þ.b. 1.400 milljónir í fyrra. í Smugunni í Barentshafí hafa vonir útgerðarmanna hins vegar brugðizt. Um mánaðamótin hafði Fiskistofa fengið tilkynningar um samtals 15.700 tonna þorskafla, en á sama tíma í fyrra höfðu íslenzku skipin tilkynnt um 25.500 tonna afla. Enn er á annan tug íslenzkra skipa við veiðar í Smugunni, en afl- inn er afar dræmur. Það er því hæpið að búast við að Smuguaflinn á þessu ári verði mikið meiri en 20.000 tonn, en menn höfðu vonazt til að ná yfir 30.000 tonnum, líkt og í fyrra og hittiðfyrra. Að þessu gefnu má búast við að verðmæti Smugu- aflans verði ekki nema hálfur annar milljarður króna, en það hefur verið vel á þriðja milljarð undanfarin tvö ár. Samanlagt má þess vegna gera ráð fyrir að úthafsveiðarnar skili á þessu ári um 7,5 milljörðum króna, eða um milljarði meira en í fyrra. Sér fyrir endann á gullæðinu Hins vegar sér nú líklega fyrir endann á gullæðinu. Undanfarin fjögur ár hefur aflinn aukizt hröðum skrefum frá ári til árs. Nú hefur hins vegar verið samið um nýtingu karfa- og síldarstofnanna við ná- grannaríkin og ósennilegt er að sá heildarkvóti, sem þar verður til skiptanna, stækki að ráði á næstu árum. Rækjumoksturinn á Flæmingja- grunni, sem stendur undir allri verð- mætaaukningu ársins í ár og vegur að auki upp dræmari veiði í Smug- unni, mun ekki endurtaka sig. Eftir því, sem næst verður komizt, eru íslenzk stjórnvöld staðráðin í að setja einhliða kvóta á veiðamar, sem verð- ur ekki meiri en u.þ.b. 7.000 tonn, jafnvel heldur minni, eigi að vera hægt að friða önnur ríki, sem nýta rækjustofninn, og afstýra því að honum verði gereytt. Enn stunda íslenzk skip frjálsar veiðar í Smugunni, en bæði íslenzk og norsk stjórnvöld leggja áherzlu á að reyna á ný að ná samningum um þær fyrir næstu vertíð. Halldór As- grímsson utanríkisráðherra sagði eftir fundi sína með Bjern Tore God- al, utanríkisráðherra Noregs, í síð- ustu viku að hann væri bjartsýnni en áður á að hægt yrði að fínna lausn á deilunni. Ekki er vitað hvaða tölur ráðherrarnir ræddu, en til þessa hafa Norðmenn og Rússar ekki verið tilbúnir að veita íslandi meiri kvóta en 13.000 tonn. Þannig má búast við að Smuguveiðarnar dragist enn saman, náist samningar. Norðmenn lokuðu í sumar einni siðustu smugunni, sem íslenzkir út- gerðarmenn hefðu getað nýtt sér til að hefja úthafsveiðar á nýjum teg- undum, er þeir settu reglugerð um nýtingu Svalbarðarækjunnar. Tún- fiskveiðar, sem áhugi manna hefur beinzt að upp á síðkastið, eru ennþá frekar fjarlægur möguleiki. Á heildina litið má því búast við að úthafsveiðarnar dragist saman, en verði jafnframt fastari stærð í þjóðarbúskapnum - og stundaðar í sátt við grannþjóðimar, samkvæmt alþjóðlegum samningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.