Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
Neðanjarðar sýnd
í Borgarbíói
KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar
sýnir myndina Neðanjarðar (Under-
ground) í Borgarbíói næstkomandi
sunnudag, 6. október kl. 17.
Neðanjarðar er eftir leikstjórann
Emir Kusturica sem kunnastur er
fyrir kvikmyndirnar „Arizona Dream"
og „Time of the Gypsies". Neðanjarð-
ar hlaut Gullpálmann á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes árið 1995.
Saga tveggja félaga, Marko og
Svarts í hartnær hálfa öld er rakin í
sögunni, en hún endurspegiar sögu
landsins sem eitt sinn hét Júgóslavía
og smábútur af heitir enn. Þeir slást
í lið með andspymuhreyfingunni und-
ir stjóm Tító og beijast gegn nasistum
í síðari heimstyijöldinni. Innbyrðis
beijast þeir um ást sömu stúlkunnar,
sem heldur kýs að vera í slagtogi
með nasistaforingja. Svartur gerir til-
raun til að ræna henni en er handtek-
inn, Marko bjargar honum og kemur
fyrir í kjallara neðanjarðar og telur
hann á að dveljast þar og framleiða
vopn fyrir málstaðinn. Marko svíkur
félaga sinn, segir honum ekki frá því
að stríðinu sé lokið. Hann giftist stúlk-
unni, er háttsettur innan kommún-
istaflokksins og græðir vel á vopna-
framleiðslunni. Fyrir tóma tilviljun
sleppa Svartur og félagar hans út og
þijátíu árum seinna em félagamir
aftur staddir í miðju stríði.
Sólgnar í
vetrarrepjuna
KÝRNAR á Hofi í Arnarnes-
hreppi eru sólgnar í vetrarrepj-
una sem þær fá að gæða sér á
þessa mildu haustdaga. Þær eru
þrjátíu saman í hólfinu og á
hverjum morgni er girðingin
færð fram en þær fá ákveðinn
skammt á hveijum degi. Það
bregst ekki að þær koma allar
sem ein eftir morgunmjaltirnar
og raða sér upp og taka strax
að háma kálið í sig. Um allan
Eyjafjörð var búfénaður úti við
í gærdag, enda hefur lítið sem
ekkert orðið vart við gjóskufall
frá eldsumbrotunum í Vatna-
jökli á svæðinu.
Samþykkt ÍTA um byggingu
knattspyrnuhúss við Hamar
Leitað verði til-
boða í hús yfir heil-
an og hálfan völl
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Ak-
ureyrar samþykkti á fundi sínum
í vikunni að beina því til fram-
kvæmdanefndar bæjarins að afla
tilboða í tvær útgáfur af knatt-
spyrnuhúsum, þannig að hægt
verði að taka afstöðu til þeirra við
gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta
ár. Annars vegar tilboð í hús yfir
hálfan knattspyrnuvöll og hins
vegar hús yfir heilan knattspyrnu-
völl. Útfærsla húsanna er byggð
á skýrslu frá Knattspyrnusam-
bandi íslands frá því í ágúst sl.
Að undanförnu hafa staðið yfir
viðræður milli nefndar á vegum
ÍTA og íþróttafélagsins Þórs um
yfirbyggingu knattspyrnuvallar á
félagssvæði Þórs við Hamar. Til
að hægt verði að fá raunhæfar
kostnaðartölur eru aðilar sammála
um að nauðsynlegt sé að leita til-
boða í heilt og hálft hús. Eiríkur
Björgvinsson, íþrótta- og tóm-
stundafulltrúi bæjarins, segir að
aðilar séu sammála um staðsetn-
ingu hússins við Hamar en hins
vegar liggi ekki fyrir hvaða form
eigi að hafa við bygginguna.
Rætt um þijár meginleiðir
í því sambandi er rætt um þijár
meginleiðir sem virðast koma til
greina. Stofnað verði félag er sjái
um uppbygginguna. Akureyrar-
bær beri fjárhagslega meginþunga
af uppbyggingunni en fram-
kvæmdin og reksturinn jgæti verið
í höndum Þórs og KA. I öðru lagi
að gerður verði byggingasamning-
ur við Þór á þeim nótum sem for-
dæmi eru fyrir og félagið sjái um
framkvæmd verksins og rekstur
hússins. í þriðja lagi að Akureyrar-
bær byggi húsið og reki en geri
rekstrarsamning við Þór um afnot
af búningsklefum og annarri að-
stöðu.
Boltinn hjá
framk væmdanef nd
„Við viljum sjá hvaða kostnað-
artölur liggja fyrir áður en við
förum út í það að taka ákvörðun
um einhveija af þessum leiðum.
Við höfum nú sent boltann yfír til
framkvæmdanefndar, sem þarf
m.a. að útvega pening til að útbúa
útboðslýsingar. Ég veit ekki
hversu fljótt þessir hlutir geta
gengið fyrir sig en við erum þó
að tala um einhveija daga og jafn-
vel vikur. Málið á eftir að fara
fýrir bæjarkerfið en ég hefði þó
viljað fara að grafa fyrir húsinu
áður en fer að fijósa nú í haust,“
sagði Eiríkur.
Akureyrarbær
Skipulag á Oddeyri
í maí síðastliðnum auglýsti Akureyrarbær tillögu að deiliskipula-
gi suðurhluta Oddeyrar ásamt tillögu að breytingu á aóalskipula-
gi Akureyrar 1990-2010 (til samræmis við deiliskipulagstillögu-
na). Vegna breytinga er gerðar hafa verið á skipulagstillögunni
m.a. vegna athugasemda sem bárust á auglýsingatímanum
hefur bæjarstjórn ákveðið að auglýsa tillöguna að nýju. Þær
athugasemdir sem borist hafa verða afgreiddar endanlega með
þeim athugasemdum sem kunna að berast við breytta tillögu.
Deiliskipulagstillagan og tillaga um breytingu á aðalskipulagi er
auglýst með vísan til 17. greinar skipulagslaga og greinar 4.4 í
skipulagsreglugerð. Skipulagssvæðið afmarkast af Strandgötu í
suðri, Eiðsvallagötu í norðri, Glerárgötu í vestri og Hjalteyrargötu
í austri. Meginmarkmið tillögunnar eru eins og í fyrri tillögu að
styrkja stöðu hverfisins sem íbúðarbyggðar, að viðhalda og styrkja
megineinkenni byggðarinnar, bæta yfirbragð hennar og fjölga
íbúðum m.a. með því að fylla í eyður og skörð í bæjarmyndinni.
Helstu breytingar frá fyrri tillögu eru:
íbúðarsvæði norðan Gránufélagsgötu austur við Hjalteyrargötu
er stækkað til norðurs til móts við Eiðsvallagötu.
Skipulagi íbúðarlóða sunnan Gránufélagsgötu og austan Hrís-
eyjargötu er breytt.
Fallið er frá stækkun stofnanalóðar Iðavalla og gert er ráð fyrir
skerðingu lóðarinnar að Eiðsvallagötu 26 vegna gangstígs að
opnu svæði austan Iðavalla.
Skipulagsuppdráttur ásamt skýringarmyndum og greinargerð
liggur frammi almenningi til sýnis á skipulagsdeild Akur-
eyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 8 vikur frá birtingu
þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 29. nóvemþer 1996,
þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við
hana athugasemdir. Athugasemdafrestur er til kl.16.00 29.
nóvember 1996 og skal athugasemdum skilað til skipulagsdeil-
dar Akureyrarbæjar. Þeim sem telja sig verða fyrir bótaskyldu
tjóni vegna skipulagsgerðarinnar, er bent á að gera at-
hugasemdir við tillöguna innan tilgreinds frests ella teljast þeir
samþykkir henni.
Skipulagsstjóri Akureyrar.
Dröfn Friðfinns-
dóttir í Listasafninu
SÝNING á verkum
Drafnar Friðfínnsdótt-
ur verður opnuð í Lista-
safninu á Akureyri
næstkomandi laugar-
dag, 5. október kl. 16.
Dröfn sýnir að þessu
sinni tréristur og mál-
verk í öllum þremur
sölum Listasafnsins. „I
myndum Drafnar sam-
einast kröftug og öguð
framsetning í samspili
aðferðar, lits og áferðar
huglægri og tilfinn-
ingalegri upplifun
myndmáli flatanna. Þar
finnur áhorfandinn að
leið hans er vörðuð
táknum sem eru hversdagsleg og
auðþekkjanleg eins og blóm eða físk-
ur eða tákn með djúpum skírskotun-
um til fortíðar eins og ílátið, skum
mannsins til að fylla af sjálfum sér,“
segir um myndimar í frétt frá Lista-
safninu.
Vel tekið í útlöndum
List Drafnar hefur verið vel tekið
í útlöndum og hefur hún hlotið sér-
staka heiðursviðurkenningu alþjóð-
legrar sýningar í State Gallery,
Banská Bystrica í
Tékkóslóvakíu 1995 og
verið boðin þátttaka í
Intergrafía í Krakow í
Póllandi sem er sam-
sýning listamanna sem
hlotið hafa alþjóðlegar
viðurkenningar. Einn-
ig mun hún taka þátt
í Triennalnum „Colour
in Graphic Art! 1997 í
Krakow. Nýlokið er
sýningu í Wasa í Finn-
landi með þátttöku
Drafnar, en fjölmörg
verk hennar seldust á
sýningunni og vora
kaupendur bæði opin-
berar stofnanir og ein-
staklingar.
Dröfn er fædd árið 1946, hún
nam við Myndlista- og handíðaskól-
ann í Reykjavík 1993, Myndlista-
skólann á Akureyri 1982-1986 og
í Lathi Art Institute í Finnlandi
1987-1988. Sýning Drafnar í Lista-
safninu á Akureyri er 10. einkasýn-
ing hennar en hún hefur tekið þátt
í fjölmörgum samsýningum á ís-
landi og erlendis.
Sýningunni í Listasafninu lýkur
26. október næstkomandi.
Dröfn
Friðfinnsdóttir
Ný sundlaug verður til-
búin í júní á næsta ári
FRAMKVÆMDIR era hafnar við
nýjan áfanga við Sundlaug Akur-
eyrar, en þar er um að ræða jarð-
vegsflutninga, gerð 25x16 metra
sundlaugar auk þess sem innifalið
í verkefninu er að ganga frá svæð-
inu umhverfis laugina og lagnir
vegna hennar sem og viðbyggingar
sem síðar mun rísa.
SJS verktakar áttu lægsta tilboð
í þessar framkvæmdir og var fyrsta
skóflustungan tekin síðastliðinn
föstudag, en byijað af krafti í byrj-
un vikunnar. Samkvæmt tilboði
verktaka er um að ræða verkefni
upp á tæpar 62 milljónir króna og
er áætlað að því verði lokið í júní
á næsta ári.
Hádegis-
tónleikar
BJÖRN Steinar Sólbergsson
organisti heldur hádegistón-
leika í Akureyrarkirkju á
morgun, Iaugardaginn 5.
október, kl. 12.
A efnisskrá tónleikanna
verða verk eftir Dietrich
Buxtehude, Johann Gottfried
Walther og Hafliða Hall-
grímsson. Lesari á tónleikun-
um er sr. Birgir Snæbjörnsson
prófastur. Aðgangur er
ókeypis og era allir velkomnir.
Sjálfsstyrkur
og kreppa
KARÓLÍNA Stefánsdóttir
fjölskylduráðgjafi Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri
flytur fyrirlestur um sjálfs-
styrk og kreppu á opnu húsi
Krabbameinsfélags Akur-
eyrar og nágrennis næstkom-
andi mánudagskvöld, 7. októ-
ber, sem hefst kl. 20 á skrif-
stofu félagsins í Glerárgötu
24, 2. hæð.
Verk Daða
kynntí
Gallerí
AllraHanda
KYNNING á verkum Daða
Guðbjörnssonar verður opnuð
í Gallerí AllraHanda í Gróf-
argili í dag, föstudag. Hún
stendur í hálfan mánuð. Að
þessu sinni verða kynnt nokk-
ur grafíkverk og olíumálverk.
Verk Daða hafa áður verið
sýnd og kynnt í Gallerí Allra-
Handa og eru vinsæl meðal
gesta þess.