Morgunblaðið - 04.10.1996, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
VERIÐ
Morgunblaðið/Alfons
TJALDURINN heldur senn til veiða við Falklandseyjar.
íslendingar hefja
útgerð á 2 skipum
á F alklandseyjum
ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Island
Fisheries Holdings Ltd. á Falk-
landseyjum hefur innan skamms
veiðar á tannfiski og smokkfiski
við Falklandseyjar. Að félaginu
standa Grandi hf., Kristján Guð-
mundsson hf. á Rifi, JBG Falk-
lands Ltd. og Sæblóm ehf. Til-
gangur félagsins er fiskveiðar við
Falklandseyjar og á nærliggjandi
hafsvæðum. Ráðgjafarfyrirtækið
Nýsir hf. hefur unnið að undirbún-
ingi þessa samstarfsverkefnis
undanfarin tvö ár.
Isiand Fisheries Holdings Ltd.
hefur keypt línuskipið Tjald II SH
370 og leigt togarann Engey RE
1 til veiða við Falklandseyjar.
Engey mun halda til smokkfisk-
veiða en Tjaldur til veiða á djúp-
sjávarfiski með línu. Áætlað er að
veiðar Tjalds SH 370 hefjist í nóv-
ember næstkomandi en veiðar
Engeyjar RE 1 hefjast í janúar á
næsta ári. Bæði skipin vinna afl-
ann um borð.
Hluti áhafna íslenskur
Gert er ráð fyrir að yfirmenn
skipanna og hluti undirmanna
verði íslenskir. Einnig verða undir-
menn frá nálægum löndum í Suð-
ur-Ameríku. Sæblóm ehf. mun
hafa daglegan rekstur fyrirtækis-
ins með höndum og verður útgerð-
arstjóri starfandi á Falklandseyj-
um.
Formaður stjórnar Island Fis-
éries Holdings Ltd. er Brynjólfur
Bjarnason en aðrir í stjórn eru
Guðmundur Kristjánsson, Sigur-
björn Svavarsson, Terence S.
Betts og Stefán Þórarinsson.
Framkvæmdastjóri félagsins er
Stefán Þórarinsson.
Stefán segir að menn renni
nokkuð blint í sjóinn hvað mögu-
Iegan afla varði. Þó sé gert ráð
fyrir að veiðar Tjalds skili allt að
500 tonnum af afurðum úr fiski,
sem á íslensku hefur verrið kallað-
ur tannfiskur, en heitir á þessum
slóðum mero og Patagonian toot-
hfish á ensku.
Falklandseyjar eru bresk ný-
lenda í sunnanverðu Atlandshafi á
milli 51. og 53. breiddargráðu um
300 mílur undan strönd Suður-
Ameríku. Eyjarnar eru um 12.000
ferkílómetrar á stærð. Meginey-
jarnar eru tvær auk fjölda smærri
eyja. Veðrátta er svipuð og á Bret-
landseyjum. Aðalatvinnuvegur
eyjabúa hefur lengst af verið
sauðfjárrækt en fískveiðar hafa
verið megintekjustofn landstjórn-
arinnar síðustu árin. íbúar eru
rúmlega 2.100, flestir af breskum
uppruna, og búa um 1.700 þeirra
í Stanley, höfuðstað eyjanna.
Net Norske Veritas
Ráðstefna haldin
um brennsluolíur
RÁÐSTEFNA um brennsluolíur
verður haldin á vegum Det
norske Veritas og DNV Petrole-
um Services þriðjudaginn 8.
október nk. kl. 9.00 á Hótel
Sögu, A-sal. Skráning þátttak-
enda hefst kl. 8.45.
Framsögumenn verða þeir
Torbjörn Lie og Dag Olav Halle
frá DNV Petroleum Services og
fjalla þeir um brennsluolíur,
ýmis vandamál þeim tengd og
hvernig má reyna að koma í veg
fyrir þau. Þá kynna þeir efna-
greiningaþjónustu fyrirtækis-
ins á brennsluolíum og gagn-
semi slíkrar þjónustu við starf-
rækslu dieselvéla.
Auk þeirra verður Björn Ped-
ersen, forstjóri DNV í Dan-
mörku með fyrirlestur um
flokkunarfélagsmál af ýmsu
tagi, þróun markaðsmála víða
um heim og nokkur nýmæli
varðandi samvinnu flokkunar-
félaganna, nýjar áherslur í
reglugerðum og framfylgni
þeirra.
Fyrirlestrarnir verða fluttir
á ensku með aðstoð glæra, en
fyrirspurnir mega vera á ís-
lensku eða skandinavísku.
Wislawa Szymborska hlýtur Nóbelsverðlaun í bókmenntum
„Skemmtilega háðsk
án þess að vera hávær“
Stokkhólmi. Reuter.
PÓLSKA ljóðskáldið og gagnrýn-
andinn Wislawa Szymborska hlýtur
Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í
ár. Tilkynnt var um val sænsku aka-
demíunnar í Stokkhólmi í gær en
það kemur nokkuð á óvart, þar sem
ekki var búist við að verðlaunin féllu
Ijóðskáldi í skaut, annað árið í röð.
Szymborska, sem er 73 ára gömul,
er lítt þekkt utan heimalands síns
en ljóð hennar hafa þó verið þýdd
yfir á nokkur tungumál, m.a. ís-
lensku.
Szymborska, sem búsett er í
Kraká, kvaðst í gær afar ánægð með
þessa viðurkenningu en sagðist jafn-
framt bera kvíðboga fyrir því að
vera kastað inn í sviðsljósið. „Þetta
er erfið staða. Ég er afskaplega hlé-
dræg og ég þykist sjá fyrir stundir
sem reynast mér erfiðar," sagði hún.
Aftók skáldkonan með öllu að hún
myndi koma fram heima eða erlend-
is og halda fyrirlestra, kvaðst aldrei
hafa gert slíkt.
Fyrsta ljóðabók Szymborska kom út árið 1957 en
hún hefur gefið út fáeinar ljóðabækur, þýðingar úr
frönsku og bókmenntagagnrýni hennar hefur verið
gefin út í nokkrum bindum. A árunum 1953-1981
sat skáldkonan í riljórn Zycie Literackie (Bókmenn-
talíf). Verk hennar eru sögð kraftmikill skáldskap-
ur, gæddur hnyttni og kaldhæðni. Erfitt sé að þýða
ljóðin svo vel sé, vegna hins margbreytilega stíls
þeirra. Þakkaði Szymorska sérstaklega hinum
sænska þýðanda ljóðanna, Anders Bodegard, fyrir
verk hans, og sagði að hefði þar verið miðlungsþýð-
andi á ferð, stæði hún ekki í þeim sporum í dag, að
vera tilkynnt um Nóbelsverðlaunin.
I umsögn sænsku akademíunnar segir að Szym-
borska hafi verið sögð „Mozart ljóðlist-
arinnar og er það ekki fjarri sanni
þegar horft er til hinnar miklu andar-
giftar og af hve sönnu áreynsluleysi
orðin falla á sinn stað. En það gætir
einnig nokkurs af reiði Beethovens í
skapandi verkum hennar.“
„Erfið glíma“
Geirlaugur Magnússon hefur þýtt
þijú ljóða Szymborsku og birtustþau
í bókinni „í andófinu" sem innihélt
pólsk nútímaljóð og kom út árið 1991.
„Ég reyndi við fleiri ljóð en þetta var
erfið glíma. Ástæðan er þó alls ekki
sú að Szymborska sé torskilið skáld,
þegar maður les ljóð hennar virðast
þau auðskilin. Hún er afar nákvæm og
það má svo litlu hnika til að eitthvað
tapist. I ljóðum hennar er hvergi orðum
aukið og hún er skemmtilega háðsk án
þess að vera hávær,“ segir Geirlaugur.
Að sögn hans er afstaða Szymborsku
nokkuð frábrugðin því sem gerist í
austur-evrópskri ljóðahefð. Þá skíni það ævinlega í
gegn í Ijóðunum að þau séu skrifuð af konu. „Hún
er mótuð að reynslu Pólveija á þessari öld og fæst
við spurningar á borð við það að vera, vissuna og
óvissuna. Það hefur verið sagt um Szymborsku að
hún hafi ekki verið andófskona en ég held að það
sé ekki rétt. Hún hefur alltaf verið andófsmaður án
þess að festa sig á ákveðnum bás. Hún hefur aldrei
gengið á hlaðann á neinum."
Szymborska er fjórði Pólveijinn sem hlýtur bók-
menntaverðlaun Nóbels. Henryk Sienkiewicz hlaut
þau árið 1906, í sjötta sinn sem þau voru veitt. Wlad-
yslaw Reymont hlaut verðlaunin 1924 og deildi þeim
með George Bernard Shaw, og árið 1980 féllu verð-
launin í hlut Czeslaw Milosz.
Reuter
WISLAWA Szymborska,
73 ára pólskt ljóðskáld,
hlýtur Nóbelsverðlaunin
I bókmenntum í ár.
Atvmnumálagrein bætt við
Maastrichtsáttmálann
Danska stjómin
trúuð á að takmark
hennar náist
Kaupmannahöfn. Morgunblaöiö.
DANIR eru vongóðir um að grein
um atvinnuskapandi aðgerðir verði
tekin með í Maastrichtsáttmálann.
„Ég get ekki ímyndað mér annað
en að svo verði“, sagði Niels Hel-
veg Petersen utanríkisráðherra
Dana á blaðamannafundi um ríkj-
aráðstefnu Evrópusambandsins og
undirbúning Dana fyrir hana. Þó
álitið sé að meira en helmingur
aðildarríkjanna styðji þessa við-
leitni Danmerkur, Svíþjóðar og
fleiri landa dugir það ekki til, því
að samþykkja verður viðbæturnar
einróma. Erfíðasti hjallinn er and-
staða Þjóðveija. Frakkar hafa ver-
ið á móti hugmyndinni, en utanrík-
isráðherrann segir andstöðu þeirra
fara minnkandi.
Bæði danska og sænska stjóm-
in binda miklar vonir við að tak-
ast muni að telja hin aðildarlöndin
á að bæta grein um atvinnusköpun
inn í Maastrichtsáttmálann.
Ástæðan er trú á að að slík grein
auki velvilja almennings i garð
næsta samrunaskrefs ESB, en í
báðum löndum ríkir tortryggni í
garð bandalagsins og óvíst er að
niðurstaða ríkjaráðstefnunnar
fengist samþykkt þar í þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Danir hafa lagt fram tillögu um
hvernig nýja greinin eigi að hljóða
og hvernig megi bæta henni inn
í sáttmálann. Að sögn danska
utanríkisráðherrans hefur þeim
verið vel tekið og ætlar írska
stjórnin, sem nú fer með for-
mennsku í ráðherraráði ESB, að
nota þær sem uppistöðu í það
uppkast að rammasamkomulagi,
sem lagt verður fyrir leiðtogafund
ESB í desember.
Minni sveigjanleiki og
óraunhæfar væntingar?
Á leiðtogafundi ESB í Essen í
Þýskalandi 1994 var lýst yfír bar-
áttu gegn atvinnuleysi og af þeirri
yfírlýsingu taka írar einnig mið. í
tillögunum er gert ráð fyrir að lögð
verði sérstök áhersla á atvinnu fyr-
ir ungt fólk, stofnuð verði veiga-
mikil atvinnunefnd og stefnumótun
í atvinnuskapandi aðgerðum verði
lögð á herðar fjármála- og félags-
málaráðherra landanna.
Þó atvinnuleysi sé mikið í
Frakklandi, ekki síst meðal ungs
fólks, og vaxandi í Þýskalandi
hafa þessi lönd verið á móti at-
vinnugrein í
Maastrichtsátt-
málanum af ótta
við að sveigjan-
leiki atvinnulífs-
ins minnki og að
viðbótin gæti
skapað óraun-
hæfar væntingar
almennings, sem kæmi stuðningi
við Evrópusambandið í koll, ef
enginn árangur yrði af viðleitn-
inni. Þó þær raddir heyrist einnig
í Svíþjóð og Danmörku hefur trú
á kosti viðbótarinnar orðið ofan á
og stjórnirnar lagt allt kapp á
framgang í málinu til að efla tiltrú
heimamanna á ESB.
Danskir for-
stjórar láta
sig mynt-
sambandið j
litlu varða
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞRIR af fjórum forstjórum
danskra útflutningsfyrirtækja
reikna nú með að Evrópska mynt-
sambandið verði að veruleika
1999. Fyrir tæpum tveimur árum
sýndi samskonar könnun að að-
eins einn af hveijum tíu forstjór-
um var trúaður á að úr myntsam-
bandinu yrði. Helmingur forstjór- )
anna telur engu skipta þó Danir
verði ekki með frá byijun. Skoð-
anakönnunin er gerð í 122 fyrir-
tækjum með um 35 þúsund starfs-
mönnum af Sonar og birt í danska
blaðinu Jyllands-Posten.
Áhyggjuleysi yfir þátttöku Dana
kemur á óvart, þar sem helstu rök
stjórnmálamanna fyrir aðild
Dana eru að ella sé atvinnulífinu
stefnt í hættu. Danir hafa áskilið
sér undanþágu frá myntsam- j
bandsaðild, sem opinberlega er
því ekki á dagskrá.
Rök danskra stjórnmálamanna
fyrir aðild eru að vextir og geng-
iskostnaður í Danmörku verði
óhjákvæmilega hærri en í löndum
myntsambands-
ins, auk þess
sem hætta sé á j
gjaldeyrisóróa.
Forstjórarnir <
virðast ekki j
hafa sömu
áhyggjur, hugs-
aníega vegna
þess að gengis-
kostnaður vegna viðskipta utan
myntsambandsins verður áfram
fyrir hendi. Fyrir utan að helm-
ingur forstjóranna álítur að aðild
Dana skipti litlu máli fyrir at-
vinnulífið er aðeins lítill hluti
þeirra, sem álítur að það fylgi I
því alvarlegur vandi að vera utan j
sambandsins.