Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Jeltsín flytur útvarpsávarp og kveðst fullfær um að stjórna Rússlandi Morðið á Rabin Lýsir yfir stuðningi við Alexander Lebed Dæmdir í fangelsi fyrir samsæri Tel Aviv. Reuter. Lebed sagður hafa hótað afsögn Reuter RÚSSNESKIR hermenn í Grosní reisa skilti með nöfnum her- manna innanríkisráðuneytisins sem biðu bana í átökunum við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna. Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, flutti í gær útvarpsávarp þar sem hann svaraði andstæðingum sínum, sem vilja að hann segi af sér sökum heilsubrests, og kvaðst enn fullfær um að halda um stjórnartaumana. Forsetinn lýsti ennfremur yfir stuðn- ingi við Alexander Lebed, yfirmann rússneska öryggisráðsins, og um- deildan friðarsamning hans við að- skilnaðarsinna í Tsjetsjníju. Fregnir hermdu að Lebed hefði hótað að segja af sér á fundi með forsetanum síðar um daginn. „Ég fylgist grannt með því sem er að gerast í landinu. Ég nýt aðstoð- ar öflugs iiðs sérfróðra embætt- ismanna," sagði Jeltsín og talaði hægt en skýrt í sex mínútna ávarpi, sem tekið var upp á sjúkrahúsi í Moskvu þar sem forsetinn býr sig undir hjartaaðgerð eftir sex til tíu vikur. Forsetinn kvað ekkert hæft í stað- hæfingum stjórnarandstæðinga um að hann væri ekki fær um að stjórna landinu vegna veikinda. „Ég sagði fyrir kosningarnar og endurtek nú - flýtið ykkur ekki að skipta um þjóðhöfðingjamyndir. í landinu er forseti við völd og þar að auki virk- ur forseti!" Markmiðið með ávarpinu var aug- ljóslega að sannfæra rússnesku þjóð- ina um að forsetinn héldi enn um stjórnartaumana og væri nógu ern til geta gengist undir hjartaaðgerð- ina. Hann reyndi ennfremur að gera lítið úr staðhæfingum andstæðinga sinna um að ringulreið ríkti í stjórn- kerfinu þar sem hann gæti ekki starfað í Kremi. Leiðtogar stjórnar- andstöðunnar sögðu á þinginu á miðvikudag að landið væri án leið- toga og kröfðust þess að gerðar yrðu ráðstafanir tii að binda enda á glundroðann. Lebed segi ekki af sér Jeltsín fór lofsamlegum orðum um Lebed, sem var einnig gagnrýndur á þinginu fyrir friðarsamninginn við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna og hefur verið sakaður um heyja valda- baráttu í Kreml í fjarveru forsetans. „Aðstoðarmaður minn, Alexander Lebed, hefur framfylgt fyrirmælum mínum um að binda enda á átökin í Tsjetsjníju,“ sagði Jeltsín og bætti við að margt væri enn ógert við framkvæmd friðarsamningsins. Forsetinn hældi einnig Anatolí Tsjúbajs skrifstofustjóra, og Viktor Tsjernomyrdín forsætisráðherra, sem eru ásamt Lebed sagðir hafa háð valdabaráttu í Kreml. Jeltsín ræddi síðar um daginn við Lebed, er mun hafa hótað að segja af sér vegna óánægju með að for- veri hans sem æðsti öryggisráðgjafi forsetans skuli hafa verið gerður að formanni nefndar sem skipar æðstu menn hersins. Jeltsín sagði í sjón- varpsviðtali eftir fundinn að hann hefði sagt við Lebed að hann hefði enga ástæðu til að ræða afsögn vegna þessa máls og mælst til þess að hann héldi störfum sínum áfram. Þetta er fyrsti fundur forsetans og Lebeds frá því Jeltsín gerði hann að sérstökum sendimanni sínum í Tsjetsjníju 10. ágúst. Forsetinn ræddi ennfremur við Igor Rodíonov varnarmálaráðherra um hvernig leysa bæri fjárhags- vanda hersins, sem að sögn Lebeds gæti leitt til uppreisnar meðal her- manna vegna vangoldinna launa. „Ég hef miklar áhyggjur af ástand- inu í hernum," sagði forsetinn og bætti við að ekki væri hægt að draga það lengur að leysa vandann. Embættismenn, sem fara með varnarmál og málefni hersins, efna til fundar í dag undir stjórn Tsjerno- myrdíns og Jeltsín sagði að þeir ættu að taka „raunhæfar ákvarðan- ir“ um framtíð hersins. Uppreisnarinnar minnst Jeltsín gaf ennfremur út yfírlýs- ingu í tilefni þess að þijú ár eru lið- in frá uppreisn harðlínumanna í Moskvu, sem hann kvað niður með því að senda skriðdreka að þinghús- inu. 140 manns biðu bana í tveggja daga átökum. „Landið var á barmi borgarastyij- aldar á þessum hörmulegu dögum,“ sagði Jeltsín. Hann kvaðst vona að allir sem hlut áttu að máli hefðu dregið réttan lærdóm af atburðunum og gerðu allt sem þeir gætu til að koma í veg fyrir að slíkt gæti gerst aftur. Forsetinn sagði í ávarpi sínu að Tsjernomyrdín, æðstu ráðherrar stjórnarinnar, héraðs- og borgar- stjórar, ættu að fara í skóla landsins og ræða sögu Rússlands við nemend- ur. „Ég vil ávarpa skólabörnin sér- staklega," sagði hann. „Verið ekki hrædd við yfirvöldin og spyijið þau beittra spuminga, til þess hafið þið fullan rétt. Skrifið mér og segið hvernig kennslustundin fór. Þið eruð framtíð okkar.“ DÓMARI í Tel Aviv dæmdi í gær Yigal Amir, morðingja Yitzhaks Rabins, bróður Am- irs og annan strangtrúað- an gyðing í 5-12 ára fangelsi fyrir að leggja á ráðin um að myrða ísra- elska forsæt- isráðherrann og skipuleggja árásir á Pal- estínumenn. Yigal Amir, sem er 26 ára, hafði áður verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða Rabin á friðarfundi í Tel Aviv fýrir tæpu ári til að mótmæla friðarsamningum hans við Palestínumenn. Dómarinn bætti við fimm ára fangelsisdómi yfir honum í gær og bróðir hans, Hagai Amir, var dæmdur í 12 ára fangelsi og Dror Adani sjö ára. Mennirnir þrír voru sak- felldir í sérstökum réttarhöld- um um morðsamsærið í síð- asta mánuði. Þeir voru dæmd- ir fyrir að leggja á ráðin um að myrða Rabin í sprengjutil- ræði eða með því að byrla honum eitur og skipuleggja árásir á Palestínumenn. Hagai Amir var einnig dæmd- ur fyrir ýmis brot á vopna- löggjöfinni. „Megum aldrei gleyma“ „Við verðum alltaf að muna þennan atburð og megum aldrei gleyma honum,“ sagði dómarinn, Amnon Strashnov. Yigal Amir kvaðst við réttar- höldin vera stoltur af morðinu á Rabin og aðeins iðrast þess að hafa ekki myrt hann áður en forsætisráðherrann samdi um að láta hluta Vesturbakk- ans og Gaza-svæðið af hendi í samningunum við Palestínu- menn. Amir KYNI\III\IG í X/estubæjarapóteki í dag, föstudaginn 4. okt. kl. 14-18 VICHY LABORATOIRES V HEILSULIND HUÐARINNAR % V Hrap Boeing þotunnar undan ströndum Perú Sérfræð- ingar ráðþrota Pasamayo og Ancon, Perú. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR í flugmálum stóðu ráðþrota í gær og sögðust með engu leyti skilja hvað valdið hefði því að Boeing 757-þota perúska flugfélagsins fórst undan ströndum Perú í fyrrinótt. Brak þotunnar ligg- ur á 150 metra dýpi 60 km undan ströndu. Flugstjóri þotunnar, Erick Schrei- ber, tilkynnti um bilun í siglinga- og stjórntölvum þotunnar fimm mín- útum eftir flugtak og bað m.a. um að flugvél yrði send á loft til að leið- beina þotunni til baka til flugvallar- ins í Lima. Elsa Carrera, samgöngu- ráðherra, sagði að Schreiber hefði haldið aðdáunarverðri rósemi allan tímann meðan á fjarskiptunum stóð en þeim lauk 28 mínútum eftir að þau hófust. Þá bað hann flugumferð- arstjóra að undirbúa björgunarstörf, því þrátt fyrir að hann hefði dregið úr afli til hreyflanna ykist flughraði þotunnar stöðugt. Var það hið síð- asta sem heyrðist frá henni. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vél þessarar gerðar verður fyrir svona bilun,“ sagði Carrera og sagði að komast yrði að því hvers vegna stjórntölvur flugvélarinnar hefðu bil- að. John Nance, óháður flugmála- fræðingur í Tacoma í Washington- ríki, sagði að enda þótt of snemmt væri að segja til um hvað leitt hefði til slyssins, væri afar ólíklegt, að siglingatækin gætu bilað með öllu. Möguleikar á því væru afar litlir. Susan Bradley, talsmaður Boeing- verksmiðjanna, var enn ákveðnari í ummælum sínum „Það hefur enginn heyrt um svona lagað áður. Þetta hefur aldrei gerst og mun líklega aldrei eiga sér stað,“ sagði hún og bætti við, að stjórntæki Boeing-757 þotu væri þreföld og bilaði eitt sigl- inga- eða stýrikerfi væru hin til vara. „Og þótt allt tölvukerfið bilaði væri eftir sem áður hægt að fljúga flug- vélinni með gamla laginu, með hönd- unum,“ sagði Bradley. Allir, sem um borð voru fórust, 61 farþegi og níu manna áhöfn. I gær höfðu lík 10 fundist en talið er að langflest hinna séu í búk þotunn- ar á hafsbotni. Þotan var í eigu bandarísks eignarhaldsfyrirtækis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.