Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
I
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
„Á þessum tíma lifði Callas og hrærðist í heimi minninganna," segir Anna Kristín Arngrímsdóttir sem fer með hlutverk dívunnar.
Kaldhæðnin holdi klædd
María Callas, ein nafntogaðasta óperusöng-
kona aldarínnar, er í brennipunkti í leikríti
Bandaríkjamannsins Terrence McNally,
Master Class með Callas, sem frumsýnt
verður í íslensku óperunni í kvöld. Orri
Páll Ormarsson fylgdist með æfíngu og
skyggndist á bak við tjöldin.
Sýningu
Tryggva
að ljúka
SÝNINGU á verkum Tiyggva
Olafssonar sem undanfarið hef-
ur staðið yfir í Galleríi Fold við
Rauðarárstíg lýkur sunnudag-
inn 6. október n.k. Á sama tíma
lýkur kynningu á myndvefnaði
Hólmfríðar Bjartmarsdóttur í
kynningarhorni gallerísins.
Opið er í Galleríi Fold dag-
lega frá kl. 10-18, laugardaga
frá kl. 10-17 og sunnudaga frá
kl. 14-17.
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Péturs
LJÓSMYNDASÝNINGU Pét-
urs Péturssonar í Listasetrinu
Kirkjuhvoli á Akranesi, lýkur
nú á sunnudag.
Þar sýnir Pétur hátt á fjórða
tug ljósmynda, aðallega
„portrait myndir" og má þar
sjá mörg kunnugleg andlit.
Sýningin er opin alla daga
frá kl.15-18, miðvikudaga og
fimmtudaga til kl. 21.
Eitt verkanna
á sýningunni.
Sýningu Karls
Jóhanns í
Greip að ljúka
SÝNINGU Karls Jóhanns Jóns-
sonar í Gallerí Greip, Hverfís-
götu 82 lýkur á sunnudaginn
kemur.
Sýndar eru portrettmyndir
tengdar hugleiðingum um sam-
mannleg málefni svo sem
dauða, tannskemmdir og sjón-
varpsgláp.
Hitta írskan
höfund
ÍRSKA skáldkonan Maeve
Binchy, sem meðal annars er
höfundur skáldsögunnar Circle
of Friends mun hitta þátttak-
endur í kvennaferð til Dublin á
vegum Samvinnuferða - Land-
sýnar 6.-10. október n.k.
Binchy hefur skrifað níu
metsölubækur sem allar hafa
öðlast heimsfrægð, en Circle of
Friends er þeirra þekktust, enda
var gerð eftir henni kvikmynd.
Fararstjórar í kvennaferðinni
tii Dublin verða Edda Björg-
vinsdóttir og Sóley Jóhanns-
dóttir.
Síðasta sýn-
ingarhelgi
Brynhildar
SÝNINGUM Brynhildar Þor-
geirsdóttur í Gerðubergi og
Sjónarhóli lýkur nú á sunnudag.
Sjónarhólleropinnfrákl. 14-18
og Gerðuberg er opið frá kl.
12-16.
Sjónþing Brynhildar er vænt-
anlegt á bók innan skamms.
Sjónþingin eru gefín út í 100
árituðum og tölustettum eintök-
um. Þau fást á skrifstofu og
veitingastofu Gerðubergs og
kosta kr. 700.
HURÐIN opnast og salurinn heldur
niðri í sér andanum þegar kennarinn
birtist í gættinni. Það gustar af hon-
um, enda er „innkoman grundvallar-
atriði", og áhorfendur eru snarlega
kveðnir í kútinn þegar þeir gera til-
raun til að hylla hann. „Ég er kom-
inn til að vinna en ekki daðra við
áhorfendur". Sögusviðið er Julliard-
tónlistarskólinn í New York á önd-
verðum áttunda áratugnum og tilefn-
ið Master Class hjá Ceciliu Sophiu
Önnu Mariu Kalogeropoulou - goð-
sögninni Mariu Callas. Viðfangsefnið
er „tjáningaríkasta hljóðfæri sem til
er til að túlka mannlegar tilfínning-
ar“ - söngröddin.
Kennslan hefst á hárréttum tíma
en dívan missti aldrei úr tíma og kom
aldrei of seint þegar hún var að læra
söng - yfirleitt kom hún of snemma.
„Það er ekki hægt að stytta sér leið
í listinni. Það er hægt í lífinu en
þetta er ekki lífið“ og sakir þess er
„allt sem fram fer í salnum spurning
um líf og dauða“.
Nemendurnir koma hver á fætur
öðrum, sumir kokhraustir en aðrir
skjálfandi á beinunum. Allir fá þeir
þó sömu yfírhalninguna enda eru
þeir í raun „allir eins þótt þeir haldi
að þeir séu sérstakir". Og dívan talar
aðeins í staðreyndum. Skyldi hún
vilja gera heiminn hættulegri fyrir
alla bara af því að hann var henni
hættulegur?
Annað slagið rofar þó til enda
skilur fögur tónlist Mariu Callas eft-
ir tóma. Undir þeim kringumstæðum
er „klappið það sem listamaðurinn
lifír á og stundum það eina sem
hann á“. Einkum eru það minning-
arnar sem ylja stjörnunni, þegar
röddin er brostin og ástin glötuð, og
þegar þær knýja dyra „getur engin
sungið eins og Maria Callas".
Einmana hörkutól?
En hvernig manneskja var Maria
Callas? „í Master Class með Callas
kynnumst við annars vegar agaðri
listakonu - hörkutólinu, dívunni -
og hins vegar konu sem fékk aldrei
að vera ung. í aðra röndina fjallar
verkið því um frægðina og listina en
í hina um sársaukann, einsemdina
og minnimáttarkenndina sem fylgdi
Callas alla tíð,“ segir A'nna Kristín
Arngrímsdóttir, sem fer með hlut-
verk goðsagnarinnar í uppfærslu Is-
lensku óperunnar, í samvinnu við
Bjarna Hauk Þórsson, Sigurð Hlöð-
versson og Valgeir Magnússon, á
leikriti Terrence McNallys, Master
Class með Callas. Leikkonan tekur
þó fram að hafa beri hugfast að hér
sé á ferð leikrit en ekki ævisaga
Mariu Callas.
Söngkonunni var snemma ýtt út
á hina hálu braut listarinnar og að
mati Önnu Kristínar galt hún fyrir
það dýru verði. „Þegar barnæskan
er tekin frá fólki með þessum hætti
er alltaf hætta á að það brotni fyrr
eða síðar undan álaginu. Líf Callas
virðist því hafa einkennst af leit að
ást og viðurkenningu. Vissulega
hafði hún hæfileikana en það kostaði
mikla vinnu að komast á toppinn.
Þangað komst hún á hörkunni -
Maria Callas var ekki bara hörð við
aðra, hún var líka hörð við sjálfa
sig. í leikritinu er farið að síga á
ógæfuhliðina og þótt söngkonan
reyni að halda sig við nútíðina er það
sennilega dæmigert fyrir örvæntingu
hennar að hún leitar stöðugt huggun-
ar í fortíðinni - á þessum tíma lifði
Callas og hrærðist í heimi minning-
anna.“
Anna Kristín segir það mikla
glímu að setja sig í spor Mariu Call-
as - en það eigi reyndar við um öll
hlutverk. „Það sem gildir er að finna
samhljóm og reyna að vera samstíga
persónunni sem maður er að túlka
og oft þarf maður að nota allar til-
finningarnar sem maður á til að
gæða hana lífi. í tilfelli Callas reyni
ég að draga fram andstæðurnar, tog-
streituna og það sem býr að baki
grímunni sem við berum öll en við
erum alltaf að reyna að dylja tilfinn-
ingar okkar að einhveiju leyti. Lífíð
er línudans; það er vandi að vera
einlægur og trúr sjálfum sér - það
er vandi að vera manneskja.“
í fremstu röð
Leikstjórinn, Bjarni Haukur Þórs-
son, segir að Terrence McNally, sem
verður viðstaddur frumsýninguna í
kvöld, sé eitt fremsta leikritaskáld
Bandaríkjanna um þessar mundir en
fjölmörg verka hans hafí slegið í
gegn á Broadway, nægi þar að nefna
Kiss of the Spider Woman og Love,
Valor, Compassion, sem hlaut Tony-
verðlaunin sem besta leikrit ársins
1995.
Að sögn Bjarna Hauks er það
engum vafa undirorpið að McNally
sé undir miklum áhrifum frá Mariu
Callas en Master Class mun ekki
vera fyrsta verk hans, þar sem söng-
konan kemur við sögu. Mun verkið
vera byggt á hljóðritunum sem gerð-
ar voru á námskeiðum Callas í Jull-
iard á sínum tíma. „Eins og fram
kemur í leikritinu ríghélt Callas í
fortíðina á þessum tíma, þannig að
útilokað er að McNally hafí getað
skrifað það út frá upptökunum einum
saman. Hann er greinilega mikill
aðdáandi Callas og gjörþekkir líf
hennar og list.“
Master Class var frumsýnt á
Broadway í nóvember á síðasta ári
með Zoe Caldwell í broddi fylkingar.
Sló það í gegn og heiur gengið fyrir
fullu húsi síðan - allt að níu sinnum
í viku. Kom það því fáum á óvart
að leikritið og aðalleikkonan skyldu
fara með sigur af hólmi við úthlutun
Tony-verðlaunanna í vor. Síðan hefur
Patty Lepone reyndar leyst Caldwell
af hólmi en ekkert lát er hins vegar
á vinsældunum.
Það er ekki á hverjum degi sem
bandarísk leikrit eru frumsýnd á ís-
landi svo skömmu eftir frumsýning-
una ytra enda segir Bjarni Haukur
að íslensku atvinnuleikhúsin virðist
hafa takmarkaðan áhuga á banda-
rískum leikritaskáldum, að Arthur
Miller og Tennessee Williams undan-
skyldum. McNally sé hins vegar nút-
íðin. En hvers vegna ákváðu þeir
félagar að láta kylfu ráða kasti?
„Terrence McNally hefur lengi
verið í uppáhaldi hjá mér. Persónu-
sköpunin hjá honum er sterk og sam-
tölin hnyttin, auk þess sem kaid-
hæðnin er aldrei langt undan, ekki
síst í Master Class enda var Maria
Callas kaldhæðnin holdi klædd,“ seg-
ir Bjarni Haukur sem nam leiklist í
New York og starfaði þar um tíma
sem leikari. „Þegar við Sigurður
Hlöðversson vorum staddir í New
York í mars síðastliðnum sáum við
síðan Master Class og þar sem við
sátum dolfallnir yfir sýningunni
ákváðum við eiginlega að kaupa sýn-
ingarréttinn. Flóknara var þetta
ekki. Reyndar fréttum við skömmu
síðar að Þjóðleikhúsið væri með verk-
ið í sigtinu og sennilega gerði það
útslagið."
Auk gæða verksins segir Bjarni
Haukur einfaldleikann hafa heillað.
„Þó verkið þurfi að vera á stóru sviði
er það þægilegt í uppsetningu, í þeim
skilningi að sviðsmyndin er einföld
og leikararnir fáir. Það héldum við
að minnsta kosti,“ segir leikstjórinn
og glottir. Engin stórvægileg vanda-
mál munu þó hafa komið upp á æf-
ingaferlinu.
Teflt á tvær hættur
„Þrátt fyrir framtakssemina og
áhugann gerðum við okkur hins veg-
ar grein fyrir því að við vorum að
tefla á tvær hættur - við höfðum
ekki einu sinni hús til að setja verk-
ið upp,“ heldur Bjarni Haukur áfram.
„Islenska óperan var þó alltaf efst á
blaði enda hæfir þessi sýning því
húsi einstaklega vel - enda verið að
ljalla um frægustu óperusöngkonu
aldarinnar. Við áttum því fund með
Garðari Cortes óperustjóra og Ólöfu
Kolbrúnu Harðardóttur og tóku þau
okkur strax feginshendi enda var
næsta uppfærsla í húsinu á eftir
Galdra-Lofti, Káta ekkjan, ekki fyrir-
huguð fyrr en í febrúar. Eftir það
léttist á okkur brúnin.“
Að því búnu segir Bjarni Haukur
að þeir félagar hafi farið á stúfana
með það fyrir augum að finna leik-
ara. Var hlutverk Callas þeim vita-
skuld efst í huga. „Ætli við höfum
ekki spáð í allar leikkonur yfír fer-
tugt á íslandi en ég er ekki í nokkr-
um vafa um að við höfum fundið
bestu manneskjuna í hlutverkið,
Önnu Kristínu Árngrímsdóttur."
I hlutverkum söngnemanna eru
þrír ungir söngvarar, Marta Hall-
dórsdóttir, Ellen Freydís Martin og
Stefán Stefánsson. Þorsteinn Gauti
Sigurðsson fer með hlutverk píanó-
leikara og Björn Karlsson leikur
sviðsmann. Sviðsmynd og búningar
eru úr smiðju Huldu Kristínar Magn-
úsdóttur og lýsingu annast Benedikt
Axelsson. Þýðandi verksins er Ing-
unn Ásdísardóttir.
Bjami Haukur segir að þeir félag-
ar standi í mikilli þakkarskuld við
Islensku óperuna fyrir að axla
ábyrgðina með þeim - öðruvísi hefði
draumurinn ekki orðið að veruleika.
„Það er afar mikilvægt fyrir ungt
fólk eins og okkur, sem er að reyna
að hasla sér völl í listinni, að fá svona
tækifæri."
Bjami Haukur er hvergi banginn
þótt. hann hafi ekki leikstýrt í annan
tíma. „I þessum efnum skiptir bak-
grunnurinn öllu máli. Ég hefði ör-
ugglega ekki treyst mér til að leik-
stýra Tsjekhov en þar sem mér
fannst ég þekkja McNally svo vel var
ég óragur _að takast þetta verkefni
á hendur. Ég er að vísu enginn Call-
as-sérfræðingur enda skiptir það
kannski ekki höfuðmáli í þessu sam-
hengi. Þó undirbjó ég mig með því
að lesa sem mest um hana, auk þess
sem ég fór á söguslóðir hennar í
Mílanó og heimsótti meðal annars
La Scala," segir leikstjórinn sem
kveðst fyrir vikið vera reynslunni
ríkari. „Þetta hefur verið góður skóli
og ég hef ekki einungis þroskast sem
leikstjóri heldur jafnframt sem leik-
ari og persóna."