Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 31
Hrafnar/Táknsæi/Margmiðlun
MYNPLIST
Nýlistasafniö
INNSETNING, MÁLVERK,
MARGMIÐLUN
ÓLÖF NORDAL
GUNNAR KARLSSON
KUNSTcoop
Opið alla daga frá 14-18. Til 6. októ-
ber. Aðgangur ókeypis.
ALLT er orðið sem fyrr í Nýlista-
safninu, veggirnir hvítkalkaðir og
rýmið eins og ein voldug innsetn-
ing, sem fæstir þeir sem leggja til
atlögu við uppskera árangur sem
erfiði.
Það tókst þó blessunarlega með
sýningu á ljósmyndum Jóns Kaldals,
og langt er síðan húsnæðið var eins
nýtt og ferskt og á meðan á henni
stóð. Undruðust margir sem reglu-
lega leggja leið sína á staðinn og
urðu kátir mjög. Ekki spillti að að-
sóknin var margfalt meiri en menn
muna á einstaka sýningu og mátti
ætla að það yrði einhveijum lærdóm-
ur, en sumir eru svo fastir fyrir, að
þeim verður ekki haggað. Fersk
nýlist telst það ekki og því síður fjöl-
tækni, og kannski var safnið aldrei
meira samtímalistasafn en meðan á
hinum virka ljósmyndagjörningi
stóð. Söfnin okkar sem virðast
leggja ofurkapp á að vera „in“ sýndu
að ég best veit lítinn áhuga á að
festa sér myndir á sýningunni, og
þó má sjá ljósmyndir á öllum núlista-
söfnum heimsins, ekki síst MoMA í
New York. Má þetta vera skýr vott-
ur þess, að ekki er nóg að sýnast,
heldur verði menn að vera...
- í forsal, gryfju og palli er Ólöf
Norda! með rýmisinnsetningar,
annars vegar skúlptúra af fuglum,
ref og hvítabirni, en hins vegar
tveim stórum málverkum þar sem
myndefnið er sótt í skreytikennda
flóru. Ólöf hefur víða farið og er
með staðgóða menntun frá virtum
skólum beggja vegna Atlantsála.
Hún hefur haldið nokkrar sýningar
og þá iðulega með fá og einangruð
verk í rými, jafnframt hefur hún
tekið þátt í nokkrum samsýningum
heima og erlendis.
Eins og hún segir sjálf, skiptir
hugmyndin meginmáli í útfærslu
verkanna þótt hún vinni í ýmsum
efnum fyrirferðar, en þá sé það
valið til að þjóna hugmyndinni.
Þetta er nokkuð annað ferli en
er einhver fær innblástur við snert-
ingu efnis, eða hann lætur það ráða
ferðinni sem hann grípur og hendi
er næst eins og margur framsækinn
myndlistarmaðurinn hefur gert á
öldinni, og gerir enn. Ólöf er helst
kunn fyrir frekar torskilin verk til
þessa, þótt í þau hafi stundum ver-
ið grafið íslenzkt mynstur og
kannski líka dulin tákn. Hún var
þar allt í senn trú menntun sinni,
upplagi og umhverfi, en nú leitar
hún meira fanga í það beint hlut-
bundna í anda þess sem áður hefur
verið gert í íslenzkum skúlptúr, og
á sínum tíma þótti ekki par fínt.
Þetta er raunar að vissu marki í
samræmi við bað sem verið er að
gera vestan hafs, en um leið er það
einnig að vissu marki mun jarð-
bundnara, einfaldara og hrifmeira
fyrir augað, en sést hefur frá henn-
ar hendi áður.
Kannski má halda því fram, að
fyrir sumt hafi Ólöf gerst svikari
við „málstaðinn" og hugtakið
þekkja allir myndlistarmenn, sem
fram hafa komið síðustu hálfa öld
og þarf hörð bein og hugrekki til
að framkvæma. En um Ieið sýnir
Ólöf á sér nýja hlið, sem maður
vissi lítið af áður og er til muna
áhugaverðari. Hún tengir einföld,
hrein og klár hlutlæg form nútíma
innsetningu á hrifríkan hátt og að
mínu viti er þetta þróttmesta fram-
tak hennar til þessa, einkum hvað
snertir hvítu hrafnana í gryfjunni.
Gunnar Karlsson fyllti annan sal
Listasafns Kópavogs á sl. ári af
stórum dúkum sem komu mörgum
á óvart, svo mjög sem það var á
skjön við annað sem sést á vett-
vanginum. Málverkin minntu fyrir
sumt á hetjurómantík fjórða ára-
tugarins, andlitin harðneskjuleg og
meitluð líkt og komin væri sjálf
ímynd hins norræna aría. Þetta var
allt í senn hetjudýrkun, rómantík,
táknhyggja og súrrealismi, en er
þó ekki með öllu óþekkt fyrirbæri
í myndlist á síðari árum. Aftur-
hvarf til fortíðar verður stöðugt
meira áberandi í list nútímans bæði
nálægrar sem ævafornrar og útgáf-
urnar fjölmargar og ólíkar. Hjá
Gunnari var framsetningin æði
skreytikennd og litrík svo jaðraði
við ofhleðslu ásamt því að gnótt var
af eðalávöxtum jarðar, vínbeija-
klösum og fíkjum.
í Súm-sal blasa við þijú voldug
verk, öll frá þessu ári, sem að inn-
taki eru ekki svo mjög frábrugðin
hinum fyrri, einkum hvað myndina
á endavegg snertir. En nú er Gunn-
ar mun hófsamari í litameðferð og
leggur meiri áherslu á samþjappaða
útgeislan heildarinnar, sem kemur
best fram í myndinni „Landslag" á
hægri vegg er upp stigaskörina er
komið. Tjákrafturinn verður við það
mun meiri þótt minni áhersla sé
lögð á yfirborðið og hið mikilfeng-
lega, en meira á ofskynjanir í ætt
við surrealisma.
Sem fyrr er mikil áhersla lögð á
óaðfinnanlega útfærslu, og hér hef-
ur listamaðurinn fest í ákveðinni
pensilskrift, ef svo má að orði kom-
ast, þar sem sömu tæknibrögðin eru
endurtekin í sífellu. Það ber að sjálf-
sögðu vott um vissa einhæfni, en
hún er naumast forkastanlegri en
mörg önnur sem menn verða varir
við í nútímalist og telst þó fullgild.
Af öllu má ráða að Gunnar vilji
halda fast við þessi stílbrögð sem
hann hefur tileinkað sér og nú er
einungis að sjá hvernig þau eiga
eftir að þróast.
í gestastofu er kynning á list-
hópnum KUNSTcoop, sem stofnað-
ur var 1990 og rýnirinn veit engin
deili á og er litlu nær eftir skoðun
framlags þeirra. Er helst sem lista-
mennirnir álíti sig vera að sýna í
enskumælandi landi og þó koma
þeir frá Bielfelt í Þýskalandi. Hann
er og engu nær um margmiðlun,
þótt þarna sé skjár, lyklaborð og
mús, uppdráttur af rými á endavegg
og gólfið hafi verið lagt ótal litlum
álhornum, svo menn áræða vart inn
yfir þröskuldinn. Mætti biðja um
skilvirkari kynningar í framtíðinni
og að skýringartextar séu á ís-
lenzku, annað er móðgun.
Bragi Ásgeirsson
STEINUNN Ólína og Hilmir Snær í hlutverkum sínum
í Hamingjuráninu.
Hamingjuránið
á Stóra sviðið
SÝNINGAR eru nú að hefjast að
nýju á söngleiknum Hamingjurán-
ið, sem Þjóðleikhúsið frumsýndi
á Smíðaverkstæðinu í vor sem
leið. Vegna mikillar aðsóknar
hefur verið ákveðið að færa söng-
leikinn upp á Stóra svið og verður
fyrsta sýningin þar 4. október.
Leikendur eru Hilmir Snær
Guðnason, Örn Árnason, Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir, Ólafía
Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Gunn-
arsdóttirj Bergur Þór Ingólfsson
og Flosi Ólafsson.
Hljómsveitina skipa þeir Jó-
hann G. Jóhannsson, Pétur Grét-
arsson, Richard Korn og Þórður
Högnason.
Leikstjóri er Kolbrún Hall-
dórsdóttir, Axel Hallkell er höf-
undur leikmyndar, Þórunn E.
Sveinsdóttir höfundur búninga,
ljósahönnuður er Björn B. Guð-
mundsson og tónlistarstjóri Jó-
hann G. Jóhannsson. Þórarinn
Eldjárn þýddi verkið og stað-
færði.
Sýningar hefjast 4. október.
Vatnslitamynd-
ir í Sparísjóðn-
um Garðabæ
JÓN Gunnarsson opnar sýningu á
vatnslitamyndum í Sparisjóðnum
Garðabæ, Garðatorgi, laugardag-
inn 5. október kl. 14-17.
Jón fæddist í Hafnarfirði 1920 og
hefur búið þar alla tíð síðan. Jón
byijaði á sjónum 17 ára gamall,
þar á eftir starfaði hann m.a. sem
fiskimatsmaður og nú síðustu rúm
þijátíu ár vann hann við prent-
myndagerð, offsetljósmyndun og
skeytingu.
Jón stundaði nám í Handíða-
og myndlistaskólanum 1947-1949
og hefur frá þeim tíma farið marg-
ar náms- og kynnisferðir erlendis.
Hann hefur haldið margar einka-
sýningar hér heima og erlendis
og tekið þátt í mörgum samsýn-
ingum.
Sýningunni í Sparisjóðnum iýk-
ur 8. nóvember og er hún opin á
opnunartíma Sparisjóðsins.
Tónleikar í
Háteigskirkju
FYRSTU tónleikar Hljómsveitar
Tónlistarskólans í Reykjavík á
þessu skólaári verða haldnir í
Háteigskirkju laugardaginn 5.
október og hefjast þeir kl. 18.
Á efnisskrá eru Coriolan for-
leikur op. 62 eftir L.v. Beethoven,
Sinfónía Concertante í C-dúr eftir
J.C. Bach og Sinfónína nr. 5 í
d-moll op. 107 eftir F. Mend-
elssohn.
Einleikarar á tónleikunum eru;
Ambjörg Sigruðardóttir, þver-
flauta, Gunnar Benediktsson, óbó,
Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir,
fiðla, og Kristín Lárusdóttir, selló.
Stjómandi er Kjartan Óskarsson.
Aðgangseyrir að tónleikunum
er 500 kr.
Gallerí
sýnirými
SÝNINGAR í október í Gallen'
Sýnirými eru eftirfarandi; Í
Sýniboxi, Ragna Hermannsdóttir.
í Barmi, Karl Jóhann Jónsson.
Berandi, Frímann Andrésson, út-
fararþjónustumaður og plötusnúð-
ur. í Hlust, Hljómsveit Kristjáns
Hreinssonar og hundurinn Gutti.
Sýningarnar standa alltaf yfir
í heilan mánuð í öllum galleríunum
í senn. Þær byija og enda á löng-
um laugardegi.
Menning í Reykjavík
á stríðsárunum
NÁMSKEIÐ á vegum Endurmennt-
unarstofnunar Háskólans um menn-
ingu í Reykjavík á stríðsárunum
hefst þann 14. október. Að sögn
Margrétar S. Björnsdóttur hjá End-
urmenntunarstofnuninni hefur orðið
vart aukins áhuga á þessum tíma
og er námskeiðið orðið til vegna
þess. „Við höfum orðið vör við að
ungir fræðimenn hafa veitt þessum
tíma sífellt meiri athygli. Fólk hefur
verið að skoða stríðsárin út frá öðr-
um sjónarhólum en vant er og endur-
speglar dagskráin það vonandi." Síð-
ari heimsstyrjöldin markaði þátta-
skil í íslenskri þjóðfélagsþróun. Nýj-
ar stefnur námu land og fléttuðust
saman við það sem fyrir var. Reykja-
vík var glugginn að umheiminum
og örar breytingar urðu í menningar-
efnum. Á námskeiðinu verður fjallað
um þessar breytingar og hugað sér-
staklega að hræringum í tónlist
(einkum dægurtónlist), myndlist,
bókmenntum, leiklist og kvikmynd-
um.
Fyrirlesarar verða fimm. Eggert
Þór Bernharðsson, sagnfræðingur,
mun fjalla um síðari heimsstyijöld-
ina sem vendipunkt í íslenskri þjóð-
félagsþróun og um djassmússík,
ungt fólk og tónmenningu Islend-
inga í seinna stríði. Mun hann huga
að erlendum menningaráhrifum í
samfélaginu, vaxandi íjöldamenn-
ingu og togstreitunni við „þjóðlega
menningu" eins og hún birtist í
átökunum við innreið dægurtónlist-
arinnar.
Auður Ólafsdóttir, listfræðingur,
fjallar um íslenskt myndlistarlíf
stríðsáranna, um „klessumálara" og
aðra listamenn, um sýningarhald,
tengsl íslenskrar myndlistar við er-
lenda samtímalist og „þjóðlega"
menningarpólitík valdhafa. Dagný
Kristjánsdóttir, dósent, nefnir fyrir-
lestur sinn Ástalíf með öflugasta
móti og fjallar hann um áhrif stríðs-
ins á bókmenntalíf hér á landi. Það
skapaðist spenna á milli kynjanna
og stundum ótti og hvort tveggja
kemur vel fram í bókmenntum
tímans og skrifum um þær.
Sveinn Einarsson, fyrrum leikhús-
stjóri, fjallar um leiklistina í landinu
á þessum tíma. Áhugi á leiklist bloss-
aði upp á stríðsárunum eftir þreng-
ingar á kreppuárunum. Böðvar
Bjarki Pétursson, sem starfar á
Kvikmyndasafni Islands, fjallar svo
um kvikmyndagerð og kvikmynda-
sýningar á stríðsárunum. Fjallað
verður um kvikmyndagerð íslend-
inga sem og hermannanna sem
dvöldust hér. Þá verður íjallað um
hugsanleg áhrif sem stríðsárin höfðu
á innlenda kvikmyndagerð eftir
stríð. Sýnd verða brot úr myndum.
Mikíá úrvd af
fallegum rúmfiatnaði
Skólavörðustlg 21 Sími 551 4050 Reykiavik
r
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Herraskór frá
CLUB
Tegund: 2958
Verð kr.
4.995,-
Stærðir: 41-46
Litur: Svart
Ath: Gúmmísóli
Tegund: 2959
Verð kr.
4.995,-
Stærðir: 41-46
Litur: Svart
Ath: Gúmmísóli
Póstsendum samdægurs
5% staðgreiðsluafsláttur
STEINAR WAAGE ^ TOppskÓl'ÍlUl STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN > 1 vl,,,.* SKÓVERSLUN
S. 551 8519
V
Veltusundi v/lngólfstorg
Sími 552 1212
S. 568 9212 ^