Morgunblaðið - 04.10.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 35
HEILBRIGÐISMAL
Leggjum áherslu á
að uppræta fá-
fræði og fordóma
ZHANG Wenkang, Heilbrigðismálaráðherras Kína, ásamt Li Shi-
Chuo og Zhao Tðng Bin.
TENGSL íslands og Kína hafa
verið að styrkjast á seinustu árum.
Islenskt sendiráð er starfandi í
Peking og nú í október verður eitt
ár liðið frá stofnun íslensk-kin-
verska viðskiptaráðsins sem yfir
eitt hundrað íslensk fyrirtæki eiga
aðild að.
En það er fleira sem þessar þjóð-
ir geta lært hvor af annarri. Meðal
annars á sviði heilbrigðismála. Og
nú á dögunum var heilbrigðisráð-
herra Kína, prófessor Zhang
Wenkang, í heimsókn hér í boði
Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigð-
isráðherra. Tilgangur heimsóknar-
innar var að auka enn frekar gagn-
kvæman skilning og vináttu milli
þjóðanna tveggja en nú eru liðin
25 ár síðan stjórnmálasamband var
stofnað milli þessara tveggja þjóða.
„Það hefur verið gott samband,"
segir prófessor Zhang, „en lítil
samskipti á heilbrigðissviðinu.“ í
fylgd með ráðherranum voru pró-
fessorarnir Li Shi-Chuo, fram-
kvæmdastjóri á sviði alþjóða heil-
brigðissamskipta ráðuneytisins, og
Zhao Tong Bin, ráðuneytisstjóri í
heilbrigðisráðuneytinu. Er þetta í
fyrsta skipti sem nefnd á vegum
kínverska heilbrigðisráðuneytisins
heimsækir ísland.
Ráðherrann lét vel af heimsókn
sinni og sagði að hún hefði í alla
staði tekist mjög vel. „Við höfum
þegar aukið gagnkvæman skilning
og vináttu og lagt grunn að sam-
starfi í framtíðinni,“ sagði hann.
„Það gleður okkur að heilbrigðis-
ráðherra ykkar skuli nú hafa þegið
boð um að koma til Kína á næsta
ári. Með því held ég að samskipti
landanna á þessu sviði komi til
með festast í sessi um ókomin ár.“
Vel skipulögð
heilbrigðisþjónusta
Það kann í fljótu bragði að virð-
ast harla fátt sem þessar tvær
þjóðir eiga sameiginlegt þegar
kemur að heilbrigðisþjónustu -
þótt ekki væri nema vegna mann-
fjölda. Við Islendingar erum aðeins
rúmlega kvartmilljón, en í Kína
búa 1.250.000 manns og eru það
22% jarðarbúa. Enda lék blaða-
manni forvitni á að vita hvernig
hægt væri að skipuleggja heil-
brigðisþjónustu fyrir þennan
fjölda.
„Heilbrigðisþjónustan er mjög
vel skipulögð hjá okkur. Það eru
þijátíu fylki í Kína og hvert fylki
ber ábyrgð á heilbrigðisþjónustu
fyrir sína íbúa. Hvert fylki hefur
100-200 sýslur og hver sýsla hef-
ur það sem við köllum
„half-bureau,“ eða undirdeild.
Hvað sjúkrahús varðar erum við
með ríkissjúkrahús, fylkissjúkra-
hús, borgarsjúkrahús og sýslu-
sjúkrahús.
Síðan er heilsugæslan þrískipt í
sýslunum. í fyrsta lagi eru það
heilsugæslustöðvar sem reknar eru
af sýslunum, síðan af borgunum
og þá af minni bæjarfélögum. Það
hefur verið lögð rík áhersla á það
í Kína að bæta heilbrigðisþjón-
ustuna, sérstaklega á sviði farald-
ursfræði, og það hefur verið lagt
gríðarlega mikið fé í að þróa
læknaháskólana og allar rann-
sóknarstofnanir á sviði læknis-
fræði."
Hins vegar njóta ekki allir
ókeypis heilbrigðisþjónustu ennþá
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður
Heilbrigðisráðherra
Kína, prófessor Zhang
Wenkang, var nýverið í
heimsókn hér á landi í
boði heilbrigðisráðherra
íslands. Súsanna
Svavarsdóttir ræddi
við hann um tilgang
heimsóknarinnar og um
skipulag heilbrigðis-
mála í Kína.
en þeir sem það gera eru verka-
menn, opinberir starfsmenn, fólk
sem gegnir herþjónustu og há-
skólanemar. Bændur njóta ekki
ókeypis heilbrigðis- og trygginga-
kerfis ennþá. En það þýðir ekki
að stjórnvöld beri ekki ábyrgð og
nú stendur yfir átak til að hjálpa
bændum að koma sér upp heil-
brigðisþjónustu. Ástæðan fyrir því
að hún hefur ekki verið til staðar
er sú að starfmannasamtök hafa
borið ábyrgð á því að koma á fót
heilbrigðiskerfi fyrir sína starfs-
stétt og nú eru bændur að samein-
ast um að koma sér upp samtrygg-
ingarkerfi í heilbrigðismálum.
Við erum einnig að koma á fót
heilbrigðisþjónustu í afskekktum
héruðum. Alveg frá því að við
hrundum endurbótastefnunni í
gang og ákváðum að opna dyr
okkar höfum við Kínveijar lagt
áherslu á alþjóðlega samvinnu. Það
er stórkostlegt fyrir okkur að
kynnast þeirri þróun sem hefur
orðið á Vesturlöndum á sviði heil-
brigðismála til að sjá hvernig við
viljum þróa okkar heilbrigðisþjón-
ustu.“
Náttúrulækningar hafa jafn
mikilvægan sess og vestræn
læknisfræði
Eins og í svo mörgu öðru, hafa
Kínveijar mikla sérstöðu þegar
kemur að heilbrigðismálum, vegna
þess að þeir hafa lagt áherslu á
að leyfa náttúrulækningum að þró-
ast og í dag skipa hinar hefð-
bundnu kínversku náttúrulækning-
ar sama sess og vestrænar aðferð-
ir í læknisfræði. Náttúrulækningar
eru viðurkenndar af stjórnvöldum
og til sveita er náttúrulækningum
mun meira beitt en vestrænni
læknisfræði.
Á Vesturlöndum hafa náttúru-
lækningar að mestu leyti horfið
og við þekkjum það hér, á okkar
eigin landi, að það er síður en svo
að náttúrulækningar séu viður-
kenndar. En hvernig hafa Kínveij-
ar farið að því að viðhalda þessari
hefð?
„Það eru nokkrar ástæður fyrir
því að náttúrulækningar lifðu af
allar breytingar og alla þróun sem
hefur átt sér stað í Kína,“ segir
ráðherrann. „í fyrsta lagi hafa kín-
versk stjómvöld alltaf viðurkennt
vísindalegan árangur náttúru-
lækninga. í öðru lagi hefur þessi
grein þróast hjá okkur í þrjú þús-
und ár. Það hafa verið gerðar rann-
sóknir á sviði náttúrulækninga hjá
okkur, sem hafa sýnt jákvæðar
niðurstöður, sem er ástæðan fyrir
því að fólkið hefur ekki hafnað
þeim. í þriðja lagi eru náttúrulækn-
ingar lögverndaðar í Kína. í stjórn-
arskrá okkar er skýrt kveðið á um
að báðar greinar, það er að segja
náttúrulækningar og vestrænar
læknisaðferðir, skuli þróast til
jafns í Iandinu.
Við höfum að þessu leyti tvöfalt
heilbrigðiskerfi í Kína. Við erum
með sér skipulag fyrir hefðbundnar
kínverskar náttúrulækningar. Það
nýtur sjálfstæðis og hefur ráðstöf-
unarrétt yfir fjármagni og mann-
skap - þetta er okkar arfleifð.
Heilbrigðisþjónustan á sviði nátt-
úrulækninga ræður yfir sínum eig-
in sjúkrahúsum, rannsóknar-
stofnunum og menntastofnunum.
Það má því með sanni segja að við
höfum ekki þurrkað út okkar hefð-
bundnu lækningaraðferðir, heldur
þvert á móti, þróað þær sem vís-
indi.
Við hvetjum fólk til að læra
náttúrulækningar til að þær megi
þjóna nútímasamfélagi og kín-
versku þjóðinni og á síðustu árum
hafa átt sér stað miklar breytingar
á þessu sviði. Við höfum bætt heil-
brigðiskerfið mjög mikið til að
þjóna þessari grein.
Það hefur glatt okkur mikið, í
heimsókn okkar til íslands, að
finna að læknar hér eru mjög opn-
ir fyrir hefðbundnum kínverskum
lækningum sem hér eru kallaðar
náttúrulækningar. “
En hveijar eru aðrar helstu
áherslurnar í heilbirgðisþjónustu
Kínveija í dag?
„Kína er stórt land og þar búa
22% jarðarbúa. Framlag okkar til
heilbrigðisþjónustu á ársgrundvelli
er 1%. Meðalævi fólks er um 70
ár og ungbarnadauði hefur minnk-
að verulega. Fyrir fimmtíu árum
dóu 200 af hveijum 1000 börnum
sem fæddust en í dag eru það 30
af hveijum þúsund.
Það sem skiptir mestu máli hjá
okkur er að þjóðin skipuleggi heil-
brigðisþjónustuna sjálf. Til þess
að svo megi verða höfum við lagt
áherslu á að uppræta fáfræði og
fordóma og aukið hreinlæti. Þetta
eru okkar aðaláhersluatriði,“ segir
Zhang Wenkang, heilbrigðisráð-
herra Kína, að lokum.
Starfsmenn í matvælaiðnaði
Ný haustnámskeið
Vekjurn athygli á námskeiðum sem uppselt var á vorönn og
nýjum námskeiðum fyrir saltfiskverkendur og sjómenn.
Saltfiskverkun: Vinnsluferli, aðbúnaður, geymsla,
verkunaraðferðir, flutningar.
10.-11. október - frá kl. 8:30-12:30 báða dagana.
Meðhöndlun fisks um borð í veiðiskipum: Bætt
meðferð á fiski, verðmætasköpun.
17.-18. október - frá kl. 8:30-12:30 báða dagana.
8 .-9. nóvember á Homafirði.
Leiðbeinendur:
Þurrkun fískafurða: Eðliseiginleikar lofts, upp-
bygging þurrkbúnaðar, orku- og massavægi og
gæða- og örverubreytingar við þurrkun.
28. október - frá kl. 9:00-14:30.
Frysting sjávarafurða: Varmafræði, þróun frysti-
kerfa, frystibúnaður, frystihraði, geymsla, flutningar
og tvífrysting.
29. október - frá kl. 8:30-16:00.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 562 0240.
Tölvupóstj'ang: info@rfisk.is
Vejfang: http :llwww. rfisk. is/
íf
Bima Guðbjömsdóttir,
matvælafræðingur
Dr. Guðmundur Stefánsson,
matvælafræðingur
Jón Heiðar Ríkharðsson,
verkfræðingur
Sigurjón Arason,
efnaverkfræðingur
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433