Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 42
42 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Launakerfi og vinnu-
tími - börn blekkingar
I FYRRI grein var
m.a. fjallað um þann
mikla mun sem er á
„vinnutíma" hér og í
nágrannalöndunum og
spurt, hvað veldur?
Hér verður haldið
áfram sem frá var
horfið og enn spurt,
hvað veldur?
Einhæft og sveiflu-
kennt atvinnulíf er
tæpast nema hluti
skýringarinnar. Að
nokkru leyti er um að
ræða gamlar hefðir
sem erfitt er að bijót-
ast úr eins og að greiða
fyrir kaffi- og stundum
matartíma (neyslutíma). Vorið
1930 vann Verkamannafélagið
Dagsbrún frægan sigur í baráttunni
um styttingu vinnudagsins. Þá
stytti félagið einhliða vinnudaginn
og bannaði næturvinnu. í stað þess
að vinna hæfist klukkan sex eins
og venja hafði verið frá stofnun
félagsins hófst hún klukkan sjö að
morgni en iauk eins og áður klukk-
an sex að kvöldi. Gert var ráð fyrir
að einn tími færi í mat og tveir
hálftímar í kaffi. Atvinnurekendur
greiddu fyrir kaffitímana en ekki
matartíma, enda fóru menn í þann
tíð gjarna heim í hádeginu, skelltu
í sig soðningu og fengu sér kríu.
Vinnudagurinn var því ellefu tímar,
þaraf var unnið í níu en greitt fyr-
ir tíu. Með öðrum orðum vinnuvikan
varð 54 stundir en greitt var fyrir
60.
Hlutfall neyslutíma af vinnuviku
hefur vissulega lækkað frá því sem
var á öndverðum íjórða áratug aid-
arinnar, en ennþá
halda menn fast í
gamla hefð. Með hlið-
sjón af hversu langur
vinnudagurinn er, er
skiljanlegt, að verka-
lýðshreyfingin haldi
dauðahaldi í neyslu-
tíma, réttindi sem
fengust ekki átaka-
laust. En ef raunveru-
legur vinnutími yrði
hins vegar stjdtur í
35-40 stundir á viku
myndi þessi gamla hefð
verða óþörf, nánast
órökrétt.
í dag er greiðsla fyr-
ir kaffitíma aðeins lítið
brot af stórri blekkingu sem menn
hafa kosið eða fallist á; að greiða
uppbót á allt of lága dagvinnu-
taxta. Svo illa er komið fyrir ís-
lenskri þjóð að þessu leyti að ríki
og sveitarfélög ganga á undan með
vondu fordæmi. Hvergi eru taxtarn-
ir lægri en þar og hvergi yfirvinna
meiri og tíðari; unnin eða óunnin.
Nýliðin læknadeila virðist að stórum
hluta eiga rætur að rekja til þessar-
ar staðreyndar. Hvort sem menn
eru sammála eða ósammála rökum
lækna að þeim beri að standa í efsta
þrepi launastigans þá er ljóst að
meginrót deilunnar er hin lágu
grunnlaun sem eru í engu samræmi
við heildartekjur þeirra. Grunnlaun
þeirra skulu vera lág, ekki aðeins
vegna þess að út frá þeim eru lífeyr-
isgreiðslur reiknaðar heldur ennþá
frekar, vegna þess að ríkisvaldið
virðist óttast fátt meira en að los
komist á launakerfi iandsmanna,
launakerfi sem er ein stór blekking,
.. r .
Þorleifur
Friðriksson
Jafnframt þarf að fara
fram gagnger upp-
stokkun, segir Þorleif-
ur Friðriksson í síðari
grein sinni, á launakerfi
og vinnutíma.
nema hjá þeim hópum sem neyðast
til að lepja dauðann af strípuðum
töxtum.
Langur vinnudagur = lítil
framleiðni?
í fréttabréfi Vinnuveitendasam-
bandsins frá því í október 1995 eru
samanburðartöflur sem sýna fram-
leiðsluvirði í iðnaði (1992) á hveija
unna klukkustund á Norðurlöndun-
um fimm og hlutfall launa af
vinnsluvirði. Samkvæmt þeim er
framleiðsluvirði á „unna“ klukku-
stund lægra hér en á hinum Norður-
löndunum jafnframt því sem hlut-
fall launa af vinnsluvirði er mun
hærra. Ef rétt er, sem hér verða
ekki bornar brigður á, hljóta menn
að spyija sig hveijar ástæður þessa
mikla munar kunni að vera. Ein
ástæða þessa er vafalaust hversu
smáar margar framleiðslueiningar
eru og erfitt að koma við hagræð-
ingu. Hins vegar læðist einnig að
sá grunur að hinn langi vinnutími
eigi þarna stóran þátt, m.ö.o. að
langur vinnudagur hafi Iítið sem
ekkert með mikla vinnu að gera.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að
meginhluti framleiðslunnar á sér
stað á takmörkuðum hluta vinnu-
dagsins, án tillits til þess hversu
lengi starfsmenn eru á vinnustað.
Langur vinnudagur getur því dreg-
ið úr framleiðni jafnvel þótt menn
séu að störfum hvað þá þegar sam-
komulag er um að yfirvinna öll eða
að hluta verði óunnin. Jafnframt
er hætt við að lítii framleiðni geri
atvinnurekendur fráhverfa því að
hækka laun og kjósa að láta heldur
vinna lengur. Hér er því kominn
vítahringur sem erfitt virðist að
bijótast úr.
í leit að nýjum leiðum
Á haustdögum 1995 sendi
Vinnumálasambandið frá sér tíma-
mótamarkandi hugmyndir sem fólu
meðal annars í sér sveigjanlegan
vinnutíma og að raunveruleg lengd
vinnuvikunnar yrði 37 stundir. Það
þykir tíðindum sæta að slíkar tillög-
ur komi frá samtökum atvinnurek-
enda, en þeim mun meiri ástæða
er fyrir verkalýðsfélög um allt land
og heildarsamtök þeirra að taka
þær til umfjöllunnar. Eigi íslending-
ar að komast úr áratugalangri
stöðnun, lágra grunntaxta og langs
vinnudags, verður gamalgróin tor-
tryggni að víkja og samtök laun-
þega og atvinnurekenda að íjalla
af heilindum um nauðsynlegar
breytingar. Hugmyndir Vinnumála-
sambandsins eru vel til þess fallnar
að marka þeirri umræðu braut. Og
ef til vill getur stefnumörkun í
starfsmannamálum Reykjavíkur-
borgar stuðlað að hinu sama.
Langur vinnutimi = rústað
fjölskyldulíf
í áðurívitnaðri grein segir borg-
arstjóri að stefnt sé að því að
„starfsfólk borgarinnar skuli eiga
kost á sveigjanlegum vinnutíma og
með ýmsum hætti gert auðveldara
að samræma fjölskylduábyrgð
starfi". Með hliðsjón af þeim fjölda
hvunndagsdæma af fjölskyldum í
rúst, ungu fólki sem leitar úr ein-
semd í vímu og foreldrum sem leita
að börnum sínum of seint, er fagn-
aðarefni að sjá viðleitni í þessa átt.
Erlendar rannsóknir sýna að þar
sem sveigjanlegum vinnutíma hefur
verið komið á er slík vinnutilhögun
fyrst og l'remst nýtt af konum, sem
segir nokkuð um hversu lítið fjöl-
skylduábyrgð kvenna hefur breyst
þrátt fyrir allt.
„Fjölskylduábyrgð“ karla felst í
ríkari mæli en kvenna í að vera
lengi á vinnustað, sem sést m.a. á
þeirri staðreynd, sem Ingibjörg Sól-
rún bendir á, „að launamunur á
ekki nema að litlu leyti upptök sín
í taxtakerfinu sjálfu eða í dagvinnu-
launum". Yfirvinna, stundum óunn-
in og aðrar aukasporslur lenda
m.ö.o. fremur í vösum karla en
kvenna. Þessi meinsemd myndi
varla hverfa með sveigjanlegum
vinnutíma. Ef svipað mynstur birt-
ist hér og þar sem reynsla er feng-
in af sveigjanlegu kerfi, sem engin
ástæða er til að draga í efa, myndi
sveigjanleikinn ekki verða til að
stytta viðveru á vinnustað, heldur
breyta viðverumynstrinu.
Niðurstaða nn'n er því sú að
hversu þarft sem það er, að komið
verði á heildstæðri stefnu í starfs-
mannamálum; skýrri, réttlátri og
nútímalegri, og ekki síst sveigjan-
legum vinnutíma, þá þarf jafnframt
að fara fram gagnger uppstokkun
á launakerfi og vinnutíma. Áður er
nauðsynlegt að gerð verði úttekt á
hlutfalli yfirvinnu af heildarlaunum
starfsmanna. Hvernig hlutfallið
breytist á milli kynja og hversu stór
hluti er í formi svokallaðrar „óunn-
innar“ yfirvinnu. Að því loknu er
komið að því að reyna hvort ekki
sé hægt að gera launakerfið opnara
og einfaldara, hækka dagvinnu-
laun, minnka yfirvinnu og fækka,
helst eyða sporslum. Slíkar aðgerð-
ir myndu sennilega ekki aðeins
auka afköst á unna klukkustund,
heldur verða til þess að eyða launa-
kerfi og vinnutímahefð sem eiga
blekkinguna að móður.
Höfundur er sagnfræðingur.
Landssamband
sérhagsmunamanna?
SVO ER fjölmiðlum
fyrir þakkandi, að und-
anfama mánuði hefur
komist allnokkur
skriður á almenna um-
ræðu um margvísleg
grundvallaratriði, er
varða hálendi íslands
og frambúðarskipan á
samskiptum þjóðarinn-
ar við land sitt. Ljóst
má nú vera, að margir
eru þeir, sem láta sig
varða náttúruverndar-
og skipulagsmálefni
hálendisins og jafn-
framt álitaefni um
meint eignarhald ein-
staklinga, hreppa eða upprekstrar-
félaga á tilteknum spildum óbyggð-
anna, spildum, sem samanlagt gætu
myndað stóran hluta alls hálendis-
ins - að meðtöldum söndum, hraun-
um og jöklum - ef fyllstu kröfur
„iandeigendanna" væru teknar til
greina.
Nú um stundir er vissuiega
margt óljóst um grunneignarrétt
(þ.e. beinan eignarrétt að frátöld-
um beitarafnotum o.þ.h.) yfir flest-
um hálendissvæðun-
um. Allnokkrir dómar
hafa að vísu gengið,
þar sem staðfest var
að krefjendur eignar-
réttar yfir tilteknum
skákum öræfanna séu
ekki grunneigendur
þótt beitarréttur
þeirra sé ekki vefengd-
ur. Dómarnir varða þó
einungis tiltölulega fá
svæði - sum að vísu
nokkuð víðáttumikil -
en taka af skiljanleg-
um ástæðum ekki af
skarið um þau öræfa-
svæði önnur, sem
liggja langt frá byggð en tilteknir
aðilar hafa gert eignarréttartilkall
til. Þar ríkir því ennþá óvissa, þó
að ætla megi, með hliðsjón af fyrr-
nefndum dómum, að þar geti hlut-
aðeigandi aðilum orðið örðugt að
sanna eignarrétt sinn, ef eða þegar
á reynir, en á meðan eigi hefur
verið skorið formlega úr með dómi
hafa ýmsir þeirra haldið einkarétti
sínum fram gagnvart almenningi
með talsverðri festu. Svo dæmi sé
Framtíðarsýn væri
bjartari, segir Páll Sig-
urðsson, ef hálendið
lyti einvörðungu stjórn
almannavaldsins.
tekið hafa þeir stundum viljað
meina skotveiðimönnum fuglaveið-
ar á hinum meintu eignarlendum
sínum, með vísun til þess alkunna
lagaákvæðis, að landeigandi eigi
einn fuglaveiði á landi sínu, en að
sjálfsögðu getur eignarrétturinn
skipt miklu máli í mun víðara við-
fangi, t.d. í sambandi við bygging-
arleyfi á háiendinu. Hagsmunir
almennings krefjast þess því ljós-
lega, að sem fyrst verði skorið
formlega úr um álita- og ágrein-
ingsefni á þessu mikilvæga sviði,
þannig að bagalegri réttaróvissu
verði eytt.
Þá verður þjóðin nú einnig að
búa við það fyrirkomulag í skipu-
lagsmálum hálendisins, að einstakir
hreppar, er að hálendinu liggja -
væntanlega nokkrir tugir, sumir þó
mjög fámennir og vanmegna í
stjórnsýsluefnum - geri tilkall tii
þess að fara með stjórnvald á af-
mörkuðum skákum óbyggðanna,
þótt víða sé reyndar óvissa eða jafn-
vel ágreiningur um mörk þeirra.
Með þessum hætti mætti væntan-
lega skipta öllu hálendinu, eða því
sem næst, upp í fjölmarga reiti, sem
teygja sig gjarna inn til miðju þess
og mætast stundum á jökli eða á
óravíddum auðnanna - oft með vís-
un til fornra viðmiðana, sem eiga
sér engan hljómgrunn í nútímaleg-
um skipulagsfræðum.
Ný haustefni
í miklu úrvali.
cWlRKA
Mörkin á. sími í6H 1-\T7
Opiö mánucl.-lVisuicl.
kl. 10-lH.
MniHiird. kl. 10-1 i.
Páll Sigurðsson
Fullyrða má, að þeir, sem vilja
grunda heppilega skipan þessara
mála, öfgalaust og án tengsla við
meinta hagsmuni fárra manna,
muni almennt vera þeirrar skoðun-
ar, að sú framtíðarsýn væri bjart-
ari, en nú mætir auganu, að há-
lendið lúti á komandi árum einvörð-
ungu stjórn almannavaldsins -
m.a. í sambandi við skipulags-,
byggingar- og náttúruverndarmál
auk umferðarréttar almennings
(almannaréttar) - fremur en for-
ræði hinna örsmáu sveitarfélaga,
þar sem örðugt er að tryggja nokk-
urt samræmi í ákvarðanatöku og
almennri stjórnun og þar sem
hagsmunaárekstrar eru algengir
og áberandi. Þá eru þeir vissulega
margir, sem telja að æskilegri for-
sjá allsheijarstjórnvalda í þessu
efni verði aldrei komið á að neinu
gagni nema gerðar verði þær ráð-
stafanir, er duga til þess að veru-
legir hlutar hálendisins - eða það
allt þegar fram líða stundir - kom-
ist í almannaeign; með öðrum orð-
um að það verði eins konar þjóð-
lenda og um leið friðland, en sú
skipan mála myndi greiða mjög
fyrir samræmdri stjórnun, verndun
og skynsamlegum framkvæmdum.
Þetta er vitaskuld unnt að gera
án þess að gengið verði, bótalaust,
á sannaðan rétt einstaklinga.
En nú er vissulega á almannavit-
orði, að hér eru ýmis ljón í vegi
farsællar lausnar. Þótt ekki sé að
efa, að vilji mikils meirihluta
þjóðarinnar standi til þeirrar fram-
tíðarskipanar á stjórnsýslu- og
eignarhaldsmálum hálendisins,
sem hér var drepið á, stendur fá-
mennur hópur manna ennþá í vegi
fyrir því að þessari lausn verði
náð. Styrkleiki þessa hóps er ótrú-
lega mikill og í engu samræmi við
höfðatöluna. Liggja til þess marg-
víslegar og alkunnar ástæður og
teygjast sumar rætur þessa úrelta
viðhorfs til grárrar forneskju, aðr-
ar til rómantískra hugmynda 18.
og 19. aldar og enn aðrar nærast
á hversdagslegri íhaldssemi og sér-
hagsmunahyggju. Telja sumir, er
vel þekkja til, að örðugt muni verða
í reynd að koma fram viðunandi
lagabreytingum og öðrum hald-
bærum ráðstöfunum, sem komandi
kynslóðir geti vel við unað, að
óbreyttri kjördæmaskipan í land-
inu. Ekki skal þó lagður dómur á
það hér. Hitt er víst, að þótt hópur
þessara manna sé ekki fjölmennur
hefur hann búið vel um sig. Hags-
munaeigendurnir, skyldulið þeirra
og stuðningsmenn - sem gætu
vissulega stofnað með sér dálítið
landsamband (hafi það ekki þegar
verið gert svo lítið beri á) - verða
fundnir á víðara vettvangi en í
sumum þeim fámennu byggðarlög-
um, sem að hálendinu liggja og sem
fyrr var um getið. Nokkrir þeirra
eiga sér hægindi á löggjafarsam-
kundu þjóðarinnar og ekki er ör-
grannt um, að fáeinir hafi vermt
ráðherrastóla á ýmsum tímum.
Sumir hafa einnig komið sér vel
fyrir í ráðum og nefndum, sem
ákvörðunarvald hafa í ýmsum þeim
málaflokkum, er snert geta hálend-
ismálefnin með einum eða öðrum
hætti.
Að því má ganga sem vísu, að
fimir fingur muni kippa í ýmsa
þræði, þegar lögð verða fram frum-
vörp eða aðrar formlegar tillögur,
sem miða að því að koma góðu lagi
á hálendismálin, og reynt verði
þannig að tefja þess háttar mál eða
jafr.vel að eyða þeim með hægum
og prúðmannlegum hætti, áður en
þau nái lokameðferð. Almenn og
opin umræða um hálendismálin,
sem svipti hjúpnum af þeim leyndu
þráðum, sem fyrr um getur, er sem
eitur í beinum þessara manna.
Væntanlega getur heilbrigt al-
menningsálit, sem vekur og heldur
við þeirri beinskeyttu umræðu, sem
nauðsyn ber til í framangreindu
augnamiði, gefið þeim, er verða í
framvarðasveit umbótamanna á
þessu sviði, nægan styrk til þess
árangurs í baráttunni, sem hlýtur
að vera markmið þeirra.
Höfundur er prófessor í lögfræði
nfr HhiifrHntfu’iiir um nmhvprffamál