Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 43
Strúturinn - boðberi
framtíðarinnar
Nesbú stundar
náttúruspjöll
SIT ek í sút, því hefk-at
strút á diskinn minn
.. .stendur í 15. aldar kvæði í
óprentuðu handriti sem ég rakst á
þar sem það safnaði ryki í kjallara
Landsbókasafnsins gamla fyrir
mörgum árum. Lengi leitaði þetta
kvæðabrot á hug minn og varð
mér beinlínis til ama á mikilvægum
stundum. Mun sú angran t.d. eiga
stóran þátt í því, að
hinu mikla áætlunar-
verki mínu, sem er til-
raun til að laga þúfna-
göngulagið íslenzka að
evrópskum gæðastöðl-
um (skv. European
Commission Directive
on Permissible Steps
and Angles for Walk-
ing on Tussocks and
Hummock-and-Kame
Terrain, EC
159/2023), hefur
seinkað fram úr öllu
hófi. En nú loks eygi
ég vonarglætu um að
ég geti snúið mér aftur
að verðugri viðfangsefnum. Þrá
miðaldaskáldsins eftir strútakjöti,
sem á dularfullan hátt var endur-
vakin hjá mér öldum seinna, hefur
hlotið endanlega afgreiðslu og er
ekki til umræðu meir. Embættis-
menn á vegum strútavarnarnefnd-
ar ríkisins hafa nefnilega synjað
Ef ekki má flytja er-
lenda strúta inn, spyr
Bernard Scudder,
hvers vegna ekki
að flytja innlendu
strútana út?
umsókn um að fá að flytja hingað
strúta og nefna þeir tvær megin-
ástæður til.
í fyrsta lagi skortir reglugerð
þar að lútandi (eða öllu heldur þar
að strútandi). Leikmönnum þykir
þetta þó ekki óeðlilegt þar sem til-
vist strútsins á Fróni hefur farið
hljótt og verkþekking á meðhöndl-
un hans þar af leiðandi heldur af
skornum skammti. En fátt er svo
með öllu illt. Hér leynist gullið
tækifæri til að vinna bug á atvinnu-
leysi. Væri tíundi hver atvinnuleys-
ingi skikkaður til setu í nefnd til
að semja þar verklagsreglur og
reglugerðir um allt sem hefur ekki
verið gert á íslandi til þessa, gæti
ríkið sparað stórfé í bótagreiðslum.
Ein nefndin gæti fjallað um með-
ferð flóðhesta í jökulám, önnur um
líkamsvænar grindur vegna górillu:
ræktar í trjálausu landi, o.s.frv. í
annan stað settu valdsmenn sig á
móti innflutningi á strútum vegna
smithættunnar. Væntanlega er hér
átt við að þeir strútar, sem um
aldir hafa legið á beit í fjarlægum
löndum, gætu hæglega útrýmt hin-
um íslenzka strútastofni. En nú get
ég upplýst að þetta mun þegar
hafa gerzt fyrir nokkrum öldum.
Því strúturinn átti sér langa og
merka sögu á íslandi og eru fygli
þessi og Frón tengd órjúfanlegum
böndum.
Hinn harðgeri strútastofn
íslands
í Gunnlaugs sögu ormstungu er
nefndur Strút-Haraldur jarl á
Skáni en viðurnefnið fékk hann
vegna árangursríkra tilrauna sinna
til að koma á legg íslenzkum
strútastofni (struthio Islandicus). Á
þeim tíma þurfti ekki innflutnings-
leyfi né heilbrigðisvottorð. Strúta-
stofninn dafnaði vel í hinum nýju
heimkynnum sínum og mun hafa
náð talsverðri útbreiðslu, sbr. ör-
nefni í ýmsum landshlutum. Reynd-
ar leiðir Harold Strauss prófessor
að því rök í bók sinni Lost Biodi-
versity: Ostrich of the North að
strúturinn hafi verið hér á undan
Ingólfi og félögum hjá hinum kelt-
nesku frumbyggjendum landsins,
því heimildir um viðurvist þeirra
varðveitast helzt í örnefnum sem
hafa glatað sýnilegum
trúverðugleik eins og
þau sem vitna í svín,
akra og álíka óvíkinga-
leg fyrirbæri. Ástæða
þess að hinn íslenzki
strútastofn hrökk sam-
an í fáeinar bókmennt-
atilvitnanir er nú
sveipuð þoku fortíðar-
innar. En sennilegast
þykir að bændur hafi
einfaldlega útrýmt
honum þegar loftslagið
breyttist og litla ísöldin
gekk í garð um árið
1500. Enda er aðal-
skýring í Orðabók
Menningarsjóðs á orðinu strútur
,hetta, trefill vafínn hátt um hálsinn
(og upp á höku) eða yfir höfuðið
og niður fyrir höku.“ Slík meðferð
reyndist jafnvel hinum harðgera
strútastofni íslands ofviða og lái
honum það hver sem vill. Um smit-
hættuna við þessa iðju hefur hins
vegar ekki varðveizt einn einasti
bókstafur. Á vissan hátt ber strút-
urinn ábyrgð á eigin útrýmingu á
íslandi, því þegar hann skynjar
hættu í umhverfinu er honum eðlis-
lægt að stinga hausnum í sandinn
í staðinn fyrir að flýja af hólmi eða
búast til vamar.
En nú er öldin önnur. Þegar ís-
lenzkum bónda verður kalt á
hausnum skimar hann ekki milli
vonar og ótta um sandana heldur
bregður sér beina leið til Orlando
eða Benidorm. Strúturinn á sér því
uppreisnar von á íslandi og gæti
þar að auki lagt dijúgan skilding
í þjóðarbúið. Hér á landi eru miklir
sandar og reyndar stærsta eyði-
mörk Evrópu, þannig að ekki er
hætta á „ofbeit" af völdum niður-
stunginna strútshausa. Sjónmeng-
unin myndi vissulega fæla ferða-
menn frá ákveðnum landshlutum
en líklega yrði nettó þjóðhagslegur
ávinningur vegna þess að minni
bílaumferð þýddi minni lakk-
skemmdir af völdum sandfoks.
Hvers vegna hefur þá verið synj-
að um leyfi til að aía hér strúta
þegar öll rök, efnahagsleg sem
menningarsöguleg, mæla með
þessari nýsköpun? Getur verið að
þeir óttist samkeppni, embættis-
mennirnir sem fram til þessa hafa
haft einkarétt á að stinga hausnum
í sandinn og þar með að láta heim-
inn í kringum sig hverfa í eitt skipti
fyrir öll?
Ef svo er, þá er hér greinilega
um grófa valdníðslu að ræða af
hálfu nútímastrútastofns íslands í
strútavarnarnefndinni og Sam-
keppnisráð ætti umsvifalaust að
grípa í taumana. Vörn í sókn
HUGBÚNAÐUR
FYRIR WINDOWS
Tölvufyrirtækið OZ
valdi Stólpa bókhaldskerfið
gl KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 - Sími 568 8055
En lítum aðeins á málið hinum
mcgin frá, alveg eins og strúturinn
gerir í varnarstöðu sinni. Ef ekki
má flytja erlenda strúta inn, hvers
vegna ekki að flytja innlendu strút-
ana út? Þeim býðst örugglega starf
bak við skrifborð í Brussel þar sem
nóg er til af reglum og reglugerð-
um, bæði skrifuðum og óskrifuðum,
og óþijótandi þörf fyrir fleiri. ESB
myndi greiða laun þeirra sem eins
konar innflutningsstyrk og skatt-
greiðendur á íslandi ættu því auð-
veldara með að borga laun hinna
sem eftir yrðu. Afganginn af þess-
um sparnaði skattgreiðenda, ef ein-
hver yrði, mætti nota til að greiða
útfiutningsbætur á sauðakjöt ofan
í hina landflótta andstæðinga
strútsvæðingar svo að þeir fengju
örugglega ekki heimþrá en yrðu
úti sem lengst. Þar gætu þeir líka
étið eins mikið strútakjöt og þá
lystir og þar með gert þjóðinni
gagn með því að draga úr smit-
hættunni í föðurlandi sínu.
Eiginlega er ég gáttaður á því
að ekki skuli hafa verið skipuð
nefnd til að útfæra þessa hugmynd
eftir sínu strútshöfði og nota hana
í því skyni að losna við alla sem
ekki eru þjóðhagslega hagkvæmir,
s.s. gamalmenni, sjúklinga og
skólafólk. Að flytja þá út sem ekki
hafa líkamsburði til að keyra á
nefndarfund á jeppa sínum með
annarri hendinni og tala í farsíma
með hinni. Eða þá sem eru svo
óforskammaðir að viðurkenna að
þeir vita ekki allt og vilja stinga
strútshöfðinu á sér inn í skóla í
staðinn fyrir Skeiðarársandinn og
nota til þess opinbert fé sem elleg-
ar hefði getað haldið heilum her
embættisstrúta í góðu yfirlæti.
Að vísu eru þessir hópar ekki
mjög markaðsvæn vara en betur
má ef duga skal. T.d. gæti orðið
arðvænlegt að flytja þetta fólk til
landa þar sem mannaát er enn við
lýði. Þokkalegt verð fengist fyrir,
og verkefnið mætti skilgreina sem
stuðning við menningu á jaðar-
svæðum.
Ég hef mjög áreiðanlegar heim-
ildir fyrir því að á vegum strúta-
varnarnefndarinnar sé nú starfandi
vin'nuhópur við að þróa einfalda,
lífræna aðferð til að breyta lítt
notuðum fótanuddtækjum í vél sem
bútar þjóðhagslega óhagkvæma
einstaklinga niður frá hvirfli til ilja
í handhæga neytendaskammta.
En það er nú allt annar hand-
leggur.
Höfundur cr þýðandi í Hcykjavík
og áhugamaður um hinn harðgera
ísienzka strútastofn.
VAXANDI umræða
hefur verið á Suður-
nesjum um að fá fleiri
ferðamenn til að
staldra þar við. Þessi
umræða hefur ekki
bara verið í orði heldur
hefur verið gert átak
í þessum efnum sem
þegar er farið að skila
árangri.
Ef Suðurnesjamenn
ætla að höfða meira
til ferðamanna í fram-
tíðinni verða þeir að
standa vörð um það
sem fyrst og fremst
laðar ferðamenn að.
Náttúruna og landið.
Þegar ég var að lesa mér til um
náttúrufar á Suðurnesjum fyrir
skömmu rakst ég á það að fjörur
Fleiri tonnum af
hænsnaskít er sturtað í
einu fjöruna á Suður-
nesjum, sem er á nátt-
úruminjaskrá, segir
Anna R. Sverrisdóttir.
Þetta er glæpur. Glæpur
gegn lífríki ijörunnar,
glæpur gegn náttúr-
unni, glæpur gegn
ferðamannaiðnaði á
Suðurnesjum og síðast
en ekki síst íbúum á
V atnsleysuströnd.
á Vatnsleysuströnd eru á náttúru-
minjaskrá. Þetta vakti forvitni
mína og ákvað ég því að ganga
fjörur á Vatnsleysuströnd. Hóf ég
gönguna á miðri ströndinni og
fljótlega varð mér ljóst að þama
er á ferðinni merkilegt náttúrufyr-
irbæri. Hraun hefur gengið í sjó
fram með sínum sérkennum og
myndað fagra standlengjuna. Und-
an hrauninu í fjöruborðinu rennur
síðan ferskt grunnvatn og myndar
hin mjög svo sérstæðu fjöruvötn
sem nánast hvergi annars staðar
er að finna á landinu en á Vatns-
leysuströnd. Ég svalaði þorsta mín-
um í einu slíku vatninu. Það eru
ekki margir ferðamannastaðirnir á
íslandi sem geta boðið upp á krist-
altært drykkjarvatn í
fjöruborðinu. Hér er
að finna sannkallaðar
náttúraminjar.
Skyndilega var
bleik brugðið á
göngunni. Fór ég nú
að finna mjög sterkan
óþef. í fyrstu var ég
ekki alveg viss um
hvaðan fnykurinn kom______
en hann var svo sterk-
ur að mér nánast sveið
í augun. Síðan sá ég
hvar vörubíll kom ak-
andi í átt að fjörunni.
Þetta vakti undrun
mína, hvað skyldi vö-
rubíll með eitthvert
hlass vera að þvælast niður í fjöru?
Ég settist niður og ákvað að fylgj-
ast með bílnum. Fnykurinn var svo
mikill að ég batt trefilinn minn
fyrir vitin. Vörabílinn stansaði og
tók síðan til við að sturta hlassinu
í íjöruna. Nú varð mér ljóst hvað
var hér á ferðinni. „Hænsnaskít-
ur.“ Vörubílinn var að sturta
hænsnaskít í fjöruna. Allt um kring ~
voru fleiri tonn af hænsnaskít,
meira en 1 metri á þykkt. Ég varð
orðlaus af undrun og hafði ekki
einu sinni rænu á að eiga orðastað
við vörubifreiðastjórann. Fleiri
tonnum af hænsnaskít er sturtað
í einu fjöruna á Suðurnesjum, sem
er á náttúruminjaskrá. Þetta er
glæpur, hugsaði ég með mér.
Glæpur gegn lífríki íjörunnar,
glæpur gegn náttúrunni, glæpur
gegn ferðamannaiðnaði á Suður-
nesjum og síðast en ekki síst íbúum
á Vatnsleysuströnd.
Ég fylgdist með vörubílnum.
Hann ók að hænsnabúinu Nesbúi,
fyllti bílinn aftur af hænsnaskít
og fór aðra ferð niður í fjöra. Ég
hætti snarlega náttúruskoðun
minni og fór heim döpur í bragði.
Á heimleiðinni hitti ég fyrir eldri
mann og sagði honum frá ósköpun-
um. Hann sagði að Nesbú hefði
stundað þetta í mörg ár. Losað
fleiri tonn af hænsnaskít í fjöruna
á viku hverri. Það væri ekki að
undra að grásleppan væri svo til
horfin og fuglalíf hefði snarminnk-
að á ströndinni, sagði hann.
Ég skora á Náttúruverndarráð
og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
að grípa nú þegar í taumana gagn-
vart Nesbúi. Neytendur og kaup-
menn hvet ég einnig til að láta til
sín taka með því að kaupa ekki
egg frá Nesbúi meðan þeir viðhafa
slík náttúruspjöll.
Höfundur er hjúkrunarfraeðingur.
að verið var að opna glæsilega kvenfataverslun
x ^ að Laugavegi 28?
^ J Við bjóðum mjög góða þjónustu og gott
verð. í tilefni opnunarinnar eru mjög
^ góð tilboð á ýmsum vörum.
_ . Hi Ha' ^
— „1.900
Jl
co
Skyrturfrá 3.800'
IXUT^ 2.900
Joelle
gaa l f
' Laugavegi 28,
sími 551-5080.
Bernard Scudder