Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Þá munu stein-
arnir hrópa
EINS og menn vita
hefur hart stríð geisað
á undanförnum árum í
lýðveldum fyrrum Júgó-
slavíu og hafa margir
orðið hart úti.
María var ung stúlka
á háskólaaldri, hafði alla
sína tíð búið í Bosníu-
Herzigovínu, en hún var
serbnesk að uppruna. í
janúar 1993 varð henni
ekki lengur líft í Bosníu
vegna stríðsins og varð
hún að yfirgefa heimili
sitt og flytja yfir til
Serbíu. Þangað kom hún
ein síns liðs, þekkti eng-
an. Þótt hún ætti ein-
hvers staðar Qarskylda
ættingja í Serbíu vissi hún bara ekki
hvar þá var að finna. Satt að segja
voru aðstæður ekki eins og hún hefði
Það skiptir máli, segir
Sigurbjörn Þorkels-
son, í þessari fyrri grein
sinni, að biblían sá fáan-
leg á sem flestum
tungumálum.
kosið og átti reyndar að venjast áður.
Farangur hennar var ekki mikill,
komst reyndar fyrir í lítilli tösku og
bakpoka. Fyrstu næturnar gisti hún
----------------------------------
á almenningsstöðum og
leið hreint ekki vel.
Brátt fékk hún þó inni
hjá gömlum hjónum,
sem hún hafði hitt af
tilviljun og hafið spjall
við. Þau bjuggu reyndar
ekki nema í einu her-
bergi, sem hún var þó
þakklát fyrir. Já, þarna
bjuggu þau saman þq'ú
um tíma.
Dag einn, er María
var á ferð fótgangandi
niðri í bæ, verða á vegi
hennar karl og kona sem
vöktu eftirtekt hennar.
Ekki datt henni í hug
að þau ættu eftir að
verða hennar nánustu
vinir. Þau kynntu sig hæversklega
fyrir henni og fóru síðan að spjalla
um ástandið í landinu og heima og
geyma. Maðurinn var með lítinn
pakka undir hendinni, sem hann rétti
að Maríu ogsagði að hún mætti eiga
innihaldið. í pakkanum voru ýmsir
iilutir sem komu fátækum flótta-
manni vel. Þetta vakti undrun Maríu.
Hvemig mátti það vera þegar styij-
öid geisaði og flestir verða hrjúfir
og kaldir, taka jafnvel upp á því að
stela og hugsa fyrst og fremst um
sjálfa sig og þá sem þeim eru næst-
ir að þá skuli vera til svona fólk, sem
lætur sér annt um velferð þurfandi
náunga?
Hún komst fijótlega að því að
þarna var um kristin hjón að ræða.
Einn þeirra hluta, sem í pakkanum
voru, var lítil bók. Þetta var Nýja
Sigurbjörn
Þorkelsson
testamentið og Davíðssálmar. Hjónin
hvöttu Maríu til að lesa í bókinni,
það myndi ekki gera henni neitt
nema gott. Þau sögðu jafnframt að
eftir að þau hefðu komist í kynni við
Nýja testamentið hefðu þau fyllst
friði og eignast nýja von. Sögðust
þau nú líta öðrum augum á lífið en
þau höfðu gert áður. Þau sögðu:
„Við höfum átt erfitt eftir að stríðið
hófst og misst mikið, orðið fyrir gíf-
urlegum vonbrigðum. En nú er þessi
bók og það sem hún fjallar um það
þýðingarmesta sem við eigum og við
viljum gjarnan að fleiri kynnist hinu
dýrmæta innihaldi hennar."
Strax um kvöldið byijaði María
að lesa í Nýja testamentinu. Hún las
í fyrsta skipti um frelsarann Jesú
og kærleika Guðs til okkar mann-
anna barna. Hún hafði aldrei áður
gert sér grein fyrir að hún væri elsk-
uð af Guði sjálfum og ætti sér frels-
ara, sem héti Jesús og léti sér annt
um hana og hefði lagt líf sitt í sölurn-
ar fyrir hana svo hún mætti lifa og
það að eilífu með honum.
Eftir að hafa kynnt sér innihald
Nýja testamentisins í nokkra daga
varð hún þess fullviss að hún vildi
tilheyra Guði og vera barn hans. Hún
bað hann að fyrirgefa sér syndir sín-
ar og taka við sér sem barni sínu.
Beittasta vopnið
Nú lifir María í fyrirheiti Guðs um
eilíft líf með honum fyrir trúna á
frelsarann Jesú Krist. Nú þakkar hún
Guði sínum fyrir þetta kærleiksríka
fólk sem hún hitti og hittir reyndar
oft nú. Hún þakkar Guði fyrir að
hafa leitt sig í faðm sinn þar sem
ríkir friður og von.
Lesandi góður, það skiptir nefni-
lega máli að Biblían sé fáanleg á sem
flestum tungumálum. Guðs orð er
þrátt fyrir allt beittasta vopnið og
það eina sem veldur blessun.
Höfundur er frMukvæmdastjóri
Gídeonfélagsins á Islandi.
Gruimþjómista við börn
og unglinga á
vegum sveitarfélaga
NÚ ER er einstakt
tækifæri fyrir sveitarfé-
lög að endurskipuleggja
þjónustu við börn og
, unglinga, um leið og
^grunnskólinn er kominn
í þeirra hendur og aðrir
málaflokkar líklegir til
þess fylgja á eftir. Ein-
sýnt er að talsverður
munur getur orðið á
skipulagi milli sveitarfé-
laga, en aðalatriðið er
að þeir sem sinna þess-
um málaflokki láti
stjómast af þekkingu
' sem byggir á þörfum
barna og unglinga og
ijölskyldna þeirra,
m.ö.o. neytenda þjónustunnar. Hér
verður drepið á örfá atriði sem vert
er að hafa í huga við slíka endurskipu-
lagningu.
''*> Tekist hefur verið á um ábyrgð
ríkis og sveitarfélaga í ýmsum mála-
flokkum og væntanlega verður svo
áfram. Hagsýsla ríkisins hefur að
mínu mati lagt þar gott til í skýrslu
frá október 1993 sem fjallaði um
„Málefni barna og unglinga (stjórn-
sýsla, skipulag og rekstur)". Þar seg-
ir m.a.: „Akvæði laga um verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga á sviði
barna- og unglingamála eru raunar
ekki eins skýr og æskilegt væri. Þó
er ljóst að sveitarfélögum er ætlað
að annast alla grunnþjónustu, þ.e.
forvamir, eftirlit og leitarstarf, ráð-
Hgjöf til barna og unglinga og aðstand-
enda þeirra og stuðningsþjónustu
hvers konar.“ (bls. 9.). Þarna virðist
vera kominn grunnur að faglegri
umræðu um verkaskiptingu í þessum
málaflokki.
í heilbrigðiskerfinu virðist stefna í
málefnum barna og unglinga vera
f„óskýr á köflum. Að minnsta kosti er
"'erfitt að draga aðrar ályktanir af fjár-
svelti Bama- og ungl-
ingageðdeildar Landsp-
ítalans, aðstöðuleysi
Bamadeildar Landspít-
alans, eða almennt
hvernig málefni barna
eru oft látin víkja fyrir
einhveiju öðru. Aðalá-
herslan hefur verið lögð
á hefðbundna heilbrigð-
isþjónustu, en einstakir
hópar bama hafa liðið
fyrir takmarkaða þjón-
ustu. Má þar nefna börn
með flogaveiki, heila-
skaða vegna slysa eða
sjúkdóma, krabbamein
og síðast en ekki síst
börn með ýmiss konar
þroskaröskun og læknisfræðilega
skilgreind heilkenni. Varðandi þessa
hópa verða landamæri ráðuneyta heil-
brigðis-, félags- og menntamála
gjaman óskýr. Sama má segja um
verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.
Sveitarfélög þurfa að ákveða hversu
langt þau ganga í uppbyggingu þjón-
ustu sem tekur við þegar þjónustu
heilbrigðiskerfisins sleppir.
Öll börn eru skólaskyid og sjúk-
dómar, þroskafrávik og önnur vanda-
mál fylgja þeim inn í skólana. Þar
verður að vera til staðar þekking til
þess að mæta þörfum þeirra. Ekki
tjóir að ganga út frá því að öll vanda-
mál barna verði kennslufræðilegs eðl-
is um leið og þau eru komin inn á
skólalóðina, eins og lög og reglugerð-
ir sem varða grunnskólann gefa
óbeint til kynna. „Reglugerð um sér-
fræðiþjónustu skóla“ (386/1996) er
til dæmis ekki gagnleg þegar skipu-
leggja á þjónustu við börn og ungl-
inga á vegum sveitarfélaga á heild-
stæðan hátt.
Grunnþjónusta á vegum sveitarfé-
laga þarf að taka til forvarna af
ýmsu tagi, en einnig til ýmissa vanda-
Sveitarfélögin eiga, seg-
ir Evald Sæmundsen,
að endurskoða þjónustu
við börn og unglinga.
mála hjá börnum og unglingum sem
varða iíkamlega sjúkdóma, geðheilsu,
misnotkun, ofbeldi, þroskafrávik,
námserfiðleika og flölskylduaðstæður
svo stiklað sé á stóru. Það er því ljóst
að þeir sem láta sig varða skipulag
þessarar þjónustu verða að nálgast
viðfangsefnið á heildstæðan hátt, að
öðrum kosti er hætta á að þjónustan
verði slök eða ófullnægjandi. Sér-
fræðiþjónusta í skólum, eins og hún
er nú uppbyggð, getur ekki orðið leið-
andi í þessu sambandi.
Sveitarfélög geta á þessum tíma-
mótum tekið ákveðið frumkvæði í því
skyni að samhæfa ýmsa þjónustu-
þætti sem varða börn og ungiinga.
Þau þurfa að byggja upp grunnþjón-
ustu á sama tíma og horft er til þeirr-
ar þróunar sem á sér stað innan stofn-
ana sem eiga að þjóna öllum lands-
mönnum og reknar eru af ríkinu. í
því sambandi má nefna að Fjölskyld-
uráðgjöf Mosfellsbæjar og Reykjavík-
urborgar verður til í tengslum við
endurskipulagningu á Unglingaheim-
ili ríkisins sem svo hét. Lausnin við
að skipuleggja þjónustu í litlu samfé-
lagi felst þó ekki í að fjölga stofnun-
um heldur frekar í að samhæfa þá
þjónustu sem fyrir er. Það er t.d.
brýn þörf á að tengja með formlegum
hætti þjónustu heilsugæslu, starfsemi
svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra,
bamavernd og sálfræðiþjónustu í
skólum.
Höfundur er sálfræöingur og sér-
fræðingur á sviði fötlunar.
Kirkjubekkir
frá sjónarmiði
fatlaðra
NÝLEGA var ég við-
staddur útför sem fram
fór í einni af kirkjum
höfuðborgarinnar. Ég
kom snemma á staðinn
til þess að geta valið
mér hentugt sæti. En
mér til mikillar undrun-
ar var það hvergi að
fínna. Svo virtist sem
ekki væri gert ráð fyrir
að fatlað fólk, eða nán-
ar tiltekið sá hópur sem
er með staurlið í mjöðm
eða hné, legði þangað
leiðir sínar. Það var
auðséð af umbúnaði
kirkjubekkjanna því að
undir hveijum þeirra
var naglföst slá er hugsuð var sem
fótaskemill til hæginda fyrir þá sem
höfðu öll liðamót í lagi og gátu lyft
fótum upp á slána. Þar sem mér var
ekki léð sú íþrótt var ég í vanda
staddur. Eftir nokkurt hik gekk ég
innar og skimaði um tóma bekki
beggja vegna gangsins því að ég
átti bágt með að trúa að fötluðum
mönnum væri svo rækilega byggt
út úr umræddri kirkju að ekki leynd-
ist þar eitt einasta sæti er hentaði
mér. En sú rannsókn leiddi það eitt
í Ijós að maður með staurfót gat
aðeins setið með góðu móti á fremstu
Lítið á kirkjubekkina,
segir Torfi Guð-
brandsson, frá sjónar-
miði fatlaðra.
bekkjunum. Þau sæti gat ég hins
vegar með engu móti fært mér í
nyt, því að allir vissu að þau voru
að hefðbundnum hætti frátekin fyrir
líkmenn og nánustu aðstandendur
hins látna. En ég var ekki tengdari
honum en svo að við vorum gamlir
skólabræður sem endurnýjuðum
kunningsskapinn á áttræðisaldri er
funduin okkar bar saman í sundlaug-
unum. Ég var því með böggum hild-
ar og hugsaði ráð mitt meðan fólkið
tók að streyma í kirkjuna án þess
að hafa nokkrar áhyggjur út af
kirkjubekkjunum. Riíjaðist þá upp
fyrir mér á svipstundu að þetta var
ekki eina kirkjan á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu sem bakaði fötluðu fólki
óþarfa vandræði. Fýrir nokkrum
árum var ég staddur í öðru guðs-
húsi þar sem sætaskipun var með
iíkum hætti. Ég kom mér þá fyrir í
einum bekknum, fór úr skónum, sem
var með 10 sm hækkun og renndi
staurfætinum undir bekkinn fyrir
framan mig og lét hann hvíla á
skemlinum. Þá var verið að jarða
gamla konu norðan af Ströndum þar
sem hún ól lengst af aldur sinn.
Þegar fyrsti sálmurinn var sunginn
til enda tók ég eftir því, að sláin var
farin að skerast óþægilega upp í
hásinina á hægra fæti. Átti ég því
ekki annars úrkosti en að breyta um
stellingar. En til þess þurfti ég að
rísa á fætur til hálfs og gat þá dreg-
ið fótinn ofan af slánni. Kreppti ég
síðan hnéð sem mest ég mátti og
smeygði fætinum undir mitt eigið
sæti. Hvíldi þá ristin ofan á slá er
þénaði sem fótaskemill fyrir kirkju-
gesti á bekknum fyrir aftan mig.
Þótt ég hefði ekki augu í hnakkanum
sá ég samt fyrir mér undrunarsvip
gestsins að baki mér er skólaus fót-
ur var allt í einu kominn á hvolf
yfir skemilinn hjá honum. Engar
hnippingar eða merki um vanþóknun
var þó látin í ljós á þessu athæfi og
vannst mér því svigrúm til að hugsa
ráð mitt og skipuleggja aðgerðir
mínar þannig að ég kæmist í gegnum
jarðarförina án þess að
verða mér tii stór-
skammar með óút-
skýrðum grettum og
kvalastunum. Ég ákvað
að þrauka og skipta um
stellingar eftir því sem
þörf krafði til að hvíla
ristina eða hásinina.
Varð ég nú rólegri eftir
að hafa fundið bráða-
birgðalausn á þessu erf-
iða vandamáli. Reyndi
og brátt á þetta úrræði,
því að ritningarlestri var
varla lokið þegar ég var
orðinn friðlaus af sár-
indum í ristinni. Skipti
ég þá yfír á hásinina og
reyndi að láta fara lítið fyrir mér
meðan á þeirri athöfn stóð. Og er
skemmst frá að segja að þannig
gekk þetta til gegnum sálma og
minningarorð, sem fóru að mestu
leyti fram hjá mér. En það verður
að segjast að fegnastur varð ég þeg-
ar rekunum var kastað því að þá
risu allir á fætur og ég slapp úr úlfa-
kreppunni og gat látið þrautirnar líða
úr fætinum.
Þessari endurminningu frá útför
gömlu Strandakonunnar brá fyrir
eins og leiftri í huga mínum um
daginn þar sem ég stóð á miðju
kirkjugólfí og svipaðist um eftir hent-
ugu sæti án þess að fínna það. Alls
staðar voru þessar ólukkans slár en
lausir stólar hvergi sjáanlegir. En
þar sem ég var nú þarna kominn
ákvað ég að láta slag standa og setj-
ast á einhvern þessara pínubekkja
en veijast sársaukanum með sömu
aðferðum og forðum, þ.e.a.s. fara
úr skónum og skipta reglubundið frá
rist yfir á hásin og þó ekki oftar en
viðþolið leyfði. Þegar ég settist kom
á daginn að ég gat kreppt fótinn inn
undir sætið án þess að lenda með
ristina á slánni og kom sú uppgötvun
mér þægilega, að ég ekki segi yndis-
lega á óvart. Gat ég því setið lengur
í þeirri stöðu en ella. En allt um það
þreyttist ég þó af að sitja lengi með
fótinn krepptan og komst ég þá ekki
hjá að breyta um stellingar og skipta
yfír á hásinina. Ég hélst raunar ekki
lengi við í þeirri stöðu, en þegar kom
að næstu skiptingu og ég dró til
mín fótinn tókst ekki betur til en svo
að ég skrapaði sköflunginn á
bekkjarbrúninni þannig að ég varð
blóðrisa eftir því sem síðar gerð rann-
sókn leiddi í ljós. Við næstu skipting-
ar gætti ég mín betur til þess að
sleppa við frekari ákomur. Og alla
vega reyndi viðveran við útför skóla-
bróður míns ekki jafn mikið á mig
og jarðarför konunnar af Ströndun-
um forðum daga enda hét ég því þá
með sjálfum mér að vekja athygli á
óhentugum kirkjubekkjum í ijölmiðl-
um. En það fórst þó fyrir eins og
fleiri góð áform þar til nú, þegar
mér er orðið kunnugt að fleiri kirkj-
ur á Stór-Reykjavíkursvæðinu bjóða
fötluðum upp á pínubekki algjörlega
að óþörfum, þá get ég ekki lengur
orða bundist. Enda er líka afskaplega
auðvelt að bæta úr meinlokum af
þessu tagi. Einn trésmiður væri fljót-
ur að fjarlægja fótaskemla úr nokkr-
um bekkjum með góðu kúbeini. Það
er nú allt og sumt. En ef þessar ól-
ánsslár þykja ómissandi eða eru ósn-
ertanlegar sökum ofrtryggðar við
upprunalegt form þá má líka leysa
vandamm með lausum stólum.
Og fyrir alla muni, þið prestar,
sóknarnefndir og aðrir sem eftirlit
hafið með kirkjum. Lítið einu sinni
á kirkjubekkina frá sjónarmiði fatl-
aðra og athugið hvort þar er að fínna
sæt,i sem henta þeim.
í guðs friði.
Höfundur cr fyrrverandi
skólastjóri.
Torfi
Guðbrandsson