Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 46

Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Framhaldsskóla- nám fyrir 21. öld MANNFÉLAGIÐ breytist ört og skól- arnir uppfylla ekki kröfur nýrra tíma nógu vel. Nú eru 9 ár síðan nefnd OECD kannaði íslenska •»skólakerfið og benti á margt sem betur mátti fara, og 7 ár síðan nefnd um innra starf framhalds- skóla gerði gagnmerkar tillögurj m.a. um starfsnám. í tvö ár hafa tillögur 18 manna nefndar menntamálaráðherra legið fyrir, m.a. um bætt eftirlit og aukið starfsnám. Ég óttast að flestar af þessum úrbótatillögum verði aldrei annað en orðin tóm. Nú hefur Alþingi sett ný lög um framhaldsskóla sem tóku gildi J haust. Lögin eru meingölluð vegna þeirrar áráttu ráðherra Sjálfstæðisflokksins að auka mið- stýringu. Völd menntamálaráð- herra og skólameistara eru aukin á kostnað kennara, þeirra sem verkin vinna í skólunum. í lögun- um er mælt fyrir um margar nefndir til að móta og efla starfs- menntun, en kennarar fá naumast að koma þar nærri, og ég spyr: Er líklegt að það verði framkvæmt sem frá þessum nefndum kann að koma ef fagmennirnir sem vinna eiga verkið koma þar ekki nærri? Annað og enn þyngra áhyggju- efni er sú staðreynd að verknám er dýrara en bóknám. Heyrst hef- ur að nú eigi, þrátt fyrir góðærið, að skera framlög til framhalds- skóla niður um 6% á næsta ári, ofan á 2% niðurskurð þessa árs. Vonandi er þetta tilhæfulaus gróusaga því niður- skurður og efling verknáms fer alls ekki saman. Raunhæfasta ráð framhaldsskól- anna tii að ná 6% sparnaði væri að skera niður verknám- ið sem þeir þó hafa, og meina ijölda nem- endum aðgang. Undirbúningur Þeir nemendur sem nú eru í skóia verða flestir virkir í atvinnu-, menning- ar- og heimilislífi fram yfir miðja 21. öld, ef að líkum lætur. Breyt- ingar eru það örar að símenntun þarf til. Skólarnir leggja eftir sem áður mikilvægan grunn, en hann er aðeins að hluta til sá sami og þörf var á um miðja 20. öld. Atvinnurekendur og Alþýðu- sambandið virðast hafa líkar væntingar til skólanna hvað starfsmenntun varðar. Að þeirra mati skipti undirbúningur undir tiltekin störf ekki mestu, heldur almenn menntun sem eykur hæfni fólks til samskipta, samvinnu og að tileinka sér nýjungar. Fram- haldsskólar þurfa að sinna þessu markvissar í flestum ef ekki öllum námsgreinum og því ætti ekki að fylgja verulegur aukakostnaður. I Fjölbrautaskóla Suðurnesja liggur fyrir áætlun um að breytt námsfyrirkomulag í þá veru sem nefnd um innra starf framhalds- skóla lagði til á sínum tíma og skólameistarafélagið útfærði nán- ar. Markmiðið er að tengja námið margvíslegum atvinnugreinum og byggja það upp í þrepum. Með því gæti áhugi á náminu glæðst, mun fleiri útskrifast með sæmd og færri hrökklast frá námi. Þannig ætti skólinn að útskrifa fjölhæfara starfsfólk og jafnframt búa þá betur undir háskóianám sem þang- að eiga erindi. Þannig gæfist tæki- færi til að tengja skólann betur atvinnu- og menningarlífi byggð- arlagsins og landsins alls. Umhverfismenntun ■Þegar horft er til framtíðar tel ég brýnt að efla umhverfismennt- un í sem flestum þáttum skóla- starfs með framtíðarstörf í huga. í þeim nágrannalöndum, sem tekið hafa á umhverfisvandanum, fjölg- ar mest störfum sem tengjast verndun umhverfis, sjálfbærri þró- un og því að gera hvers kyns fram- leiðlsu umhverfisvænni. Okkur mun sárvanta sérmenntað fólk í umhverfisfræði og náttúruvísind- um. I ljósi aukinna viðskipta- og menningartengsla við fjarlæg lönd þarf að fjölga tungumálum sem kennd eru á framhaldsskólastigi. Mesta rækt þarf að leggja við móðurmálið hjá hveijum einasta nemanda, líka nýbúunum og heyrnarlausum. Jafnframt ættu allir að læra ensku sem annað mál, engu minna en nú tíðkast, en hefja námið fyrr. Val á þriðja máli ætti að vera mun fjölbreytt- ara en nú. Það þjónar ekki lengur tilgangi að allir læri dönsku, nóg væri að fjórðungur landsmanna lærði það mál en þýska og franska mættu halda núverandi stöðu. Með Þorvaldur Orn Arnason nýrri kennslutækni og markvissri menntun kennara gætu fram- haldsskólar boðið upp á nám í heimsmálum eins og kínversku, japönsku, arabísku, spænsku og rússnesku. Æskilegt væri að fáein prósent þjóðarinnar lærðu hvert þessara mála, ýmist til hlítar eða kynntust þeim líkt og tíðakst hefur um 3. og 4. málið i framhaldsskól- um. Rannsóknir Mikilvægt er að fylgjast vel með afdrifum nemenda sem útskrifast eða hætta námi, hvað þeir gera og hvernig þeim vegnar og bera saman við árangur þeirra í skólan- um. Það er liður í upplýsingaöflun Markmiðið er, segir Þorvaldur Örn * Arnason, að tengja námið margvíslegum atvinnugreinum. til að gera starf skólans markviss- ara. Jafnframt að kanna í sama tilgangi þekkingu, væntingar og áform þeirra sem í skólann setj- ast. Ef vandað verður til nýrra samræmdra prófa sem boðuð er í nýjum lögum (ef þau verða ekki skorin niður) gætu þau orðið grunnur að víðtækari rannsókn- um. Efla þarf samvinnu framhalds- skóla og viðkomandi grunnskóla og samræma námskröfur. Menntamálaráðuneytið er nú að stíga markvert skref í þá átt með því að fela sömu starfshópum gerð aðalnámskrár fyrir bæði skólastig- in. Lífsviðhorf Það er okkur meðfætt að gleðj- ast þegar við náum tökum á ein- hveiju nýju. Sú námsgleði sést glöggt hjá ungbörnum en okkur gengur misvel að varðveita hana og rækta með okkur. Ef okkur kennurum tekst að vinna störf Gail flísar mn...in|Tn.|T| psnaflm«UiV«LL'u BVI'LlCra&kPHH I f~l~ 1.1..............1...1....1. 1. 11 II I Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 ( > BIODROGA snyrtivörur IÐNAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR ÍSVaU-ÖORGA fhf. HÖFÐABAKKA9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 - kjarni málsins! Oldrun og drykkjusýki HVERS vegna er svo lítið skrifað um aldrað fólk? Getur ver- ið að það sé vegna þess að aldraðir geta eða hafa ekki löngun til að skrifa um sig og sínar þarfir. Hefur umræðan eingöngu snúist um ellilífeyri og lyfja- kostnað og hvar sé hægt að fá inni á öldr- unarheimili? Getur verið að okkur hinum yngri finnist það ekki eftirsóknar- vert að skrifa um öldr- un? Eru aldraðir eitt- hvað sem við hin yngri höfum engan áhuga á? Minnir það okkur óþægilega á þá staðreynd að því að verða gamall fylgi ýmis vanda- mál, þú ert kominn í „úreldingar- flokkinn“. Aldraðir afskiptir Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessar línur er að þrátt fyrir vax- andi umhyggju fyrir ungu fólki sem lendir í áfengi og vímuefnum og öfluga uppbyggingu meðferð- arstöðva, bætta heilsugæslu og önnur úrræði, stöndum við frammi fyrir því að aldraðir sem þjást af alkóhólisma eru afskiptir. Ér hægt að gefa þá skýringu að drykkju- sýki meðal aldraðra sé ekki fyrir hendi og ef hún hafi verið þegar viðkomandi var yngri hafi það minnkað með aldrinum? Þessu er ekki svo farið því á heimilum víðs vegar í borginni býr aldrað fólk og á dval- arheimilum fyrir aldraða eru einstakl- ingar sem þjást af alkóhólisma á misháu stigi. Horfið er harðrétt- ið og burtu hin sára fátækt sem fólk bjó við hér fyrr á árum. Ýmsar félagslegar umbætur hafa átt sér stað, tryggingar og virkari samfélags- aðstoð. Góð heil- brigðisþjónusta, hjúkrun og aðbúnað- ur hefur lengt líf fólks um 10 til 15 ár. Þá er spurt, livað um drykkjusýki, verður breyting á henni í kjölfarið, minnkar hún eða eykst? Dæmi eru um að fólk breyti drykkjumynstri sínu við að eldast og jafnvel hætti að nota áfengi. Hins vegar er töluverður hópur drykkjusjúkra aldraðra sem fellur sjálfkrafa í þá neyð með drykkju, eða neyslu lyfja að heilsufari og hamingju þeirra er ógnað. Er þá nokkur ástæða til að skoða hvort um sé að ræða vandamál meðal aldraðra og engin sérstök þörf á úrbótum til að mæta vanda þeirra? Hver þekkir ekki þá ömurlegu aðkomu að heimsækja aldraða móður eða föður og koma að við- komandi illa á sig komnum eftir drykkju eða lyfjamisnotkun. I flestum tilfellum hefur einstakl- ingurinn ekki borðað mat um ein- hvern tíma, gert allar þarfir sínar í rúmið og það alvarlegasta, ekki tekið nauðsynleg lyf samkvæmt læknisráði. Elli- og dvalarheimili Dvalarheimili fyrir aldraða reyna eftir bestu getu að umbera þann sem haldinn er drykkjusýki. Starfsfólk glímir við erfiðar að- Líkja má öldrun við það, segir Birgir Þ. Kjartansson, að vera ekki lengur í vinnings- liðinu. stæður og aðkomu enda er þolin- mæði starfsfólks oft ótrúleg. Það sýnir mikla umhyggju við að að- stoða viðkomandi en sama sagan endurtekur sig síðar. Starfsfólk er oft ráðþrota og veit ekki hvað gera skal. Aðstandendur eru fengnir til að tala við þann drykkjusjúka og oft eru hótanir notaðar en oftar en ekki reynist það haldlítið. Hinir gleymdu Á okkar tímum eigum við oft erfitt með að bera virðingu fyrir, elska og dá þann sem tapar. Alkó- hólistann eða einstakling sem orð- ið hefur undir í lífsbaráttunni, við einfaldlega missum áhugann. Enda eyðum við miklum tíma og Birgir Þ. Kjartansson okkar í gleði og sátt við okkur sjálfa og aðra verður vinnan iétt- ari og við ýtum undir starfsgleði nemenda. Þar reynir bæði á okkur sjálf og starfskjörin sem okkur eru búin. Við þurfum að gera kröfur til okkar sjálfra, bæta kennsluna og útskrifa fleira og betur menntað fólk. Það er þó engum til góðs að við rústum einka- og fjölskyldulíf okkar með gegndarlausum þræl- dómi í skólanum. Við framhaldsskólakennarar ættum að forðast að líta á og ávarpa nemendur sem „krakka“. Við eigum að sýna þeim virðingu og gera um leið til þeirra kröfur sem ungs og upprennandi fólks sem komið er töluvert til vits og ára, fullt af starfsþreki og lífsvilja. Galdur okkar kennaranna er að beina hæfileikum þeirra í heppileg- an farveg. Nemendur þurfa að skilja hvernig það sem þeim er kennt getur komið þeim að gagni. Þeir þurfa skýrar og sanngjarnar regl- ur sem fylgt er eftir. Þeir þurfa að finna að þeir skipta máli og að mikils er krafist af hveijum og einum. Olíkir hæfileikar þurfa að fá að njóta sín. Við kennarar og skólastjórnend- ur þurfum að hjálpa nemendum að efla með sér heilbrigði, sjálfs- traust og jákvæða sjálfsímynd, ekki síst þeim sem illa gengur að fóta sig í náminu. Með því væri m.a. dregið úr böli áfengis og eit- urlyija, en umfram ailt rennt stoð- um undir dugmeira atvinnulíf, menningargrósku og lifvæniegt umhverfi til frambúðar. Síðast en ekki síst þurfum við að skapa okkur starfsskilyrði og launakjör til að vinna verk okkar sómasamlega. Það verður rauði þráðurinn í komandi kjarasamn- ingum. Þá reynir á dug og sam- stöðu kennara og stuðning allra sem stuðla vilja að góðri menntun á næstu öld. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. krafti í að vera í vinningsliðinu, sem oftast byggist á stöðu, pen- ingum og frama. Sá sem er í vinn- ingsliðinu verður tákn, og er sýnd aðdáun, virðing og jafnvel reynt að líkja eftir. Ef fyrirtæki auglýs- ir rakvél finnst okkur hún merki- legri og eftirsóknarverðari ef íþróttamaður, eða leikari auglýsir hana. Við hyllum fótboltaliðið okk- ar á vellinum. Einnig reisum við minnismerki um ótrúlega menn og atvik en þeir sem tapa verða fljótt gleymdir. Við gerum oft góðlátlegt grín að þeim en með smá sektarkennd. Við upplifum að okkur sé ógnað af vofu þess að missa og tapa enda gerum við allt sem í okkar valdi er til að afneita því. Líkja má öldrun við það þegar þú ert ekki lengur í vinningslið- inu. Gæti það verið ástæðan fyrir því að við höldum gömlu fólki og þeim drykkjusjúka í fjarlægð? Er það sökum þess að þau minna okkur á eitthvað sem er tapað, farið og ekki nýtilegt lengur? Missir tekna, stöðu, töpuð reisn, missir líkamlegrar heilsu og fjöl- skyldu. Kærir vinir og félagar eru dánir. Söknuður og einmanaleiki verður allsráðandi og þá er oft gripið til lyfja eða áfengis til að deyfa þá vanlíðan. Við öllu þessu bregðumst við sem yngri erum oft með góðlátlegu gríni í stað þess að reyna að skilja og sýna samkennd. Við gerum lítið úr vanlíðan viðkomandi og viðbrögð okkar verða þessi. „Æ, þú veist hvernig þetta gamla fólk er.“ Höfundur er formaður Verndar og forstöðumaður vistheinnlis Bláa bnndsins í Víðinesi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.