Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 53

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ út sem hroki en af langri viðkynn- ingu vissi ég vel að hann var innst inni hlédrægur og drengur mjög góð- ur. Það kom sérstaklega vel í ljós á seinni árum að hann mátti ekkert aumt sjá án þess að vilja bæta þar úr, væri það á valdi hans. Mér var það vel kunnugt að Svav- ari var mjög annt um fjölskyldu sína og vissi að hún var honum kærari en allt annað. Efnaleg gæði skiptu Svavar miklu minna máli persónu- lega en flesta samferðamenn hans, en fjölskyldu sinni var honum mjög í mun að tryggja öryggi á allan hátt. Við Soffía kveðjum Svavar með söknuði en þeim var alla tíð vel til vina. Gömlu æskuvinkonu minni Systu, ekkju Svavars, sendum við hjónin samúðarkveðjur vegna hins ótímabæra fráfalls hans. Einnig fylgja sömu kveðjur til bama hans og barnabama og síðast en ekki síst til heiðursmannsins Armanns Jak- obssonar, föður Svavars. Ólafur Stefánsson. Samstarfsmaður okkar og vinur Svavar Ármannsson, aðstoðarfor- stjóri Fiskveiðasjóðs íslands, er látnn langt fyrir aldur fram eftir tiltölulega skamma en erfiða sjúkdómslegu. Flest okkar, sem störfum í Fisk- veiðasjóði íslands, byijuðu í sjóðnum á árunum milli 1970 og 1980. Sam- ferðatíminn er því nokkuð langur og söknuður okkar er mikill, því traust- ari og vandaðri samstarfsmann en Svavar er vart hægt að hugsa sér. Fiskveiðasjóður Islands átti mikið í Svavari alit frá upphafí starfsferils hans hjá sjóðnum og var hann stoltur af því að starfa fyrir Fiskveiðasjóð íslands. Hann mátti aldrei heyra neitt misjafnt um sjóðinn eða starfsmenn hans án þess að svara því af fullri hörku og einurð. Svavar átti mikinn þátt í uppbygg- ingu Fiskveiðasjóðs í þeirri mynd, sem hann er í dag, allt frá því hann hóf þar störf 1. janúar 1968, undir hand- leiðslu Elíasar Halldórssonar forstjóra og Guðjóns Halldórssonar þáverandi skrifstofustjóra og síðar aðstoðarfor- stjóra. Þegar hann byijaði hjá sjóðn- um var Stofnfjársjóður fískiskipa að fæðast og við það gjörbreyttust inn- heimtumál Fiskveiðasjóðs til hins betra. Því gerði Svavar sér grein fyr- ir og var hann alla tíð mikill Stofnfjár- sjóðsmaður. Á þessum árum höfðu tölvur ekki rutt sér rúms í atvinnulíf- inu eins og við þeklqum þær núna. Það kom sér því vel fyrir Fiskveiða- sjóð og starfsmenn hans að fá í sínar raðir stærðfræðing og talnasnilling á borð við Svavar. Flókin vandamál og erfíð viðfangsefni hafði hann yndi af að bijóta til mergjar og var sjaldan skortur á slíku í Fiskveiðasjóði. Ófáar úrlausnir á útreikningum gengis- tryggðra lána Fiskveiðasjóðs þurfti að fínna á þessum árum, þegar geng- isfellingar voru daglegt brauð, og þar var Svavar í essinu sínu. Svavar var góður skákmaður og bridge-spilari og hafði gaman af að leggja þrautir fyrir áhugasama vinnu- félaga. Mikið mátti ganga á til að hann sleppti hádegisskák i vinnunni. Þá eru ótaldar allar þær hnyttnu fer- skeytlur, sem Svavar orti oft með litl- um fyrirvara við óteljandi tækifæri, enda maðurinn hagyrðingur góður og lét _sér annt um íslenskt mál. Útlán eru að sjálfsögðu aðalmál sjóðs á borð við Fiskveiðasjóð ís- lands. Þar hélt Svavar öllum fastar í veð og tryggingar íyrir sjóðinn, enda var honum hjartans mál að byggja upp eigið fé sjóðsins svo að Fiskveiða- sjóður gæti staðið undir nafni sem aðallánveitandi til sjávarútvegs þjóð- arinnar. Útlánatöp og afskriftir hafa því sem betur fer verið fátíð í sjóðn- um, enda er sjóðurinn í dag rekinn algjörlega á eigin ábyrgð og án rikis- ábyrgðar. Ekki er ætlunin hér að rekja allan starfsferil Svavars fyrir Fiskveiðasjóð í tæp 29 ár. Það yrði of langt mál, en minnisstæð eru árin, þegar Fisk- veiðasjóður var til húsa í Utvegsbank- anum við Lækjartorg. Þar var oft glatt á hjalla og Svavar hrókur alls fagnaðar. Aldrei máttum við starfs- menn sjóðsins koma saman öðruvísi en Svavar þyrfti að koma með nýj- ustu tölur um meðalaldur starfs- manna sjóðsins og meðalstarfsaldur - af hvorutveggja var hann stoltur - af lágum meðalaldri starfsmanna, en háum meðalstarfsaldri. - Ekki er hægt að rifja upp þessa tíma án þess að minnast á sómamanninn Sverri Júlíusson, forstjóra Fiskveiðasjóðs til margra ára, en milli Svavars og Sverris ríkti djúp virðing og vinátta. Margar góðar minningar frá þeim árum geymum við í hjarta okkar. Þegar við nú erum stödd á leiðar- enda er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að starfa með og undir handleiðslu þinni Svavar Ármannsson - fyrir margt verður þín minnst um ókomin ár, kæri fóstri. Merki þínu verður haldið á loft. Elsku Systa, Hildur, Ásta og Ingi- björg, missir ykkar er mikill og sorg- in djúp, en minningin um góðan eig- inmann og föður mun hjálpa ykkur að sigrast á sorginni. Við samstarfs- menn Svavars í Fiskveiðasjóði íslands sendum ykkur okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Um leið viljum við votta föður Svavars, Ármanni Jakobssyni, okkar dýpstu samúð. Oðrum aðstandendum sendum við einnig okkar samúðarkveðjur. Samstarfsmenn í Fiskveiðasjóði. Það voru daprir félagar sem mættu í gufubað Jónasar tæplega ári eftir að hann greindist með krabbamein. Aðeins nokkrum vikum áður hafði sami sjúkdómur fellt Jak- ob eldri bróður hans. Þannig hefur maðurinn með ljáinn næstum í einu vetfangi kallað til sín tvo úr hópi bestu sona þessa lands í blóma lífs- ins. Eftir situr hnípinn hópur ætt- ingja og vina. Svavar hafði sótt gufubað með allstórum hópi félaga í um það bil þijá áratugi, eða rúmlega helming ævi sinnar, fyrst heima hjá Jónasi okkar Halldórssyni á Kvisthaganum og síðan á Austurströnd. Á þetta löngum tíma myndast svo sterk bönd að jaðrar við fjölskyldutengsl, enda lítum við á okkur sem Gufufjölskyld- una og þar deila menn gleði og sorg- um. Svavar var ekki beint þekktur fyrir að flíka tilfinningum sínum, öðruvísi en að láta álit sitt á ýmsum málum í ljós svo góðlátlega og á svo meinfyndinn hátt, að menn annað- hvort veltust um af hlátri eða setti hljóða, ef fast var skotið. Eins og við allir kom Svavar í Gufuna til að hvíla sig frá erli og amstri dagsins og það hefur áreiðan- lega ekki alltaf verið dans á rósum að reikna vexti og vaxtavexti af út- gerðarlánum Fiskveiðasjóðs. En í Gufunni voru einu reikningskúnstirn- ar bundnar taflmennsku eða brids og verður að segjast eins og er að Svavar var einkar snjall á báðum sviðum og það svo að þá sjaldan að einhver næði að sigra hann, glödd- umst við hinir gjaman illgimislega og höfðum í hámæli. Hins vegar var það yfírleitt hann sem saltaði and- stæðingana og klappaði síðan föður- lega og sagði þeim að hafa ekki áhyggjur, vit þeirra væri ekki meira en það sem í askana hefði verið lát- ið. Skilja mátti að vel hefði verið skammtað í hans ask. f sjóði ljúfra minninga sem við eig- um um Svavar, var algert ráðaleysi hans í rökræðum við Gulla Bergmann um lífið og tilveruna og alls konar máttarvöld, sem Gulli hefur teflt fram í málflutningi á sínu andlega þróunar- skeiði, sem við Gufufjölskyldan höfum með góðu eða illu fylgst með um ára- tugaskeið. Það var óborganlegt að sjá Svavar koma með þjósti út úr gufu- klefanum, á svipinn eins og útsynn- ingsbakki á öndverðri góu, tautandi: „Þessum manni er ekki viðbjargandi." Svo kom náttúriega Gulli brosandi út að eyrum, píreygur og hjartahlýr og sagði: „Svavar minn, bíddu bara, þú munt sjá að þetta er allt rétt sem ég er að segja.“ En nú bíður Svavar ekki lengur og við vinimir drúpum höfði í sökn- uði en um leið hljóðu þakklæti fyrir samfylgdina. Svavar Ármannsson var einstaklega heill og góður dreng- ur, einn af hornsteinum Gufuklúbbs- ins og í hjörtum okkar verður ætíð hlýr blettur fyrir minningu hans. Eiginkonu, dætrum, föður hans og öðrum ástvinum sendum við einlæg- ar vinar- og samúðarkveðjur. Allar góðar vættir biðjum við að vernda og vaka yfír vini okkar. Félagar í Gufubaðs- klúbbi Jónasar. ___________________FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 53 MIIMNINGAR HREIÐAR GUÐJÓNSSON + Valdimar Hreiðar Guð- jónsson málara- meistari fæddist í Hafnarfirði 12. maí 1916. Hann andað- ist í Landspítalan- um 25. sept. síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson kaupmað- ur í Versluninni Málmi í Hafnar- firði, f. 25. okt. 1884 í Sandvík í Flóa, d. 18. okt. 1971, og kona hans Ingibjörg Magnea Snorradótt- ir, f. 25. sept. 1891 í Reykja- vík, d. 13. apríl 1986. Systkini hans eru: Kristinn, Elín og Jón (látinn). Hinn 26. nóv. 1938 kvæntist Hreiðar Láru Guðmundsdótt- ur, f. 3. jan. 1915 í Reykjavík, d. 27. apríl 1990. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jóns- son kaupmaður í Brynju, f. 1. sept. 1888 á Akranesi, d. 18. júlí 1955, og Laufey Árnadótt- ir, f. 24. marz 1885 í Reykja- vík, d. 12. ágúst 1971. Kjörson- ur þeirra er Róbert Árni lög- maður, f. 16. maí 1946 í Reykjavík. For- eldrar hans eru William Gerald Downey lögmaður, f. 20. júní 1914 í Brooklyn, N.Y., d. 19. apríl 1991, og kona hans Laufey Árnadóttir Down- ey húsmóðir í Virginíu, f. 26. maí 1926 (systir Láru). Sambýliskona Róberts Árna er Ingigerður Hjalta- dóttir, f. 23. mars 1959. Sonur þeirra er Vilhjálmur, f. 13. sept. 1996. Synir Róberts frá því áður eru: Árni Hreiðar, f. 3. mars 1965, Róbert Árni, f. 8. apríl 1969, Tómas Kristófer, f. 4. júlí 1977, og Ríkharður, f. 8. júlí 1980. Hreiðar iærði málaraiðn hjá Kristni Andréssyni í Reykjavík 1932-1936 og lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og sveinsprófi 1936. Meistararétt- indi fékk hann 1942. Hreiðar starfaði í Oddfellowreglunni frá árinu 1947. Útför Hreiðars fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveðjum við öðlinginn Hreiðar Guðjónsson málarameist- ara sem nú hefur fengið hvíldina eftir erfíð veikindi. Það vekur mann til umhugsunar um hve stutt er milli lífs og dauða en aðeins 12 dögum fyrir andlát hans eignuð- umst við Róbert Árni yndislegan son, sem fær nú ekki að kynnast afa sínum nema af frásögnum okk- ar er fram líða stundir. Það var mér gæfuspor að kynn- ast Hreiðari, enda var hann ein- stakt ljúfmenni og varð okkur strax vel til vina. Þá var ekki verra, að bæði vorum við Hafnfirðingar og höfðum við gaman af því að stríða Róbert á því hve allt væri nú betra sem kæmi úr Hafnarfirði en annars staðar frá. Hreiðar var lítillátur maður, dag- farsprúður og vildi ekki láta hafa neitt fyrir sér. Hefur það án efa hjálpað mikið til, hve endurhæfing hans gekk vel þrátt fyrir stór áföll síðustu ár, en honum gekk ótrúlega vel að bjarga sér á ýmsan hátt þrátt fyrir mikla fötlun. Þá var hann ein- staklega skapgóður og glettinn og undraðist ég oft hvílíka þolinmæði einn maður hafði til að bera, þrátt fyrir mikla félagslega einangrun sökum tjáningarerfíðleika sinna. En nú hefur hann fengið friðinn og er nú kominn til Láru sinnar sem hann saknaði svo mjög og veit ég að þau munu halda áfram að vaka yfir fjölskyldu sinni á öðru tilveru- stigi. Eg þakka þér fyrir samfylgdina síðustu ár og mun segja litla syni mínum frá öllum skemmtilegu minningunum sem ég á um afa hans. Ingigerður Hjaltadóttir. Elsku afí. Það er mér mjög erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá þig oftar, elsku afí minn. Margar minningar koma upp í huga mínum þegar ég hugsa til þín og ömmu og allra þeirra ljúfu stunda sem við áttum saman á Haðarstígn- um, þar sem ég og Róbert bróðir bjuggum um tíma, og alls þess góða tíma sem við unnum saman við að mála fyrir Flugmálastjórn. Minnisstæð eru einnig öll þau ferðalög sem við fórum í saman víða um landið til að mála flug- velli. Ég mun aldrei gleyma öllu því sem þú kenndir mér af því sem þú hafðir til að bera, heiðarleika, góðmennsku, umhyggjusemi, og hlýju. Þegar ég lenti á spítala og þurfti að liggja í sex vikur þá komst þú á hveijum degi og heimsóttir mig, og alltaf varst þú tilbúinn að gera allt fyrir alla. Þér gleymi ég aldrei, elsku afí minn. Og minning- una um þig og ömmu mun ég ávallt geyma. Guð blessi þig, elsku afi minn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Árni Hreiðar Róbertsson. Upphaf vináttu okkar Hreiðars varð er ég kynntist syni hans og Láru heitinnar Guðmundsdóttur eiginkonu hans, Róbert Áma, fyrr- um sambýlismanni mínum. Þar fór hæglátur maður og hógvær. Þau hjónin tóku mig opnum örmum inn í fjölskylduna. Hreiðar og Lára bjuggu við Haðarstíginn, höfðu búið þar í um 37 ár. Heimili þeirra var alla tíð skjól fjölskyldunnar, en tveir elstu sonarsynirnir, Arni Hreiðar og Róbert Árni yngri, dvöldu þar oft langdvölum á við- kvæmum unglingsárum er móðir þeirra missti heilsuna og gat ekki stutt við bakið á drengjunum. Son- arsynimir voru allir sem einn auga- steinar afa síns og fagnaði hann þeim alltaf er fundum þeirra bar saman. Hann bar hag þeirra og heilsu fyrir bijósti og ekki var laust við að hann dekraði þá. Reyndar höfðu þau Lára dekrað við Róbert Árna eldri og gerðu alla tíð. Rausn- in var þeim í blóð borin. Hreiðar var listamaður. Heimili þeirra Láru prýddu margar myndir sem hann hafði málað. Eg minnist sérstaklega stundar er við áttum í Biskupstungum. Þar var stórfjöl- Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. skyldan stödd í sumarbústað. Yngri sonarsynimir, Tómas og Ríkharð- ur, voru í áriegri sumarheimsókn. Hreiðar kenndi okkur að teikna landslagið og sýndi ótrúlega þolin- . mæði, meðan á því stóð. Ég á þess- ar skissur enn og ekki er nema mánuður síðan að ég var að skoða myndirnar okkar sem eru mér nú dýrmætur fjársjóður. Hreiðar var orðvar maður. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkurri mann- eskju. Hann dæmdi engan og hlust- aði ekki á illt umtal. Hann var mjög trúaður og sótti reglulega messu í Hallgnmskirkju á meðan heilsan leyfði. Útförin fer nú fram frá kirkjunni hans. Ég tel hann hafa verið æðrulausan og auðmjúkan mann, þeir eiginleikar eru vandfundnir í dag. Hann var sídyttandi að og ekki taldi hann eftir sér að bregða sér bæjarleið ef svo bar undir til að rétta fram hjálparhönd. Allt var svo sjálfsagt. Þá sjaldan leyfðist að dekra við hann naut hann þess greinilega, en hrósaði þá jafnan í hástert sem fyrir hann var gert. Þeir feðgar Hreiðar og Róbert Árni höfðu lengi gælt við þá hug- mynd að festa kaup á húsi saman. Árið 1989 fundu þeir draumahúsið við Tjarnargötuna í Reykjavík. Húsið var tekið í gegn og til þess vandað í hvívetna og var Hreiðar þar fremstur í flokki við val á litum,— og efnum ásamt öðru því sem þurfti að sinna. Þekking hans kom sér vel, því hann starfaði sem málara- meistari. Þó hann væri 73 ára kvartaði hann aldrei og vann ekki minna en aðrir, hlífði sér hvergi og fannst mér oft nóg um. En draumurinn stóð ekki lengi, því um það leyti er við ætluðum að flytja í húsið lést Lára. Hreiðar missti mikið við andlát Láru. Það var tómlegt að flytja í húsið án hennar en einhvern veginn fannsi- mér hún alltaf vera þama með okkur; sérstaklega í sólstofunni hans Hreiðars. Tengsl okkar Hreiðars urðu nán- ari eftir að við fluttum öll á Tjarnar- götuna. Leiðir okkar Róberts skildu snemma á árinu 1992 en stuttu seinna varð Hreiðar fyrir áfalli sem hann jafnaði sig aldrei af til fulls. Hann dvaldi á Hrafnistu í Hafn- arfírði síðustu æviár sín. Hann var fæddur og uppalinn í Firðinum og var sáttur við að ljúka þar ævidög- um sínum. Við áttum enn samverustundir þó þær yrðu stijálli. Þetta voru ljúfsárar stundir þar eð Hreiðar var orðinn heilsuveill undir lokin erfítt að horfa upp á þennan atork- usama mann svo hjálparvana. Gott er sjúkum að sofa kvað skáldið. Þrautagöngu Hreiðars er nú lokið. Með Hreiðari er genginn heiðurs- maður, öðlingur mikill og drengur góður. Ég þakka honum þá hlýju og ástúð sem hann sýndi mér ávallt, þakka dýrmætar minningar, sam- vistir og samfylgd látins vinar, þakka honum allt sem hann var mér og bið Drottin um eilífa hvíld og eilíft ljós honum til handa. Guð blessi minningu hans og styrki ást- vini hans á sorgarstundu. Áslaug M.G. Blöndal. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 ■NGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.