Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hallgrímur
Kristgeirsson
fæddist á Öxnalæk
í Ölfusi 9. október
1928. Hann lést í
Landspítalanum 26.
september síðastlið-
inn. Foreldrar Hall-
gríms voru Krist-
geir Jónsson frá
Heiðarbæ í Þing-
vallasveit og Her-
borg Jónsdóttir frá
Kálfavík í Skötu-
firði. Hallgrímur
átti sex alsystkini
yngri og þrjú hálf-
systkini eldri sem voru saman
á heimili fyrstu æviárin. Fyrir
átti Kristgeir þrjú uppkomin
börn úr fyrsta hjónabandi sinu,
og einnig hafði hann átt fleiri
börn.
Hallgrímur kvæntist 17. júní
1953 Katrínu Jónu Gunnars-
dóttur og ólu þau upp frá önd-
verðu dóttur hennar, Eydísi
Olgu Leifsdóttur, f. 1952, uns
þau Katrin slitu samvistir á
árinu 1968. Eydís er gift Raym-
ond Rafni Cartwright og eiga
þau tvær dætur, Lornu Bríeti,
Hallgrímur var elstur í hópi okk-
ar sjö alsystkina, en alls urðu börn-
in 10 á heimilinu áður en yfir lauk.
Þetta var sveitaheimili á Suðurlandi
um og eftir 1930, bústofninn sauðfé
og fáeinar mjólkurkýr og svo vitan-
lega reiðhesturinn hans föður míns,
en hann þurfti oft að heiman að
fara og var mörgum aufúsugestur.
Heima var móðir mín jafnan og
kynntist fáum út í frá, hafði nóg
að sýsla inni fyrir en ekki alltaf
mikið að skammta.
Fallin eru nú hús fjögurra bæja
sem þau Herborg og Kristgeir
bjuggu í sín 9 samvistarár í Ölfusi
og í Flóa og þykir ekki söknuður
að þeim híbýlum. Ekki er ljóst nú
hvað dró til sífelldra búferlaflutn-
inga, en líklegt að fátækt hafi
mestu valdið, en ef til vill einnig
eirðarleysi föður míns og lítt rök-
studd von um betri kosti i næstu
sveit. Húsmóðirin hefir sjálfsagt
ekki þóst hafa aldur eða lífsreynslu
til að bera brigður á það ráðslag
að gæfunnar væri freistað á nýjum
stað og við önnur húsakynni sem
hún fluttist inn í að óséðu. En oftar
en ekki var vonarbærinn verri en
sá sem komið var frá, hvort sem
litið var á hagi mannfólks eða bú-
fénaðar. Við þessi ráð og ráðleysi
fjölgaði okkur systkinum um eitt á
ári uns að því kom að kröftum
25 ára, og Söru
Rut, 15 ára.
Hallgrímur
kvæntist eftirlif-
andi konu sinni,
Ásthildi Aðal-
steinsdóttur, 1.
desember 1968.
Sonur hennar og
stjúpsonur Hall-
gríms er Hörður
Magnússon, f.
1957. Hörður er
kvæntur Elísabetu
I. Þorsteinsdóttur
og eiga þau fjögur
börn, Þorstein Búa,
14 ára, Kristínu Ástu, 9 ára,
Hallgrím Þór, 7 ára, og Gunnar
Pétur, 5 ára.
Hallgrímur ólst upp austan-
fjalls en kom ungur að árum
til Reykjavíkur og vann alla tíð
við bíla og akstur. Hann ók síð-
ustu áratugina sendiferðabíl
frá Þresti og hafði föst verk-
efni fyrir álbræðsluna í
Straumsvík um aldarfjórðungs-
skeið.
Útför Hallgríms fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
móður okkar var ofboðið og berklar
unnu á henni — að ég held miskunn-
arverk eins og komið var. Faðir
okkar reyndi að halda heimili áfram
með flestum bamanna en féll frá
rúmum tveim árum síðar. Systkina-
hópurinn tvístraðist til vandalausra
og fengu flest okkar gott atlæti og
nóg að borða. Þá var og skammt
að bíða veltiára og áður óþekktra
kosta til betra lífs.
Þetta var um ytri rammann að
lífi Hallgríms og fjölskyldu okkar
fyrstu æviárin. Eg skoða í hug mér
og reyni að draga úr djúpi minn-
ingabrot frá því bernskuheimili sem
ég átti sameiginlegt með systkinum
og foreldrum um skamma hríð. Það
kemur ekki fram neitt áþreifanlegt,
aðeins einhver móða, daufar útlín-
ur, tilfinning fyrir sætu og blíðu.
Kannske allt eins síðar dreymdir
draumar. En ég geri mér myndir.
Af barnahópnum í þrengslum híbýl-
anna, úti um forugar stéttar, innan-
um stórgripi og fénað. Eldri börnin
með þá áminningu í eyrum að gæta
þeirra yngri. Aðeins yngsta bamið
gat haft réttmætt tilkall til arma
móður sinnar. Ætli hafi ekki oft
verið sagt — mamma er þreytt? Og
svo fögnuðurinn yfir pabba að koma
heim, jódynur, hrossalykt, brak í
reiðverum. Skemmtilegar frásagn-
ir, kannske dregið eitthvað gott upp
úr vasa, föðurlegar áminningar,
strok um vanga. Ég sé fyrir mér
áhyggjusvip móðurinnar sem aldrei
komst yfir skyldustörfm að sjálfri
þótti. Eygði hún nokkru sinni von
fyrir sjálfa sig og bömin? Var ör-
vænting í auga? Ég veit það ekki,
þetta eru hugrenningar, ekki minn-
ingar. Hitt er staðreynd að þessi
vestfirska kona, fjarri heimahögum
og ættingjum, vann það hversdags-
lega afrek í veikleika að bera fram
nýtt líf og vagga því til vitundar,
fyrst ól hún Hallgrím og síðan okk-
ur hin á svo ótrúlega fáum ámm.
Fyrir Hallgrími var þetta ekki móð-
an ein heldur skýr minning, og ég
ímynda mér að hún hafi fylgt hon-
um alla tíð og átt ríkan þátt í að
móta skaphöfn hans og innra líf.
Sem elsta barni bar honum
ábyrgð og stilling; ætli hann hafí
ekki mátt skilja samhengi lífsins
fyrr en ungum börnum er hollt að
skilja? Því held ég að lífið hafi frá
því fyrsta aldrei orðið honum hóp-
leikur og ævintýri heldur baráttu-
þraut og skylduverk sem hollast er
að geta leyst einn og óstuddur.
Hallgrímur var fjarri því að vera
úthverfur maður, en tilfinningarnar
vom sem í blóðinu, knúnar áfram
sterku hjarta, og væri und vakin
gat blætt mikið í leynum. Hallgrím-
ur fann sárt til niðurlægingar
bernskuheimilisins og föður síns
vegna fátæktar og úrræðaleysis;
það brenndi sig inn í vitund hans
þegar faðirinn kom þungbrýndur
heim frá jólainnkaupum á svita- og
leirstokknum hestinum og hafði
farið bónleiður til kaupfélagsbúðar.
Og þetta henti hann, sjálfan fram-
sóknarmanninn, sem átti svo auð-
velt með að tala fyrir hugsjónum
samvinnu og samhjálpar, þannig
að áheyrendur hrifust af. Hallgrím-
ur varð ekki málrófsmaður, orð
hans vom fá og dýr. Hann reyndi
ekki að sannfæra aðra en gekk í
einurð að hveiju viðfangsefni.
Hamingja var ef til vill ekki rétta
orðið um aðstæður á bernskuheimil-
inu, en því var þó haldið saman af
böndum fórnfærandi kærleika og
skyldurækni. Einmitt vegna
snemmborins þroska Hallgríms
varð fráfall móður og síðar föður
og upplausn heimilisins honum
þyngri raun en okkur hinum sem
yngri vorum og óvitugri. Næstu ár
vora honum sérlega erfið og þrauta-
söm af bæði ytri og innri orsökum
svo við borð lá að ylli honum ævi-
langra meina. Um þá tíma hæfa
ekki mörg orð nú, svo mörgum ára-
tugum síðar, en vonandi verður
meðferð á smælingjum aldrei aftur
sú sem hún gat orðið í hinu gamla
samfélagi sem við Hallgrímur erum
sprottnir úr. Góðviljað fólk sá að
barninu var hætta búin og kom því
til leiðar að Hallgrímur náði hag-
felldum vistaskiptum. Gat hann nú
eflst til unglingsþroska við um-
hyggju og væntumþykju, en raunar
vom unglingsárin vart á enda er
sveitardvölinni lauk og við tóku
manndómsár í Reykjavík, fyrst við
nokkra handleiðslu eldri hálfbróður,
Hákonar. Áttu þeir Hákon heitinn
meira samneyti og nánara sálufélag
en við hin systkinin áttum við Hall-
grím. Hákon var einn þriggja barna
Finnbjargar, miðkonu föður míns,
en við fráfall hennar kom móðir
mín ráðskona á heimilið til að sjá
um uppeldi barnanna sem voru á
aldrinum 2-5 ára. Illa leist Önnu
systur hennar á þá ráðabreytni og
kvað þær aldrei mundu sjást fram-
ar, svo samrýmdar sem þær þó
voru. Gekk það eftir, enda fór Anna
til Ameríku skömmu eftir að móði
mín tók að ala föður mínum liörnin.
Ekki veit ég hvort i •• 'uín var
að upplagi eins sterk og ...,na, sem
enn lifir 95 ára vestra. En miklum
styrk skilaði elsku móðir til okkar
barna sinna.
Hallgrímur varð allmikill maður
vexti, ekki raunar ýkja hár, en gild-
vaxinn, vel vöðvaður og ekki bein-
línis þykkholda. Afl hans var ómælt.
Hann bar glöggt svipmót föðurætt-
ar sinnar þannig að kenna mátti
það meðal sumra frænda þó ekki
væra nær en fjór- eða jafnvel fimm-
menningar.
Hlýtt var handtak Hallgríms og
svo þótti mér hálfvöxnum dreng er
ég hitti hann í Reykjavík, og hann,
fjár síns ráðandi og hnútum kunn-
ugur, leiddi mig inn í blikheima
kvikmynda sem ég þá kynntist
fýrsta sinni. Hlýtt var einnig hand-
tak hans á nú bmgðnu sumri og
maðurinn allur svo þéttur fyrir,
bæði að sjá og heyra, að ólíkindi
þótti mér ef hann skyldi skjótt að
velli lagður. Það varð þó sem fram
er komið. Hallgrímur náði sömu
tölu aldursára og faðir okkar en
æviferill þeirra varð svo ólíkur sem
verða má. Faðir okkar lést frá lífs-
starfi óloknu og í óvissu um hag
eftirlifenda, en í kringum Hallgrím
látinn er hagur allra í traustum
skorðum. Heilladijúgt leiðarhnoða
við upphaf lífsbrautar er að finna
í bréfí sem Kristgeir skrifaði Hall-
grími af sjúkrahúsi nokkru fyrir
andlátið, en bréfið varðveitti Hall-
grímur sem dýrgrip: „Reyndu, elsku
vinur, að segja aldrei nema satt sem
þú talar og gera aldrei nema það
sem þú finnur að er ijett fyrir guði
og mönnum. Þá mun þér vel vegna
þó stormar lífsins blási.“ Þessum
ráðum fýlgdi Hallgrímur, jafnframt
því sem fleira mótaði hann eins og
hér hefir verið að vikið. Uppruni
hans og lífsreynsla ungra ára
hvöttu hann til að vera sem mest
sjálfs sín í störfum og atferli öllu
og honum tókst það sem hann
keppti að í þeim efnum.
Svo er jafnan að við leiðarlok
þykja samvistir hafa verið helsti
skammar, margt hafi verið ógert
og ósagt. Unnt hefði verið að njóta
fleiri gjafa lífsins en gáfust og leng-
ur en fært var. Enginn veit í raun
um lífsfyllingu annars manns eða
hvenær nóg er lifað. Þarna er kom-
ið að þeim mörkum sem skilja eitt
líf frá öðru og ekki verður yfir kom-
ist. Eflaust hefir Hallgrímur hugsað
sér að geta átt friðsöm hvíldarár
með sinni góðu Ásthildi og öðrum
ástvinutn, en í staðinn gáfust aðeins
griðavikur. Farðu vel, bróðir.
Hjalti Kristgeirsson.
Uppvaxtarárin eru þau ár sem
móta okkur. Annað hvort gefa þau
okkur traustan grunn til að takast
á við lífíð með öllu sínu margbreyti-
lega munstri eða hið gagnstæða,
þar sem lítið er til að fóta sig á,
hvað þá feta sig eftir munstri. Elsku
pabbi minn, þú gafst mér hið fyrr-
nefnda, örugga bernsku og fyrstu
unglingsár sem ég mun ævinlega
búa að. Þær em svo margar minn-
ingarnar sem virðast streyma
stjórnlaust. Þær vom margar
stundirnar sem setið var við spil,
hlustað á spennandi framhaldsleik-
rit í útvarpinu. Ég hugsa til bíóferð-
anna, leikhúsferðanna og sérstak-
lega bílferðanna. Bíllinn þinn, hann
var þitt stolt, alltaf vel hirtur og
þú sjálfur hreinn í vinnugalla, ljós-
um buxum og ljósri skyrtu. Ég
dáðist alltaf að því sem stelpa
hvernig þið bílstjórarnir á stóru bíl-
unum sýnduð hver öðrum tillitssemi
þegar þið mættust úti á þjóðvegun-
um. Þið hægðuð alltaf á ferðinni
og vikuð hvor fyrir öðrum og síðan
var heilsast með því að veifa ró-
lega. Það var viss virðing í þessari
kveðju. Ég kom með þér í margar
ferðirnar þar sem þú varst að fara
með vörur út fyrir bæinn. Þá var
oft boðið upp á kaffí og meðlæti.
Það var alltaf gaman.
Hugulsemi þín; þegar þú fórst
út í bíl á dimmum köldum vetrar-
morgnuni il að hita bílinn upp áður
en keyri var af stað í vinnuna og
mér ekið í skólann. Elsku pabbi
minn, þú varst mér góður faðir og
ég þakka þér þessi dýrmætu ár.
Ég kveð þig í friði, faðir
og fínn hvernig haustar að,
er blómin að foldu falla
og fölnar hvert einstakt blað.
Vér lútum í veikum vilja
en vitum af samastað.
Lítil ég lærði að þekkja
lífið á ýmsan hátt.
Nú þakka ég fylgdina forðum
og finn hina miklu sátt.
Orð þín vörðuðu veginn
og vísuðu í sólarátt.
t
Ástkær bróðir okkar,
HILMAR RÓSINKARSSON
vélstjóri,
Freyjuvöllum 2,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 5. október kl. 16.00.
Systkini hins látna
og aðrir aðstandendur.
t
Þökkum hlýhug og auðsýnda samúð við fráfall móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu
BERGUÓTAR BJÖRNSDÓTTUR,
dvalarheimilínu Felli,
Skipholti 21.
Áslaug Jónsdóttir, Magnús I. Jónasson,
Þórður Jónsson, Björg Kofoed-Hansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
HALLGRIMUR
KRISTGEIRSSON
Kærleikans máttur og mildi
magnar og veitir þor.
Fylgi þér friðarins engill
fagnandi sérhvert spor.
Þú gafst mér að leiðarljósi
litríkt og faprt vor.
(Ing. Þór.)
Eydís.
í dag kveðjum við á sendibíla-
stöðinni Þresti einn félaga okkar,
Hallgrím Kristgeirsson eða Halla
eins og hann var jafnan kallaður.
Hann lést á Landspítalanum 26.
september sl. og var einn þeirra
mörgu sem verða að láta í minni
pokann í baráttunni við krabba-
meinið.
Halli var heilsteypt og traust
persóna með ákveðnar skoðanir.
Hann var dulur og mörgum þótti
hann svolítið hijúfur, en við sem
þekktum hann vissum að fyrir innan
skelina var hann ákaflega við-
kvæmur og mátti ekkert aumt sjá.
Hann vann lengst starfsævi sinn-
ar á eigin bílum á sendibílastöðinni
Þresti, og bar hag stöðvarinnar allt-
af fyrir brjósti. Mörg síðustu árin
sá hann um allan sendibílaaksturinn
fyrir íslenska álfélagið í Straums-
vík.
Halli minn, þú skilur eftir skarð
hérna á stöðinni hjá okkur sem
verður vandfyllt. Nú þegar leiðir
skilja viljum við þakka þér samfyld-
ina öll þessi ár.
Eiginkonu og öðrum aðstandend-
um sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum þann
sem öllu ræður að styrkja þau i
sorginni.
Svo kveðjum við þig með erindi
úr Hávamálum sem kemur upp í
hugann á kveðjustund.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Bílsljórar og starfsfólk á
sendibílastöðinni Þresti.
Nú er afi dáinn. Æ, það er svo
erfitt að afi skuli allt í einu vera
dáinn. Við spyijum „af hveiju þurfti
afi að deyja?“ Hann sem var svo
hraustur og sterkur. En hann var
orðinn svo mikið veikur og þá fannst
honum gott að leggjast á koddann
sinn og sofna og hvíla sig. Nú er
afi hjá Guði og núna líður honum
vel. Hann er samt alltaf hjá okkur
og verndar okkur. Nú segjum við
þegar sólin skín, að afi hafi dregið
skýin frá og láti sólina skína á okk-
ur. Elsku besti afi í öllum heimin-
um, við söknum þín mikið, en við
eigum fullt af fallegum og góðum
minningum um þig, sem við ætlum
að varðveita. Þú varst svo fróður
um land og þjóð og fuglana, og þið
amma gáfuð alltaf fuglunum að
borða. Þið amma áttuð líka einu
sinni páfagauka, sem voru sérstak-
lega hændir að þér, flugu um alla
íbúð og borðuðu af vörum þér. Það
var líka svo gaman að fara með
ykkur ömmu í Naustavík, en þar
fannst þér svo gott að vera. Þú
sagaðir spýtur í ofninn hans Gísla
frænda og við lékum okkur í fjör-
unni. Við stoppuðum alltaf á leið-
inni, settumst út í náttúruna og
borðuðum nestið okkar. Einnig var
gaman þegar við fengum bústað í
Munaðarnesi. Þá setti afi alltaf rús-
ínur á handriðið handa fuglunum.
Einnig minnist Þorsteinn Búi þess
þegar hann fór með afa í Lof' eiða-
sundlaugina og fór síðan heim til
ömmu í sunnudagssteikina. Já, það
er fullt af góðum og fallegum minn-
ingum sem við eigum og ætlum að
geyma. Elsku amma, við vitum að
þú saknar afa mikið, en þú átt líka
fullt af fallegum og góðum minn-
ingum um stundir ykkar saman og
við vitum að afi er alltaf hjá þér.
Ástarkveðjur til þín frá okkur,
afabörnunum þínum og sólargeisl-
unum, sem þér þótti svo vænt um.
Þorsteinn Búi, Kristín
Ásta, Hallgrímur Þór
(nafni) og Gunnar Pétur.