Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 58

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 58
58 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MÍNNÍNGAR FRIÐFINNA HRÓLFSDÓTTIR + Friðfinna Hrólfsdóttir fæddist á Ábæ í Austurdal í Skaga- firði 2. apríl 1909. Hún lést á Borgar- spítalanum 26. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Valgerður Kristjánsdóttir frá Ábæ og Hrólfur Þorsteinsson, bóndi frá Skatastöðum í sömu sveit. Þau bjuggu á Ábæ og síðar að Steklqar- flötum. Friðfinna var elst sjö systkina, en þau eru: Ingibjörg Hrólfsdóttir, Lýtingsstöðum, Skagafirði. 2) Jórunn Hrólfs- dóttir, Akureyri. 3) Kristbjörg Hrólfsdóttir, Þjórsártúni, Ása- hreppi, Rangárvallasýslu. 4) Kristján Hrólfsson, Syðri-Hofd- ölum, Skagafirði. 5) Stefán Hrólfsson, Keldulandi, Skaga- firði. 6) Anna Hrólfsdóttir, Sauðárkróki. Fóstursystur áttu þau, Jóhönnu Kristjánsdóttur, Reykjavík, sem nú er látin. Friðfinna fór ung að heiman að Syðri-Brekkum í Blönduhlíð, annáluðu myndarheimili. Um tvítugt fluttist hún til Akur- eyrar og nam þar klæðskeraiðn. Hinn 29. septem- ber 1929 giftist Friðfinna Viktori Aðalsteini Kristj- ánssyni rafvirlqa- meistara; f. 19.7. 1898 í Ölversgerði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, d. 5.12. 1973. Þau bjuggu á Akureyri þar til þau fluttust til Reykjavíkur 1970. Börn Friðfinnu og Viktors eru: 1) Sig- rún Pálína, verslunarmaður, Reylqavík, f. 20.8.1930.2) Vikt- oría Bryndís, f. 1.7. 1932, d. 11.6. 1934. 3) Viktoría Bryndís, fótafræðingur, Reykjavík, f. 20.3. 1934. 4) Haukur Arnar, arkitekt, Reykjavík, f. 21.5. 1935. Maki Gyða Jóhannsdóttir skólastjóri, Reykjavík. Synir Gyðu eru: 1) Jóhann Arni Helgason sölumaður, f. 11.9. 1971, 2) Jón Ari Helgason, nem- andi í Myndlista- og handiða- skóla íslands, f. 22.10. 1973. Útför Friðfínnu fer fram frá Dómkirlqunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég kynntist Friðfínnu að hausti 1981. Við Haukur sonur þeirra Viktors höfðum verið nokkuð lengi að draga okkur saman og farið okkur hægt. Við þóttumst vera þroskað fólk og ætluðum ekki að flana að neinu. Það var á fögrum haustdegi að Haukur kynnti mig fyrir móður sinni og systrum. Ég gekk stéttina heim að Laugalæk 58 og var ekki laust við að mér væri svolítið órótt innanbijósts því ég hafði frétt að Haukur kæmi frá þvílíku myndarheimili að leit væri að öðru eins. Eldri kona, nett, bros- hýr og létt á fæti, tók á móti mér og við gengum saman að stofu- glugganum og horfðum yfír for- kunnarfagran garð sem Friðfínna og böm hennar höfðu ræktað. Við fómm að tala um blómin og óróinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Síðan var sest að veglegu kaffíborði og spjallað um alla heima og geima. Friðfínna tók einnig ákaflega vel á móti sonum mínum tveim, þeim Jóhanni Árna og Jóni Ara. Þeir hændust strax að fjölskyldunni á Laugalæk. Friðfínna, Dísa og Sig- rún komu fram við þá eins og barna- böm. Þeir voru of gamlir til þess að kalla Friðfínnu ömmu, hún varð hins vegar langamma þegar Tinna, dóttir Jóns Ara og Ingu, kærastu hans, fæddist í júní síðastliðnum. Friðfínna kom í skírnarveisluna á íslenskum búningi 1. september sl. og það var síðasta veislan sem hún fór í. Ég held að ég hafí aldrei kynnst vinnusamari og vandvirkari konu en tengdamóður minni. Henni féll aldrei verk úr hendi. Allt heimilis- hald einkenndist af sérstökum myndarbrag. Hún hellti upp á besta kaffíð og bakaði bestu vöfflumar sem ég hef smakkað. Hún hafði yndi af saumaskap og þar kom vandvirkni hennar og nákvæmni vel í ljós, nær ógerlegt var að sjá mun á röngunni og réttunni á sauma- skapnum. Friðfínna var einnig mjög félags- lynd og vinahópurinn var stór. Það var alltaf mjög gestkvæmt á Lauga- læknum, vinir hennar á öllum aldri, stórir og smáir, börðu oft að dyram. Friðfmna hafði einstakt lag á að vita hvað hverjum og einum þótti gómsætast og jafnan var boðið upp á það. Vinum hennar þótti einnig gott að leita til hennar varðandi allskyns vanda, hún hlustaði, gaf góð og holl ráð. Ófá era húsráðin sem hún gaf mér. Hún hafði einnig yndi af því að taka þátt í alls kyns mannfagnaði. Þá klæddist hún gjarnan íslenskum búningi en þann t Elskulegur bróðir minn, INGIBERGUR JÓHANN GUÐBRANDSSON húsgagnabólstrari, Þórufelli 14, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 3. október. Sigurður Guðbrandsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóð- ur og ömmu, ARNDÍSAR M. ÞÓRÐARDÓTTUR, Granaskjóli 34, Reykjavík. Baldur Sveinsson, Þórunn B. Baldursdóttir, Magnús Óskarsson, Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, Baldur Örn Magnússon. búning bar hún með sérstakri reisn. Skömmu eftir að ég kynntist Friðfínnu þurfti hún að fara í hjarta- aðgerð til Bretlands. Það varð úr að við Dísa mágkona fylgdum henni. Haukur og Sigrún systir hans komu þegar aðgerðin var afstaðin. í þess- ari ferð kom vel í ljós hve Friðfínna var hörð af sér, hún kveið ekki eitt augnablik fyrir uppskurðinum, treysti öllum þó svo að hún skildi ekki tungumálið. Hún heillaði einnig læknana og starfsfólkið á deildinni upp úr skónum með kankvísu brosi og æðraleysi. Hún átti allmörg góð ár að aðgerð lokinni enda gerði hún allt til að ná bata. Síðastliðin tvö ár fór heilsu henn- ar nokkuð hrakandi en alltaf var járnvilji Friðfínnu sá sami, hún var ákveðin í því að standa upprétt hvað sem á gengi og vinna sín störf. „Það þýðir ekkert annað en að hafa sig upp,“ sagði hún og beit á jaxl- inn. Hún kvaddi þennan heim með sinni eðlislægu reisn. Nú þegar leiðir okkar Friðfínnu skilja að sinni er mér efst í huga hvemig hún leiddi mig, borgarbarn- ið, smám saman inn í veröld sem ég þekkti ekki, það er að segja uppvöxt bama og lífsskilyrði hér áður fyrr. Margir rithöfundar hafa skrifað bækur um fyrri tíma, en ég þurfti ekki að lesa bók. Við Frið- fínna sátum oft yfír kaffíbolla og smám saman skildi ég hennar ver- öld. Mér varð ljós sú vá sem staf- aði af óveðri, svo sem því að lítil stúlka var hrædd um að pabbi villt- ist á leið frá fjárhúsinu og yrði úti. Mér varð líka ljóst hve böm áður fyrr þurftu oft að vinna mikið og hve þreytt þau vora. Þetta má ekki skilja svo að Friðfínna hafi ekki notið ástríkis foreldra sinna, sfður en svo, svona var lífsbaráttan. Smám saman skildi ég tengslin á milli fyrri lífshátta og vandvirkni, nákvæmni og eljusemi. Við ræddum oft hve tímarnir væra breyttir, en komumst svo sem aldrei að neinni niðurstöðu um hvað væri best, slíkt er afstæði tilverunnar. Að lokum get ég ekki látið hjá líða að minnast ferðar sem við fjöl- skyldan fóram sumarið 1993. Við fóram til messu í Ábæjarkirkju í Skagafirði sem stendur við æsku- heimili Friðfínnu en þar er messað einu sinni á ári. Þetta varð mér ógleymanleg ferð. Friðfinna sýndi okkur staðina sína; bæjarlækinn og gljúfrið. Hún gekk um bæjartóftirn- ar og rifjaði upp húsaskipan. Messan er einnig ógleymanleg, það var eins og farið væri aftur í tímann í litlu sveitakirkjunni. Að lokinni messu var messukaffi að Merkigili en þaðan átti Friðfínna einnig margar góðar minningar. Við töluðum lengi saman um þessa ferð og drakkum ógrynni af kaffí eftir að heim var komið. Já, minn- ingarnar era margar. Elsku Friðfínna, ég kveð þig með virðingu, þakklæti og söknuði. Hvíl þú í friði. Gyða Jóhannsdóttir. Móðursystir mín, heiðurskonan hún Friðfínna, hefur nú kvatt þetta jarðsvið og langar mig að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún er fyrst systkinanna sjö frá Ábæ og Stekkjarflötum sem flytur yfír móðuna miklu. Hún var elsta barn þeirra mætu hjóna, Valgerðar og Hrólfs, sem bjuggu nítján ár á Ábæ í Austurdal og síðar á Stekkjarflöt- um. Æskuheimili Friðfinnu og þeirra systkina var mikið fyrir- myndarheimili og þar ríkti ljúf- mennska og tillitssemi gagnvart öllum. Það var því sérstaklega gott uppeldi sem þau systkini fengu. Friðfínna minntist oft æsku- stöðvanna og kom fram hjá henni mikil væntumþykja til þeirra. Hún talaði um kyrrðina miklu sem hafði ríkt í dalnum, tilhlökkun til vorsins eftir langan vetur, komu gestanna góðu vor eftir vor en það voru far- fuglarnir. „Komstu fram að Ábæ?“ spurði hún mig þegar hún vissi að ég hafði verið fyrir norðan. „Þau vora góð æskuárin mín þar,“ bætti hún svo við. Já, þau voru góð æskuárin hennar Friðfínnu og það má segja að öll ár hennar væru góð. Hún átti góðan eiginmann, hann Viktor, og böm sem reyndust henni sér- staklega vel, vora henni alltaf svo hlý að það var unun að sjá hve mjög kært var með henni og böm- um hennar. Friðfínna var umhyggjusöm hús- móðir, mikil snyrtimanneskja og gestrisin. Hún var glaðlynd kona, virðuleg í fasi og framúrskarandi hjálpsöm. Hún fylgdist vel með at- burðum líðandi stundar, sagði skemmtilega frá og leyndi ekki skoðunum sínum. En nú er vegferð á enda og „Allr- ar veraldar vegur víkur að sama punkt“, sagði sr. Hallgrímur. Ég vil þakka móðursystur minni stund- irnar góðu frá liðnum tímum. Með Friðfínnu Hrólfsdóttur frá Ábæ er gengin væn kona og bjart er það ljós sem leikur um minningu henn- ar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hjörtur Guðmundsson. „Mamma, konan úr sveitinni sagði að við væram falleg og prúð börn,“ sögðu tvö yngri bömin henn- ar Friðfínnu við hana einn vordag fyrir 56 áram. Eins og svo oft áður höfðu þau verið stödd í næsta húsi, en þar var „konan úr sveitinni" i stuttri heimsókn. Þau langaði í sveit og hafa sjálfsagt litið til móður sinnar bænaraugum. Og móðirin skildi. Stuttri stundu síðar var hún kynnt fyrir „konunni úr sveitinni", Sigurveigu móður minni, og þar með hófust þau kynni sem staðið hfaa siðan. Það var ekki einasta að vinskapur yrði með þeim Frið- fínnu og móður minni. Hann náði til fjölskyldu þeirra beggja og hefur alla tíð verið ræktaður eins og um náin fjölskyldutengsl væri að ræða. Systkinin voru nokkur sumur í sveit í Garði í Kelduhverfi og þegar bróðir minn fór í Menntaskólann á Akureyri kom það af sjálfu sér að hann var með annan fótinn á Bjarmastígnum, enda lét, Friðfinna sér mjög annt um hann. En Frið- fínna lét sér annt um fleiri. Á Akur- eyri var og er jafnan margt að- komufólk við nám. Sumir áttu fáa eða enga að á Akureyri. Fyrir þá var opið hús hjá Friðfínnu og Vikt- ori. Þegar Friðfínna varð áttræð heimsóttu hana meðal annarra fimm prestar sem allir töldu sig eiga henni skuld að gjalda fyrir umhyggju á skólaáranum. Sú um- hyggja kom ekki eingöngu fram t hlýju viðmóti. Friðfínna var líka frábær húsmóðir á öðram sviðum, í matseld og bakstri, saumaskap og hannyrðum. Þess fengu margir að njóta. Þegar við fluttum suður til Reykjavíkur fækkaði samfundum. Það breyttist aftur þegar Friðfínna og hennar fjölskylda fluttist líka til Reykjavíkur. Hins vegar var heimil- ið vettvangur hennar og þegar hún fór að reskjast fór hún ekki mikið út fyrir þann ramma. En síminn varð þeim mun drýgri til sam- skipta. I gegnum hann fylgdist Friðfínna með því sem gerðist í fjöl- skyldu minni, hvemig hveijum og einum vegnaði og heilsaðist. Og síðast en ekki síst hveijir bættust í íjölskylduna. Á sama hátt fylgd- umst við með lífi og starfí þeirra sem næst henni stóðú. Friðfinna var sjálfstæð í skoðun- um og hélt fast á málum. Lífsvið- horf hennar byggðist á ríkri réttlæt- iskennd sem átti sér djúpar rætur í kristnum siðalögmálum. Þar á meðal voru fjölskyldugildin. Fjöl- skyldan var í fyrirrúmi í lífi henn- ar, þó að hún hefði jafnan tíma aflögu fyrir aðra. Eftir að hún flutti til Reykjavíkur hélt hún heimili fyr- ir börnin sín allt til æviloka, eftir því sem kraftar leyfðu. Fyrst öll þijú, en eftir að Haukur stofnaði sína eigin fjölskyldu, þá fyrir dæt- umar. Það er varla hægt að ímynda sér samhentari fjölskyldu. Inn í það samfélag kom tengdadóttirin og stjúpbörnin sem fóru brátt að meta hana sem sína eigin ömmu. Mér og fjölskyldu minni hefur jafnan verið vinátta Friðfínnu og MORGUNBLAÐIÐ hennar fjölskyldu mikils virði og minningin um hana er dýrmæt. Ég votta þeim Sigrúnu, Bryndísi, Hauki og Gyðu og bömunum samúð á þess- ari sorgarstundu. Friðfínna var kom- in á þann aldur að alltaf mátti bú- ast við kveðjustundinni. En Frið- fínna var svo lifandi fram til hins síðasta og fjölskyldu sinni og öllum sem hana þekktu svo mikils virði að það skarð sem hún skilur eftir verður ekki auðveldlega fyllt. Björg. Friðfínna Hrólfsdóttir lést á Borgarspítalanum hinn 26. septem- ber síðastliðinn eftir stutta legu. Hún hélt fullu atgervi til hinstu stundar. Ég kynntist fjölskyldunni á Bjarmastígnum þegar ég hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri. Dísa og Haukur vora erlendis í námi en Sigrún var heima í foreldrahúsum. Friðfinna stjórnaði heimilinu hæg- lát í fasi. Viktor eiginmaður hennar var mikið prúðmenni og gott að vera í návist hans. Okkur Sigrúnu varð vel til vina. Hjá þeim eignaðist ég mitt annað heimili á mennta- skólaárunum og átti þar alltaf at- hvarf á nóttu sem degi. Ég hélt víst að Friðfínna svæfi aldrei því ég labbaði frekar alla leið til henn- ar ef ég gleymdi lykli en að vekja leigusala mína. Hún tók einatt á móti mér með bros á vör og fyrr en varði hafði hún borið fram brauð með nautasteik og eggi eða vöfflur með ijóma. Tekið var á vandamál- um unglingsáranna eða þjóðmálin rædd. Allt var látið flakka, ekkert olli hneykslun. Ég minnist þess ekki að hafa séð Friðfínnu alvarlega og stutt var í dillandi hlátur. Ég hélt keik úr garði, full sjálfstrausts og framtíðin virtist bjartari en áður. Nú hef ég notið vináttu hennar og veislufanga í rúm þijátíu ár. Hvora tveggja svo vel úti látið að duga mun mér um ókomna tíð. Ég var sú fímmta okkar systkina sem lagði leið sína í MA, en Vífíll, elsti bróðir minn, og Haukur voru skóla- bræður og félagar. Þess naut ég ríkulegar en nokkum tíma verður fullþakkað. Sigrún, Dísa, Haukur og fjöl- skylda, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Steinunn Oddsdóttir. Elsku Friðfínna, nú ertu farin en eftir sitja minningar okkar bræðra um allar þær ánægjustundir sem við fjölskyldan áttum saman á Laugalæknum í gegnum árin. Við vorum átta og tíu ára þegar fundum okkar bar fyrst saman í gegnum mömmu og Hauk og strax tókst þú okkur sem þínum eigin barna- börnum. Eins og öllum öðram sem ykkur sóttu heim voram við alltaf velkomnir hvernig sem á stóð og hvenær sem var, ávallt komst þú í gættina, kastaðir á okkur kveðju og varst síðan rokin, beinustu leið inni í eldhús. Þaðan komstu svo að vörmu spori færandi hendi, ijúkandi kakó og kleinur með. Ef við bræður stöldruðum við nógu lengi þá bar ævinlega fleiri gesti að garði, oftar en ekki Akureyringa, og allir nutu sömu gestrisninnar. Fyrir þér vora allir jafnir, elsku Friðfinna. En þó svo að maturinn hafi alltaf verið góður á Laugalæknum þykir okkur vænst um að hafa fengið að kynn- ast þér og njóta samvista við þig og dætur þínar, Dísu og Sigrúnu, í gegnum árin. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Friðfínna lifir áfram í huga okk- H í í c i i i i ( ( ( ( I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.