Morgunblaðið - 04.10.1996, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 61
FRETTIR
Fimmtíu ára
afmæli Melaskóla
MARGT verður gert til hátíðabrigða á 50 ára afmæli Melaskóla.
FIMMTÍU ár eru liðin á morgun,
laugardag, frá því að kennsla hófst
í Melaskóla.
Þessara tímamóta verður
minnst á afmælisdaginn, með dag-
skrá er verður þannig í stórum
dráttum:
Kl. 13 verður safnast saman við
skólann og lagt af stað í skrúð-
göngu um skólahverfið, Lúðrasveit
barna í Vesturbænum leikur frá
kl. 13. Kl. 14 verður ávarp skóla-
stjóra. Að því loknu verður húsið
opnað og gestum boðið að skoða
myndasýningu, er speglar hluta af
sögu skólans, skoða húsið sjálft og
daglegt skólastarf. Kór skólans
mun syngja og Foreldrafélagið sjá
um kaffiveitingar.
Myndasýningin verður opin á
sunnudag frá kl. 14-16. Þá er öll-
um velkomið að koma í skólann á
skólatíma vikuna eftir, þ.e. 7.-11.
október, og skoða sýninguna.
Guðspekifélag
íslands 7 5 ára
ÍSLANDSDEILD Guðspekifélags-
ins verður 75 ára á þessu ári, en
hún var formlega stofnuð árið 1921.
Fyrir þann tíma höfðu starfað hér
greinar frá hinni dönsku deild fé-
lagsins og var fyrsta greinin stofn-
uð árið 1912 af nokkrum frammá-
mönnum í Reykjavík er kynnst
höfðu boðskap guðspekinnar er-
lendis.
í tilefni af afmæli íslandsdeildar-
innar verður félögum og velunnur-
um boðið í afmæliskaffí til styrktar
starfsemi þess í húsi félagsins að
Ingólfsstræti 22 laugardaginn 5.
október klukkan 15 - 18. Þar verð-
ur opið hús með dagskrá og veiting-
um.
Laugardaginn 12. október kl. 15
verður haldinn kynningarfundur um
starf félagsins og viðfangsefni, en
mikil starfsemi er í húsi félagsins
yfir vetrarmánuðina.
í fréttatilkynningu segir: „Guð-
spekifélagið fæst við andleg mál á
breiðum grundvelli. Algert skoð-
ana- og trúfrelsi ríkir innan félags-
ins og það leitast við að kynna
helstu stefnur í trúmálum, heim-
speki, sálfræði og náttúruvísindum,
sem snúa að manninum sjálfum og
stöðu hans í alheiminum. Þá hefur
félagið kynnt helstu stefnur mann-
ræktar, svo sem hugrækt, hugleið-
ingu og æðri greinar yoga. Allt starf
félagsins er unnið í sjálfboðavinnu
og fræðsla boðin félögum og al-
menningi endurgjaldslaust."
Vetrarstarf Samhjálpar
VETRARSTARF Samhjálpar í Þrí-
búðum, Hverfisgötu 42, er hafið.
„Hápunkturinn í vikulegu starfi
Þríbúða eru almennar samkomur
alla sunnudaga kl. 16. Þar er mikið
um söng sem Samhjálparkórinn
leiðir við undirleik hljómsveitar.
Samhjálparvinir vitna um reynslu
sína og trú og fiutt er Guðs orð.
Á mánudögum eru Biblíu-
fræðslukvöld. A þriðjudögum og
miðvikudögum er hópstarf. Á
fimmtudögum er tjáning og bæna-
samkoma. Ráðgjafaviðtöl eru alla
þriðjudaga og fimmtudaga. Einu
sinni í mánuði koma Dorkas-konur
saman. Sex sinnum á ári er Opið
hús.
Fyrsta Opna hús vetrarins verður
næstkomandi laugardag, 5. októ-
ber. Húsið opnar kl. 14. Þangað er
öllum velkomið að líta inn, spjalla
°g þiggja heitan kaffisopa. Gestur
verður Maríanna Másdóttir. Hún
mun syngja fáein lög við eigin und-
irleik. Þá verður almennur söngur
sem Gunnbjörg Óladóttir leiðir.
Jafnframt mun hún kynna Taizé
kóra.
Allir eru velkomnir í Þríbúðir á
laguardaginn," segir í fréttatil-
kynningu Samhjálpar.
4
*
Forseti Is-
lands opnar
sýningu í
Hollandi
FORSETI íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og frú Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir, héldu áleiðis til
Hollands í gærmorgun.
Forsetinn mun opna sýningu um
norræna landkönnuði, „The Nordic
Explorers’ Exhibition" í Haag í
dág, 4. október.
Norræna ráðherranefndin efnir
til sýningarinnar, sem er liður í
norrænni menningarkynningu
Evrópu.
Sýningin kemur til Haag frá
Eksperimentarium í Kaupmana-
höfn, en Margrét II Danadrottn-
ing opnaði sýninguna í maímán-
uði sl. Fyrst var sýningin sett upp
í Heureka, finnsku vísindamið-
stöðinni í janúar sl. og opnaði
Ahtisaari Finnlandsforseti sýn-
inguna þar.
Norski landkönnuðrinn Thor
Heyerdahl mun einnig halda ræðu
við opnun sýningarinnar.
LÍFEYRISSJÓDUR VERZLUIMARMANNA
'ixárgjíf
HEFUR ÞÚ FENGIÐ IÐGJALDAYFIRLITIÐ?
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tíma-
bilinu 1. mars 1996 til 31. ágúst 1996. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina júní 1996
til ágúst 1996 vanti á yfirlitið.
Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunar-
manna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsamlegast hafið samband við
innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. nóvember nk.
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast:
ELLILÍFEYRIR - ÖRORKULÍFEYRIR - MAKALÍFEYRIR - BARNALÍFEYRIR
GÆTTU RETTAR ÞINS!
í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu
launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda
til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tíma-
marka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi
athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir
réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi
lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
SKRIFSTOFA SJÓÐSINS ER OPIN FRÁ KL. 9.00 - 17.00.
HÚSI VERSLUNARINNAR, 4. HÆÐ, 103 REYKJAVÍK,
SÍMI 581 4033, FAX 568 5092.
HEIMASÍÐA: HTTP://WWW.SKIMA.IS/LIFVER.
ÍTfíLSKIR DfíGfíft
föstudag og laugardag
20% staðgreiðsluafsláttur
1 5% afsláttur af kortum
A €fþúvilt
/7\> oóöon fc
góöon fotnoö
ab
oeneiion
Laugavegi 97, sími 552 2555