Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 66

Morgunblaðið - 04.10.1996, Page 66
66 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORCUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Skarkoli og túnsúra Ég borðaði nýsprottin túnsúrublöð með skarkola um helgina, segir Kristín Gests- dóttir, en túnsúran hefur ruglast í ríminu og heldur að það sé komið vor. EN ÞAÐ er fleira en túnsúran sem er góð núna, kolinn er upp á sitt besta - feitur og ljúffengur. Hann hefur ekki ruglast í rím- inu, þetta er bara hans tími. Einu sinni þegar ég bar kola á borð, sagði eitt barna minna: „Mamma, ég get ekki borðað svona sleipan fisk.“ Það er lík- lega ekki fjarri sanni að feitur koli sé „sleipur", áferð holdsins er þannig. Fólk gerir alltof lítið af því að nýta þennan ljúffenga fisk, nennir ekki að matreiða hann heima, en dá- samar hann ef hann er á V* veitingahúsi. Ég vil borða roðið á kolan- um og sjúga beinin, griiiað brak- andi roð á kola er himneskt - og ég meina það. En þá verður að skafa það vel áður og helst að hella sjóðandi vatni yfir til þess að það takist að ná hinu smá- gerða hreistri vel af. Ef beinin eru höfð í fiskinum þegar hann er matreiddur, verður hann mun bragðbetri. En ef við nennum ekki að matreiða hann þannig, eru fisksalar fljótir að flaka hann fyrir okkur. Smáu beinin liggja öll utan með fiskinum og er auðvelt að forðast þau. Ekki er sama á hvaða árstíma koli er veiddur. Frá því í ágúst og fram yfir áramót er hann feitur og góður, og þó að feitur koli sé einhver hinn besti matfiskur er hpraður koli einn sá versti. Við íslendingar eigum að borða fleiri tegundir af fiski en við gerum. Við skulum líka muna að jafnvel feitasti fiskur er betri megrunarfæða en hið magrasta kjöt. Hér á eftir er uppskrift af heilum grilluðum kola með tún- súru, en ef þið getið ekki náð í túnsúru, má nota sitrónusafa i staðinn. Kolann má setja bæði á útigrillið og undir glóðarristina í bakaraofninum. Koli glóðaður úti og inni 1 meðalstórkoli, u.þ.b. 1 kg 2 tsk. salt nýmalaður pipar mikið af túnsúrublöðum eða 1 msk. sítrónusafi 1 msk. smjör, helstósaltað 1 msk. matarolía 1. Hreinsið allt blóð úr kolan- um, klippið af ugga. 2. Hellið sjóðandi vatni snöggt yfir roðið báðum megin og skaf- ið frá sporði að haus. Þvoið fisk- inn síðan undir rennandi köldu vatni. 3. Skerið niður eftir miðju fisksins með beittum hnífi, smeygið síðan hnífsblaðinu und- ir og losið fiskholdið örlítið frá beininu. 4. Stráið salti inn í rifurnar, leggið síðan þvegin túnsúrublöð við beinið undir fiskholdinu. Malið pipar yfir allan fiskinn. 5. Bræðið smjör og olíu, pensl- ið hvíta roðið með helmingi smjör/olíublöndunnar. Hitið glóðarristina á bakaraofninum eða kveikið á útigrillinu. Smyijið grindina á útigrillinu, ef þið not- ið það en bökunarplötu úr elda- vélinni ef þið notið hana. Leggið fiskinn á bökunarplötuna eða grindina á útigrillinu. Hvíta roð- ið snúi upp. Glóðið við háan hita í 6-8 mínútur, fylgist vel með svo að ekki brenni. 6. Snúið fiskinum varlega við með breiðum spaða og penslið dökka roðið með því sem eftir er af smjör/olíublöndunni. Látið dökka roðið nú snúa upp. Grillið aftur í 6-8 mínútur. 7. Stráið möndluflögum yfir kolann í bakaraofninum, þegar 1 mínúta er eftir af steikingar- tímanum, en setjið möndluflögur á álbakka og leggið við hliðina á fiskinum á útigrillinu í 1 mín- útu í lokin. Fylgist með, möndlur eru fljótar að brenna. Stráið yfir þegar fiskurinn er borinn fram. Meðiæti: Soðnar kartöflur, kryddsmjör eða annað smjör, og hrásalat. Hrásalat Vænn biti islenskt hvítkól væn grein steinselja '/2 dós sýröur rjómi, 10% 1. Saxið hvítkálið mjög fínt, blandið saman við sýrða ijóm- ann, setjið í skál, klippið stein- selju yfir. ÍDAG Með morgunkaffinu Ast er... HÖGNIIIREKKVÍSI „Næst Skuíarrt t//S fcí okturtii /rtfiA CifWirbe/(fOo{tpú}la)vi$ farþegasseó/ö. " VELVAKANDI Svarar í síma 569 llOOfrá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Meira um bláber KONA að vestan hringdi og vildi leiðrétta athuga- semd Höllu Soffíu í Vel- vakanda sl. miðvikudag um bláber og aðalbláber. Hún segir það rétt hjá Sveini Rúnari Haukssyni að aðalbláberin geti orðið alveg svört og glansandi ef þau ná að þroskast vel í góðu árferði, enda þekkti hún þau af lýs- ingu hans. Hún hafði hins vegar ekki heyrt um þessi svokölluðu aðalber, svo líklega vaxa þau ekki fyrir vestan. Tapað/fundið Hringur tapaðist ÞYKKUR, breiður gull- BRIDS llmsjón Guðmundur Páll Arnarson „Þið hnekktuð sex hjörtum, var það ekki, í spili 25.“ Þetta var meira krafa en spurning hjá Frakkanum Paul Chemla, þegar hann settist niður með sveitarfé- lögum sínum til að gera upp leikinn við Sviss á EM í Salsomaggiorie árið 1985. José Le Dentu segir frá þessu spili í bók sinni „Sigr- ar og hrakfarir". Þetta spil er í kaflanum um hrakf- arirnar. Norður ♦ KD V KG8753 ♦ 963 ♦ 64 Vestur Austur ♦ ÁG1087652 * 943 y _ |||||l f 10 ♦ 105 Hll11 ♦ KG72 ♦ D102 ♦ K9873 Suður ♦ V ÁD9642 ♦ ÁD84 ♦ ÁG5 Á borðinu hjá Chemla | gengu sagnir þannig: hringur settur litlum demöntum tapaðist ann- að hvort í Kaffibrennsl- unni eða á Café Romance sl. föstudagskvöld. Hafi einhver fundið hringinn er hann beðinn að hringja í síma 552-3085 eða í síma 898-3085. Fundarlaun. Gullhjarta tapaðist árið 1982 ÁRIÐ 1982 tapaðist við Laugarnesveg 86 gull- hjarta sem var grafið á „Stella“ öðrum megin og „Friðrik" hinum megin. Ef einhver skyldi hafa hjartað í fórum sínum þá er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 551-3732. Fundarlaun. Vestur Norður Austur Suður Collaros Chemla Catzeflis Perron 1 hjarta 3 spaðar 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Perron fékk út lauftvist upp á kóng og ás. Þar með þurfti ekki að spyrja að leikslokum; þrátt fyrir að tígulkóngur lægi fyrir svín- ingu, hlaut vörnin að fá tvo slagi — einn á lauf og einn á tígul. „Nei, við hnekktum ekki sex hjörtum," sögðu félagar Chemla. „Og ekki heldur sjö!“ Á hinu borðinu höfðu Svisslendingarnir villst alla leið upp í sjö hjörtu. Þar voru Soulet og Lebel í AV, og Soulet hitt.i líka á lauf út, en valdi tíuna!? Það hafði ótrúleg áhrif á þróun mála. Lebel_ taldi víst að suður ætti ÁDGx í laufi og lét lít- ið lauf í fyrsta slaginn. Suð- ur fékk þar með tólfta slag- inn á laufgosa. Sagnhafi trompaði síðan hjónin í spaða og spilaði hjörtunum til enda. Lebel taldi sig til- neyddan til að halda í K98 í lauf og henti því tveimur tíglum!? Sagnhafi svínaði þá tíguldrottningu og fékk þrettánda slaginn á tígul- áttu. Víkveiji skrifar... UMRÆÐA um vegamál hefir blossað upp í þjóðfélaginu undanfarna daga í tilefni ummæla, sem forsetinn hafði í heimsókn sinni á sunnanverða Vestfirði. Sitt sýnist hveijum eins og gengur. Það vakti athygli Víkveija saga sem hann heyrði í vikunni um vegaframkvæmdir á Suðurnesjum. Suðurnesjamenn hafa sótt fast að fá Reykjanesbrautina tvöfaldaða í áraraðir en orðið Iítt ágengt. Hins vegar gerðist það fyrir nokkru að keyrðir voru 80 bílar af möl í gamla Sandgerðisveginn. Hver bíll bar 20 tonn þannig að á tveimur dögum voru keyrð 1.600 tonn af möl í veg, sem ekki er lengur í notkun nema fyrir 2 eða 3 kotbýli og einn golfvöll. Þessi vegur hefir lengi verið slæmur yfirferðar en hann má vera það og á að vera það, sagði viðmælandi Víkveija. xxx RÁÐAMENN þjóðarinnar, þingmenn og ráðherrar, koma hver á eftir öðrum þessa dagana í fjölmiðlana þar sem þeir lýsa því yfir að rauntekjur landsmanna séu alltaf að hækka. Launþegar verða ekki varir við þessa peninga og ættu þessir sömu menn að lýsa betur fyrir fólki Hvar þessi aukning kemur fram. Ef þeir eru að tala um hækkun iauna- vísitölu þá er spurningin þessi: Hækkar launavísitalan þegar laun þingmanna og stjórnenda fyrir- tækja hækka? Launamenn verða hins vegar áþreifanlega varir við skattahækk- unina sem varð um mánaðamótin en þá hækkuðu gjöld, sem hétu hér áður fyrr því einfalda nafni brunatrygging, um tæp 100%. Þetta heitir í dag viðlagagjald, við- bótargjald vegna ofanflóðasjóðs, forvarnargjald og umsýslugjald og var samþykkt samhljóða í þinginu í vor. Þetta þýðir það að meðaljóninn sem á hús upp á 10 milljónir (og skuldar kannski 5 milljónir í því) fær á sig 4-5 þúsund kr. skatta- hækkun sem vátryggingafélögin eru látin innheimta fyrir ríkið. Það ber minna á hækkuninni þannig. Það má halda áfram að útfæra þetta reikningsdæmi og fyrrnefnd- ur Jón er með 100 þúsund kr. tekj- ur á mánuði og fær 3% kauphækk- un. Það eru 3 þúsund krónur. Af þeim fær hann 17-18 hundruð krónur í budduna þannig að bara þessi eina skattahækkun étur upp kauphækkunina fyrstu 2-3 mánuð- ina á næsta ári. Svo má búast við að samningahrotan taki nokkra mánuði þannig að laun hækki ekki fyrr en í febrúar-marz. Við launþegarnir verðum því að bíða enn um hríð eftir betri tíð með blóm í haga eins og sagt er. Þá skulum við og vona að það komi ekki til annars stríðs milli fraka og Bandaríkjamanna því þá hækkar bensínið um nokkrar krón- ur lítrinn ög förum við í mínus út úr væntanlegri langþráðri kaup- hækkun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.