Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Geðsvið spari 2 milljónir af 80,5 milljóna króna sparnaði SHR til áramóta
Tilraun gerð með rekstur
áfangadeildar á Amarholti
Stjórn Sjúkrahúss
Reykjavíkur hefur til-
kynnt að ætlunin sé að
ná fram 80,5 milljóna
króna spamaði í rekstr-
inum fram til áramóta.
Spamaðurinn dreifíst á
öll svið sjúkrahússins og
er geðsviði t.a.m. gert
að spara 2 milljónir.
Anna G. Ólafsdóttir
komst að því að m.a. á
að ná fram spamaðin-
um með því að breyta
deild 35 á Amarholti í
áfangadeild til áramóta.
STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur
tók ákvörðun um aðgerðir tií að ná
fram 80,5 milljóna króna sparnaði í
rekstri SHR fram til áramóta á fundi
sínum 4. október sl. Sparnaðurinn
dreifist á öll svið sjúkrahússins. Geð-
svið SHR á Arnarholti þarf t.a.m.
að spara 2 milljónir króna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, hjúkr-
unarframkvæmdastjóri geðsviðs
SHR, og Ásgeir Karlsson, yfirlækn-
ir, segja að reynt verði að ná fram
sparnaðinum með því að breyta deild
35 fyrir unga geðsjúklinga í áfanga-
deild fyrir um helming sjúklinganna
af deildinni og flytja hinn helminginn
yfir á aðrar deildir innan geðsviðs
sjúkrahússins fram til áramóta. Sig-
ríður Snæbjörnsdóttir, hjúkrunarfor-
stjóri, gerir ráð fyrir því að ef góð
reynsla verði af rekstri áfangadeild-
arinnar verði horft til þess þjónustu-
forms í framtíðinni.
Sigríður sagði að grípa hefði þurft
til sérstakra ráðstafana því að rekst-
urinn hefði verið kominn nokkuð
fram úr kostnaðaráætlun ársins.
„Við eigum ekki annars úrkosta en
að horfast í augu við að sjúkrahúsið
er að veita þjónustu fyrir meiri fjár-
muni en eru til skiptanna. Okkar
hlutverk hlýtur að vera að leita allra
leiða til að ná endum saman fyrir
áramót. Hér verður auðvitað að fara
afar varlega í sakirnar enda hefur
allur tilflutningur slæm áhrif á sjúkl-
inga og starfsfólk," sagði Sigríður.
Hún sagði að ná ætti fram sparn-
aðinum með ýmsum hætti. „Aðgerð-
irnar fela í sér að ná niður yfír-
vinnu, fækka gæsluvöktum, færa til
sjúklinga til hagræðis og skoða ný
þjónustuform, t.d. meiri dag- og
g-öngudeildarþjónustu. Enn einu
sinni verður svo hugað að því hvort
hægt verður að ná fram sparnaði
með breyttri mönnun á vaktir. Hins
vegar stendur ekki tii að ijölga út-
skriftum og ógna með því öryggi
sjúklinga," sagði Sigríður.
Hún minnti á að samkomulag
borgarstjóra, heilbrigðisráðherra og
fjármálaráðherra hefði m.a. gert ráð
fyrir að skurðstofur yrðu fluttar af
Landakoti í Fossvog. „Einn liður
sparnaðaráðgerðanna felur í sér að
flýta flutningnum og ná með því
fyrr fram sparnaði yegna sameining-
ar skurðstofanna. Á sama tíma verð-
ur að flytja aðrar deildir, sem fyigja
skurðdeildunum, inn í Fossvog.
Vegna flutninganna má gera ráð
fyrir að um tímabundinn samdrátt
í skurðaðgerðum verði að ræða,“
sagði hún. Miðað væri við að flutn-
ingur starfseminnar hæfíst 15. októ-
ber nk.
m\ m «i
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
ARNARHOLT, deild 35, er í öðru húsi frá hægri.
ÁSGEIR Karlsson, yfirlæknir, Steinunn Agnarsdóttir, deild-
arstjóri, og Guðný Anna Arnþórsdóttir, hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri.
Rek9trn^ og vfðhaldsauið
f| 15 milljónir kr.
10 Lyf- og endurhæfingarsvið
30
Almonnt viðhald
10
5 Öldrunarsvið
5 Námsferðir
o c Myndgreining
0,0 og rannsóknasvið
2 Geðsvið
Sjúkrahús Reykjavíkur:
Sparnaðaraðgerðir
til áramóta
Röskun hefur óæskileg áhrif
Ákvörðun stjórnarinnar hefur í
för með sér að ná þarf 2 milljóna
króna sparnaði innan geðsviðs SHR
á Arnarholti. Guðný Anna Arnþórs-
dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri
geðsviðs SHR, sagði að á Arnar-
holti væru þijár deildir, 33, 34 og
35, á geðsviði SHR. Sparnaðurinn
myndi ekki koma verulega niður á
tveimur hinum fyrri fyrir eldri geð-
sjúklinga. Hins vegar væri gert ráð
fyrir að minnka þjónustu á deild
35 fyrir 12 geðsjúklinga á aldrinum
23 til 48 ára. „Hér verður ekki far-
ið að með offorsi heldur er okkur
treyst til að fara að með varúð og
valda með því lágmarks raski á
högum sjúklinganna. Við erum því
mjög ánægð með að hafa nú í morg-
un [mánudagsmorgun] fengið leyfi
framkvæmdastjórnar sjúkrahússins
til að breyta deildinni í áfangadeild
fram að áramótum. Hugmyndin
felst í því að 5 til 6 mest sjálfbjarga
sjúklingarnir verði áfram á deiid-
inni. Hópurinn sér að mestu um sig
sjálfur en sækir mat og lyf yfir á
aðrar deildir. Sjúkra- og iðjuþjálfun
verður eins og áður sótt út fyrir
deildina," sagði Guðný Anna og
bætti því við að auðvitað yrði ákveð-
ið eftirlit með sjúklingunum.
Guðný Anna og Ásgeir Karlsson,
yfirlæknir, segja að gert sé ráð fyr-
ir því að 4 sjúklinganna af deild
35 flytjist yfir á deildir 33 og 34
fram til áramóta. Tveir fari hins
vegar á deild A2, þ.e bráðageðdeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi.
Ekki er að því er fram kom hjá
Ásgeiri fyrir hendi tímaáætlun
vegna flutninganna og ekki gert ráð
fyrir að allir sjúklingarnir flytjist
endilega í vikunni.
Ásgeir sagði að þótt sjúklingar
af deild 35 þekktu aðstæður á nýju
deildunum og því yrðu viðbrigðin við
flutningana ekki eins mikil væri því
ekki að neita að hvers kyns röskun
hefði óæskileg áhrif á sjúklingana.
Hann sagðist ekki hafa orðið var
við að aðstandendur hefðu samband
vegna sparnaðaraðgerðanna. „Ætli
fólk sé ekki farið að venjast fréttum
af samdrætti og niðurskurði í heil-
brigðiskerfinu," sagði hann.
Guðný Anna tók fram að geðsvið-
ið hefði raunar ekki þurft að sæta
sama niðurskurði og aðrar deildir
að undanförnu. „Hér hefur rúmum
t.a.m. ekki verið lokað endanlega
enda væru slíkar aðgerðir þjóðhags-
lega óhagkvæmar. Deildum hefur
aðeins verið iokað tímabundið, t.d.
var deild 35 lokað tímabundið eitt
sumar. Ein dagdeild hefur verið lok-
uð á sumrin frá árinu 1993 og dreg-
ið hefur verið tímabundið úr inn-
lögnum á bráðadeild." Sigríður tók
fram að deild 35 væri ákaflega
óhagstæð stjórnunarleg eining og í
lélegu húsnæði. „Við teljum okkur
geta náð nokkru hagræði með þvl
að flytja sjúklinga í laus rúm á
aðrar geðdeildir sjúkrahússins á
Arnarholti. Með því er hægt að
minnka stjórnunarlega yfirbygg-
ingu og yfírvinnu. Ekki er heldur
því að leyna að ákveðinn þrýstingur
hefur verið á að reyna nútímalegri
þjónustuform á borð við áfanga-
deildir og áfangaheimili. Með að-
gerðunum er verið að gera tilraun
í þá átt fram til áramóta. Ef fyrir-
komulagið gefst vel og skilar ár-
angri geri ég ráð fyrir að horft verði
til þess,“ sagði Sigríður.
Afturkippur í meðferð
hugsanlegur
Guðný Anna, Ásgeir og Steinunn
Agnarsdóttir, deildarstjóri á deildum
33 og 35 á Arnarholti, kynntu fyrir-
hugaðar sparnaðaraðgerðir fyrir
sjúklingum á deild 35 í gærmorgun.
Steinunn tók fram að sjúklingarnir
hefðu búið við langvarandi andlegt
álag enda hefði lengi staðið til að
loka deildinni. Og sjúklingarnir hafa
margs að spyija um hvernig högum
þeirra verður háttað. Sumir eru auð-
vitað tilbúnir til að taka breyttum
högum en aðrir eru afar ósáttir.
„Viðbrigðin verða auðvitað minni
vegna þess að fæstir fara af staðn-
um. Sjúklingarnir þekkja deildirnar
og starfsfólkið," sagði hún.
Um hugsanlegar afleiðingar af
væntanlegum sparnaðaraðgerðum
sagðist Steinunn ekki undir neinum
kringumstæðum ráðleggja hvers
kyns röskun á högum geðsjúkra.
Hún sagði að reynslan hefði sýnt
að slík röskun gæti haft í för með
sér tímabundinn afturkipp í meðferð
sjúklinganna en væntanlega yrði
ekki um varanlegan skaða að ræða.
Geðvernd mótmælir
Elísabet Árnadóttir Möller, fram-
kvæmdastjóri Geðverndarfélags ís-
lands, sagðist ekki hafa kynnt sér
niðurskurðinn á Arnarholti sérstak-
lega. „Almennt vil ég hins vegar
segja að geðsjúkir þola alveg sér-
staklega illa hvers konar röskun á
högum sínum. Mér finnst í fram-
haldi af því full ástæða til að spyija
hvort ekki sé hægt að ná fram spam-
aði með öðmm hætti en með tiiflutn-
ingi sjúklinga, t.d. í yfirstjórn eins
og heilbrigðisráðherra hefur reyndar
talað um. Spurningin er svo auðvitað
alltaf hvort sá sparnaður dugar,“
sagði Elísabet og lagði áherslu á að
í starfi hennar sjálfrar við rekstur
tveggja heimila og endurhæfingar-
stöðvar fyrir geðsjúka væri augljóst
hversu hvers kyns tilflutningur hefði
slæm áhrif á bæði geðsjúklingana
og aðstandendur þeirra.
Hún sagðist ekki efast um að fyr-
irhuguðum sparnaðaraðgerðum á
Arnarholti yrði mótmælt af hálfu
félagsins á næstunni.
Djöflaeyjan
Níu þúsund
gestir um
helgina
TÆPLEGA níu þúsund manns
sáu kvikmynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Djöflaeyjuna,
fyrstu sýningarhelgina en hún
var sýnd á tveimur tjöldum, í
Stjörnubíói og Sambíóunum.
Samkvæmt upplýsingum frá
Kvikmyndasjóði Islands er ekki
vitað til þess að íslensk kvik-
mynd hafí í annan tíma fengið
fleiri áhorfendur fyrstu sýning-
arhelgina en þess ber þó að
geta að fáar íslenskar kvik-
myndir hafa verið frumsýndar
á fleiri en einu tjaldi.
„Þetta er í einu orði sagt
stórkostlegt," segir Friðrik Þór
en til samanburðar má nefna
að tæplega sextán þúsund
manns sáu bandarísku stór-
myndina Independence Day
fyrstu sýningarhelgina — hún
var hins vegar sýnd á fimm
tjöldum.
Að sögn Friðriks Þórs ríkir
mikil bjartsýni í herbúðum að-
standenda Djöflaeyjunnar en
40.000 manns þurfa að sjá
myndina til að endar náist sam-
an. „Það orð hefur alltaf farið
af íslenskum kvikmyndum að
þær byiji hægt en þessar fyrstu
tölur benda tvímælalaust til
þess að við munum ná 40.000
áhorfendum, að minnsta kosti.“
Friðrik Þór segir að samn-
ingar hafi nú tekist við Há-
skólabíó um að taka Djöflaeyj-
una til sýninga og vonast hann
til að þær geti hafíst fyrir helgi.
Þá sé fyrirhugað að sýna mynd-
ina í Nýja bíói í Keflavík.
Nefnd kannar
hvort hefja
á hvalveiðar
áný
ÞORSTEINN Pálsson sjávar-
útvegsráðherra greindi í gær
frá því á Alþingi að skipuð hefði
verið nefnd, sem ynni nú að
undirbúningi þingsályktunartil-
lögu um það, hvort Islendingar
ættu að taka aftur upp hval-
veiðar. Hann sagði að til greina
kæmi að ísland sækti aftur um
aðiid að Alþjóðahvalveiðiráðinu.
Þorsteinn greindi frá þessu í
svari við fyrirspurn frá Svan-
fríði Jónasdóttur, þingflokki
jafnaðarmanna, um hvalveiðar.
Ráðherrann sagði að ríkis-
stjórnin myndi ekki taka neina
ákvörðun um hvalveiðar nema
Alþingi hefði fjallað um málið
fyrst. Ef tekin yrði um það
ákvörðun að hefla hvalveiðar
að nýju yrði að kanna einnig,
hvort það þjónaði hagsmunum
okkar að sækja aftur um inn-
göngu í Alþjóðahvalveiðiráðið.
Eins og kunnugt er gekk Is-
land úr ráðinu eftir að það hafði
samþykkt núllkvóta á hvalveið-
ar í heiminum, sem Alþingi
mótmælti ekki á sínum tíma.
Norðmenn völdu hins vegar þá
leið, að mótmæla núllkvóta-
ákvörðuninni en vera samt
áfram innan ráðsins. Aðildar-
þjóðir ráðsins hafa ennfremur
gert með sér samkomulag um,
að engin þeirra megi kaupa
hvalafurðir af þjóð sem standi
utan ráðsins. Þorsteinn sagði,
að þegar þar að kæmi þyrfti
að skoða hvort hagsmunum
okkar í sambandi við hvalveiðar
væri bezt borgið með því að
ganga aftur í Aiþjóðahvalveiðir-
áðið með fyrirvörum - þá þeim
helztum, að við sættum okkur
ekki við núllkvóta-samþykktina
- eða með því að standa áfram
utan ráðsins.