Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VÁÁÁ maður, ég gat alveg sagt húrra, húrra, húrra, fyrir forseta vorum . . . Varð fyrir bíl og stór- slasaðist Lögregla rannsakaði ásakanir á hend- ur björgunarsveitarmönnum Ekki taldar eiga við rök að styðjast RANNSÓKN hefur leitt í ljós að kæra tveggja drengja á hendur félög- um í Björgunarsveit Ingólfs á ekki við rök að styðjast. Drengirnir sök- uðu björgunarsveitarmennina um al- varlega líkamsárás og áreitni. í byijun september var fjallað í nokkrum ijölmiðlum um meinta lík- amsárás félaga í Björgunarsveit Ing- ólfs á tvo drengi, 10 og 12 ára gamla, er átti að hafa gerst á leið í Þórs- mörk í byrjun júní. í umfjöllun fjöi- miðia kom m.a. fram að maður og kona hefðu ráðist á drengina með hótunum og barsmíðum með þeim afleiðingum að miklir og alvarlegir áverkar hlutust af. Atburðimir áttu að hafa gerst í farþegarými í afturhluta björgunar- sveitarbifreiðar þar sem fyrir voru 12 önnur börn á svipuðum aldri. Atlagan átti að hafa haldið áfram eftir að á áfangastað var komið og var sagt að drengirnir hefðu slasast illa i árásinni. Vitni segja aðra sögoi Málið var kært til lögreglu sem hefur nú rannsakað það til hlítar með fyrrgreindri niðurstöðu. Samkvæmt upplýsinguin frá lögreglu ber frásögn allra vitna og annarra málsaðila ekki saman við frásögn drengjanna. Því sé ósannað að meint líkamsárás hafi átt sér stað. Lögreglan hefur tilkynnt viðkom- andi aðilum þessa niðurstöðu og að ekki verði frekar aðhafst í máii þessu af hálfu lögreglu. EKIÐ var á þijátíu og sjö ára gaml- an mann á Garðsvegi aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að hann slasaðist mjög illa, en hann er þó ekki talinn vera í lífshættu. Maðurinn var á gangi eftir vegin- um á milli Garðs og Keflavíkur, skammt frá afleggjaranum til Helguvíkur, en þar er engin lýsing. Maðurinn var á leið til Garðs þar sem fjölskylda hans býr, þegar bif- reið á leið í gagnstæða átt var ekið á hann. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni í Keflavík virðist sem maðurinn hafi gengið í veg fyrir bifreiðina og slæmt skyggni orðið þess valdandi að hjá árekstri varð ekki komist. Hann hlaut meðal annars opið beinbrot á fæti, slæmt brot á hand- legg, mjaðmagrindarbrot, áverka í andliti og talsverð innvortis meiðsl. Hann liggur nú á gjörgæslu en er ekki talinn í lífshættu. Morgunblaðið/Jón Stefánsson Samkvæmi leyst upp í morgunsárið LÖGREGLAN þurfti að hafa afskipti af samkvæmi sem haldið var í bragga í eigu Flugrnáiastjórnar við Nauthólsvík aðfaranótt sunnudags en borist hafði tilkynning um háreysti og ónæði. Þegar lögreglan mætti á svæðið á sjöunda tímanum voru þar um hundrað manns í miklum gleðskap. Fréttir um gleð- skapinn höfðu borist í miðbæinn og streymdu þang- að ungmenni eftir lokun öldurhúsa. Laganna verðir vísuðu gestum á dyr, enda veisluhaldið talið brot á áfengislögum og lögum um ölvun á almannafæri, auk þess sem háreysti olli truflun. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu er búist við að eigendur hús- næðisins verði kallaðir til viðtals og að fylgst verði með því að allt verði þar með ró og spekt á næstunni. Þjóðernistilfinning og tungan „Gott kvöld“ jafn gildir vegabréfi GUÐMUNDUR Hálf- dánarson, dósent í sagnfræði við Há- skóla íslands, sagði í Morg- unblaðinu fyrir skömmu að náttúran sé að mörgu leyti orðin sterkara þjóðemistákn en tungumálið og það sem dregið hafi úr áhrifum tung- unnar sem sameiginlegs tákns sé að „sífellt er verið að skamma þjóðina fyrir að tala ekki rétt má!“, eins og hann orðaði það. „Þetta er nýtt og kemur allmikið á óvart,“ sagði Kristján Áma- son prófessor og formaður íslenskrar málnefndar í til- efni ummæla Guðmundar. „Mér fínnst vel við hæfi að vitna í Snorra Hjartarson: „Land, þjóð og tunga, þrenn- ing sönn og ein,“ sagði hann. Snorri lætur þetta þrennt renna saman, telur það eitt sameiginlegt tákn. Það sem hann talar um er með góðum blæ kallað ættjarðarást og þjóðemistilfinning - en með neikvæðum formerkjum þjóðremba og hroki. Eiginlega er það sálfræðilegt vandamá! að útskýra hvernig ætt- jarðarást og þjóðernistilfinning verður til. Hinn hefðbundni skiln- ingur er einskonar þrenning, eins og Snorri orðar það, en sagnfræð- ingar hafa nú uppgötvað að tungan hafi vikið fyrir náttúr- unni. Spurningin er hins vegar hvemig vita þeir þetta? Tengist það því að menn ferðast meira um hálendið en áður? Það rfiá túlka orð Guðmundar þannig að meta megi þjóðemistilfinningu með því að tengja hana við jeppaeign. Því stærri jeppa sem menn eiga og því lengra sem þeir komast, því meiri ættjarðarást. Þeir sem eru á stærstu jeppunum hafa þennan eiginleika mestan, eða hvað? Og bílainnflytjendur gleðjast að sjálf- sögðu yfir þvl að geta bent á þetta. Auðvitað er þetta útúrsnúningur en sýnir að afskaplega erfítt er að meta þessa hluti. Þess vegna er mikill ábyrgðarhluti að slá þessu svona fram.“ Kristján segir umhugsunarefni ef rétt er að landið sé orðið sterk- ara tungunni í þjóðemistilfínning- unni. „Hugsanlega er eitthvað til í því, en erfítt er að meta þetta. Það er ekkert nýtt að náttúran sé sterkur þáttur í einhveiju sem við köllum ættjarðarást. Við þurfum ekki að líta lengra en til Sonnettu Jónasar Hallgrímssonar, Nú andar suðrið, og náttúrulýs- inganna í Gunnars- hólma. En hvað er það sem gerir íslendinga að þjóð sem er aðgreind frá öðmm? Hvemig hegð- um við okkur öðruvísi en aðrir? Er umferðarmenning í okkar sam- félagi öðruvísi en annars staðar? Hvernig mat borðum við? Hvernig þekkjum við íslendinga í útlönd- um? Af því að hann er með stóra verslunarpoka, búinn að kaupa upp hálfa London, eða Glasgow eða þekkjum við hann á tungumál- inu? Að sjálfsögðu er margt annað en tungan sem einkennir okkur en málið hlýtur að vera veigamik- ið í því að skilgreina hvað er ís- lensk þjóð. Dæmi um hve tungu- málið er stór þáttur er, að þegar komið er til landsins í Keflavík þarf ekki annað en segja: Gott kvöld. Það jafngildir því að sýna vegabréf og er látið duga. Til era þjóðir án þess að þær séu skil- greindar út frá tungumálinu, til dæmis Bretar og Bandaríkjamenn, sem tala svipað tungumál eða mállýskur, sem allt er kallað enska þó munur sé á. Amerísk og bresk menning er ólík þó notuð séu svip- Kristján Árnason ►KRISTJÁN Árnason er pró- fessor í íslenskrí málfræði við Háskóla íslands og formaður Islenskrar málnefndar. Hann er Þingeyingur að ætt, fæddur 1946. Kristján lauk kandidats- prófi í íslenskri málfræði frá HÍ 1974 og doktorsprófi í al- mennum málvísindum frá Edin- borgarháskóla 1977. Hann hef- ur starfað við HÍ frá því um 1980, hefur setið í íslenskri málnefnd frá 1981 og verið for- maður hennar frá 1989. Má tengja ættjarðarást jeppaeign? uð tungumál. íslensk menning hefur notað íslensku en það væri vel hugsanlegt - þó ég sé ekki að mæla með því - að íslensk menning notaði annað tungumál en menningin yrði þá að sjálfsögðu eitthvað öðruvísi en sú sem við höfum haft.“ Kristján segir ýmsar athuga- semdir hafa verið gerðar við ís- lenska málpólitík í gegnum tíðina. „Gísli Pálsson gerði áður fyrr til- raun til að hleypa íslenskri mál- pólitík í uppnám með því að halda fram að þar ráði ferðinni málveira- fræðingar, sem gerðu fólk hrætt við tunguna, en ekki hafa verið nefndar neinar tölur I þessu sam- bandi." Stundum er talað um að hrein- tungustefna sé bölvaldur og geri fólki erfítt fyrir. Að ekki megi nota erlend tökuorð og tungumál- ið sé því dauðadæmt vegna þess hversu óþjált það er. En þetta er flóknara en svo að hægt sé að afgreiða það með einni athugasemd. Misjafnt er hversu miklir mál- verndunarmenn menn eru en mín tilfinning sem málfræðings er að afstaða íslendinga til tungumálsins sé yfírgnæfandi sú að fólk vilji halda séreinkennum íslenskunnar. Allir stjórnmála- flokkar eru með það á stefnuskrá að varðveita íslenska tungu og þar sem þeir eru að veiða atkvæði telja þeir varla að þetta sé þorra kjósenda þvert um geð.“ En Krist- ján segir mikla ástæðu til að huga að stöðu tungunnar, og margt bendi til að staða hennar í samfé- lagi og menningu sé að breytast. „Á þessari öld verður svo mikil bylting, gamla menningin okkar var orðsins menning en nú bygg- ist allt miklu meira á myndlist, tónlist, kvikmyndum og sjónvarpi. Menn stytta sér ekki stundir við að lesa íslendingasögur heldur við að horfa á amerískar bíómyndir. Það er alveg Ijóst að ástæða er til að huga að stöðu tungunnar. Að sjálfsögðu af skynsemi frekar en einhveijum æsingi eða sleggju- dómum. Það græðir enginn neitt á því.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.