Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný rannsókn á vegum Hjartaverndar að hefjast
Óskað liðsinnis 5.000 af-
komenda hjartasjúklinga
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
MAGNUS Karl Pétursson, Nikulás Sigfússon og Gunnar Sigurðsson á rannsóknarstofu Hjartaverndar.
VIÐAMIKIL rannsókn á erfðavís-
um hjarta- og æðasjúkdóma stend-
ur fyrir dyrum hjá Hjartavernd.
Rannsóknin tekur við af 30.000
manna hóprannsókn á útbreiðslu
hjarta- og æðasjúkdóma meðal Ís-
lendinga, sem hófst fyrir 30 árum.
Að sögn Nikulásar Sigfússonar
yfirlæknis Hjartavemdar er undir-
búningur rannsóknarinnar þegar
hafinn en gert er ráð fyrir að um
næstu áramót hefjist hún af fuilum
krafti. „Óskað verður liðsinnis um
5.000 afkomenda kransæðasjúkl-
inga úr fyrri rannsókn en jafnframt
verður leitað til um 1.000 manna
viðmiðunarhóps. Gert er ráð fyrir
að rannsóknin taki fjögur til fímm
ár,“ segir Nikulás.
Erfðaþátturinn er sterkur
Gunnar Sigurðsson yfirlæknir
lyfjadeildar Sjúkrahúss Reykjavík-
ur segir tilgang rannsóknarinnar
vera að greina erfðavísa sjúkdóm-
anna þannig að hægt verði að koma
í veg fyrir þá fyrr en verið hefur
með fyrirbyggjandi aðgerðum svo
sem breyttu mataræði eða jafnvel
lyfjagjöfum.
Að sögn Gunnars er nákomnum
ættingjum sjúklings með kransæða-
stíflu tvöfalt hættara við kransæða-
sjúkdómum en ættingjum einstakl-
inga sem ekki hafa fengið krans-
æðastíflu.
„Vitað er að hár blóðþrýstingur
og hækkuð blóðfita eru arfgengir
þættir en þau einkenni koma yfir-
leitt ekki fram fyrr en á miðjum
aldri. Með blóðmælingum og athug-
un á erfðavísum ungs fólks getum
við spáð fyrir um hverjum er hætt-
ast við hækkuðum blóðþrýsting eða
blóðfitu seinna meir,“ segir Gunnar
Hjartavernd hefur ráðið dr. Vil-
mund Guðnason sérfræðing í rann-
sóknum á erfðavísum hjartasjúk-
dóma til að stýra rannsókninni en
hann hefur starfað í London undan-
farin ár.
Rannsókn Hjartaverndar
þekkt erlendis
Að sögn Magnúsar Karls Péturs-
sonar formanns Hjartaverndar er
rannsóknarstofa samtakanna vel
þekkt meðal erlendra fræðimanna.
„Fj'öldi vísindagreina hefur verið
birtur í læknaritum um rannsóknir
okkar á útbreiðslu og áhættuþátt-
um hjartasjúkdóma. Flestar þeirra
rannsókna sem gerðar hafa verið
erlendis eru þverskurðarrannsóknir
en þær hafa ekki spannað eins lang-
an tíma og okkar. Að því leytinu
til er okkar rannsókn með þeim
umfangsmestu sem gerð hefir verið
á þessu sviði,“ segir Magnús Karl.
ísland heppilegt til rannsókna
„Fámennið hér og staðbundnar
aðstæður gera ísland heppilegt til
rannsókna af þessu tagi. Auðvelt
er að rekja ættir fólks og íslending-
ar eru viljugir að taka þátt í svona
rannsóknum," segir Magnús Karl.
Sú rannsókn sem stendur fyrir
dyrum er kostnaðarsöm að sögn
Magnúsar Karls en keypt hefur
verið sérstakt erfðagreiningartæki
til rannsóknarinnar. „Fjárstuðning-
ur stjórnvalda nemur um 25% af
rekstri samtakanna en fijáls fram-
lög fyrirtækja og einstaklinga, sala
minningarkorta og síðast en ekki
síst happdrættið okkar eru helstu
tekjulindir okkar.“ Þess má geta
að dregið verður í happdrætti
Hjartaverndar næstkomandi laug-
ardag.
Dánartíðni hefur lækkað
Nikulás segir samtökin hafa
miðlað fræðslu um áhættuþætti
hjartasjúkdóma svo sem reykingar,
blóðfitu, blóðþrýsting og sykursýki
með þeim afleiðingum að dauðsföll-
um af völdum þessara sjúkdóma
hefur fækkað um helming á um 30
árum.
„Tíðni kransæðasjúkdóma hefur
lækkað um helming meðal karla en
30% meðal kvenna. Mest hefur
lækkunin orðið meðal aldurshópsins
45 til 60 ára.“
Nikulás segir skýringuna vera
heilbrigðari lifnaðarhætti fólks en
áður auk mikilla framfara lækna-
vísindanna á þessu sviði m.a. í
hjartaskurðlækningum.
Hann segir tíðni hjarta- og æða-
sjúkdóma hafa verið svipaða hér
og á hinum Norðurlöndunum fyrir
um 30 árum síðan en er nú tölu-
vert lægri hér.
Nikulás segir miklar vonir vera
bundnar við rannsóknina sem fer í
hönd hjá Hjartavernd. „Það kostar
hátt í eina milljón króna að fram-
kvæma eina hjartaaðgerð vegna
kransæðaþrengsla en framkvæmd-
ar eru hátt í 300 slíkar á ári hér á
landi. Það yrði því talsverður spam-
aður þegar til lengri tíma er litið
ef hægt væri að greina erfðavísa
sem orsaka hjarta- og æðasjúk-
dóma,“ sagði Nikulás að lokum.
Forsætisráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi
Hófsemi í launahækkunum for-
senda kaupmáttaraukningar
Margrét Davíð
Frímannsdóttir Oddsson
í UMRÆÐUM utan dagskrár, sem
fram fóru á Alþingi í gær, skiptust
stjórnarandstæðingar á hvössum
skeytum við oddvita ríkisstjórnar-
innar um lífskjör og hagi fjölskyld-
unnar. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra sagðist telja brýnt að hækka
laun en lagði áherslu á að hófsemi
í hækkun launa væri forsenda
áframhaldandi aukningar kaup-
máttar.
Umræða þessi fór fram í fram-
haldi af skýrslu forsætisráðherra um
samanburð á lífskjörum á Islandi og
í Danmörku, sem gerð var að kröfu
þingmanna Alþýðubandalagsins og
lögð var fram á síðasta þingi.
Stjórnarandstæðingar og
stjórnarliðar deildu einkum um
hvort bættur þjóðarhagur hafí skil-
að sér til launafólks, og hvaða áhrif
hann muni hafa á komandi kjara-
samninga.
Margrét Frímannsdóttir Jagði
mikla áherzlu á, að
launamunur hefði ver-
ið að aukast hér á landi
á síðustu árum. Hér
væri stór hópur fólks,
sem byggi beinlínis við
fátækt á meðan tekjur
hinna betur launuðu
hefðu verið að aukast.
Meðaltalið, sem notað
væri í samanburði á
lífskjörum á milli
landa, gæfi því villandi
upplýsingar. I kom-
andi kjarasamningum
væri brýnast, að laun
hinna lægst launuðu
yrðu hækkuð verulega.
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, benti í svari sínu á, að at-
vinnuleysi færi nú minnkandi, sem
væri greinilegt merki um að góðær-
ið væri að skila sér til þeirra sem
minnst mættu sín í þjóðfélaginu.
Minna atvinnuleysi væri ávöxtur
af bættum þjóðarhag.
Hann sagði stöðu fyrirtækjanna
hafa batnað síðustu misserin, og
bætt staða þeirra væri forsenda
bætts hags launafóiks.
Aukinn kaupmáttur
að skila sér
Davíð sagði að samhliða bættum
hag fyrirtækjanna væri aukinn
kaupmáttur að skila sér til fólksins
í landinu. Hófsemi í hækkun kaup-
taxta í komandi kjarasamningum
væri því mjög brýn. Of hröð hækk-
un launa myndi ekki leiða til neins
annars en þess, að spilla ábatanum
sem náðst hefur og þannig ekki
gagnast neinum. Það eina sem
gagnaðist launafólki væri aukinn
kaupmáttur. Eftir sjö ára tímabil
efnahagskreppu sé þjóðarhagurinn
nú að rétta úr kútnum, en stöðug-
leikanum sem áunnizt hefur megi
ekki stefna í hættu. Eina stefnan,
sem skynsamlegt sé að fylgja, sé
að leyfa kaupmætti að aukast jafnt
og þétt á næstu árum, sem hann
muni gera ef hófs verður gætt í
kjarasamningunum.
Borgarráð
Greiðsla
húsa-
leigubóta
verður
óbreytt
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt fyrir sitt leyti að
greiðslum vegna húsaleigu-
bóta verði haldið óbreyttum
frá því sem nú er vegna árs-
ins 1997 í trausti þess og með
fyrirvara um að ákvæði gild-
andi laga um skiptingu kostn-
aðar og önnur ákvæði sem
varða bæturnar verði óbreytt
fyrir árið 1997.
í bókun félagsmálaráðs,
sem lögð var fram á fundi
borgarráðs, er vitnað í bókun
fulltrúa Sambands íslenskra
sveitarfélaga í starfshópi um
framtíð húsaleigubóta, þar
sem skorað er á félagsmála-
ráðherra að framlengja um
eitt ár gildistíma núverandi
Iaga um húsaleigubætur og
tryggja þar með framtíð bót-
anna meðan lögin verða
endurskoðuð frá grunni.
Félagsmálaráð telur
óásættanlegt að ríkisstjórnin
hafi áform um að sveitarfé-
lögin taki yfir húsaleigubóta-
kerfið án þess að fyrir liggi
útreikningur á kostnaði hins
opinbera, ríkis og sveitarfé-
laga, af húsnæðiskerfinu í
landinu. Útreikningurinn sé
alger forsenda þess að hægt
sé að ná samkomulagi um að
leggja núverandi kerfi niður
og semja um nauðsynlega
tekjustofna til sveitarfélaga
komi til yfírtöku.
Skoðanakönnun
Dagblaðsins
Aukið fylgi
Alþýðu-
flokksins
SAMKVÆMT niðurstöðum
nýrrar skoðanakönnunar DV
sem birtist í gær sögðust
16,9 prósent þeirra sem af-
stöðu tóku í könnuninni styðja
Alþýðuflokkinn, og hefur
fylgi flokksins samkvæmt því
aukist um 4,6 prósentustig
sé miðað við síðustu könnun
DV á fylgi flokkanna frá því
í lok júní síðastliðins.
20,8 prósent sögðust styðja
Framsóknarflokkinn, sem
bætir við sig 1,7 prósentustig-
um frá síðustu könnun DV,
42,7 prósent sögðust styðja
Sjálfstæðisflokkinn, sem hef-
ur 4,1 prósentustigs minna
fylgi en í síðustu könnun,
15,1 prósent sögðust styðja
Alþýðubandalagið, sem hefur
0,3 prósentustiga meira fylgi
en í síðustu könnun, 0,3 pró-
sent sögðust styðja Þjóðvaka,
og hefur fylgi flokksins
minnkað um eitt prósentu-
stig, og 4,2 prósent sögðust
styðja Kvennalista, sem hefur
1,3 prósentustiga minna fylgi
en í síðustu könnun DV.
Úrtakið í skoðanakönnun
DV var 600 manns, jafnt
skipt á milli kynja sem og
höfuðborgarsvæðis og lands-
byggðarinnar. í könnuninni
voru 31,3 prósent aðspurðra
óákveðnir og 4,7 prósent vildu
ekki svara.