Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Vélarvana fiskibáti bjargað AÐSTOÐARSKIPIÐ Elding bjarg- aði 250 tonna fiskibáti, Guðmundi Kristni SU, úr hafsnauð í Garðsjó á föstudagsmorguninn. Bátinn rak vélarvana í átt að Garðskagafjör- um sunnan við Sandgerði og átti hann aðeins eftir um tvær sjómílur að landi þegar Eldingin kom að og tók hann í tog. Orsök bilunarinnar var sú að lega í aðalvél bátsins hafði fest og að sögn Þorgeirs Jóhannssonar kafara, sem gerir út Eldinguna, var báturinn algerlega hjálpar- vana. „Það var ekkert annað hægt að gera en að ná honum frá landi með öðru skipi. Veðrið var leiðin- legt og dálítil kvika. Svo fór vindur að snúa sér fljótlega eftir að við tókum bátinn í tog og varð meira vestanstæður þannig að það blés að landi,“ sagði Þorgeir í samtali við Morgunblaðið. Báturinn var dreginn til Hafnarfjarðar þar sem gert verður við vélina. Þorgeir og félagar hans þrír á Eldingunni leggja fljótlega af stað á miðin fyrir austan land þar sem þeir verða síldarflotanum til að- stoðar. „Þessi bátur er að endur- taka gömlu góðu söguna,“ sagði Þorgeir og vísaði þar með til upp- haflegs hlutverks skipsins en eldri bróðir hans, Hafsteinn Jóhannsson kafari, lét smíða Eldinguna sem björgunarskip fyrir tæpum þrjátíu árum. Morgunblaðið/Ásdís Melaskólinn 50 ára MIKIÐ var um dýrðir í Mela- skólanum á laugardaginn þegar haldið var upp á 50 ára afmæli skólans. Nemendur og velunnarar skólans fóru í skrúðgöngu um hverfið og að því loknu var opið hús í skólanum og komu fjölmargir gestir í heimsókn. Manni dæmdar 3 milljónir úr hendi tryggingafélags Heimilistrygging í gildi þrátt fyrir leigu á húsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt tryggingafélagið Skandia til að greiða manni 3 milljónir króna vegna tjóns á innbúi hans. í málinu var ekki tekin til greina hækkun mannsins á verðmæti innbústrygg- ingar skömmu áður en innbúinu var stolið, en ekki heldur fallist á það með tryggingafélaginu að trygg- ingin hafi fallið niður þar sem mað- urinn bjó ekki lengur í húsi sínu sjálfur, heldur leigði það út. Maðurinn keypti fjögurra millj- óna króna vátryggingu gegn tjóni á innbúi af völdum bruna, vatns eða innbrots í ágúst 1993. Nokkr- um mánuðum síðar flutti hann af landi brott, leigði hús sitt en geymdi innbúið á háaloftinu. Hann sagðist hafa komið heim í lok jan- úar 1995 og daginn eftir haft sam- band við tryggingafélagið til að kaupa líf- og sjúkratryggingu. Honum hafi verið tjáð að það gæti hann ekki gert, vegna búsetu er- lendis og hafi hann því ákveðið að nota fé, sem hann átti inni hjá félaginu vegna niðurfellingar tryggingar á bifreið, til að hækka heimilistrygginguna í 5,5 milljónir. Þann 12. febrúar hafi komið í ljós, að brotist hefði verið inn í húsið og allt innbú hans tekið. Rangar og misvísandi upplýsingar Tryggingafélagið sagði að mað- urinn hefði gefið rangar og misvís- andi upplýsingar. Hann hafi leigt hús sitt, leigutakar haft greiðan aðgang að innbúinu og hætta á tjóni þar með aukist. Leigutakinn hafi fengið hluti lánaða og eitthvað af þeim hlutum, sem maðurinn krefð- ist bóta fyrir, væru þar, auk þess sem ættingjar mannsins hafi fjar- lægt eitthvað af innbúinu. Þá hafi maðurinn flutt hluta innbús til út- landa, nokkrir munir hafí fundist en hann ekki hirt um að taka þá og loks hafi hann óskað hækkunar á tryggingu eftir að lögreglumenn hafí komið að húsinu opnu og rúðu í aðaldyrum brotinni. Þessu mót- mælti maðurinn harðlega. Dómarinn benti á, að í trygginga- skilmálum væri tekið fram að tryggingin gilti á heimili vátrygg- ingartaka, sem nefnt væri í skírtein- inu. Maðurinn hefði átt lögheimili í húsi sínu, þrátt fyrir dvöl erlend- is. í skilmálum væri tryggingafé- lagið ekki undanþegið ábyrgð þótt heimili væri leigt. Meiri Iíkur væru til að brotist hefði verið inn í húsið og innbúi hans stolið en að leigjend- ur eða aðrir menn, sem aðgang höfðu að húsinu, hefðu stolið innbú- inu. Bætur eftir álitum Dómarinn sagði að meta yrði það sem stórkostlegt gáleysi af hálfu mannsins, að kynna sér ekki ástand húss og innbús áður en hann hækk- aði trygginguna. Utilokað sé að henda reiður á verðmæti þess hluta innbúrins sem komst til skila eða hvarf ekki og ýmislegt væri á huldu um innbúið að öðru leyi. „Við svo búið þykir verða að ákvarða bætur eftir álitum og þykir hæfilegt að dæma stefnda til að greiða stefn- anda kr. 3.000.000,“ segir í dómi Arngríms ísbergs, héraðsdómara. Þá var tryggingafélaginu gert að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað. Rændi verslun vopnaður hnífi KARLMAÐUR um tvítugt rændi á annað hundrað þúsund krónum úr matvöruversluninni Straumnesi við Vesturberg á sunnudagskvöld. Hann var vopnaður hnífi og ógnaði afgreiðslustúlku með honum. Afgreiðslustúlkan veitti skömmu eftir klukkan 21 á sunnudagskvöld athygli ungum manni sem var að skoða skjólflíkur, sem verslunin sel- ur, skammt frá afgreiðslukassanum. Hann óskaði upplýsinga um fötin og þegar hún hafði veitt honum þær gekk hún aftur að kassanum. Mað- urinn fylgdi henni eftir og rétti henni miða sem á stóð „afhendið mér peningana". Ekkert grín á ferð Hún neitaði þessari kröfu og hélt að um einhvers konar sjúklegt spaug væri að ræða, en þá dró hann upp hníf og otaði að henni með þeim orðum að hann væri ekki að gera að gamni sínu. Stúlkan gekk þá til samstarfskonu sinnar, sem var við vinnu sína skammt frá, og fylgdi maðurinn henni og ógnaði báðum með vopninu. Hann neyddi þær til að fara að afgreiðsluborðum verslunarinnar, taka peninga úr kössunum og setja þá í plastpoka. Maðurinn tók við pokanum og hvarf á brott út í myrkrið við svo búið. Fleiri viðskiptavinir voru staddir í versluninni en urðu ekki varir við ránið. Talið er að þjófurinn hafi haft um 160 þúsund krónur í pen- ingum upp úr krafsinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru uppi grunsemdir um hver þarna var að verki, en þjófurinn gerði enga til- raun til að hylja andlit sitt og gátu afgreiðslustúlkurnar gefið greinar- góða lýsingu á manninum. Þjófurinn var sagður mjög grannur, lágvaxinn, með ljósan skegghýjung á höku, klæddur dökkri mittisúlpu, svartri hettu- peysu, ljósbláum buxum, íþrótta- skóm og með dökkbláa derhúfu á höfði. Grunaður um fleiri rán Sá hinn sami er einnig jafnvel grunaður um aðild að tveimur eða þremur öðrum hliðstæðum ránum undanfarin misseri. Rannsóknar- lögregla ríksins fer með rannsókn málsins og hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur þeim manni sem liggur undir grun. Miðill ehf. gjaldþrota MIÐILL ehf., útgáfufélag Helg- arpóstsins, var tekið til gjald- þrotaskipta sl. föstudag. Bústjóri þrotabúsins er Sig- urmar K. Albertsson, hrl. Sig- urmar sagði að eigandi Miðils ehf., Ámi Möller, hefði sjálfur farið fram á skipti búsins. „Þar sem mjög skammt er liðið frá úrskurði um gjaldþrota- skipti hef ég ekki haft tækifæri til að líta nánar á stöðu máls- ins. Það er þó ljóst að prent- smiðjan Oddi yfirtók reksturinn, á grundvelli þess að fyrirtækið hefði átt veð í öllu traustu og lausu. Um þá yfirtöku, sem og um stöðu þrotabúsins að öðru leyti, er ekkert annað að segja að sinni, enda þarf kröfulýsing- arfrestur að líða áður en lengra er haldið." Kjarvals verkið seld- ist ekki LESIÐ á gullbók, verðmætasta Kjarvalsmálverk sem boðið hef- ur verið upp um langt árabil, seldist ekki á uppboði Gallerís Borgar á sunnudag. Reyndar barst tilboð í verkið, sem hljóð- aði upp á tvær milljónir króna, en þvi var hafnað. Málverkið er metið á um þijár milljónir kr. „Auðvitað eru það vonbrigði að menn skyldu láta þetta verk framhjá sér fara,“ segir Pétur Þór Gunnarsson hjá Gallerí Borg. Hann er þó vongóður um að verkið seljist á næstunni. Síðasta málverk Jóns Stef- ánssonar var hins vegar slegið á 1.700.000 krónur. Pétur segir að verulegur áhugi hafi verið á uppboðinu, troðfullt hús og mikil stemmn- ing. Einungis hafi vantað fleiri aðila með þrútin veski. „I sum- um tilfellum fór verðið til að mynda yfir matsverð, sem sjald- an gerist. Það bendir því margt til þess að málverkasala sé á uppleið á ný.“ Dæmdur fyrir að hrinda gesti HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt dyravörð á veit- ingastað í Reykjavík til greiðslu 50 þúsund króna sektar. Mann- inum var gefið að sök að hafa hrint gesti niður stiga. Atburðurinn varð á Glaumb- ar við Tryggvagötu í apríl sl. og var kærandinn kona á þrí- tugsaldri. Konan sagðist hafa verið á efri hæð veitingastaðar- ins að bíða eftir kápu, sem syst- ir hennar var að sækja, þegar dyravörðurinn sagði henni að fara út þar sem búið væri að loka. Konan og vinkonur henn- ar báru að dyravörðurinn hefði ýtt við konunni svo hún féll niður á næsta stigapall. Hún fékk mar á olnboga, bijóst- kassa, mjöðm og hné, hreyfing- ar á öxl urðu skertar og sárar og konan kvartaði undan eymsl- um víðar. Dyravörðurinn sagði konuna hafa brugðist mjög illa við þeg- ar henni hefði verið vísað út, hún hefði snúið sér snöggt við og klórað sig í framan, en við það misst jafnvægið og fallið niður stigann. Héraðsdómur taldi sekt mannsins sannaða með fram- burði vitna. Var maðurinn því dæmdur til að greiða 50 þúsund króna sekt, auk 35 þúsund króna saksóknarlauna og sömu upphæð til skipaðs verjanda síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.