Morgunblaðið - 08.10.1996, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 15
Milljónatjón í stórbruna
á bænum Staðarhóli
MILLJÓNATJÓN varð í eldsvoða á
bænum Staðarhóli í Eyjafjarðarsveit
að morgni sunnudags. Vegfarandi
á leið fram Eyjafjarðarbraut vestri
sá reykjarmökk leggja frá útihúsum
og lét slökkvilið á Akureyri og í
Eyjafjarðarsveit vita.
Eldur var laus í gömlu aflögðu
fjárhúsi og hlöðu sem búið var að
breyta í geymslu. Þar voru m.a.
geymdir útsæðiskassar, stórsekkir,
timbur og fleira sem mikill eldsmat-
ur var í.
Slökkvilið Akureyrar kom á stað-
inn klukkan 6.30 með 10 þúsund
lítra af vatni vegna þess hve erfitt
er um vatnsöflun á þessum slóðum.
Guðmundur Jón Guðmundsson
slökkviliðsstjóri slökkviliðs Eyja-
fjarðarsveitar sagði að það hefði
verið mikill munur að fá bíl með
þetta miklu vatni strax' á staðinn,
en slökkvilið Akureyrar hefur undir
höndum afstöðumyndir af öllum
bæjum í Eyjafjarðarsveit og getur
á augabragði flett þeim upp og séð
hvort hægt er um vik með vatnsöfl-
un á staðnum eða hvort þarf að
fara í tímafrekar lagnir langar vega-
lengdir.
Eldurinn hefur að öllum líkindum
kraumað lengi nætur inni í geymsl-
unni en lygnt var í veðri og hefur
eldurinn þess vegna verið lengur að
ná sér á strik sem kom sér vel vegna
þess að stór rúllubaggastæða er
örfáa metra frá brunastaðnum.
Eldsupptök eru enn ókunn, en
húsin voru ekki tengd rafmagni.
Morgunblaðið/Benj amín
ÚTIHÚS við bæinn Staðarhól í Eyjafjarðarsveit gjöreyðilögðust í
eldi á sunnudagsmorgun. A myndinni eru slökkviliðsmenn að störfum.
Lögregla í önnum
í hvassviðrinu
MIKILl erill var hjá lögreglu á Akur-
eyri á sunnudagskvöld og aðfara-
nótt mánudag, en einkum unnu þeir
að því að koma höndum yfir lausa-
muni af ýmsu tagi og njörva þá
niður.
Jóhannes Sigfússon varðstjóri
lögreglunnar sagði að vindhraðinn
hefði verið um 7 vindstig en farið
upp í 10 í mestu hviðunum. Til-
kynnt var um að grein hefði fallið
af tré og hafnað á bifreið, en tjón
varð ekki mikið. Þá ruku þakplötur
sem voru við nýbyggingu Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri af
stað í hvassviðrinu, en að sögn varð-
stjóra tókst að koma böndum yfir
þær áður en tjón hlaust af. Ein rúða
brotnaði þó í gömlu sjúkrahúsbygg-
ingunni. Gámur sem var uppi á öðr-
um gámi við Útgerðarfélag Akur-
eyringa gerði sig líklegan til að
færa sig úr stað í veðurhamnum,
en lögreglu tókst einnig að hemja
hann.
Félagar úr Hjálparsveit skáta
voru í viðbragðsstöðu í stjómstöð
sinni í fyrrinótt, en ekki kom til
þess að kalla þyrfti út björgunar-
sveitarmenn.
Mikil hálka var á götum Akur-
eyrar í gærmorgun, en ökumenn
fóru gætilega í fyrstu hálku vetrar-
ins þannig að umferð gekk áfalla-
laust fyrir sig.
Skólastarf í Barnaskólanum á
Dalvík var fellt niður fram til hádeg-
is í gærdág, en leiðindaveður var
þar fram undir hádegi að sögn lög-
reglu og mikið kóf.
Morgunblaðið/Kristján
VIÐ opnun Kirkjumiðstöðvarinnar í Laxdalshúsi, í efstu röð frá
vinstri Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri Biskupsstofu,
Margrét Jónsdóttir forstöðukona á Löngumýri, Guðríður Eiríks-
dóttir formaður sóknarnefndar Akureyrarkirkju og Ingólfur Ár-
mannsson skóla- og menningarfulltrúi Akureyrarbæjar. Guðni Þór
Ólafsson prófastur í Húnaþingi, Örn Bárður Jónsson fræðslufull-
trúi kirkjunnar, Dalla Þórðardóttir prófastur í Skagafirði og Svav-
ar Alfreð Jónsson sóknarprestur á í Akureyrarprestakalli. Fremst
eru þau Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur í Eyjafjarðar-
og Þingeyjarprófastsdæmum, Jóna Lisa Þorsteinsdóttir guðfræð-
ingur, fulltrúi fræðslu- og þjónustudeildar kirkjunnar í Hólastifti
og Bolli Gústavsson vígslubiskup á Hólum.
Kirkjumiðstöðin í
Laxdalshúsi opnuð
KIRKJUMIÐSTÖÐIN í Laxdalshúsi
á Akureyri hefur verið opnuð.
í Kirkjumiðstöðinni í Laxdalshúsi
verður aðsetur sr. Bolla Gústavsson-
ar vígslubiskups á Hólum í Hjaltad-
al, sr. Guðmundar Guðmundssonar
héraðsprests í Eyjafjarðar- og Þin-
geyjarsýslum og Jónu Lísu Þorsteins-
dóttur, guðfræðings og fulltrúa
fræðslu- og þjónustudeildar kirkj-
unnar í Hólastifti.
Sr. Bolli sagði að vígslubiskup
hefði fram til þessa ekki haft aðset-
ur austan Öxnadalsheiðar, en þar
þyrfti að sinna ýmsum erindum.
Þegar stofnað var til embættis hér-
aðsprests í Eyjafjarðai- og Þingeyj-
arprófastsdæmum hefði aðstaða ekki
verið fyrir hendi, en vegna mikillar
starfsemi í safnaðarheimilum kirkn-
anna á Akureyri hefði ekki verið
laust pláss þar.
Laxdalshús varð fyrir valinu þegar
farið var að skoða laust húsnæði í
bænum fyrir starfsemina og hefur
það nú verið tekið undir hana. Þijár
stofur eru á neðri hæð hússins sem
þessir þrír aðilar nota, en auk þess
er á efri hæð salur sem hentar til
fundarhalda.
Sr. Bolli sagði að héraðsprestur
og fræðslufulltrúi yrðu starfandi í
húsinu alla virka daga, en til stendur
að vígslubiskup komi reglulega til
Akureyrar og hafa fastan viðtalstíma
í Kirkjumiðstöðinni í Laxdalshúsi.
Nýjungar
mm
V
PA 8000 orgjorvinn
Pentium Pro netþjónar
Nýjun
mtidarstefna
Hewlett-Packard
íUnix- ogNT-málum
Opin kerfi hf. bjóða til kynningarfundar á Grand Hotel
fimmtudaginn 10. október kl. 10 til 12.
Andy Butler frá HP í Bandaríkjunum fjaLLar um PA 8000 örgjörvann og
UNIX-stýrikerfið.
Anders Herlev frá HP í Danmörku kynnir Pentium Pro netþjóna og
samstarf Hewlett-Packard og Microsoft.
Á staðnum verða til sýnis nýjustu UNIX- og NT-vétarnar frá HP.
Fundarstjóri er Halldór Pétursson.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í sima 567 1000 fyrir fimmtudaginn.
OPIN KERFIHF
HEWLETT
PACKAHD
Höföabakka 9; Símh 567 1000