Morgunblaðið - 08.10.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 17
LAIMDIÐ
Ný loftmyndatækní
Egilsstöðum - Loftmyndir ehf. er
nýtt fyrirtæki sem stofnað var af
Hönnun og ráðgjöf á Reyðarfirði
og ísgraf í Reykjavík. Fyrirtækið
sérhæfir sig í töku loftmynda úr
flugvélum og sölu gagna sem
byggja á þeim. Sl. sumar og nú í
haust hefur verið á vegum fyrirtæk-
isins Cessna 402 flugvél frá Kamp-
sax-Geoplan í Danmörku með áhöfn
og öllum búnaði til loftmyndatöku.
Einnig var vélin með GPS búnaði
sem tengdist jarðstöð sem komið
var upp á Sprengisandi þannig að
allar myndir sem teknar voru eru
staðsettar í landskerfi íslands.
Teknar voru um 1.500 myndir í
ýmsum flughæðum af um 20 stöð-
um á landinu samkvæmt verksamn-
ingi við Vegagerð ríkisins og einnig
voru um 20 þéttbýlisstaðir myndað-
ir í lágflugi. Þar fyrir utan voru
teknar myndir í háflugi af heilum
landshlutum og má þar nefna
Reykjanes, höfuðborgarsvæðið,
Borgaríjörð, Fljótsdalshérað ög
uppsveitir Suðurlands.
Tæknin breytir
vinnuaðferðum
Markmið fyrirtækisins er að beita
nýjustu tölvutækni við úrvinnslu
myndanna og bjóða notendum líka
tölvutæk gögn auk stækkaðra
mynda. Þessi GPS tækni við mynda-
tökur gerir mögulegt að staðsetja
myndir í hinu nýja mælineti sem
verið er að taka í notkun á Islandi.
Landmælingar sem áður voru
kostnaðarsamur verkþáttur við
kortagerð eftir loftmyndum eru
með þessarri tækni óþarfar.
Nýtist víða
Notendur sem geta verið sveitar-
félög, tæknistofnanir og almennir
landeigendur geta nú keypt loft-
myndir sem búið er að fjarlægja
úr alla bjögun vegna mishæða í
landi. Þar með skapast möguleikar
á því að búa til uppdrætti sem sýna
rétt flatarmál lands og eru þar með
fullnægjandi gögn vegna t.d. þing-
lesninga landa og lóða. Einnig eru
þessi gögn tilvalin þegar skipu-
leggja á sumarbústaðalönd og jafn-
vel heila landshluta.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
JÓHANNES Pálsson, Kurt Olesen flugmaður og
Jens Bille Ijósmyndari og siglingafræðingur.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
HERMANN Valsson æskulýðs- og íþróttafulltrúi
kynnti Iþróttaskólann.
Iþróttaskóli
barna á Héraði
Egilsstöðum - íþróttafélagið Hött-
ur á Egilsstöðum, Ungmennafélag-
ið Huginn í Fellum og Golfklúbbur
Fljótsdalshéraðs hafa stofnað
íþróttaskóla barna á Héraði.
íþróttaskólinn býður íþrótta-,
leikja- og hreyfiþjálfun fyrir börn á
aldrinum 3ja til 9 ára.
Haldinn var kynningarfundur um
íþróttaskólann og mættu um 40
foreldrar til fundarins. Hermann
Valsson æskulýðs- og íþróttafulltrúi
Egilsstaðabæjar kynnti þá hug-
mynd sem liggur að baki skólanum
og því starfi sem honum er ætlað
að vinna. íþróttaskólinn er nýjung
í íþróttaþjálfun yngri barna á Hér-
aði og byggist á því að veita þeim
alhliða þjálfun og tækifæri til að
kynnast flestum greinum íþrótta
og um 10 ára aldur velji þau síðan
greinar innan íþróttafélaganna til
áframhaldandi íþróttastarfs.
Formaður stjórnar íþróttaskólans
er Ágústa Björnsdóttir og íþrótta-
kennarar eru Árni Ólason, sem
kennir 3ja til 5 ára börnum, Kristín
Einarsdóttir og Jón Karlsson sem
kenna 6 til 9 ára.
Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson
STURLA Guðbjarnarson við Grímsá með væna
hrygnu og í baksýn má sjá son hans Sölva.
Klaklax til hrognatöku
Borgarfirði - Um þetta leyti árs
lýkur laxveiði í ám og eigendur
farnir að huga að því að taka klak-
lax til að hjálpa náttúrunni að
auka veiði næstu ára í ánum.
Fyrir nokkru fór Sturla Guð-
bjarnarson í Fossatúni með fríðu
föruneyti að ármótunum við Odds-
skarð í Grímsá til að draga á og
verða sér úti um klaklax til
hrognatöku. Vel gekk að ná laxin-
um og var „snurpað" í tveimur
hyljuin og var afraksturinn um
fjörutíu laxar, þar af var helming-
urinn mjög vænn til hrognatöku.
„Þetta eru fínar hrygnur. Þessi
er til dæmis af gamla Grímsár-
stofninum, jafn þykkur alla leið
aftur,“ sagði Sturla þar sem hann
stóð yfir búrunum sem laxinn var
settur í, minni hængnum var
sleppt með þeim orðum að koma
aftur að ári. Síðan var laxinum
ekið heim að Fossatúni þar sem
hann var settur í ker og bíður
þess að rétti tíminn sé til að
kreista hann.
Sturla hefur verið með seiðaeldi
mörg undanfarin ár og nú hefur
honum borist liðsauki í fiskeldinu
þar sem sonur hans Sölvi hefur
lokið námi frá Bændaskólanum á
Hólum í fiskeldi. Sölvi er kominn
með bleikjueldi og er hann með
nýjan stofn sem vex allt að helm-
ingi hraðar en Hólastofninn sem
hann er einnig með í eldi.
LflUTflSmflRI 5 - KDPflUOGI