Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Stefnt að því að bjóða út starfsleyfi fyrír annað GSM-farsímakerfi fyrír áramót
Samkeppni við P&S getur
hafist fyrir mitt næsta ár
Morgunblaðið/Kristinn
Frá ráðstefnu Pósts og síma, f.v. Ólafur Tómasson, póst- og
símamálastjóri, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Páll
Magnússon, sjónvarpsstjóri Sýnar sem annaðist fundarsljórn.
Fyrir aftan þá er Frosti Bergsson, framkvæmdasljóri Opinna
kerfa sem var einn ræðumanna á ráðstefnunni.
HALLDÓR Blöndal, samgönguráð-
herra, segir vilja sinn standa til þess
að útboð á starfsleyfi til reksturs
annars GSM-farsímakerfis til viðbót-
ar við kerfi Pósts og síma verði aug-
lýst fyrir áramót. Nýtt GSM-þjón-
ustufyrirtæki geti því tekið til starfa
eigi síðar en 1. júlí á næsta ári.
Samgönguráðherra skýrði frá þessu
á ráðstefnu Pósts og síma um ijar-
skiptaþróun sem haldin var í gær í
tilefni af því að 90 ár eru liðin frá
lagningu sæsíma til íslands.
„Fleiri en eitt símafyrirtæki ann-
ast nú GSM-þjónustu í nálægum
löndum og höfum við leitað til Nor-
egs og Danmerkur um fyrirmynd
að því hvernig slík samkeppni verði
innleidd hér á landi og verður það
gert á grundvelli útboðs,“ sagði ráð-
herra í ávarpi sínu. „í janúar tókust
samningar við Andersen Manage-
ment A/S í Kaupmannahöfn um
undirbúning og frágang útboðsins,
en VSÓ rekstrarráðgjöf hefur einnig
komið að verkinu. Valið á fyrirtæk-
inu réðst af reynslu þess á þessu
sviði en það sá um viðlíka útboð
fyrir símastjórnimar í Danmörku,
Hollandi, írlandi og Austurríki og
hefur raunar víðar komið við sögu.
Utboðsgögn munu liggja fyrir á
næstu vikum en áður en frá þeim
er endanlega gengið er nauðsynlegt
að taka afstöðu til einstakra ákvæða
eða skilyrða sem við kunnum að vilja
setja vegna fámennis okkar og
stijálbýlis. Ég hef gengið út frá því
að eitt starfsleyfi verði gefið út til
viðbótar starfsleyfi Pósts og síma,
sem er sú leið sem Norðmenn, Dan-
ir og raunar fleiri þjóðir hafa farið.“
Þá kom fram að leyfishöfum verður
gert að greiða þann kostnað sem
leiðir af undirbúningi útboðsins.
Samgönguráðherra fjallaði í
ávarpi sínu sérstaklega um breytta
stöðu Pósts og síma þegar fyrirtæk-
inu verður breytt í hlutafélag um
næstu áramót. „Ástæða er til að
leggja áherslu á að um leið og Póst-
ur og sími hf. tekur til starfa munu
bein afskipti samgönguráðuneytisins
af rekstri Pósts og síma heyra sög-
unni til. Á hinn bóginn verður hlut-
verk þess að setja almennar leikregl-
ur sem aðilum verður gert að fara
eftir og tryggja að keppinautar hafi
aðgang að grunnfjarskiptanetinu á
sama grunni. Ráðherra mun vissu-
lega skipa félaginu stjórn, en henni
verður síðan falið að reka félagið á
almennum viðskiptagrunni með
hagsmuni eigenda, viðskiptavina og
starfsmanna að leiðarljósi. Það væri
óeðlilegt að banna Pósti og síma hf.
að reka starfsemi á einhveiju til-
teknu sviði sem símafyrirtæki í öðr-
um löndum telja eðlilegan þátt í
starfsemi sinni.“
Ekkert því til fyrirstöðu að
veita þjónustu á alnetinu
Samgönguráðherra sagði að unn-
ið hefði verið kappsamlega að því
að undirbúa Póst og síma fyrir vænt-
anlega samkeppni. „Ég hef verið
þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé
að fjárhagslegur aðskilnaður þjón-
ustu í einkarétti og samkeppni sé
raunverulegur og gagnsær til þess
að leikreglurnar séu skýrar enda sé
það í samræmi við reglur Evrópu-
sambandsins og íslenska samkeppn-
islöggjöf. Þessi aðskilnaður hefur
nú tekist á fjarskiptasviðinu. Þess
vegna var ekkert lengur því til fyrir-
stöðu að síminn færi að veita al-
menna þjónustu á alnetinu og opn-
aði nýja gátt til umheimsins, í þessu
tilviki Bandaríkjanna. Það nær auð-
vitað engri átt að eina gáttin út úr
landinu byggi á þjónustu erlends
samkeppnisaðila Pósts og síma eða
sænska símafyrirtækisins, TELIA,
en þannig var nú ástandið."
Fullt frelsi í fjarskiptum
1. janúar1998
Þá skýrði samgönguráðherra frá
því að á næstu dögum yrði iagt fram
frumvarp um ný fjarskiptalög á Al-
þingi. Tilgangurinn er sá að sam-
ræma löggjöfina tilskipunum Evr-
ópusambandsins, en þar er gert ráð
fyrir að fullu frelsi verði komið á í
fjarskiptum og að 1. janúar 1998
verði einkaréttur ríkisins á því að
eiga fjarskiptanet og reka almenna
talsímaþjónustu afnuminn.
„Með afnámi einkaréttar ríkisins
á sviði fjarskipta er talið nauðsyn-
legt að fela sérstökum aðila stjórn-
sýslu- og eftirlitshlutverk á því sviði.
Því verður komið á fót sérstakri
stofnun, Póst- og fjarskiptastofnun,
sem skuli veita leyfi til fjarskipta
og póstþjónustu og hafa eftirlit með
því að leyfishafar uppfylli og virði
þau skilyrði sem rekstrarleyfunum
fylgja. Stofnunin skal einnig vera
ráðgefandi fyrir stjórnvöld og ráðu-
neyti á sviði fjarskipta og póstmála.
Hún skal hafa eftirlit með viðskipta-
skilmálum leyfishafa, gjaldskrám og
bókhaldi eftir því sem við á.“
Gæðastjórnunar-
félag íslands
Myndfund-
urmeð
J.M. Juran
GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ís-
lands mun gangast fyrir myndfundi
með doktor J.M. Juran fimmtudag-
inn 10. október næstkomandi í sam-
vinnu við VSÓ rekstrarráðgjöf og
Póst og síma. Fundinum verður
varpað um gervitungl um allan heim
og munu þáttakendur eiga kost á
að taka þátt í umræðum. Fundurinn
verður haldinn á hótel Loftleiðum
og hefst klukkan 17 og lýkur 19.30.
í fréttatilkynningu segir: „Dr.
J.M. Juran er flestum áhugamönnum
um gæðastjórnun kunnur, enda er
hann einn af helstu frumkvöðlum
gæðastjórnunar og hefur haft mikil
áhrif á þróun gæðastjórnunar á þess-
ari öld. Yfirskrift myndfundarins er
fortíðin, nútíðin og framtíðin. Auk
erinda dr. Juran munu virtir sér-
fræðingar í gæðastjórnun halda er-
indi og taka þátt í pallborðsumræð-
um, t.d. Galvin og dr. Godfrey."
Nánari upplýsingar er hægt að
fá á skrifstofu Gæðastjórnunarfé-
lags íslands, þar sem skráning fer
einnig fram.
♦ ♦ ♦---
Parretti
sakfelldur
Wilmington, Deleware. Reuter.
KVIÐDÓMUR f Delaware hefur
fundið ítalska fjármálamanninn
Giancarlo Parretti, fyrrum yfírmann
kvikmyndaversins Metro-Goldwyn-
Mayer í Hollywood, sekan um að
breyta sönnunargögnum og bera
ljúgvitni.
Akærurnar eiga rætur að rekja
til réttarhalda 1991 þegar brottvikn-
ing Parrettis úr stöðunni hjá MGM
var staðfest. Hann á yfir höfði sér
10 ára fangelsi. Dómur verður kveð-
inn upp 18. nóvember.
Forstjórí prentsmiðjunnar Odda
Vélin seld með
Forstjórí Telenor símafélagsins í Noregi
Telenor reiðubúið í
nánara samstarf við P&S í
því skilyrði að
hún færi úrlandi
ÞORGEIR Baldursson, forstjóri
prentsmiðjunnar Odda, segir að
samkomulag sem gert var um sölu
á bókbandsvél við hollenska véla-
kaupmenn hafi verið gert með því
skilyrði að vélin yrði seld úr Iandi
og ekki til aðila hérlendis. í Morg-
unblaðinu á laugardag kom fram að
undirréttur er nú í annað sinn með
til umfjöliunar kröfu bókbandsstof-
unnar Flateyjar að fá afhenta bók-
bandsvél sem fyrirtækið keypti af
hollenskum vélakaupmönnum, sem
aftur höfðu keypt vélina af prent-
smiðjunni Odda.
„Staðreyndin er sú að það var
gerður kaupsamningur við hollenskt
fyrirtæki sem tók að sér að selja
fyrir okkur þessa vél úr landi. Við
hefðum aldrei selt Flatey þetta. Við
seldum þessu fyrirtæki vélina með
því skilyrði að hún færi úr landi, sem
er mjög algengt. Ef við hefðum
ætiað að selja vélina hér á landi
hefðum við að sjálfsögðu gert það
sjálfir. Við þurftum ekki Hollendinga
til þess,“ sagði Þorgeir í samtali við
Morgunblaðið.
Kusu að bijóta samkomulagíð
Hann sagði að Hollendingarnir
hefðu kosið að bijóta þetta sam-
komulag og framselt samninginn til
Flateyjar. Oddi hefði hins vegar
aldrei selt bókbandsstofunni Flatey
neitt og kæmi þetta því eiginlega
ekki við. Hins vegar væri Flatey
með hjálp lögmanna sinna að láta
reyna á samninginn. Samningurinn
væri hins vegar gerður við hollenskt
fyrirtæki með framangreindu skil-
yrði og við það skilyrði hlytu Hol-
lendingamir að standa.
Þorgeir sagði að það væri ekki
rétt sem komið hefði fram í frétt
Morgunblaðsins að það yrði einungis
ein vél eftir í landinu; í Odda, fyrir
utan þá sem seld hefði verið til
Hollands. Rétt væri að auk hennar
væm tvær aðrar vélar til í landinu,
önnur í Odda og hin hjá félagsbók-
bandinu Bókfell og það væm engan
vegin nægjanleg verkefni fyrir þess-
ar vélar í landinu. „Þegar við gerð-
umst aðilar að prentsmiðjunni Grafík
vakti það fyrir okkur að ná meiri
hagræðingu í bókaframleiðslu og
betri nýtingu á vélar og tæki sameig-
inlega," sagði Þorgeir.
Aðspurður hvort það væri tekið
fram í kaupsamningnum um vélina
að það væri skilyrði að hún yrði
ekki seld hér á landi sagði hann svo
ekki vera. Hins vegar væri það tek-
ið fram í samkomulagi sem gert
hefði verið við Hollendingana þegar
þeim var falið að selja vélina að hún
yrði ekki sett upp á íslandi.
TORMOD Hermansen,
forstjóri norska síma-
fyrirtækisins Telenor,
telur að minni símafé-
lög á borð við Póst og
síma þurfí að leita eftir
samstarfi við _ erlend
símafyrirtæki. Á þann
hátt geti þau í senn
styrkt samkeppnis-
stöðu sína og boðið við-
skiptavinum sínum
þjónustu um allan
heim.
„Ég er persónulega
fylgjandi nánara sam-
starfi milli Pósts og
síma og Telenor. Það
myndi fela í sér já-
kvæða niðurstöðu fyrir báða aðila,“
sagði hann í samtali við Morgun-
blaðið. Hermansen sagði að slíkt
samstarf hefði ekki verið rætt form-
lega ennþá við Póst og síma, en
frumkvæðið yrði að koma frá ís-
landi. Telenor væri reiðubúið að
heíja slíkar viðræður ef og þegar
óskir bærust þar að lútandi.
Telenor hefur átt í samstarfí við
danska símafélagið TeleDanmark
og breska fyrirtækið British
Telecom (BT) undanfarin ár. Sam-
starfið við BT þykir hafa tvo megin-
kosti í för með sér. BT hætti við
að færa út kvíarnar í Noregi og
varð því ekki helsti keppinauturinn
á heimamarkaði Telenor eins og við
blasti. í öðru lagi hefur
Telenor fengið aðgang
að mjög góðri alþjóð-
legri þjónustu fyrir við-
skiptavini sína. Telenor
og TeleDanmark hafa
síðan snúið bökum
saman í samkeppninni
við sænska fyrirtækið
Telia sem hefur lýst því
yfir að öll Norðurlöndin
séu heimamarkaður
sinn.
Telenor rekið á
viðskiptalegum
grundvelli
Tormod Hermansen
hélt fyrirlestur á ráð-
stefnu Pósts og síma í gær um íjar-
skiptaþróun þar sem hann lýsti
stöðu Telenor um þessar mundir.
Þar kom m.a. fram að fyrirtækinu
var breytt úr ríkisstofnun í hlutafé-
lag þann 1. nóvember árið 1994,
en væri að fullu í eigu norska ríks-
ins. Frá þeim tíma hefði reksturinn
hins vegar tekið miklum stakka-
skiptum. „Stjómmálamenn áttuðu
sig á því að það var nauðsynlegt
að reka fyrirtækið á viðskiptalegum
grundvelli í stað þess að skilgreina
það sem hluta af þjónustu hins opin-
bera,“ sagði Hermansen m.a. í ræðu
sinni.
Hann skýrði frá því að velta fyrir-
tækisins hefði vaxið úr tæpum 17
milljörðum norskra króna frá árinu
1992 í tæpa 20 milljarða árið 1995
eða liðlega 200 milljarða íslenskra
króna. Á þessu ári yrði veltan ná-
lægt 22 milljörðum. Veltan hefði
aukist um 10% á ári þrátt fyrir lækk-
un gjaldskrár í fjarskiptum sem rekja
mætti til aukinnar framleiðni og út-
víkkunar starfseminnar inn á ný svið. ,
Telenor hefur á síðustu áram keypt
fjölmörg fyrirtæki á sviði fjarskipta, >
gagnaflutninga og annars konar )
upplýsingatækni, ýmist að hluta eða
öllu leyti. Um 60 fyrirtæki tilheyra
nú Telenor- samsteypunni. Meðal
þeirra fyrirtækja sem Telenor hefur
keypt á undanfömum áram er Tele-
nor Comma AS, en það er sá hluti
af rekstri Norsk Data sem enn er í
gangi.
Starfsemi P&S færð út
fyrir landsteinana
Halldór Blöndal, samgönguráð- *
herra vék í ávarpi sínu á ráðstefn-
unni nokkuð að samstarfi Pósts og
síma við erlend símafélög og sagði
m.a. að vitaskuld myndi Póstur og
sími hf. að reyna að halda sínum
hlut með því að einbeita sér að
heimamarkaðnum. „En það er ekki
nóg. Síminn hlýtur líka að þreifa
fyrir sér um samstarf og samvinnu '
á nýjum grandvelli við alþjóðleg )
símafyrirtæki til þess að ná til sín |
veltu og viðskiptum í staðinn fyrir
þau sem tapast hér heima.“
Tormod
Hermansen