Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 19 VIÐSKIPTI Samruni ferjufélaga á Ermarsundi ráðgerður London. Reuter. Markaðsyfirráð Eurotunnel % af ferðum 50 40 á Dover-Calais leiðinni FRAKT BÍLAR 30 20 10 Agúst 1994 Agúst 1996 Agúst 1994 Agúst 1996 SAMKEPPNI á Ermarsundi hefur harðnað vegna þess að feijufélögin P&O og Stena hið sænska skýrðu fyrir helgina frá fyrirætlunum um samruna í kjölfar áætlunar um að bjarga ensk-franska fyrirtækinu Eurotunnel, sem rekur Ermar- sundsgöngin. Sérfræðingar segja að samruna- fyrirætlunin sýni að feijufélögin og Eurotunnel séu háð innbyrðis og benda á að velgengni feijanna í framtíðinni kunni að vera háð því að Eurotunnel fáist til að sam- þykkja að endi verði bundinn á núverandi verðstríð á Ermarsundi. Einnig er sagt að mikil aukning flutninga um Ermarsund séu það eina sem bjargað hafí félögunum til þessa, einkum feijufélögunum. Áfram spenna á Ermarsundi Talið er að spenna haldi áfram að ríkja á Ermarsundi þar til Eurot- unnel komist á réttan kjöl, jafnvel þótt sameignarfyrirtækinu P&O- Stena Line verði komið á fót eftir áætlun og áætlanaferðir félaganna milli Dover, Newhaven, Calais, Di- eppe og Zeebrugge verði samræmd- ar auk markaðssetningar. Sérfræðingur Credit Lyonnais Lang í London telur mjög ólíklegt að flutningsgjöld haldist eins lág og þau hafa verið í ár — það sé hvorki Eurotunnel né P&O og Stena til góðs. Hann benti á að sænska félagið hefði tapað á hinni mikil- vægu leið Dover/Calais og að P&O væri „varla arðbært." Erfítt væri að segja til um hve- nær breyting yrði hjá Eurotunnel og hve miklar hækkanir yrðu á far- gjöldum á næsta ári, einkum á há- annatímanum maí til september. Bandaríkja- menn deili á jap- anska tollamúra Genf. Reuter. BANDARÍKIN og Japan hafa formlega borið upp deilu sína um ljósmyndafilmur á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar, WTO, og skipzt á ásökunum um vemdarstefnu og rangtúlk- anir. Japanar neituðu að sam- þykkja beiðni Bandaríkjamanna um að fljótlega yrði skipuð nefnd til að kanna deiluna og stjórnin í Washington falaðist óbeinlínis eftir stuðningi ann- arra ríkja í baráttu við japanska tollmúra gegn erlendum varn- ingi. I yfirlýsingu á fundi sátta- gerðarnefndar WTO (DSB), sagði settur viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, Charlene Bars- hefsky, að tollmúrarnir væru mismunun gegn utanaðkom- andi fyrirtækjum, sem vildu komast inn á ljósmyndafilma og pappírsmarkað Japans, sem er metinn á rúma 600 milljarða króna á ári. Önnur aðildarríki WTO ættu að láta sig málið varða af því að múrarnir væri vitnisburður um útilokunarstefnu, sem fram- fylgt væri í öllum þjóðarbúskap Japana. Með ásökunum þessum hefur málið verið fært á nýtt stig: ekki er lengur um að ræða deilu tveggja helztu ljósmyndarisa heims, Eastman Kodak og Fuji, heldur deilu tveggja ríkisstjórna sem getur orðið illskeytt. Lokaðir fundir Deilan mun þó líklega fara fram fýrir luktum dyrum í að minnsta kosti eitt ár — á fund- um hlutlausrar þriggja manna nefndar WTO. Sendiherra Japana hjá WTO, Nobutoshi Akao, vísaði ásökun- um Bandaríkjanna á bug, kvað þær „stangast á við staðreynd- ir“ og sagði að japanskur ljós- myndafílmumarkaður væri „galopinn." 38.000 kr. m.vsk TO| HEWLETT mLfíM PACKARD HP býður glæsilegt úrval af bleksprautuprenturum allt frá 20.000 kr. Einar J. Skúlason, Grensásvegi 10, s. 563 3000 Upplýsingatækni, Ármúla 7, s. 550 9090 Verð: HP DeskJet 820 Cxi Tæknilegar upplýsingar: Prenthraði: allt að 6,5 blaðsíður á mín. 1 sv/hv, allt að 4 blaðsíður á mín. i lit. Prentar undir Microsoft Windows (95, 3.1). 600x600 dpi í sv/hv. 600x300 dpi í Lit. C-REt tækni og Color Smart sem hámarkar litagæðin. Heimilistæki hf S§3 Tæknival ij? liuerju ^Jfewfett f^cichcircl meót heijjjtl jjrentci er í h eimt t&BMI Sterkustu rökin fyrir aó kaupa HP DeskJet 820 Cxi prentara færóu þegar þú berð hann saman við aóra prentara. Prentaðu í lit eða svart/hvitu á venjulegt Ljósritunarblaó með HP 820 Cxi prentaranum - þú veist um leið að hann er rétti prentarinn! Prófaóu síðan aó prenta sama skjalið á sambærilegan pappír með öðrum prentara. Þegar þú berð saman gæði, prenthraða og rekstrarkostnað veróur þér Ijóst að HP 820 Cxi prentarinn á í reynd engan keppinaut. Geróu kröfur -HP DeskJet 820 Cxi uppfyllir þær! Viðurkenndir sölu- og þjónustuaðilar AC0, Skipholti 17, s. 562 7333 Heimilistæki, Sætúni 8, s. 569 1500 BOÐEIND Boðeind, Mörkinni 6, s. 588 2061 Tæknival, Skeifunni 17, s. 550 4000

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.