Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 ÚRVERINU MORGUNBLAÐIÐ i NEYTEIMDUR Lesendur spyrja Annars flokks ávextir og grænmeti á tilboðsverði? MARGT brennur á fiskverkafólki nú á dögum og þykir mörgum það skjóta nokkuð skökku við að í stað þess að fjárfesta og endurbæta á Islandi noti atvinnurekendur gróðann, sem áunn- ist hefur, til þess að fjárfesta í útlöndum. „ÞAÐ er alveg Ijóst að fjármagnseigendur væru ekki að fjár- festa í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum nema þeir hefðu trú á því sem þeir væru að gera og eygðu gróðavon,“ sagði Aðal- steinn Baldursson, formaður fiskvinnsludeildar VMSÍ. Krefjumst starfsöryggis í stað óöryggis DRÖFN Farestveit hússtjómar- kennari var að velta fyrir sér hvers vegna ekki væru sérstök horn í verslunum þar sem viðskiptavinir gætu keypt annars flokks ávexti eða grænmeti til að matreiða úr. Hún segist viss um að margir viðskiptavinir kynnu að meta slík afsláttarhorn og bendir á að fátt jafnist t.d. á við góða sultu úr plóm- um og eplum og hana má búa til úr annars flokks ávöxtum. Matarávextir á 50 krónur Jón Ásgeir Jóhannesson hjá Bón- us segir að stundum sé í Bónus hægt að fá svokallaða matarávexti og grænmeti á niðursettu verði. „Við seljum slíka poka á 50 krón- ur. Yfirleitt er þá gefinn 60-70% afsláttur. Oft eru það banan- ar, epli, sveppir og paprikur sem við bjóðum með þessum hætti og mesta úrvalið af slíkri vöru er yfirleitt á mánudög- um.“ Hjá Nóatúni er fyrirkomulagið svipað. „Við höfum af og til tekið ávexti eða grænmeti sem er farið að sjá á og pakkað því sérstaklega inn og boðið á tilboðsverði," segir Jóhann Ólafsson hjá Nóatúni. Hann segir hins vegar að þetta sé ekki reglulegur liður hjá verslun- inni því heildsalar bæti oft kaup- mönnum ávexti og grænmeti sem ekki er fyrsta flokks. „Við kaupum þessar vörur inn á hveijum degi og það er algjör undantekning að var- an nái að eldist hjá okkur.“ Ekki annars flokks vara í Hagkaupi „Við munum ekki selja annars flokks vöru í Hagkaupi og höfum ekki í hyggju að taka það upp vegna þess að verslunin selur einungis fyrsta flokks vöru,“ segir Óskar Magnússon forstjóri hjá Hagkaup. „Það er stuttur vegur frá því að setja fram lítillega útlitsgallaða vöru og síðan skemmda og hættu- 57 vöru- tegundir af 58 hlutu verðlaun ÍSLENSKIR kjötiðnaðarmenn sendu nýlega til Heming í Dan- mörku kjötvömr þar sem þær tóku þátt í alþjóðlegri fagkeppni. Alls vora dæmdar 58 vörutegundir frá Íslandi og fengu 57 þeirra verðlaun. Að sögn Óla Þórs Hilmarssonar, sem var einn alþjóðlegu dómar- anna, er þetta mikil viðurkenning fyrir íslenska kjötiðnaðarmenn. „Hérlendis eru mjög fáar kjötversl- anir og kjötiðnaðarmenn okkar meira og minna að starfa í stórum kjötvinnslum þar sem notaðar era hátæknivélar. Með fagkeppni sem þessari fá þeir staðfestingu á því að sem fagmenn í handverki eru þeir ekki síðri en kjötiðnaðarmenn í nágrannalöndunum. Það eru ein- vörðungu gæði, handbragð og fag- mennska sem skiptir máli í keppni sem þessari ,“ segir Óli Þór. „Kjöt- iðnaðarmennimir hafa lagt mikla vinnu í að æfa og þjálfa sig fyrir keppnina og slík æfing skilar sér auðvitað beint til neytenda," segir hann. lega vöru. Ef á að fara að meta vöra sem lítur illa út og ákveða að það sé útlitið en ekki innihald þá teljum við að við séum komin á hálan ís,“ segir Óskar. „Annars flokks ávexti og grænmeti látum við frá okkur í dýrafóður og eram t.d. með sérstaka tilraunastarfsemi í gangi á Hálsi í Kjós þar sem við gefum beljunum að hluta til lífrænt fóður.“ Sultur og mauk Haft var samband við Leiðbein- ingastöð heimilanna og Steinunn Óskarsdóttir spurð hvort hún ætti ekki uppskriftir að einhverju gimi- legu sem hægt væri að búa til úr annars flokks ávöxtum og græn- meti. Hún benti á paprikumaukið en uppskriftin að því birtist hér á neytendasíðunni þann 14. septem- ber sl. Hún gefur lesendum hér uppskrift að sýrðum agúrkum, bananamarmelaði og tómatmauki. Sýröar agúrkur __________7-10 ggúrkur__________ lítri edik ___________750 g sykur__________ __________Pickles krydd_________ Agúrkurnar era afhýddar, þær klofnar og þeim skipt í fimm til sex 17 gullverðlaun Alls hlutu íslensku kjötiðnaðar- mennimir 17 gullverðlaun, 21 silf- urverðlaun og 19 bronsverðlaun. Fern gullverðlaun fóra til kjötiðju KÞ á Húsavík, fem til KRÁS á Selfossi, þrenn til SS á Hvolsvelli, tvenn til Hafnar á Selfossi, ein til Reykjagarðs á Hellu, ein til SÖ kjöt- vara í Hafnarfirði, ein til Eiriks Jenssens á Akureyri og ein til af- urðastöðvarinnar í Borgarnesi. Björn Ingi Björnsson hjá KRÁS á Selfossi varð landsmeistari ís- sentímetra bita. Fjarlægið kjarna (sé um þá að ræða). Leggið í stóra skál, saltið milli laga og setjið lok á. Látið liggja svona í sólarhring. Sjóðið saman edik, sykur og krydd og setjið gúrkurnar út í smátt og smátt. Hleypið upp á gúrkunum suðu þangað til þær era orðnar glærar. Færið þær upp á skál og þegar allt er soðið er leginum hellt yfir og látið bíða yfir nótt. Næsta dag er aftur hleypt upp á leginurrp gúrkumar látnar í og hellt í hreinar krukkur. Bananamarntelaði 2 kg bonongr 2 sítrónur _________1 gppelsína__________ _______ 500 g sykur___________ _______1 tsk. sítrónusafi_____ rotvarnarefni ef vill Bananamir eru afhýddir og skomir í bita. Sítrónurnar afhýddar og einnig skornar í bita. Sama er gert við appelsínurnar en börkur- innn má gjarnan vera á þeim. Öllu blandað saman og soðið í 5 mínútur með sykri og sítrónusafa. Rotvam- arefni er bætt út í ef marmelaðið á að geyma lengi. Tómatmauk Nota skal vel þroskaða tómata. ________1 kg rauðir tómatar_____ ____________1 kg sykur__________ __________3-4 sítrónur__________ Tómatar era þvegnir og þerraðir og skomir í sneiðar og lagðir í lögum með sykrinum í pott. Soðnir í hálftíma. Þá er rifnum sítrónu- berki úr 3-4 sítrónum blandað sam- an við ög soðið áfram í fimmtán mínutur. Að lokum er sítrónusafa blandað út í og maukið soðið í nokkrar mínútur. Sett á glerkrakkur. Maukið má nota í pastarétti og ýmsa pottrétti. lands og í þriðja sæti í keppninni en fast á eftir honum var Kristján Arnarsson hjá Kjötiðju KG sem var í 4. sæti í keppninni. Tveir ungir kjötiðnaðarmenn, þau Sigfríður Halldórsdóttir hjá Nýja bautabúrinu og Friðrik Þór Erlings- son hjá Meistaranum, tóku þátt i að kynna nýtingu, úrbeiningu og framsetningu á lambakjöti. Kynn- ingin var vegna aukins áhuga danskra kjötiðnaðarmanna á lambakjöti og þarna gafst tækifæri að kynna íslenska fagmennsku á þessu sviði. FJÖLMÖRG mál brunnu á íslensku fiskverkafólki á fjölmennri ráð- stefnu, sem haldin var á Hótel ís- landi sl. laugardag, en að mati þess er nú kominn tími á uppskeruhátíð, og þótt fyrr hefði verið. Bent var á að nú ríkti góðæri í íslenskum sjávar- útvegi og því væra sóknartækifæri fyrir fiskverkafólk í komandi kjara- samningum. Fyrir utan nokkur fróð- leg erindi sem haldin voru veltu ráð- stefnugestir fyrir sér ýmsum spurn- ingum og margir stigu í pontu. Gróðinn til útlanda Arndís Pálsdóttir frá Ólafsvík vildi til dæmis vita hvernig stæði á því að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sæju ekki sóma sinn í því að full- vinna fiskinn á íslandi í stað þess að flytja hann út til verksmiðju- vinnslu annars staðar. Jón Karlsson frá Sauðárkróki velti fyrir sér hvort gert væri ráð fyrir sömu nýtingu í sjó- og landvinnslu. Frystitogararnir gætu hent því sem þeir sæju sér ekki hag í að vinna á meðan land- vinnslan væri ekki í aðstöðu til að henda neinu og þyrfti því að vinna allan þann afla, sem bærist inn í húsin. í því lægi mikill aðstöðumun- ur. Benóný Benediktsson frá Grinda- vík vildi vita hvort mikill markaður væri fyrir endurunninn físk af frysti- toguram. Stella B. Steinþórsdóttir frá Norðfirði vildi að gerður yrði samanburður á mannaflaþörf í sjó- og landvinnslu eftir vinnsluaðferðum og stærð á fiski. „Það er staðreynd að í frystihúsunum sitjum við uppi með seinlegustu pakkningarnar og erum ekki í aðstöðu til að henda smáfískinum." Hún benti jafnframt á að meðalvigt á ýsu hefði lækkað úr 1,9 kg í 1,2 kg frá því að friðunar- aðgerðirnar hófust. „Við eram nefni- lega ekkert að dunda okkur í frysti- húsunum, heldur er fiskurinn orðinn að smáfiski vegna of mikillar friðun- ar. Það sama hefur gerst í ufsanum. Nú erum við að vinna ufsa sem í „den tid“ var talinn til bryggjutitta.“ Kristján Gunnarsson frá Keflavík kvað sjávarútvegsfyrirtækin hafa verið að græða mikið að undan- fömu, en sama láglaunastefnan væri eftir sem áður rekin gagnvart starfsfólkinu. Gróðanum, sem ís- lenskt verkafólk hefði búið til, væri nú eytt í fjárfestingar í útlöndum, í gjaldþrota fyrirtæki, í stað þess að ijárfesta, endurbyggja og tækni- væða á íslandi. Skúli Jónsson frá Sauðárkróki velti svo upp þeirri spurningu hvernig stæði á því að fiskvinnsluhús innan SH virtust standa betur en hús innan ÍS. Fram kom á fundinum að í síð- ustu kjarasamningum, sem undirrit- aðir vora i febrúar 1995, hefðu ver- ið gerðar umtalsverðar breytingar á kauptryggingarsamningi fiskverka- fólks sem átt hafi að leiða til þess að starfsöryggi yrði mun betur tryggt en verið hafði áður. „Því mið- ur hefur reynslan ekki orðið sú og ég Ieyfi mér að tala um alvarleg svik af hendi atvinnurekenda. Þeir lofuðu að beita sér fyrir því að fyrir- tæki innan samtaka þeirra felldu fólk ekki af launaskrá ef við legðum þeim lið við að ná fram breytingum á greiðslureglum Atvinnuleysis- tryggingasjóðs í hráefnisskorti,“ sagði Aðalsteinn Baldursson, for- maður fiskvinnsludeildar VMSÍ. Hann bætti við: „Allt náðist fram með okkar atbeina. Við gerðum því ráð fyrir að nú ætti fiskvinnslufólk að búa við sambærilegt atvinnuör- yggi og annað launafólk. Því miður hefur það ekki orðið og það kom í ljós strax í fyrsta vinnslustoppi um síðustu áramót. Mörg fyrirtæki .felldu fólk út af launaskrá og vísuðu því á atvinnuleysisbætur. Og því miður verður að segja að þessi fyrir- tæki hafa ekki reynt að nýta sér rýmkaðar reglur Atvinnuleysis- tryggingasjóðs um endurgreiðslur." Islenskar kjötvörur í alþjóðlegri fagkeppni Ljósmynd/Þorsteinn Þórhallsson SIGFRÍÐUR Halldórsdóttir að úrbeina lambakjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.