Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sigurður Þórólfsson gullsmiður sýnir silfurmuni í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni Smíðar fyrst og fremst með höfðinu SIGURÐUR Þórólfsson gull- smiður hefur opnað sýningu á silfurmunum í Listasafni Kópa- vogs - Gerðarsafni, neðri hæð. Sýninguna nefnir hann í báru- fari og vísar þar til fjörusteina sem hann notar í mörg verka sinna. Um 40 verk eru á sýning- unni, þar af yfir 30 silfurskúlpt- úrar, en einnig eru sýnd örsmá skipslíkön úr gulli og silfri, skreytt eðalsteinum. Sigurður er um margt óvenju- legur listamaður, en hann er fjötraður í hjólastól vegna vöðvarýrnunar. Til þess að geta smíðað setur hann leðurólar utan um úlnliðina og með vogar- afli getur hann lyft höndunum upp í vinnustellingar og skapað þannig fíngerða gripi úr gulli og silfri. „Þótt ég hafi misst töluverðan mátt á síðustu árum er stöðug- leikinn enn til staðar, enda er taugakerfið í góðu lagi. Ég hef því fullkomna stjórn á því sem ég er að gera,“ segir Sigurður. „Maður smíðar líka fyrst og fremst með höfðinu en ekki höndunum, handlagni er því mjög villandi hugtak. Það er miklu nær lagi að segja að menn séu hagir.“ Sigurður viðurkennir þó að sum viðfangsefni hafi reynst sér óþægur Jjár í þúfu. Hann hafi því oft orðið að skipta um að- ferð. „Það hefur yfirleitt gengið, en ef allt um þrýtur kalla ég bara á konuna mína,“ segir lista- maðurinn og glottir. „Síðan er ég náttúrulega búinn að vélvæða mig, er kominn með vélsög, sem hefur Iétt mér Iífið.“ Engin áhætta tekin Margir hlutirnir sem Sigurður hefur skapað er agnarsmáir, einkum í skipslíkönunum, en hann líkir eins nákvæmlega eftir fyrirmyndinni og kostur er. Nefnir Sigurður sem dæmi líkan af Hval 8, sem hann smiðaði um árið, en þá fylgdi hann teikningum af skipinu út í ystu æsar. „í því tilfelli þorði ég reyndar ekki að taka neina áhættu, enda er Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. kröfuharður maður sem gjörþekkir skip- in sín.“ Segja má að hinar öfgarnar hafi komið fram þegar Sigurður var að glíma við Húnaröstina SF, en þegar upp var staðið kom í jjós að peran var of stór á líkaninu. Hákon Magnússon skipsljóri og aflakló lét það hins vegar ekki á sig fá, heldur lét einfaldlega breyta Húnaröstinni í samræmi við líkanið. „Ég veit ekki betur en það hafi gefið góða raun,“ segir Sigurður. Sigurður er enginn nýgræð- ingur í listinni. Á öndverðum sjöunda áratugnum vann hann mikið í tré en neyddist til að hætta þegar „litla íbúðin sem ég bjó í var orðin full“. Sneri hann sér þá að silfrinu — „maður talar ekki um gull, þar sem það er of dýrt til að leika sér með“ — og fann fljótt köllunina. „Silfrið er óskaplega skemmtilegt efni, það rekur svo mikið á eftir manni, enda verður silfur ekki að silfri fyrr enn á lokastiginu. Allt í einu er maður kominn með glamp- ann.“ Um langt árabil sinnti Sigurð- ur listinni, þó ein- göngu í hjáverkum. „í aldarfjórðung var ég skrifstofustjóri I stóru fyrirtæki en varð að láta af störf- um fyrir sex árum vegna vöðvarýrn- unarinnar. í fyrstu var ég hræddur við að fara heim og eyða öllum deginum á verkstæðinu í bíl- skúrnum. Fljótlega gerði ég mér hins vegar grein fyrir því að sá ótti var ástæðulaus, enda er þetta miklu skemmtilegra en að blaða í skjölum og hanga í síman- um. Það var ótrúlegur munur að losna úr amstri hversdags- ins.“ Sigurður lét reyndar ekki þar við sitja, heldur tók próf í gull- smíði árið 1992. Sýningin í Gerð- arsafni er fjórða einkasýning hans, en síðast sýndi hann í and- dyri Norræna hússins fyrir fjór- um árum. Sigurður hefur auk þess tekið þátt í mörgum sam- sýningum. Má þar nefna fjórar alþjóðlegar sýningar í London, þar sem hann hlaut viðurkenn- ingu fyrir verk sín. Á sýningunni í Gerðarsafni verður jafnframt sýnt myndband sem lýsir vinnu Sigurðar við skipslíkönin. Myndatöku og klippingu annaðist Páll Reynis- son. Sýningin er opin daglega frá kl. 12-18, nema mánudaga, og lýkur 20. október. Morgunblaðið/Þorkell HVALUR 8, eitt af skipslíkönum Sigurðar, er i eigu Kristjáns Loftssonar forsljóra Hvals hf. Sigurður Þórólfsson Froðleg skemmtun SKEMMTIKVOLP Kaffilcikhtisið SPÆNSKT KVÖLD Spænskt kvöld Kaffileikhússins í Hlapðvarpanum, haldið með undir- titlinum La vida no es bacalao. Fram komu Sigríður Ella Magnúsdóttir, Kristinn R. Ólafsson, Lára Stefáns- dóttir, Pétur Jónasson og Einar Kristinn Einarsson. Leikstjóri Þór- unn Sigurðardóttír, Leikmynd hann- aði Sigríður Guðjónsdóttir, lýsingu annaðist Jóhann Pálmason. Tónlistin er eftír ýmsa spænska höfunda, þekkta og óþekkta, textum snaraði Þorsteinn Gylfason. Frumsýnt 5. október. KAFFILEIKHÚSIÐ heldur áfram þemakvöldum sínum, þ.e. skemmti- kvöldum byggðum á ákveðnu þema eða stefí. Síðasta vetur voru þar grísk kvöld, sem halda reyndar áfram á öðrum stað, en í inngangi að Spænsku kvöldi síðastliðinn laugar- dag kom fram að fram að þessu hafí skemmtikvöldin verið unnin af öðrum í samvinnu við Kaffíleikhúsið. Spænsku kvöldin eru aftur á móti alfarið á vegum Kaffileikhússins og mikið í þau lagt. Upphafstef kvöldisns er bráð- skemmtileg stemma eftir Manuel de Falla en tónlist úr smiðju hans var reyndar áberandi þá um kvöldið í bland við lög úr safni Lorca og sitt- hvað frá fleirum. Undirleikur allur var á tvo gítara og skemmtilega spænskur fyrir vikið, þó de Falla hafi margt samið fyrir píanó eða hljómsveit. Eins og getið er eiga þeir bróðurpartinn af tónlistinni de Falla og Lorca, en einnig var boðið upp eitt lag með hinum ólánsama meistara Enrico Granados, og hefðu að skaðlausu mátt vera fleiri. Sigríður Ella Magnúsdóttir söng af listfengi og innlifum hvaðeina, hvort sem var þjóðlag eða óperu- sprettur, þar á meðal fór hún vei með helgisöngva, en hafði fullfágaða rödd fyrir götuvísuna góðu um Isa- bellu. Einnig var Asturiana, spæskt þjóðlag nr. 4 úr safni de Falla, full varlega flutt, sbr. upptöku de Falla sjálfs og Mariu Barrientos vorið 1928. Annað verður ekki sett út á; Sigíður Ella og undirleikarar fóru á kostum og eiga eflaust eftir að ná enn betur saman þegar fram líður. Stjama þessarar sýningar er Kristinn R. Ólafsson, sem lék á als oddi og ýmist skemmti eða fræddi, nema hvorttveggja væri. Kristinn er með ólíkindum fróður um sögu Spán- ar, en meira var um vert hvemig honum tókst að flétta saman fróðleik og skemmtun, aukinheldur sem hann sýndi talsverða leikhæfíleika þegar á reyndi. Þannig er eftirminnilegt hvernig honum tókst að draga upp mynd af ógnarámm Francos og skó- sveina hans. Heldur var frásögnin þó snubbótt þegar komið var fram yfir hlé, mætti kannski jafna henni betur yfír kvöldið. Lára Stefánsdóttir dansaði frum- samda dansa við nokkur laganna og gerði það yfirleitt vel, þó hennar hlut- verk sé ekki vel skilgreint. Að mínu mati þyrfti hún að koma meira við sögu og ekki skemmdi ef hún klædd- ist litríkari fatnaði. Ógetið er þýðinga Þorsteins Gylfa- sonar sem vom afskaplega skemmti- legar. Þannig má nefna textann við Dindirindin, sem var leikandi glett- inn, og afbragðsþýðingu hans á E1 retrato de Isabella. Spænsk kvöld Kaffileihússins era metnaðarfull sýning og bráðvel heppnuð, skemmtileg og fræðandi. Líklega er best að njóta hennar með málsverði sem matreiddur er af spænskættuðum matsveini hússins, en það er fráleitt nauðsynlegt. Árni Matthíasson LÁRA Stefánsdóttir, Pétur Jónasson, Einar Kristinn Einarsson og Sigríður Ella Magnúsdóttir æfa fyrir Spænskt kvöld Kaffileik- hússins í Hlaðvarpanum. Hlýtur að teljast brýnt að fleiri íslensk bókaforlög hasli sér völl á Bókastefnunni í Frankfurt Samið um útgáf- ur íslenskra bóka Aðsókn að Bókastefnunni í Frankfurt jókst síðustu dag- ana en í fyrstu var hún mun dræmari en í fyrra. Jó- hann Hjálmarsson segir íslenska bókaútgefendur á stefnunni bjartsýna og ánægða með þann áhuga sem erlendir útgefendur og gestir hafa sýnt íslenskum bókum. Frankfurt. Morgunblaðið. Á bókastefnunni var gengið frá samningum um útgáfu á bók eftir Einar Kárason í Frakk- landi og Einar Má Guðmundsson í Tékklandi og Þjóðverjar hafa hug á að gefa út Svaninn eftir Guðberg Bergsson. Belgískur útgefandi lýsti vilja sínum til að gefa út ljóðasafn eftir Stefán Hörð Grímsson. Frakkar beina sjónum að íslenskum barnabókum og munu að öllum líkindum gefa út nýtt ævintýri eftir Guðrúnu Helgadóttur með myndum eftir Brian Pilking- ton. Alþjóðleg útgáfa matreiðslubóka á íslandi gæti orðið vemleiki innan skamms. Landkynn- ingarbækur um ísland njóta vaxandi vinsælda. Nýútkomndar eldgoss- og jarðfræðibækur eft- ir Ara Trausta Guðmundsson og Halldór Kjart- ansson þóttu tímabærar og spennandí. Bækur eftir marga íslenska höfunda era þegar komnar út eða á leiðinni í ýmsum lönd- um. Útgefendur þakka þetta ekki síst þeim tengslum sem myndast á Bókastefnunni, en líka almennum áhuga á bókum eftir Norður- Iandahöfunda. Á áram áður reyndist mjög erf- itt og stundum óhugsandi að bjóða bækur eft- ir íslenska höfunda til útgáfu erlendis. Þá komu íslenskir útgefendur fyrst og fremst til Frank- furt í því skyni að kaupa útgáfurétt í staðinn fyrir að selja. Segja má að íslenskir útgefend- ur standi nú jafnfætis útgefendum annarra þjóða, en það hlýtur að teljast brýnt að fleiri forlög en Vaka-Helgafell, Mál og menning og Forlagið sýni bækur og kynni höfunda sína í Frankfurt. Á Bókastefnunni er bollalagt um útgáfumál og íjallað um kunna og lítt kunna rithöfunda. Vaka-Helgafell keypti til dæmis í fyrra út- gáfurétt á skáldsögu Danans Micaels Larsens, Svikinn veraleiki, sem er að koma út í 20 lönd- um og er meðal útgáfubóka forlagsins í haust. Larsen sem er í flokki þeirra rithöfunda sem skrifa vandaðar sakamálasögur með bók- menntagildi er af mörgum talinn jafnoki Peters Höege, höfundar Lesið í snjóinn, eða einn þeirra norrænu rithöfunda sem höfða til heimsmarkað- arins. „Athygli manna beinist að norræna svæð- inu og menn spyija hver komi næstur eftir Peter Höeg“, sagði Ólafur Ragnarsson, for- stjóri Vöku-Helgafells. Hann minnti á norrænu bylgjuna sem mikið var rædd í fyrra og Peter Höeg og Jostein Caarder era helstu fulltrúar fyrir. Hann og Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri Máls og menningar, töldu báðir að frami þessara höfunda hefði greitt íyrir norrænum bókmenntum erlendis og valdið því að útgefend- ur era forvitnir um norrænar bókmenntir. Ólafur Ragnarsson minnti á góða dóma sem Ólafur Jóhann Ólafsson hefur fengið fyrir Fyrirgefningu syndanna í Frakklandi en út- gáfuréttur bókarinnar hefur nú verið seldur til sex landa. Hann sagði að í Frakklandi væri áhugi á norrænum bókum að aukast eins og annars staðar. Fulltrúi franskra útgefenda hefði til dæmis komið til sín og falast eftir bamabókum til útgáfu. Ævintýri eftir Guðrúnu Helgadóttur með myndum Brians Pilkington virtist höfða til Frakka. Þetta hefði verið óhugsandi áður og til marks um breyttar áherslur bókaúgáfunnar. Halldór Guðmundsson sagði að bækur eftir Einar Kárason, Einar Má Guðmundsson og Steinunni Sigurðardóttur, kæmu út á þýsku á næsta ári. Djöflaeyjan kæmi út í kilju, sem væri mikill árangur. Hann sagði að þýski markaðurinn væri mjög opinn fyrir norrænum bókmenntum. „Persónuleg samskipti skipta mestu máli. Þau fást ekki með faxi,“ sagði Halldór um Bókastefnuna og fundi útgefenda. Áríðandi væri að sjá hvað kollegar væru að gera og þá einna helst á Norðurlöndum því að margt væri líkt með norrænu þjóðunum, áhugaefnum þeirra og lestrarvenjum. Portúgalar næst írar voru í öndvegi á Bókastefnunni og lögðu áherslu á hversu dreifðir og sundraðir þeir eru. Næsta ár kemur röðin að Portúgölum sem halda út í heiminn með því bjóða upp á bók- menntir og kaffi. Norðurlandaþjóðimar hafa af fjárhagsástæðum ekki getað sameinast svo- kölluðum brennidepli í Frankfurt sem tryggir þjóðum sérstaka athygli. I I > ) i i i I ! í I I í í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.