Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 25
LISTIR
Nýjar bækur
Fjórar bækur
fyrir unga
lesendur
HJÁ Barnabókaútgáfunni eru
komnar út fjórar nýjar bækur eftir
íslenska höfunda og teiknara. Bæk-
urnar eru allar ætlaðar yngri les-
endum og eru þær fyrstu í nýjum
flokki bóka sem í ár hefur göngu
sína hjá útgáfunni. Bókaflokkurinn
verður sérstaklega miðaður við
þarfir yngri lesenda og er markmið-
ið með útgáfunni að örva lestur og
mæta stöðugri þörf barna fyrir ný
og fjölbreytileg viðfangsefni í lestri.
Bækurnar eru Hjördís eftir Árna
Árnason og Önnu Cynthiu Leplar,
Dagurílífi Skarpa eftir Birgi
Svan Símonarson og Halldór Bald-
ursson, Fílón frá Alexandríu eftir
Gunnar Harðarson og Halldór Bald-
urssonog Veðurtepptureiúr Hjör-
leif Hjartarson.
Efni heftanna er fjölbreytt. Fílón
frá Alexandríu segir frá athyglis-
verðum hugleiðingum heimspek-
ingsins Fílóns um boðorðin tíu, en
Fílón var uppi á árunum 20 f. Kr.
til 50 e. Kr. Hjördíser glaðvær,
lífsglöð stúlka sem var elt á röndum
um allan heim af þeim sem vildu
eiga hana, en hún gerir öllum ljóst
að hún ræður sér sjálf. Dagurí
lífiSkarpa segir frá ungum Hafn-
firðingi sem sinnast við foreldra
sína, fer að heiman og ratar í ótrú-
legævintýri. Veðurtepptur er
kvæði um strák sem teppist hjá afa
sínum í heila viku í Innstadal og á
þar mjög skemmtilegar stundir.
Höfundar voru fengnir sérstak-
lega til að skrifa þessar bækur með
börn á aldrinum 6-9 ára í huga.
Myndefnið í bókunum er bæði ríku-
legt og skemmtilegt og koma þar
við sögu tveir af þekktari teiknurum
landsins. Bækurnar hafa einnig
verið gefnar út í sérstökum skóla-
útgáfum og hefur blöðungur með
kennsluhugmyndum fylgt þeim til
skólanna. I blöðungnum er lögð
áhersla á að örva bæði munnlega
og skriflega umfjöllun í hópi barna
um málefni sem snerta umfjöllunar-
efni bókanna.
Bækurnar eru 24 bls. hver, allar
íþægilegu broti (14x21). Prent-
hönnun ehf. annaðist filmu- og
myndvinnslu, þæreru prentaðar hjá
Prentsmiðjunni Rún hf. og bundnar
inn hjá Flatey hf. Bóksala kennara-
nema sér um dreifingu bókanna.
♦ »
Þúsundir
skoða verk
Guðrúnar
Nielsen
YFIR tuttugu þúsund manns sáu
skúlptúrverk Guðrúnar Nielsen,
Wheel of Progress, á samsýn-
ingu fimmtán myndlistarmanna
af ýmsu þjóðerni, sem lauk á
dögunum í Mount Ephraim-
görðum, nærri Canterbury í
Kent.
Wheel of Progress var upp-
haflega hannað fyrir Hönnun-
arsafnið i Lundúnum árið 1992.
Hlaut það lofsamleg ummæli
sýningargesta, sem þótti það
njóta sín vel í Mount Ephraim,
þótt það hafi verið hannað með
annan stað í huga.
Tískan mætir listinni
ÞEGAR listin og tískan mætast
hafa menn óttast að annað tveggja
gerist; að tískan fari að taka sjálfa
sig of alvarlega eða í ljós komi
að listin hafi í raun aðeins átt sér
það takmark að selja nýjustu
framleiðsluna. Skipuleggjendur á
Flórens-tvíæringnum, sem nú
stendur, vona að viðamikil sýning
þeirra afsanni þessa kenningu, en
í henni er ætlunin að tefla saman
afrakstri samvinnu nokkurra
þekktra listamanna og tískuhönn-
uða. Frá þessu segir í The Europe-
a n.
Einn af þremur listrænum
stjórnendum tvíæringsins, ítalski
listgagnrýnandinn Germano Cel-
ant, telur að vænlegast sé að
hugsa um hvorutveggja sem
„skapandi tungumál". Tekur Cel-
ant sem dæmi að það hafi tekið
ljósmyndara eina öld að sannfæra
menn um að ljósmyndun væri ann-
að og meira en það að skrásetja
það sem menn sæju. Á sama hátt
verði menn að endurmeta tískuna
með því að horfa framhjá allri
þeirri einskisnýtu umfjöllun um
fólkið henni tengt, sem sé svo
áberandi, og átta sig á hvert raun-
verulegt innihald hennar sé.
Hvorki list
né tiska
Skipuleggjendur tvíæringsins
hafa fengið tíu tískuhönnuði og
tíu listamenn til samstarfs og eru
þeir ekki af verri endanum. Fyrst-
an má nefna ítalska tískuhönnuð-
inn Miuccia Prada sem var falið
að vinna með breska skelfinum
Damien Hirst, sem hefur hvað
eftir annað hneykslað listunnend-
PORTRETT af tískuhönnuð-
inum Azzedine Alaia eftir
Julius Schnabel.
ur með verkum sínum. Hirst og
Prada hafa hist nokkrum sinnum
á síðustu mánuðum. Þeir byijuðu
á því að ræða hugmyndir sínar
um lífíð og listina áður en þeir
hófust handa við verkefnið. „Ég
held að hvorki sé hægt að skil-
grena niðurstöðuna sem list eða
tísku,“ segir Prada. „Líklega er
réttara að líta á hana sem lifandi
hlut þar sem persónuleikar okkar
mætast."
Af öðrum þeim sem unnu saman
má nefna ítalska tískukónginn
Gianni Versace og bandaríska
popplistamanninn Roy Lichten-
stein, Helmut Lang og orðlista-
maðurinn Jenny Holzer, Túnis-
manninn Azzedine Alaia og New
York-búann Julius Schnabel.
Yerk eftir
Bach, Mozart
og Liszt
í Gerðarsafni
TÓNLEIKAR verða haldnir í Lista-
safni Kópavogs, Gerðarsafni, mið-
vikudagskvöldið 9. október kl. 20.30.
Það eru flautuleikaramir Martial
Nardeau og Guðrún Birgisdóttir
ásamt píanóleikaranum Peter Máté
sem flytja verk eftir Bach, Mozart,
Liszt, Schubert o.fl.
Listafólkið lék saman fjölmarga
tónleika á meginlandi Evrópu og í
Bandaríkjunum fyrir skemmstu.
Bók í minningn
íslandsvinar
BOKMENNTIR
Þýðing
PÍSLARVÆTTI HINNAR
HEILÖGU SJÚSJANIKAR
DROTTNINGAR
Grigol Matsjavariani íslenskaði
með aðstoð Pjeturs Hafsteins
Lárussonar. Fjölvi, 1996, 77 siður.
Georgíumaðurinn Grigol Mat-
sjavariani varð á hvers manns
vörum hér á landi eftir að honum
tókst eftir talsverða fyrirhöfn að
vekja athygli landsmanna á áhuga
sínum á Islandi. Sú fyrirhöfn bar
árangur mörgum árum eftir að
hann rakst barnungur á rúss-
neska þýðingu á íslandsklukkunni
í búðarglugga austur í Tbílísi.
Bókin sú kveikti ástríðu hans á
íslenskum bókmenntum sem hann
fylgdi eftir með þýðingum á verk-
um íslenskra höfunda, allt frá
Gunnlaugs sögu ormstungu til
ljóða eftir Stein Steinarr. Pjetur
Hafstein Lárusson hefur nú sett
saman snoturt kver helgað minn-
ingu þessa merka manns sem féll
frá langt um aldur fram fyrr á
þessu ári.
Uppistaðan í bókinni er þýðing
Grigols á elsta minnisvarða ge-
orgískra bókmennta sem varð-
veist hefur. Sagan af píslarvætti
heilagrar Sjúsjanikar eftir Jakob
Khútsesi var skrifuð á ofanverðri
fimmtu öld. Hún er ekki aðeins
dæmigerð kristin helgisögn heldur
einnig einskonar lykiltexti ge-
orgískrar þjóðernisvitundar og í
þeirri staðreynd er einmitt fólgin
ástæðan fyrir því að Grigol ákvað
að hefja kynningu
sína á georgískum
bókmenntum fyrir ís-
lendingum með þýð-
ingu þessarar fornu
sagnar. í fróðlegum
eftirmála bókarinnar
um land sitt og þjóð
gerir hann meðal
annars grein fyrir því
hversu kyrfilega
kristindómurinn er
samofinn georgískri
þjóðernishyggju og
sögu þjóðarinnar, og
hvernig þessir þættir
koma saman í píslar-
sögunni. Hann rekur
í stuttu máli sögu
þjóðar sinnar af eldmóði þjóðern-
issinnans; sögu sem einkennist
fyrst og fremst af látlausri bar-
áttu smáþjóðarinnar fyrir tilveru-
rétti sínum. Georgíumenn hafa í
aldanna rás tákngert þessa bar-
áttu í píslarvætti Sjúsjanikar sem
kaus fremur að þola óbærilegar
kvalir og láta líf sitt en að ganga
ásamt eiginmanni sínum elds-
dýrkandi Persum á vald og heldur
Grigol raunar því fram að sem
persóna sé Sjúsjanik svo ástsæl
meðal Georgíumanna að jafnvel
trúleysingjar virði hana mikils.
Jafnframt bendir hann á ýmis lík-
indi með sterkri þjóðarvitund
sinnar eigin þjóðar og íslendinga
og nefnir í því samhengi hvassa
þjóðernistilfinningu, varðveislut-
ilhneigingar þegar tungumálið er
annars vegar - en tungumál sitt
hafa Georgíumenn varðveitt frá
því fyrir Krists burð - og óforbetr-
anlegt stolt yfir langri bók-
menntahefð. Það er alltaf undar-
Grigol
Matsjavariani
legt að frétta af fólki
lengst úti í heimi sem
fær meiri áhuga á
íslandi en flestir ís-
lendingar geta stát-
að af en eftirmáli
Grigols varpar all-
skýru ljósi á þrá-
hyggju hans. í hon-
um leitast hann við
að finna sameigin-
lega fleti á tilvist
tveggja smáþjóða
sem streitast við að
varðveita sérkenni
sín á hátt sem full-
trúar stærri þjóða fá
seint skilið.
Þessi bók ber fyrst
og síðast vitni um dugnað og elju
Grigols sjálfs við að tileinka sér
framandi menningu og tungumál.
Prýðileg þýðing helgisögunnar
stendur sem tákn um upphaf að
stærra verki sem honum auðnað-
ist því miður ekki að sinna lengur
en raun ber vitni. Ef til vill kveik-
ir hún áhuga einhvers á að kynna
sér betur sérstöðu Georgíumanna
í menningarlegu tilliti og væri þá
markmiðinu með þessari útgáfu
sennilega náð. Að mínu viti er
helsti galli henanr sá að saga
dýrlingsins er dálítið aðþrengd á
milli aðfaraorða Pjeturs og eftir-
málans. Skemmtilegra hefði verið
að láta kynningu Grigols leiða
lesandann inn í þrautagöngu písl-
arvottarins og ljúka bókinni þann-
ig á sögunni sjálfri og því er
biskuparnir báru lík Sjúsjanikar
til heilagrar kirkju þar sem hún
gleymdist ekki.
Eiríkur Guðmundsson
Gestir á sýningu
Sýnd verða verk listamanna,
sem hafa fengist við tískuhönnun,
svo sem Salvador Dalí, Man Ray,
Andy Warhol, Christo og Joseph
Beuys. Smærri sýningar verða á
verkum Emilio Pucci, á ljósmynd-
um Bruce Weber og ein sýning
verður tileinkuð poppsöngvaran-
um Elton John sem táknmynd tís-
kunnar.
Þá mun sýningin „Gestir“ án
efa vekja athygli en henni verður
dreift á 18 söfn. Jafnmargir hönn-
uðir klæða gínur upp og verður
þeim komið fyrir á öðrum sýning-
um. Þær eiga að falla eins vel inn
í hóp sýningargesta og framast
er unnt og fást við ýmislegt það
sem menn eru staðnir að á sýning-
um; klóra sér í höfðinu, sitja á
bekkjum og horfa á listaverkin.
Ætlunin með þessari sýningu
er að fá sýningargesti til að horfa
á söfn og tísku á annan hátt en
vaninn er. „Við völdum heitið
„Gestir“ vegna tengingarinnar við
þá gesti sem eru á einhvern hátt
framandi. Það verður forvitnilegt
að sjá hvort verður meira fram-
andi: tískan sem á ekki heima í
hinum steinrunna heimi listar og
fegurðar eða safnið sem er ef til
vill ófært um að bregðast við nýj-
um skapandi straumum og stefn-
um,“ segir Luigi Settembrini sem
hefur yfirumsjón með skipulagn-
ingu sýnmgarinnar og bætir við:
„Heimur tískunnar hefur ævinlega
tilhneigingu til að vanmeta sköp-
unargetu sína. Tískuhönnuðir geta
og ættu að leggja meira til nútíma-
listar.“
Fyrirlest-
ur um
skáldsögu
FRIÐRIK Rafnsson heldur fyrir-
lestur, miðvikudagskvöldið 9. októ-
ber kl. 20.30, um skáldsöguna Jak-
ob forlagasinni og meistari hans
eftir Denis Diderot, en íslensk þýð-
ing hans á sögunni er væntanleg
á næstunni.
Jakob forlagasinni og meistari
hans er líklega þekktasta gaman-
saga franskra bókmennta frá 18.
öld, ásamt Birtingi Voltaires. Sag-
an kom fyrst úr haustið 1796 og
nú eru því nákvæmlega tvö hundr-
uð ár frá því sagan birtist á prenti.
Auk þess hafa verið gerðar eftir
henni kvikmyndir, sjónvarpsþættir
og leikrit. Fyrirlesturinn verður
fluttur á frönsku og íslensku og
er öllum opinn. Fyrirlesturinn fer
fram í húsnæði Alliance Francaise,
Austurstræti 3 (inngangur frá Ing-
ólfstorgi).
♦ ♦ ♦
Hlýtur viður-
kenningu
frá Berklee
AGNAR Magnússon píanóleikari
hlaut nýverið viðurkenningu fyrir
afburðahæfni á
sviði tónlistar frá
Berklee-tónlist-
arháskólanum í
Boston, Massac-
husetts. Agnari
var afhentviður-
kenningin á
Umbria-djasshá-
tíðinni í Perugia
á Italíu, þar sem
hann var einn af tíu fulltrúum
skólans.