Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Hugleiðingar
á hallærisöld
BOKMENNTIR
íslcnsk fræði
HAGÞENKIR
eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík.
84 bls. Þórunn Sigurðardóttir
sá um útgáfuna og ritaði inngang.
Utg. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns
og Hagþenkir.
BÓK þessi hefst á allýtarlegum
inngangi þar sem umsjónarmaður
útgáfunnar fer fyrst nokkrum orð-
um um aldarfar á 18. öld, rekur
síðan í stórum dráttum lífshlaup
Jóns Ólafssonar Grunnvíkings og
fer síðan ofan í ritgerð hans, Hag-
þenki. Minnt er á hörmungar þær
sem yfir íslendinga dundu á öid-
inni. Vikið er að píetisma og kamer-
alisma, stefnum sem hátt bar á
þeim tíma. Hvorki sé þó hægt að
kalla Jón píetista né kameralista »í
þröngri skilgreiningu þessara hug-
taka«. Eigi að síður megi af Hag-
þenki ráða »hvaða vindar blésu um
menntasetrin í Kaupmannahöfn og
meðal íslenskra menntamanna á
öndverðri átjándu öld«.
Hagþenkir er í senn lýðhvöt og
aldarspegiil. Höfundurinn telur upp
það sem honum þykir ámælisvert
og bendir á leiðir til úrbóta. Draum-
óramaður hefur hann ekki verið,
öllu fremur jarðbundinn og hagsýnn
raunsæismaður. Miðað við aldarfar-
ið hefur hann verið næsta fijálslynd-
ur og framfarasinnaður. Megin-
áherslu leggur hann á menntamálin;
alþýðumenntun jafnt sem presta-
lærdóm. Trúarlærdómurinn er hon-
um ekki allt. Böm skyldu einnig
njóta hagnýtrar fræðslu svo þau
yrðu hæfari að takast á við lífið á
fullorðinsárum. Honum þykir bæði
einsýnt og sjálfsagt að Islendingar
haldi áfram að jifa í dreifbýli. Þétt-
býli mundi lokka vinnuaflið frá
bændum. Auk þess hafi þéttbýli
þann leiða galla í för með sér að
auðurinn safnist á fárra hendur, og
þá á kostnað fátækra. Óþarft þykir
honum að prestsefni sigli til náms
í Kaupmannahöfn. Námið í latínu-
skólunum eigi að duga. Enda sanni
reynslan að guðfræðingar séu ekki
alltaf teknir fram yfir stúdenta við
veitingu prestakalla. Eiginleikinn
að pota sér áfram tengist ekki alltaf
öðmm verðleikum. »Stundum unna
yfermenn þeim best sem mest geta
smiadrad.«
Vantrú Jóns á þéttbýli má heita
nokkuð mótsagnakennd þar sem
hann ól sjálfur aldur sinn í vaxandi
borg þar sem menntir þær, sem
hann vildi efla, vom í hávegum
hafðar. Sé litið á það sem tvískinn-
ung ber að hafa í huga að sjálfstæð-
iskröfur vom engar fram komnar
með íslendingum á öndverðri 18.
öld. Mannlífið á verslunarstöðunum
í kringum landið var ekki heldur til
fyrirmyndar. Og íslenska höfuðborg
eygðu bjartsýnismenn ekki í hilling-
um hvað þá meir. Reyndar leið ár
og öld þar til íslendingar tóku yfir-
höfuð að sætta sig við þéttbýli I
landinu. En það er önnur saga.
Skáldskapnum gleymir Gmnna-
víkur-Jón ekki. Hugleiðing hans þar
að lútandi ber yfirskriftina »Ad ski-
ællda i Jslendsku.« Skáldskapurinn,
segir hann, að sé góð guðs gáfa sem
menn skuli brúka, þeir sem til þess
séu hæfír; brúkunarleysi geti kæft
þann hæfileikann. En heimur versn-
andi fer: »Nu er ei skalldskapur so
virdtr, sem fordum daga, þá færre
qvádu, þvi nu queda ofmarger.«
Stefnumálin í Hagþenki em víða
sett fram með þeim hætti að ætla
mætti að konunglegur embættis-
maður væri að leggja fram tillögur
til stjórnarbóta. Sú var hvergi raun-
in. Jón Gmnnvíkingur var maður
valdalaus og aldrei mikils metinn.
Hann var einungis fræðimaður, og
Ekkert er nýtt
undir körfunni
KVIKMYNDIR
Stjörnubíó
SUNSET PARK LIÐIÐ
„SUNSET PARK“ ★
Lelkstjóri: Steve Gomer. Aðalhlut-
verk: Rhea Perlman og Fredro
Starr. Framleiðandi: Danny De
Vito. TriStar. 1996.
BANDARÍSKA leikkonan
Rhea Perlman er þekktust hér á
landi sem hin einstaklega úrilia
gengilbeina á kránni Staupa-
steini. Hún er eiginkona leikar-
ans og framleiðandans Danny
De Vitos og hann hefur sett
hana í aðalhlutverkið í nýrri
mynd sem hann framleiðir og
heitir Sunset Park liðið. Myndin
byggir á dæmigerðri og hrylli-
lega ofnotaðri Rocky-sögu um
lélegasta liðið í skólakörfubolta
sem kemst í fremstu röð með
aukinni vitund og vilja undir
stjórn nýs þjálfara. Perlman leik-
ur þjálfarann og virðist ekki eiga
mikið erindi í myndina. Leikur
hennar er vandræðalegur og hún
eins og fellur aldrei inn í hópinn,
þótt persónan sem hún leikur
eigi að gera það.
En það er ekki einasti vandi
myndarinnar. Einn stærsti vand-
inn er sá að hún er nákvæmlega
eins og milljón aðrar Hollywood-
myndir á undan henni sem fjalla
um þá sem eru undir í tilverunni
en komast á toppinn. Það er
ekki eitt atriði í allri myndinni
sem maður hefur ekki séð áður
í fjölda annarra mynda og nær
undantekingarlaust betur gert.
Það, að þjálfarinn er hvít kona
með hóp af svertingjum úr fá-
tækrahverfi undir sinni stjórn,
er gott bíómyndaefni í sjálfu
sér. Hægt væri að gera sér mat
úr ólíkri stöðu hvítra og svartra,
kynþáttafordómum, karlrembu
og kvennabaráttu en það er að
gera of miklar kröfur til form-
úlumyndar. Höfundum hennar
hefur þótt nægja að feta troðnar
slóðir og útkoman er þreytandi
eftiröpun.
Perlman finnur sig illa í hlut-
verki sem í raun hefur ekki mik-
ið uppá að bjóða annað en að
sýna einhver svipbrigði á vellin-
um eftir því hvernig liðinu geng-
ur. Nægir að segja um ungu leik-
arana í hlutverkum leikmann-
anna að þeir standa sig betur
innan vallar en utan. Og talandi
um körfuboltann. Þetta er körfu-
boltamynd eftir allt og kannski
mesti gallinn við hana sé sá að
meira að segja körfuboltinn er
óspennandi og illa myndaður.
Og þá er nú ekki mikið eftir.
Arnaldur Indriðason
raunar dæmigerður sem slíkur. Nær
er að segja að þarna hafi grúskari
og bókabéus verið að tala við sjálfan
sig. Eins og margur landinn fyrr
og síðar varð hann innlyksa í Höfn
að námi loknu og eyddi tíma sínum
þar til að samneyta löndum og sinna
íslenskum fræðum. Fieiri vörðu ævi
sinni með svipuðum hætti þótt
minna lægi eftir þá en Jón. Þótt
umhverfíð væri framandi lifðu þess-
ir menn og dóu í sínum íslenska
hugarheimi, stundum furðulítt
snortnir af því mannlífi sem kring-
um þá hrærðist. Ef til vill verður
nafni Jóns iengst haldið á lofti fyrir
það afrek hans að hann skrifaði
eftir minni þann hluta Heiðarvíga
sögu sem glataðist í brunanum. Sá
hlutinn er jafnan prentaður sem
partur af sögunni og má margur
una við minna!
Um stíl Jóns er fátt eitt að segja.
Andkannalega hlýtur hann að koma
fyrir sjónir við hliðina á nútímatexta,
meðal annars vegna stafsetningar,
svo og vegna latneskra orða sem
höfundur notar óspart og títt. Þó
má Jón hafa verið mörgum fremri í
ritun íslensks máls á sínum tíma.
Hvað persónuna, Jón Ólafsson
Grunnvíking, varðar sjá menn hann
gjarnan fyrir sér í hálfspaugilegu
ljósi, ef til vilj fyrir áhrif frá íslands-
klukkunni. í Hagþenki, þar sem
hann leggur línurnar fyrir menntun
íslendinga en aldrei varð meira en
uppkastið, kynnumst við annars
konar manngerð; klárum hugsjóna-
manni sem var að vísu barn síns
tíma en vissi hvað hann vildi, talaði
tæpitungulaust og stefndi hátt mið-
að við aðstæður.
Hagþenkir verður seint talinn í
röð merkustu rita. Útgáfa hans er
samt vel réttlætanleg. Og hvergi
óþörf því hún bregður nokkru ljósi
yfir aldarfar og hugsunarhátt á fyrri
hluta 18. aldar.
Erlendur Jónsson
Morgunblaðið/Bjami Gíslason
SAMKÓR Suðurfjarða undir stjórn Torvalds Gjerde.
Teodorakis
á söngskrá
Samkórs
Suðurfjarða
Stöðvarfjörður. Morgunblaðið.
NÚ fer í hönd nýtt starfsár hjá
Samkór Suðurfjarða en þetta er
sjöunda starfsár kórsins. Stjórn-
andi kórsins er Torvald Gjerde,
norskur tónlistarmaður frá
Halsnoj í Noregi. Torvald hefur
starfað hér á Stöðvarfirði sem
skólastjóri Tónlistarskólans og
organisti í kirkjunni síðastliðin 3
ár. Hann er gifur íslenskri konu,
Freyju Kristjánsdóttur, sem einn-
ig er tónlistarkennari hér við Tón-
listarskólann.
Samkór Suðurfjarða saman-
stendur af fólki frá Fáskrúðsfirði,
Stöðvarfirði og Breiðdalsvík. Á
söngskránni eru íslensk og norsk
sönglög, einnig lög Mikis Teodor-
akis útsett af Torvald en hann
útsetur mörg af þeim lögum sem
kórinn flytur.
Kórinn hélt tónleika víða á
Austurlandi á siðasta starfsári og
einnig fór hanntil Noregs og var
sú ferð söngför og skemmtiferð.
Að sögn Torvalds verður kór-
starfið með svipuðu sniði og áður
en æfingar eru nú þegar komnar
í fullan gang.
Nýjar bækur
Arbók
Eyvinds
ÚT er komin P-Árbók II 1996.
Þar er að finna laust mál og
bundið: Glefs-
ur og glósur,
ljóð og létt-
meti, drótt-
kvæðar vískur
og dregnar
skissur, einn-
ig sögur og
sitthvað
ásamt þriðj-
ungi fram-
haldsleikrits,
sem tók að birtast í P-Árbók
I, sem kom 1988 með líku inni-
haldi.
Höfundur er Eyvindur P.
Eiríksson en eftir hann liggja
skáldsögur, smásögur og ljóð,
barna- og unglingabækur, þýð-
ingar og leikþættir.
Bókin fæst í helstu búðum
og hjá höfundi. Hún er tveggja
gata og má hengjast á nagla
ef eigandi vill og kann, segir
í kynningu.
Bókin er prentuð í ísprenti
hf. ísafirði.
Eyvindur P.
Eiríksson
Heimilið off landið
MYNDLIST
Listhús 39/
Viö Hamarinn
MÁLVERK/MÁLVERK
Yngvi Guðmundsson/Sigríður Ólafs-
dóttir. Listhús 39: Opið kl. 10-18
mánud.-fóstud. og kl. 14-18 laug-
ard. og sunnud. Til 14. október; að-
gangur ókeypis. Við Hamarinn: Opið
kl. 14-18 aUa dagatil 13. október;
aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er undarlegt með hina litlu
sjálfstæðu sýningarsali; sums staðar
dafna þeir, en annars staðar ekki.
Salimir tveir í Hafnarfirði hafa nú
sannað sig með ágætum, en ekkert
slíkt hefur enn fest rætur milli höf-
uðborgarinnar og Hafnarfjarðar; hvað
veldur? Tæpast áhugaleysi listafólks-
ins, því nýr sýningarvettvangur er
alltaf velkominn í listheiminn.
Yngvi Guðmundsson
Þótt Listhús 39 bjóði aðeins upp
á eitt lítið herbergi sem sýningarrými
hafa listamenn oftar en ekki náð að
koma listaverkum ágætlega fyrir
þar. Svo er einnig að þessu sinni,
og hafa þau væntanlega sjaldan ver-
ið fleiri á staðnum; hér getur að líta
rúmlega tuttugu örsmá málverk frá
hendi listamannsins, og-væri þó enn
rými til að bæta við.
Yngvi Guðmundsson hefur ekki
að baki langt formlegt listnám, en
af verkum hans að dæma hefur hann
engu að síður náð góðum tökum á
samspili litbrigða á því litaspjaldi
náttúrunnar, sem hann vinnur út
frá. í sýningarskrá segir hann ein-
faldlega um ætlan sína:
„Á ferðum um landið hef ég orðið
fyrir sterkum áhrifum. Einstök
augnablik, staðir og stundir sitja
djúpt í vitund minni. Þessi hughrif
leitast ég við að rifja upp.“
Hér er því ekki á ferðinni náttúru-
fræðileg staðalýsing, heldur fyrst og
fremst frjálsleg túlkun þeirra lit-
brigða, sem leiftra í hugsýn hans af
landinu. Þessar litlu myndir eru að
mestu unnar með sköfun litanna í
flötinn, og bjóða upp á mikla nálgun
og dýpt í smæð sinni. Verkin eru
almennt kennd við ákveðna staði, og
bera með sér sjálfstætt litaspil hvetju
sinni. Flestar eru þessar myndir
mannlausar og nánast sem afstrakt
túlkanir viðfangsefnanna, en á stöku
stað koma mannlegir svipir inn í
rammana, en bæta litlu við.
Hér er á ferðinni ágæt lýsing
landsins í smæð sinni.
Sigríður Ólafsdóttir
Hver maður á sinn helgireit innan
veggja heimilisins, þar sem hann á
að geta leitað hvíldar og huggunar
frá amstri og armæðu dagsins. Þetta
eru gömul sannindi og ný, sem m.a.
eru endurspegluð í orðtakinu „Drott-
inn blessi heimilið", sem víða má sjá
fagurlega saumað í dúka, einkum
meðal eldri kynslóða.
Hins vegar er sjaldnar fjallað um
þær ógnir sem steðja að þessum
helgireit, það umstang sem fylgir því
að eignast hann, viðhalda og vetja,
en þetta eru einmitt þær hugsanir
sem helst má tengja við verkin á
sýningunni í salnum Við Hamarinn
þessa dagana.
Sigríður Ólafsdóttir lauk námi frá
MHÍ 1989 og fór þaðan til fram-
haldsnáms í Frakklandi, en hún hef-
ur áður haldið tvær einkasýningar
og tekið þátt í nokkrum samsýning-
um, m.a. opnunarsýningu þessa salar
fyrir rúmu ári.
Hér sýnir hún málverk og út-
saumsverk, þar sem ýjað er að því
hversu erfitt áðurnefndur helgireitur
á uppdráttar, og hvaða klisjur ganga
nú í kringum hann. Það er hluti vísi-
tölulífsins að fara hringinn í fríinu,
alltaf þarf að kaupa bensín, og sí-
fellt að svara sömu spumingunum
með jákvæðu brosi; og fólk er í eilífu
tímahraki, á hlaupum til að ná í börn-
in, gera hitt eða þetta. Og loksins
þegar hægt er að hringa sig til hvíld-
ar innan veggja heimilisins hellist
yfir öll ógnun heimsins; skjámyndir
af sprengjugígum, skriðdrekum og
öðrum drápstólum, jafnt sem fólki
sem hefur verið tætt í sundur í hern-
aði í ókunnum löndum.
Blessun heimilisins virðist þannig
fjarlægur draumur; er nær að tala
um að friðhelgi þess hafi verið rofin
með bálkesti umheimsins. Þetta kem-
ur vel fram í verkinu „Trönuhólar
7“ (nr. 12), þar sem hversdagslegt
íbúðarhúsið er ekki umvafið róman-
tískum roða kvöldsólarinnar, heldur
ógnandi sorta brennandi heims, þar
sem þó er haldið draumsýn friðarins;
jafnvel titillinn er að nokkru leyti
orðaleikur þess, sem málar.
Hér fer ung listakona vel með við-
fangsefni sín, og er rétt að benda
listunnendum að fylgjast nú þegar
með því sem hún hefur fram að færa.
Eiríkur Þorláksson