Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 29
pJnrgiuuMf^ií
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FÆR MENNTUN
FORGANG?
ÞAÐ GEKK eins og rauður þráður í gegnum umræður á
menntaþingi, sem haldið var í fyrsta sinn á laugardag
— og raunar einnig skoðanaskiptin á „tjaldþingi“ námsmanna
— að menntun yrði að vera forgangsverkefni, til þess að ís-
land geti staðizt harðnandi alþjóðlega samkeppni á 21. öld-
inni. Kjarni málsins felst hins vegar ef til vill í ummælum
Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra, en hann sagði að
enn hefði ekki tekizt sem skyldi að fá það viðurkennt í verki,
sem menn forgangsröðuðu í orði, er þeir segðust vilja hlut
menntunar sem beztan.
I máli ræðumanna á þinginu kom fram að Islendingar
væru að mörgu leyti að veita æsku landsins lakari menntun
en samkeppnisþjóðirnar. Til lengri tíma litið hlýtur slíkt að
leiða þjóðina í ógöngur. Líkt og Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri VÍB, benti á í erindi sínu á menntaþingi, má
sjá beint samband milli menntunar og hagvaxtar í mörgum
ríkjum. Sigurður sagði sömuleiðis að menntun íslendinga yrði
tæplega styrkt nema með því að meiri fjármunum yrði varið
til skólamála.
Menntamálaráðherra segir að Islendingar þurfi að hafa
kjark til að veita menntamálum forgang. Það má til sanns
vegar færa. Eigi að veita menntun forgang, ekki sízt við
skipulag ríkisfjármálanna, verður að gera það á kostnað ann-
arra útgjaldaliða, því að ekki verða ríkisútgjöldin þanin út frá
því sem nú er. Við fjárlagagerð í framtíðinni gætu menn t.d.
þurft að gera það upp við sig hvort þeir vilja leggja fé í byggða-
og landbúnaðarstefnu, sem þjónar því hlutverki að viðhalda
að mörgu leyti úreltum atvinnuháttum, eða hvort þeir vilja
setja peninga í menntun, sem er undirstaða nýsköpunar í
atvinnulífinu.
Hvað sem líður gagnrýni á stöðu menntunar í íslenzku
samfélagi bar hin viðamikla og fjölsótta sýning á starfi tuga
eða hundraða íslenzkra skóla, sem haldin var samhliða
menntaþingi, vott um hugmyndaauðgi, fjölbreytni og stórhug
í menntamálum á íslandi. Fjölbreytnin vekur jafnframt upp
þá spurningu, hvort ekki þurfi að auka frelsi foreldra og nem-
enda til að velja á milli skóla. Með því móti myndu kostir
fjölbreytninnar nýtast bezt.
SAMKEPPNI
í ORKUSÖLU
SÉRSTÖK NEFND á vegum ríkisstjórnarinnar hefur unnið
að tillögum um breytingu á orkulögum, þar sem gert er
ráð fyrir því, að komið verði á samkeppni í orkuöflun. Það
þýðir, að einkaréttur Landsvirkjunar til að virkja verður af-
numinn, svo og verður að fella niður lagaákvæðið um sama
raforkuverð hvar sem er á landinu. Þá verður Landsvirkjun
skipt í tvö fyrirtæki, annars vegar til orkuöflunar en hitt til
flutnings og dreifingar á raforku.
Lítill ágreiningur er um það, að skipta verður Landsvirkjun
með þessum hætti í tvö fyrirtæki, og strax um næstu áramót
kemur bókhaldsleg skipting á rekstrinum til framkvæmda.
Er það í samræmi við nýja tilskipun Evrópusambandsins, sem
nær til Evrópska efnahagssvæðisins. Tilgangurinn er sá, að
ekki sé unnt að nota arð af öðrum þætti rekstursins til að
greiða niður kostnað af hinum. Höfuðágreiningurinn mun
verða um fyrirkomulag á verðjöfnun. Nú kemur kvöðin á
Landsvirkjun um sama heildsöluverð á raforku til almennings-
veitna í veg fyrir, að fyrirtækið geti veitt afslátt t.d. vegna
mismunandi afhendingarkostnaðar eða vegna magnkaupa.
Verð á raforku skiptir heimilin og fyrirtækin miklu og þess
vegna er mikilvægt, að hagkvæmustu virkjunarkostir verði
valdir. Breyting á orkulögum, sem innleiðir samkeppni, er því
af hinu góða, enda mun hún leiða til verðlækkunar, a.m.k.
hjá langstærstum hluta almennings og fyrirtækja. í þessu
sambandi má minna á, að Hitaveita Reykjavíkur og Hitaveita
Suðurnesja telja sig geta framleitt raforku á Nesjavöllum og
Svartsengi til eigin nota fyrir helming þess verðs, sem Lands-
virkjun selur hana á til almenningsveitna. Hagkvæmir og
góðir virkjunarkostir eru áreiðanlega í mörgum byggðarlög-
um, en til þess að hagkvæmnin nýtist íbúunum þurfa orkufyr-
irtækin að hafa fijálsar hendur um virkjanir og orkudreifingu.
Landsvirkjun var barn síns tíma og án fyrirtækisins hefði
trúlega ekki verið ráðist í nauðsynlegar stórvirkjanir. Lands-
virkjun mun vafalaust áfram hafa stærstu virkjunarverkefnin
á sinni könnu, hvernig sem eignarfyrirkomulagið verður á
fyrirtækinu. En fyrirhugaðar breytingar á orkulögum verða
að miðast við, að neytendur fái orkuna á lægsta mögulega
verði og bezta tryggingin fyrir því er samkeppni orkufyrir-
tækja.
5.000-6.000 manns litu við á menntaþingi menntamálaráðuneytis sem fram fór í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu um síðustu helgi
Um 100 kynningarbásar
Morgunblaðið/Kristinn
MENNTAMÁL voru rædd frá ýmsum sjónarhornum á laugardaginn og tóku hátt á sjötta tug manna þátt
í umræðum.
Hefia barf mennt-
un til virðingar
AF ÞEIM fjölda fyrirlesara og um-
ræðna í pallborði á menntaþingi
menntamálaráðuneytis sem fram fór
síðastliðinn laugardag kom berlega í
ljós bæði hjá mönnum úr atvinnulífi
og skólamönnum að þeir telja mennta-
mál mikilvægan málaflokk. Var auð-
heyrt að nú finnst mönnum kominn
tími til raunverulegra athafna í stað
klisja eins og „mannauður er mikil-
vægasta fjárfesting fyrirtækja" eða
„mennt er máttur“. Þá töldu menn
nauðsynlegt að hefja menntun til virð-
ingar og umbuna mönnum í launaum-
slagi samkvæmt því. Sýndu menn fram
á að velgengni þjóða ræðst í auknum
mæli af menntunarstigi þeirra. Sömu-
leiðis lögðu margir frummælendur
áherslu á að grunnmenntun verður að
efla og tengja verður betur skóla-
menntun og atvinnulíf.
Einnig kom fram að atvinnuleysi
er mest meðal þeirra sem einungis búa
yfir grunnmer.ntun og minnst meðal
háskólamenntaðs fólks. Af þessum
sökum er nauðsynlegt að bæði skólar
og fyrirtæki veiti fólki aðstöðu til sí-
og endurmenntunar, enda kom fram
að fyrirtæki sem hafa vel menntað
íslendingar verða að gera betur í menntamálum en
hingað til ætli þeir að verða samkeppnishæfir við
önnur lönd. Efla þarf grunnmenntun, gera námið
markvissara og samhæfa þarfir vinnumarkaðar og
menntastofnana. Hildur Friðriksdóttir sat
menntaþing menntamálaráðuneytis um helgina, en
þar ræddu menn um að hugarfarsbreyting þurfi að
eiga sér stað til dæmis hvað varðar kennsluhætti
og virðingu manna fyrir menntun.
starfsfólk og heldur því við skara fram
úr án tillits til hvaða starfsgrein er
stunduð.
Fyrir hádegi á laugardag voru flutt
fjögur viðamikil erindi auk ávarps
Björns Bjamasonar menntamálaráð-
herra og setningarræðu Sigríðar Önnu
Þórðardóttur, formanns menntamála-
nefndar Alþingis. Björn Bjarnason
sagði meðal annars í ávarpi sínu að
enn hefði ekki tekist nægilega vel að
fá það viðurkennt í verki sem menn
forgangsröðuðu í orði þegar þeir segð-
ust vilja hlut menntunar sem mestan
og bestan.
Hann tók dæmi um rannsóknir sem
sýndu tengsl milli menntunar og hag-
vaxtar og sagði íslendinga ekki hafa
efni á að hundsa mögulegan ágóða
af betri menntun. „Á sama tíma og
við stæmm okkur af vel menntuðu
vinnuafli er hitt staðreynd, að stærsti
Arlegur kennslustundafjöldi
9 ára barna í nokkrum löndum
1.000
950 936
.JLjL
854 846
W K
™ 740 712 705 I ^ I ^
Hlutfall 25-64 ára með háskólapróf
!---og með háskólapróf eða aðra
menntun á háskólastigi
hluti fólks á vinnumarkaði er einungis
með grunnmentun eða 65.700 manns.
Næst koma þeir sem eru með starfs-
og framhaldsmenntun eða 61.700 en
einungis 16.700 einstaklingar á vinnu-
markaði eru með háskólamenntun,"
sagði hann.
Hann ræddi tengsl menntunar og
launa og sagði mjög alvarlegt þegar
einstaklingar legðu á sig langt og
erfitt háskólanám að fá það ekki
metið þegar út á vinnumarkað væri
komið. Hann sagði launamun kynj-
anna því miður staðreynd og hinar
svokölluðu „kvennastéttir" eins og
kennarar væru ekki metnar að verð-
leikum. Hann taldi nauðsynlegt að
menn veltu í auknum mæli fyrir sér
hvort lágt tímakaup hér á landi skýr-
ist að einhverju leyti af samanburði
okkar við lönd, þar sem vinnuafl er
betur menntað og menntunin er hærra
metin í launum.
Ráðherra sagði að fyrirtæki hefðu
e.t.v. ekki gert sér grein fyrir mikil-
vægi þess að starfsfólk njóti símennt-
unar eða reglulegrar endurmenntun-
ar. Það væri þó ekki síður mikilvæg
fjárfesting í samkeppni en tækjakaup.
Hann benti einnig á mikilvægi þess
að skólar hættu að líta á útskrift nem-
enda sinna sem lokaáfanga og veltu
þess í stað fyrir sér hvernig þeir gætu
tryggt símenntun útskrifaðra nem-
enda sinna.
Þá velti ráðherra fyrir sér hvort
menntun hefði verið vanmetin í skólum.
Hann sagðist þeirrar skoðunar að
námsárin væru ekki nægilega vel nýtt,
skólaárið væri stutt og kennslustundir
á viku í grunnskólum of fáar. Hann
benti á að nú væri skólaskylda frá 6
ára, en nemendur lykju sömu grunn-
skólaprófum og þegar þeir hófu nám
7 ára gamlir. Með þeirri námskrár-
vinnu sem nú væri að hefjast í mennta-
málaráðuneytinu gæfist einstakt tæki-
færi til að gera breytingar á grunn-
skóla- og framhaldsskólanámi.
í fyrirspurnatíma eftir að frum-
mælendur höfðu lokið máli sínu kom
fram spurning um hvort tekið yrði
fullt tillit til upplýsingasamfélagsins í
nýrri námskrárgerð og þar með
breyttra kennsluhátta. Kvaðst ráð-
herra telja fullvíst að menn tækju til-
lit til breytinga sem orðið hefðu í
skólakerfinu og þeim almennu mark-
miðum sem ráðuneytið hefði sett fram
í ritinu / krafti upplýsinga. Hann teldi
einstakt tækifæri til þess að laga inn-
viði skólakerfisins að breyttum kröf-
um en vildi ekki fullyrða hversu langt
væri hægt að ganga í að breyta
kennsluháttum. „Það er ákveðið
tregðulögmál í skólum sem erfitt er
að yfirvinna og ég ætla ekki að full-
yrða að íslendingum takist að bijóta
þar blað á undan öðrum þjóðum,“
sagði Björn Bjamason.
Samkeppnisstaða
Sigurður B. Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar ís-
landsbanka, fjallaði um skólakerfið og
samkeppnisstöðu íslands. Hann benti
á að eitt af því sem styrkt gæti Islend-
inga í að auka tekjur til jafns við aðr-
ar þjóðir væru endurbætur á skólakerf-
inu. „Ör framvinda í tæknisamfélagi
kallar á hraðari aðlögun í menntakerf-
inu en fyrr og á mikla eflingu á lægri
skólastigum, ekki síst í tæknigreinum
og tungumálum," sagði hann.
Hann benti eins og ráðherra á að
kennslustundir yngri barna væru allt-
of fáar. Hér fá 9 ára börn 554
kennslustundir á ári en í könnun sem
gerð var á vegum Evrópusambandsins
kom fram að í tíu af sautján löndum
fengju þau um eða yfir 800 kennslu-
stundir á ári.
Hann ræddi einnig um samband á
milli menntunar og hagvaxtar og
sagði að enginn vafi léki á því að þjóð-
ir sem hafa lagt ofurkapp á góða
menntun á lægri skólastigum síðustu
áratugina sköruðu nú fram úr á ýms-
um sviðum. Þeim hefði almennt tekist
að auka framleiðslu og tekjur á mann
umfram aðrar þjóðir á sambærilegu
stigi.
Þá sagði hann það ljóst af reynslu
annarra þjóða að stefna stjórnvalda í
menntamálum skipti sköpum. í þjóð-
arbúskap OECD-ríkjanna væri hag-
vöxtur í æ ríkara mæli knúinn áfram
af þekkingu og upplýsingum. Hann
kom inn á ummæli Davíðs Oddssonar
forsætisráðherra í stefnuræðu sinni
fyrir ári og formlega stefnumörkun
menntamálaráðuneytis í menningar-
og menntamálum frá því í febrúar
sl., sem fjölluðu um mikilvægi mennt-
unar. Hann benti á að markmið sem
sett væru fram af slíkum stórhug og
framsýni næðist ekki nema með sam-
felldu langtímaátaki allra sem koma
við sögu. „Ef stjórnvöld eru einarðlega
þeirrar skoðunar að styrkja þurfi
menntun íslensku þjóðarinnar verður
það varla gert svo að um muni nema
meiri fjármunum sé varið til skóla-
mála annaðhvort af hálfu hins opin-
bera eða þeirra sem nýta sér aukin
tækifæri til menntunar," sagði Sig-
urður B. Stefánsson.
Atvinnulífið og menntun
Margrét Guðmundsdóttir, forstöðu-
maður markaðssviðs Skeljungs, ræddi
um hlutverk fyrirtækja í menntun
starfsfólks. Hún kvaðst hafa áratuga
starfsreynslu erlendis frá og hefði því
góðan samanburð við ísland.
Hóf hún erindi sitt á ögrandi full-
yrðingum, svo sem að hér á landi
væru menntamál greinilega kvenna-
mál, íslendingar tali um nágranna-
þjóðir en útlendingar tali um sam-
keppnisþjóðir. Þá sagði hún það hafa
verið lensku hér á landi að fyrirtæki
mættu ekki græða nema þau væru í
útflutningi vegna þess að annars væru
þau að græða á hinum.
Margrét kvaðst oft hafa haldið því
fram að háskólamenntun væri ekkert
annað en aðferðarfræði sem væri orð-
in úrelt um leið og komið væri út í
atvinnulífið. Hún sagði fyrirtæki því
þurfa að mennta stjórnendur til að
takast á við ný og krefjandi verkefni.
Oft kæmi fagfólk beint úr háskóla í
stjórnunarstörf og þess ekki gætt að
halda því við.
Hún taldi starfsfólk fyrirtækja vera
það samkeppnisvopn sem hefði verið
hvað mest vanmetið fram til þessa.
„Það er mjög langur ferill að byggja
upp gott starfslið, þjálfa það og
mennta til að takast á við vandamál
sem upp koma. Það sýnir líka að fyrir-
tæki sem eru með vel menntað og
símenntað starfsfólk skara fram úr
án tillits til í hvaða starfsemi þau eru,“
sagði hún.
Hún kvað það einnig ranga stefnu
hjá verkalýðsfélögum að beijast fyrir
hærri launum og taldi að þau ættu
fremur að beijast fyrir aukinni fram-
leiðni, þannig að fyrirtæki væru betur
í stakk búin að borga betri laun.
MENNTUN og jafnrétti var yfirskrift mál-
þings í einni málstofunni og var þar rætt
um jafnrétti til náms út frá heimspekilegum
hugleiðingum, jafnrétti kyiyanna, rétt nem-
enda með sérþarfir til náms, menntun nýbúa
og búsetu ogjafnrétti.
I máli Ingibjargar Hafstað námstjóra í
nýbúafræðslu kom fram að unnið er að heild-
arstefnu í málefnum nýbúa, en nú þegar er
nokkur sveigjanleiki í námi íslendinga með
annað tungumál. Sömuleiðis sagði Ingibjörg
að nú lægju í fyrsta sinn fyrir drög að nám-
skrá fyrir íslensku sem annað tungumál.
Það sem henni er þó hugleiknast er
fræðslatil foreldra nýbúabarna. Sagði hún
þá oft eiga erfitt uppdráttar í skólum og
kominn væri tími til að sinna þeim. Þeim
fyndist erfitt að fylgjast með börnunum,
sem sum hver hefðu lag á að koma sér hjá
heimavinnu t.d. með því að lýsa íslensku
skólakerfi þannig að ekkert þurfi að læra
heima. Hún tók dæmi af grunnskólanum í
Vestmannaeyjum þar sem foreldrum gefst
Skólamál aldrei
tengd fólksflótta
tækifæri einu sinni í viku til að fylgjast
með námsáætlunum og ræða við kennara.
Hefur nemendum þar farið mikið fram, að
sögn Ingibjargar.
Þá benti hún ennfremur á að nú væru
börn af erlendum uppruna að koma inn í
skólana, en þau væru í raun ekki betur stödd
í íslensku og íslenskri menningu en hin sem
flytjast hingað ung að árum.
Helgi Halldórsson bæjarsljóri á Egils-
stöðum fjallaði um búsetu og jafnrétti.
Hann benti á að lítil umræða hefði farið
fram um hvað gert hefði verið í skólamálum
til að sporna við fólksflótta af landsbyggð-
inni. Eitt af því fyrsta sem þó væri spurt
um þegar fólk flytti út á land væri hvernig
dagvistar- og skólamálum væri háttað.
Hann taldi yfirfærslu grunnskólans til sveit-
arfélaganna styrkja þau og gera lands-
byggðina byggilegri. Einnig væri mikilvægt
að leikskólar teldust til skólakerfisins því
þannig væri auðveldara að gera heildar-
stefnu í skólamálum.
Helgi kom inn á hversu erfitt hefur geng-
ið að ráða sálfræðinga til starfa úti á lands-
byggðinni og varppði fram þeirri hugmynd
hvort ekki væri hægt að koma á fjarnámi
fyrir umönnunarstéttir, þar sem viðkom-
andi útskrifaðist að námi loknu sem með-
ferðarfulltrúi. „Ástæða þessarar hugmynd-
ar liggur í þeirri staðreynd að þegar sál-
fræðingur hefur lokið greiningu á vanda-
málinu hefur oft vantað á að fylgja málinu
eftir með meðferð. Þar sem sálfræðingar
eru af svo skornum skammti sé ég fyrir
mér að þessir meðferðarfulltrúar gætu tek-
ið við að lokinni greiningu. Þeir sæju um
meðferðina undir leiðsögn sálfræðings,"
sagði hann.
Helgi skýrði frá könnun sem gerð var
meðal nemenda 10. bekkja í nokkrum
stærstu skólum á Austurlandi um hvað hefði
mest áhrif á þau varðandi framhaldsskóla.
Kom þar í Jjós að fjölbreytt námsframboð
er það sem skiptir langmestu máli, enda
hefur sýnt sig að aukið námsframboð fram-
haldsskólanna þriggja á Austurlandi hefur
laðað að fleiri nemendur. Auk þess hafa
bættar samgöngur sitt að segja.
TÆPLEGA 5.000 eintökum af
ráðstefnugögnum var útdeilt til
gesta á menntaþingi um síðustu
helgi. Gera má því ráð fyrir að
allt að 6.000 gestir hafi komið þar
við. Langflestir létu sér nægja að
líta á þær kynningar sem fram
fóru í anddyri og göngum Há-
skólabíós og í Þjóðarbókhlöðu því
tiltölulega fáir sáust í hveijum
þingsal fyrir sig á meðan málstof-
ur voru í gangi. Hátt í 100 skól-
ar, stofnanir og samtök kynntu
starfsemi sína.
• Leikskólinn Barnabær á
Blönduósi kynnti verkefni 5-6 ára
barna um hagsmunaárekstra í
nýtingn náttúruauðlinda. Kynntu
börnin sér starfsemi rækjuvinnslu
sem er í fjölmennu íbúðarhverfi
í bænum. Hefur úrgangur valdið
mikilli „rækjufýlu" og var börnun-
um ætlað að leita viðunandi
lausna.
Heimsóttu börnin verksmiðj-
una, skoðuðu nánasta umhverfi
og ræddu við íbúa í nágrenni verk-
smiðjunnar. Verkefnið var unnið
í tveimur hópum og komust báðir
hóparnir að sömu niðurstöðu, þ.e.
að hafa rækjuvinnsluna sem næst
bryggjunni. Niðurstöðurnar komu
leikskólakennurunum skemmti-
lega á óvart vegna þess að börnin
eru vön því að þær gefi þeim
lausnirnar og leiði þau áfram í
umræðum. Attu þær ekki von á
að börnin væru svo virk og að þau
fyndu svo raunhæfar og skemmti-
legar lausnir.
• Skólavörubúðin kynnti nýtt
kennslutæki, Ritþjálfann, sem er
fistölva ásamt hugbúnaði og ætluð
Morgunblaðið/Kristinn
BJÖRN Bjarnason ráðherra setur sig í spor barns.
er nemendum allt niður í 9 ára.
Var hún notuð sl. vetur í tilrauna-
skyni í þremur grunnskólum.
Hugmyndin með fistölvunni er sú
að nemendur læri fingrasetningnu
áður en þau fara að vinna al-
mennt með tölvur.
Ritþjálfann má nota með raf-
hlöðu eða tengja hann rafmagni.
Er hann það fyrirferðarlítill að
auðvelt er að nota hann inni í
venjulegri kennslustofu. Hægt er
að tengja marga Ritþjálfa samtím-
is við PC móðurtölvu sem búin er
sérstökum stjórnhugbúnaði og
gerir kennaranum þannig kleift
að fylgjast með hraða, villum og
framvindu nemenda á eigin skjá.
Fistölvan er í þróun en stefnt að
því að hægt verði að setja inn
reikniforrit og eyðufyllingarverk-
efni, auk þess sem nemendur geta
notað tölvuna í ritun þegar þeir
hafa náð fingrasetningu.
• í bás Vesturbæjarskóla mátti
meðal annars sjá handavinnu
nemenda, en þar hafa kennarar
prófað sig áfram með að láta
börnin sauma veggmyndir. Byijað
er með 10 ára nemendur sem eru
látnir fylla út stór tuskudýr, sem
þau teikna sjálf. Ellefu ára nem-
endur eru látnir vinna örlítið
meiri fínvinnu og þá eru gerð
fyllt hús með ýmsu útflúri eftir
höfði hvers og eins. Og 12 ára
nemendur búa til myndir eftir eig-
in ímyndunarafli og mátti aðal-
lega sjá landslags- og manna-
myndir á sýningunni. Voru þær
ótrúlega vel gerðar af ekki eldri
nemendum.
Námsmenn héldu tjaldþing samhliða menntaþingi
Fjárveitingarvaldið ber
löggjafann ofurliði
SAMTÍMIS menntaþingi, sem
menntamálaráðuneytið skipulagði í
Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu og
fram fór á laugardag, héldu náms-
mannahreyfingarnar eigið mennta-
þing í tjaldi á túninu við Hótel Sögu.
Námsmönnum þótti sem álits
þeirra á þeim málefnum sem rædd
voru á hinu opinbera menntaþingi
væri ekki óskað; þeim hefði verið
úthýst af menntaþingi ráðuneytisins.
Dagskrá tjaldþings námsmanna
snerist því um málefni, sem náms-
mönnum þótti brýnt að ræða en þótti
ekki gert hátt undir höfði á mennta-
þingi menntamálaráðuneytisins. Tit-
ill fyrri hluta dagskrárinnar var
„Gildi menntunar, loforð og efndir -
Snýst menntastefnan á endanum um
peninga?"; síðari hlutinn fjallaði um
spurninguna „Tryggir Lánasjóður
íslenzkra námsmanna jafnan aðgang
að menntun óháð efnahag og bú-
setu?“
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, for-
maður Stúdentaráðs HÍ, sagði við
setningu þingsins að menntastefna
snerist á endanum um peninga, um
forgangsröðun stjórnmálamanna á
ríkisútgjöldum. Það væri sorgarsaga
menntakerfisins að fjárveitingar-
valdið bæri löggjafann oft ofurliði.
Höfum sparað okkur til ijóns
Þórunn Sveinbjarnardóttir, vara-
þingmaður Kvennalistans, tók undir
orð Vilhjálms. Hún sagði það ein-
kennilegt, hve auðvelt stjórnmála-
mönnum reyndist að láta mennta-
stefnuna falla aftarlega í forgangs-
röð ríkisfjármálanna; þegar í ríkis-
stjórn væri komið. Á íslandi virtist
henni auk þess vera landlægur efí
um gildi menntunar; íslenzkir kjós-
endur sættu sig við milljarðaútgjöld
rikisins, ef þau færu í fjármögnun
jarðganga, brúa eða búvörusamn-
Morgunblaðið/Kristinn
NÁMSMENN töldu sér hafa verið úthýst af menntaþingi mennta-
málaráðuneytisins og brugðu á það ráð að halda eigið þing í tjaldi
á Háskólalóðinni. Hér ávarpar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, formað-
ur Stúdantaráðs HÍ, þinggesti, sem héldu á sér hita með heitum
umræðum og heitu kakói.
inga, en fyndist peningunum ekki
vel varið, ef þeim væri eytt í mennta-
kerfið. Menntun og mannauður væri
hins vegar eitthvað það bezta, sem
þjóð gæti fjárfest í. Þessu gerðu
nágranna- og samkeppnisþjóðir okk-
ar sér grein fyrir, en við hefðum nú
þegar sparað okkur til tjóns í
menntakerfinu.
Málflutningur talsmanna háskóla-
stúdenta, framhaldsskólanema, iðn-
nema, námsmanna erlendis sem og
kennara, sem allir héldu framsögu á
tjaldþinginu, var á svipuðum nótum.
Stefán Ingi Stefánsson, sem mælti
fyrir hönd Félags framhaldsskóla-
nema, sagði kennslugleði vera deyj-
andi hugtak í skólum landsins, en
langvarandi niðurskurði og slæmum
kjörum kennara væri þar um að
kenna. Þóra Arnórsdóttir, annar
tveggja fulltrúa stúdenta í Háskóla-
ráði, tók upp þá hugmynd, að fjár-
framlög ríkisins tii Háskólans miðuð-
ust við nemendafjölda, þ.e. yrðu
ákveðin upphæð á hvern nemanda.
Samtímagreiðslur námslána
Umræður um málefni Lánasjóðs
islenzkra námsmanna urðu allfyrir-
ferðarmiklar. í þeim vakti athygli
að Ólafur Örn Haraldsson, eini
stjórnarþingmaðurinn sem mætti á
tjaldþingið, lýsti afdráttarlausum
stuðningi við samtímagreiðslur
námslána, sem er eitt helzta baráttu-
mál námsmanna um þessar mundir.
Þegar Ólafur Örn var spurður, hvort
hann myndi styðja lagafrumvarp frá
stjómarandstöðunni, sem fæli í sér
slíkar breytingar á Lánasjóðnum,
sagðist hann myndu gera það, ef
ekkert stjórnarfrumvarp kæmi fram,
sem gengi jafn langt.