Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
I
i
i
I
Nýtur velferðarkerfið
verndar stj órnarskrárinnar?
Einstaklingsfrelsi
- jafnrétti í reynd
STÖÐUGT færist í
vöxt að ráðist er gegn
lögum um almanna-
tryggingar og gegn
ýmsum grundvallar-
reglum velferðarríkis-
ins. Almenningur virð-
ist vamarlaus í þessari
baráttu og öll mótmæli
virðast gagnslítil. Þijóti
öll rök hjá stjómvöldum
þá er sagt: „Þetta er
verið að gera í öllum
löndum Evrópu og
þetta er í samræmi við
Maastricht-ákvörðun
EB,“ en sjaldnast er þá
rætt um leið hve miklu
af þjóðarframleiðslunni
er varið til málaflokksins. Það er
mjög fróðlegt að gera sér grein fyr-
ir að í Noregi eru komin upp nokkur
mál, þar sem dreginn er í efa réttur
stjómvalda til þess að ráðskast með
þessi réttindi fólksins. Sérhver þegn
má gera ráð fyrir að viss réttindi
séu þannig orðin áunnin og njóti
sömu vemdar og eignarréttur al-
mennt, þ.e. njóti verndar 72. gr.
stjómarskrárinnar. í norsku stjóm-
arskránni gr. 97 em einnig ákvæði
er banna að lög verki aftur fyrir
sig. Svipað ákvæði um afturvirkni
laga er að vísu ekki í íslensku stjóm-
Meiriháttar
heilsuefni
Polbax eykur andlegt
og líkamlegt þol.
11,, ^ Blóma-
fijókorn
P OLBAX fræfur
+ SOD
ofnæmis-
prófað.
UNIK
HOXIOANT
MED SOD
Ofcít prcrt*!ien»l6rmA9»n
ilSiíiSSSSj i afturog
> aftur.
Ungir sem aldnir nota
POLBAX með góðum árangri.
íþróttafólk notar POLBAX.
Fæst hjá: Árbæjar Apóteki, Blómavali,
Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu, Kringlunni og
Skólsvörðustíg, Heilsuvali, Heilsuhominu Akureyri,
Hárgrst. Hrund, Keflavík, Mosfells Apóteki.
BÍÓ-SELEN UMB. SÍMI557 6610
arskránni, en það hefur
verið talið að löng hefð
hafi myndast hér og á
það litið í raun sem
gmndvallarlög. Tvö
merk mál er reyna á
þessi grundvallaratriði
í Noregi em komin fyr-
ir Hæstarétt Noregs og
er dóms að vænta í
báðum þessum málum
fyrir næsta sumar. í
Noregi em þijú dóm-
stig; héraðsdómur,
landsréttur og Hæsti-
réttur. í Borthens-mál-
inu var Borthen sviptur
lífeyri með konu sinni
er var 16 ámm yngri.
Breyting var gerð á almannatrygg-
ingalögunum, sem sviptu hann þess-
um bótum. Hann lagði málið fyrir
Samtök aldraðra, sjúkra
og öryrkja þurfa, að
mati Sigurðar Helga-
sonar, að standa þéttan
vörð um velferðarkerfið.
héraðsdóm, þar sem haldið var fram,
að þessi breyting gæti ekki staðist,
því hún breyti gegn nefndum ákvæð-
um norsku stjómarskrárinnar. Málið
tapaðist í héraðsdómi, en málinu var
áfrýjað til landsréttar, sem með öll-
um atkvæðum studdi hann málstað
Borthens og var því lagabreyting
Stórþingsins talin bijóta gegn nefnd-
um ákvæðum stjórnarskrárinnar.
í hinu málinu sem heitir Thun-
heim-málið hafði 60 ára maður er
heitir Thunheim verið metinn 100%
öryrki og áunnið sér ákveðin stig
þ.e. 8,28 sem síðan höfðu áhrif á
endanlegar launagreiðslur til hans.
Eftir nýjum lagareglum, sem tóku
gildi eftir á voru stigin lækkuð í
8,11, sem þýddi um 2.000 kr. lækk-
un launa á mánuði. Thunheim lagði
málið fyrir héraðsdóm og vann það
og nú vildu stjórnvöld ekki una
dómnum og áfrýjuðu til Iandsréttar.
Þar klofnaði dómstóllinn, fjórir dóm-
arar dæmdu gegn kröfum hans og
þrír vildu staðfesta héraðsdóm. Báð-
um þessum málum hefur nú verið
áfrýjað til Hæstaréttar. Ljóst er að
hér eru tvö stórmál á ferðinni, sem
munu hafa mikið fordæmisgildi og
Sigurður
Helgason
Fólk kaupir
POLBAX
i---------------------:----------7-------------
| ATVINNULEYFI I BANDARIKJUNUM
I 55.000 atvinnuleyfi (græn kort) verða í nýju lottói bandarísku
ríkistjórnarinnar. Atvinnuleyfin gilda líka fyrir maka og börn.
■ Möguleiki er á bandarískum ríkisborgararétti. Fáið send
I formleg gögn og upplýsingar með því að senda póstkort
I (eingöngu) með nafni, heimilisfangi og landi til:
NATIONAL VISA CENTER
2000 PENNSYLVANIA AVENUE N.W.
■ WASHINGT0N D.C. 20006, U.S.A.
I SlMI 00 202 298 5600 FAX 00 202 298 5601
______________________________________________
AÐEINS FYRIR SÖLUMENN
SÖLUYFIRBURÐIR I
Uppbygging viðskiptasambanda
Nýtt námskeið frá
jjr Dale C arnegie®
Námskeiðið hjálpar þér að:
• Ná sambandi • Kynna óvenjulegar lausnir
• Byggja upp traust • Leysa mótbárur
• Auka hagnaðinn • Vera hvetjandi
• Kveikja áhuga • Loka sölu
Dale Carnegie® þjálfunin hefur hjálpað hundruðum
þúsunda sölumanna í 70 löndum að ná söluyfirburðum.
FJÁRFESTING í MENNTUN SKILAR ÞÉR ARÐIÆVILANGT
0 STJÓRNUNARSKÓLINN
Einkauniboð á íslandi - Konráð Adolphsson
þarf norska ríkið, ef það tapar þeim,
að greiða verulegar fjárhæðir til
þeirra, sem ranglega hafa verið
sviptir bótum. Að sjálfsögðu verðum
við að fylgjast vel með framvindu
þessara mála, því að í meginatriðum
eru stjómarskrár Noregs og Islands
mjög svipaðar og byggðar á sama
grunni. Fyrstur í Noregi til þess að
benda á að skerðingar á margvísleg-
um opinberum tryggingabótum
væru sennilega ólöglegar, þar sem
þær brytu gegn stjórnarskránni, var
lagaprófessorinn Asbjöm Kjörstad.
Á fjórða þingi Landssamtaka
hjartasjúklinga haldið dagana
27.-28. september sl. var fjallað um
þessi mál og skorað á heilbrigðisráð-
herra og Alþingi að standa þéttan
vörð um velferðarkerfið. Lögð var
áhersla á að allir þegnarnir hefðu
greitt í mörg ár gjöld sín til hins
opinbera t.d. með sköttum í góðri
trú um að viss örugg réttindi biðu
þeirra, ef þörf krefði og væri því
eðlilegt að líta bæri á að sá réttur
nyti eignarréttarlegrar verndar 72.
gr. stjórnarskrárinnar. Það er mjög
mikilvægt að víðtæk samtaða verði
um þessi mál meðal allra sjúklinga-
samtaka, samtaka aldraðra og ör-
yrkja og myndu þau í framtíðinni
standa þéttan vörð um velferðar-
kerfíð. Ollum árásum á það verði
mætt sameiginlega og þá mun fljót-
lega koma í ljós að þeim mun linna.
Höfundur er lögfræðingur.
Á FIMMTUDAG,
hefst 32. landsfundur
Sjálfstæðisflokksins.
Fundurinn hefur haft
langan aðdraganda og
mikil vinna átt sér
stað við undirbúning
hans. Þetta á ekki síst
við undirbúning í
tengslum jafnréttis-
mál, en yfirskrift
fundarins er einmitt:
„Einstaklingsfrelsi -
jafnrétti í reynd.“
Slagorð þetta er kom-
ið frá Björgu Einars-
dóttur sem lengi hefur
starfað innan Sjálf-
stæðisflokksins. Þótt
alllangt sé síðan slagorðið kom úr
smiðju Bjargar heldur inntak þess
enn sínu gildi, en í því kemur kjarni
sjálfstæðisstefnunnar fram. Jafn-
Þeir sem fjölskyldu
mynda, segir Helga
Kristjánsdóttir, þurfa
að njóta sín sem ein-
staklingar.
rétti hlýtur ávallt að grundvallast
á því að einstaklingurinn sé metinn
að verðleikum.
Sjálfstæðar konur
líta svo á að fjölskyldan
sé grunneining þjóðfé-
lagsins, en telja jafn-
framt að tryggja þurfí
að þeir sem eininguna
mynda fái sín notið sem
einstaklingar.
Á þessum grunni
byggir boðskapur
Sjálfstæðra kvenna.
Sjálfstæðar konur líta
svo á að flölskyldan sé
grunneining þjóðfé-
lagsins, en telja jafn-
framt að tryggja þurfí
að þeir sem eininguna
mynda fái sín notið sem
einstaklingar. Þau mál-
efni sem Sjálfstæðar konur leggja
hvað mesta áherslu á nú á lands-
fundi eru að réttur foreldra til töku
fæðingarorlofs verði jafnari, jafn-
ræði kynjanna gildi að skattalögum
og að fram náist launajafnrétti,
enda er efnahagslegt sjálfstæði ein
helsta forsenda sjálfstæðis. Von-
andi ber yfírskrift fundarins tilætl-
aðan árangur þannig að þeir sem
hann sitja láti sig jafnréttismálin
varða og að áherslurnar verði
flokksforystunni og fundargestum
veganesti þegar heim er komið.
Höfundur starfar með
Sj&lfstæðum konum.
Helga
Kristjánsdóttir
HJARTAVERND
hefur eins og flestum
er kunnugt staðið fyrir
umfangsmikilli hóp-
rannsókn síðastliðin 30
ár. Þessi rannsókn hef-
ur náð til um 30.000
einstaklinga og er ein
af stærri rannsóknum
af þessu tagi sem fram-
kvæmdar hafa verið í
heiminum. Þessi rann-
sókn Hjartavemdar
hefur miðast við að
reyna að glöggva skiln-
ing okkar á þeim þátt-
um sem eru að verki í
tilurð hjarta- og æða-
sjúkdóma sem enn or-
saka, á einn eða annan hátt, 50%
dauðsfalla á íslandi. Margir þættir
hafa komið í ljós sem áhættuþættir
fyrir hjarta- og æðasjúkdóma og
hefur talsvert verið ritað og rætt
um marga þeirra. Þar eru hvað efst
á blaði þættir eins og hátt kólester-
ól í blóði, reykingar og hár blóð-
þrýstingur svo nokkuð sé nefnt. I
íjósi þeirrar þekkingar sem meðal
annars hefur aflast úr rannsókn
Hjartavemdar, hefur verið umtals-
verður áróður fyrir breyttum lífs-
venjum í þjóðfélaginu og er ekki
nokkur vafi að þær breytingar á lifn-
aðarháttum sem hafa átt sér stað
undanfama áratugi hafa ásamt
bættri læknismeðferð átt þátt í að
fækka verulega dauðsföllum af
völdum hjarta- og æðasjúkdóma.
En betur má ef duga skal. Þótt
við þekkjum marga af áhættuþátt-
um hjarta- og æðasjúkdóma skortir
enn nokkuð á að við getum séð fyr-
ir þróun þeirra hjá einstaklingunum
og gripið inn í á markvissan hátt í
tæka tíð. Við höfum öll séð dæmi
um einstaklinga sem lifa og hrær-
ast í svipuðu umhverfi frá upphafí
en sumir fá kransæðasjúkdóm, aðr-
ir ekki. Munurinn þarna liggur í
erfðaupplagi einstaklingsins, í
erfðavísum hans. Framlag erfða-
þáttanna er þó mismikið. I sumum
einstalingum er fram-
lagið það mikið að klár-
lega er um erfðan sjúk-
dóm að ræða og eru
það þá gjaman mjög
ungir einstaklingar
sem fá kransæðastíflu.
Oftast er framlag
erfðavísanna þó minna
og er þá erfiðara að
átta sig á hvað er þar
á seyði. Einnig eru ekki
alltaf sömu erfðavís-
arnir að verki og reynd-
ar er fulljóst að um
tugi mismunandi erfða-
vísa getur verið að
ræða.
En er þá ekki erfitt
að fínna þessa erfðavísa? Jú, vissu-
lega má búast við því, en nú hyggst
Hjartavernd beita einni rannsóknar-
aðferð sem er talin vænleg. Rann-
sakaðir verða afkomendur þeirra
Rannsóknum er
ætlað að draga fram
í dagsljósið, segir
Vilmundur Guðnason,
þá erfðavísa sem hafa
umtalsverð áhrif á þró-
un kransæðasjúkdóms.
sem hafa fengið kransæðastíflu og
tekið þátt í hóprannsókn Hjarta-
verndar síðastliðin 30 ár og þeir
bomir saman við afkomendur þeirra
sem ekki hafa fengið kransæðastíflu
og tekið þátt í sömu rannsókn. Von-
ast er til að slíkar rannsóknir dragi
fram í dagsljósið þá erfðavísa sem
hafa umtalvert framlag til þróunar
kransæðasjúkdóms.
En er nokkuð hægt að breyta
erfðavísunum? Þótt erfðavísarnir
finnist, er líka klárt að ekki er unnt
að gera neinar breytingar á erfða-
efninu sem slíku. Ekki er þó ólíklegt
að það megi, í ljósi þess hvaða erfða-
vísar eigi í hlut, ákvarða hvar leggja
eigi áherslu á að fyrirbyggja og
hverslags meðferð eigi að veita ein-
staklingnum. Ef t.d. er um galla eða
skemmd í erfðavísi að ræða sem
stýrir kólesterólmagni í blóði er
unnt að beita kólesteróllækkandi
meðferð. Þótt mataræði sé horn-
steinninn í meðferð við háu kólester-
óli í blóði, gagnast það ekki alltaf
eitt sér og þarf þá að beita lyfjum.
Þegar í dag em dæmi um að þekk-
ing á skemmdum í erfðavísum hjálpi
okkur við að ákvarða meðferð við
hárri blóðfitu hjá einstaklingum með
arfbundna kólesterólhækkun sem
orsakast af skemmd í prótíni sem
sér um að hreinsa kólesterólríkar
sameindir úr blóði. Vel er þekkt að
í mörgum tilvikum er unnt að halda
blóðþrýstingi innan eðlilegra marka
með minnkaðri saltneyslu, líkams-
þjálfun og með því að forðast of-
þyngd. Oft gagnast þetta þó ekki
og einkum ef um er að ræða
skemmd í erfðavísum sem stýra
blóðþrýstingi og þarf þá að beita
lyfjum. Þótt fæstir af þeim erfðavís-
um séu þekktir í dag bendir ýmis-
legt til þess að mismunandi meðferð
þurfí eftir því hvar skemmdin er,
eigi að ná bestum árangri. Af þess-
um dæmum sést að þekking á þeim
erfðavísum sem stýra áhættuþátt-
um hjarta- og æðasjúkdóma getur
skilað sér í markvissari meðferð og
fyrirbyggingu þessara sjúkdóma.
Það er þó jafnljóst að heilmikið vant-
ar á að þekking okkar sé nægileg.
Hjartavemd ætlar með afkomenda-
rannsókninni að reyna að varpa frek-
ara ljósi á þetta og er ekki nokkrum
vafa undirorpið að séríslenskar að-
stæður munu vega þar þungt.
Eins og fyrr leitar Hjartavernd
til almennings í landinu um stuðning
sem er enn brýnni nú þegar byggja
þarf upp nýja aðstöðu og tækjabún-
að til að unnt sé að ýta þessu nýja
verkefni af stað. Ein af þeim fjáröfl-
unarleiðum sem farin er og skiptir
verulegu máli er Happdrætti Hjarta-
verndar sem um þessar mundir er
verið að selja miða í, en dregið verð-
ur 12. október. Það er von okkar
að þjóðin sýni hug sinn nú sem fyrr
og styrki Hjartavernd.
Höfundur er læknir og
erfðafræðingur.
Ný rannsókn
í Hjartavemd
Vilmundur
Guðnason