Morgunblaðið - 08.10.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREIIMAR
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 35
i
i
i
I
«
«
Markmið og stefnur
í manneldismálum
4
4
4
NÝLEGA gafst
undirritaðri tækifæri
til að sitja ráðstefnu í
Svíþjóð um stefnur og
markmið norrænna
stjórnvalda í manneld-
ismálum. Þar voru
saman komnir félags-
fræðingar, næringar-
fræðingar, stjórnmála-
menn o.fl., en slík
blanda er fremur
óvenjuleg við umjöllun
sem þessa. Fram kom
að stjórnvöld á öllun
Norðurlöndum hafa
markað ákveðna
stefnu í þessum málum
í því skyni að stuðla
Lára Margrét
Ragnarsdóttir
að æskilegri þróun og hollustu. Á
Islandi var manneldisstefna sam-
þykkt sem þingsályktun á Alþingi
í maí 1989.
Engin árstíð þarfnast
meira grænmetis og
ávaxta en veturinn með
dimma, langa daga.
Nýlega sat Lára Mar-
grét Ragnarsdóttir
ráðstefnu í Svíþjóð um
stefnur og markmið
norrænna stjómvalda í
manneldismálum.
lent grænmeti. Neysla
á fersku grænmeti
endurspeglar þessa
verðþróun. Undanfar-
in ár hefur neyslan
aukist hægt og bítandi
en árið 1995 bregður
svo við að neysla á
fersku grænmeti
minnkar úr 29,4 kg á
mann á ári á árinu
1994 í 26,6 kg. Því er
ekki óeðlilegt að spyija
hver eða hveijir tryggi
hagsmuni neytandans
í nefnd landbúnaðar-
ráðuneytis um tolla á
grænmeti.
Það verður því mið-
viðurkennast að greinileg
4
4
«
4
4
íslenska manneldisstefnan hefur
að leiðarljósi hollustu og heilbrigði
enda hefur mataræði þjóðarinnar
afgerandi áhrif á heilsufar hennar.
Rannsóknir hafa sýnt að unnt er
að fækka hjartasjúkdómum og
krabbameinum með því að minnka
neyslu á harðri fitu en auka í þess
stað neyslu á grænmeti og ávöxt-
um. Góð og fjölbreytt næring
minnkar auk þess líkur á fjölda
annarra sjúkdóma og eykur afköst
í starfi jafnt sem námi. Meðal yfir-
lýstra markmiða manneldisstefn-
unnar er: að stuðla að fjölbreytni
í fæðuvali, auka neyslu á græn-
meti og ávöxtum en minnka fitu-
neyslu.
Ymsar stjórnvaldsaðgerðir geta
beint eða óbeint haft áhrif á matar-
asði þjóðarinnar, ekki síst
ákvarðanir sem hafa áhrif á verðlag
matvara. I íslenskri manneldis- og
neyslustefnu stendur skýrum stöf-
um að tekið skuli mið af settum
manneldismarkmiðum við ákvörð-
un tolla og skatta og hvers konar
annarra óopinberra aðgerða sem
hafa áhrif á verðlag matvæla.
Þetta eru góð orð og fyrirheit,
en hversu vel skyldi hugur fylgja
máli? Hversu oft og mikið taka
stjórnvöld mið af hollustu við
ákvarðanatöku, sem hefur áhrif á
verðlag matvæla?
Háir tollar á grænmeti hafa ver-
ið mjög til umræðu frá því lögin
um framkvæmd GATT-samnings-
ins tóku gildi. Samkvæmt þeim lög-
um á nefnd á vegum landbúnaðar-
ráðuneytis að veita undanþágur frá
ofurtollum á innfluttu grænmeti,
þegar innlent grænmeti er á boð-
stólum. Fram að þessu hafa tollarn-
ir hins vegar því miður verið það
háir, að þeir veita innlendu fram-
leiðslunni algjöra vernd í stað þess
að veita innlendu grænmeti aðhald
í verðlagningu eins og ráð var fyr-
ir gert með samþykkt laganna.
Ef litið er á verðlagsþróun græn-
metis borið saman við aðra mat-
vöru kemur í ljós að eftir gildistöku
laganna hækkar verð á grænmeti
verulega umfram aðra matvöru.
Fyrir gildistöku laganna hafði
innanlandsverð á grænmeti hins
vegar lækkað hlutfallslega við er-
ur að
þáttaskil hafa orðið á neyslu fersks
grænmetis og neyslan dregist veru-
lega saman. Fyrir GATT-samning-
inn borðuðu íslendingar minna af
grænmeti en nokkur önnur Norður-
landaþjóð og máttum við því síst
við samdrætti í þessari mikilvægu
neyslu.
Flestir eru sammála um að
hvetja þurfi íslendinga til aukinnar
grænmetisneyslu. Manneldisráð,
Krabbameinsfélagið og Hjarta-
vernd hafa sem kunnugt er staðið
fyrir slíku átaki nú í sumar - sbr:
„Fimm á dag!“ Hins vegar virðast
stjómvöld hafa bmgðist settri
stefnu sinni um manneldismál og
fallið frá stuðningi með verð-
ákvörðunum sínum.
Hér er mikið í húfi, rangt matar-
æði getur orðið dýru verði keypt.
í raun er ekki heldur fylgt sam-
þykktri heilbrigðisstefnu, né heldur
stutt að aðhaldi í kostnaði vegna
heilbrigðisþjónustu, umfangsmesta
útgjaldaliðar ríkisins. Vonandi
verður núverandi stefna endur-
skoðuð sem allra fyrst, engin árs-
tið þarfnast meira grænmetis og
ávaxta en veturinn með dimma,
langa daga.
Höfundur er alþingismaður.
Krabbameinsvaldar
í vinnuumhverfinu
TALIÐ er að rekja
megi um 4-5% allra
dauðsfalla vegna
krabbameina til orsaka
í vinnuumhverfi. Þetta
þýðir að um 40 manns
deyja hér á landi vegna
atvinnukrabbameina á
hveiju ári. Með at-
vinnukrabbameini er
átt við illkynja krabba-
mein sem að öllu leyti
eða að hluta til er or-
sakað af mengun efna
eða öðru álagi sem
kemur fyrir á vinnu-
stað eða á sér stað við
störf manna. Mörgu er
hér til að dreifa. Til
dæmis getur þetta verið sérstakt
efni eins og beta-naftýlamín sem
notað er í gúmmíiðnaði, eða meng-
Rekja má 4-5% dauðs-
falla vegna krabba-
meins, segir Vilhjálm-
ur Rafnsson, til orsaka
í vinnuumhverfi.
un þráðlaga ryks eins og asbests.
Önnur dæmi eru um smitvalda eins
og b-lifrarbólguveirur en stundum
er um að ræða iðnaðarstarfsemi þar
sem ekki er hægt að tilgreina
krabbameinsvaldinn með vissu og
hér má nefna kox- og álframleiðslu.
Alþjóðlegastofnunin um rann-
sóknir á krabbameinum (LARC) læt-
ur meta hvort einstakir þættir,
blöndur þeirra eða atvinnustarfsemi
valdi krabbameinum í mönnum.
Metin hafa verið meira en 700 at-
riði og talið að 65 efni eða aðstæður
í starfsumhverfi séu krabbameins-
valdar, 50 séu líklegir og aðrir 300
séu hugsanlegir krabbameinsvaldar.
Hvemig krabbameinin verða til eru
flókin ferli og eru þau ekki alltaf
að fullu kunn en í upphafí verður
skemmd á erfðaefni frumnanna.
Vilhjálmur
Rafnsson
Atvinnutengd krabba-
mein hafa langan vaxt-
artíma, 10 til 40 ár líða
frá því menn verða
fyrst fýrir mengun
áhrifaþátta þar til æxl-
in koma í ljós.
Ytri orsakir atvinnu-
krabbameina eru
þekktar og því ætti að
vera hægt að koma í
veg fyrir þau. Fyrsta
stigs forvarnir felast í
að upplýsa starfsmenn
og stjórnendur vinnu-
staðanna um hætturn-
ar og hvernig beri að
forðast að menn verði
fyrir mengun. Forvarn-
7.-13. október 1996
ir á öðru stigi geta verið gagnlegar
til þess að finna krabbameinin nógu
snemma þegar enn er möguleiki á
lækningu en meðferð er þó ekki í
öllum tilvikum árangursrík.
Hegðun manna og lífshættir ráða
miklu um hveijir fá krabbamein
enda hafa krabbamein oftast marg-
þættar orsakir. Reykingar hafa
mikla þýðingu. Samverkun reyk-
inga og asbestmengunar verður
ekki lýst með samlagningu heldur
virðist lungnakrabbameinshættan
margfaldast þegar saman fara
reykingar og mengun asbests.
Ef grunsemdir vakna um krabba-
meinsvald á vinnustað er nauðsyn-
legt að fá úr því skorið hvort
krabbamein er tíðara þar en annars
staðar. Ef svo er þarf að athuga
hvort krabbameinin tengjast
ákveðnum störfum eða deildum og
ef böndin berast að ákveðnum efn-
um þarf að finna öruggar leiðir til
notkunar. Svörin við þessum spurn-
ingum fást með því að gerða far-
aldsfræðilegar rannsóknir, en far-
aldsfræðin fjallar um útbreiðslu
sjúkdóma meðal fólks. Faralds-
fræðilegar rannsóknir eru stundað-
ar við atvinnusjúkdómadeild Vinnu-
eftirlits ríkisins.
Höfundur er yfirlæknir
atvinnusjúkdómadeildar
Vinnueftirlits ríkisins.
Nokkrir krabbameinsvaldar eða líklegir krabbameinsvaldar
sem finna má á vinnustöðum
Efni Líffæri
Arsenik og ólífræn sambönd Lungu, húð
Asbest Lungu, illkynja mesóþelíóma, barkakýli
Bensen Beinmerg
Bensó(a)pýren Þvagblaðra, nýru
Beryllíum Lungu
Formaldehýð Nef, nefholur
Kadmíum Lungu
Koltetraklóríð Beinmerg, þvagblöðru
Kristölluð kísilsýra Lungu
Króm Lungu
Nikkel Lungu, nefholur
PAH (pólýarómatísk hýdrókarbón) Þvagblaðra, nýru
PCB (pólýklórbífenýlar) Húð, meltingarvegur
Tréryk Nef, nefholur
Vínýlklóríð Lifur
Þakskífur
úr steini
fyrir íslenskt
veðurfar.
/V f ( I frá B M • V a II á
Þakskífur úr steini hafa lengi verið húsaprýði í grannlöndum
okkar. BM* Vallá framleiðir nú þakskífur sem þróaðar eru
sérstaklega íyrir íslenskar aðstæður og standast ströngustu
kröfur um frostþol og endingu.
_ Þakskífurnar eru sérstaklega fallegar og setja glæsilegan
svip jafnt á ný hús sem gömul.
_ Þaksktfurnar frá BM'Vallá eru viðhaldsfríar. Þær ryðga ekki
og þær þarf aldrei að mála.
^ Þakskífurnar eru mjög þéttar og auðvelt er að leggja þær.
Fáðu sendan
bækling
Kynntu þér þetta hagkvæma og spennandi þakefni.
Pantaðu ókeypis bækling með ítarlegum upplýsingum
m.a. um lögn og frágang.
GÆÐAKERFI
m
iST ISO 9001
Pantaðu bækling í síma 577 4200 • Grænt númer 800 4200 • Netfang:bmvalla.sala@skima.is
BM’VALLA
Söluskrifstofa
Breiðhöfða 3
112 Reykjavík