Morgunblaðið - 08.10.1996, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 37
HESTAR
dóttur Vordísar, en hún sló eftir-
minnilega í gegn á fjórðungsmótinu
í sumar. Sagði hann Eydísi hafa
farið undir Galsa frá Sauðákróki.
Og hvers vegna? „Jú, þau ættu að
bæta hvort annað upp,“ svarar Ein-
ar að bragði „Galsi er með léttari
byggingu, töltið betra í Eydísi, vek-
urðin meiri í Galsa og bæði eru þau
öskuviljug. Svo er Galsi afar athygl-
isverður hestur og aldrei að vita
hvenær hann hverfur úr landi,“
sagði Einar að endingu.
Þá var næst borið niður hjá Sveini
Guðmundssyni á Sauðárkróki en
allar helstu valkyijurnar af eldri
kynslóðinni sem garðinn gerðu
frægan fyrir tveimur áratugum eða
svo eru óðum að kveðja þennan
heim og yngri hryssurnar farnar
að bera hitann og þungann af metn-
aðarfullu ræktunarstarfi Sveins og
Guðmundar sonar hans.
Fjölmörg stóðhestsefni á
Króknum
Hervör er síðasta Síðudóttirin
sem er á lífi og telst til eldri kyn-
slóðarinnar í stóði Sveins. Hún var
geld í vor en var haldið undir Ófeig
frá Flugumýri í sumar en kom geld
eftir ítrekaðar tilraunir og var þá
haldið undir fola undan Ofeigi og
Kröflu. Var hún hjá honum fram á
haust og sagðist Sveinn ekkert vita
hvaða árangur það hefði borið en
úr þessu væri ekkert annað að gera
en bíða og vona það besta. Undan
Hervöru er til veturgamall hestur
rauðblesóttur að lit undan Fána frá
Hafsteinsstöðum. Einnig er til und-
an henni og Kjarval, tvævetur brún-
skjóttur myndarhestur, að mati
Sveins. Þá er til rauð hryssa undan
henni og Otri sem fer á fjórða vet-
ur tvær hryssur fjögra og fimm
vetra undan Kjarval og Anga.
Nýr Galsi á leiðinni?
Gnótt móðir Galsa fór í sumar
undir Ófeig á nýjan leik og mun
vera fylfull en var geld í vor. Til
er undan henni og Galdri veturgam-
all foli, svartur og gullfallegur sem
folald að sögn Sveins en hann var
seldur suður. Þá er til undan henni
tvævetur foli undan Hrafni frá
Holtsmúla og má gera ráð fyrir að
fylgst verði af áhuga með honum.
Guðmundur sagði að sér litist vel á
þann grip því þar væri á ferðinni
góð blanda.
Herva er nú með fyli við brúnum
þriggja vetra fola frá Miðsitju und-
an Kröflu og Otri. Sagði Guðmund-
ur þar á ferðinni vígafola sem Smið-
ur héti og yrði hann hissa ef hann
ætti ekki eftir að láta verulega að
sér kveða á næstu tveimur árum.
Þá er til undan henni rauðstjörnótt
hestfolald undan Hrannari frá Kýr-
holti, veturgamall brúnhöttóttur
undan Galdri. Tveggja vetra foli er
til undan Hervu og Kjarval sem
Guðmundur taldi tæplega með nógu
góða byggingu að svo komnu máli.
Svo væri einn Ófeigssonur Hilmir
fjögra vetra mjög fallegur hestur
sem byrjað væri að temja og lofaði
góðu. Þeir feðgar hafa þegar feng-
ið folöld undan þeim hesti og segir
Guðmundur hann gefa góð folöld.
Að sjálfsögðu eru allir folarnir hjá
þeim feðgum óvanaðir og má því
ætla að lítið lát verði á stóðhesta-
framleiðslunni á Sauðárkróki á
næstu árum.
Glókolla og Kolbrá með fyli
Þá var röðin komin að mæðgun-
um frá Kjarnholtum, Glókollu og
Kolbrá. Guðný Höskuldsdóttir upp-
lýsti að sú eldri, Glókolla, hefði
verið geld í vor eftir að hafa verið
hjá feðgunum frá Þúfu Orra og
Þorra, hins vegar tókst betur til í
ár eftir vist hjá Óði frá Brún. Var
staðfest eftir ómskoðun að hún
væri með fyli. Undan henni er til
veturgömul brún hryssa undan
Hrafni frá Holtsmúla, sem sagt al-
systir Kolbrár og Kolfinns. Tveggja
vetra bleikálóttur foli undan Ófeigi
°g þriggja vetra glæsilegur foli
undan Svarti frá Unalæk sem verð-
ur væntanlega taminn í vetur. Þá
var tamin og sýnd í vor fjögra vetra
hryssa undan Pilti frá Sperðli sem
fékk 7,76 i einkunn.
Kolbrá var einnig geld í vor en
henni var ekki haldi í fyrra þar sem
hún kastaði ekki fyrr en um miðjan
september. En nú er hún með stað-
fest fyl sem til varð eftir ástarfund
með Galdri frá Laugarvatni. Þá er
til undan henni bleikálótt hryssa
undan Reyk frá Hoftúni, tveggja
vetra foli undan Ófeigi frá Flugu-
mýri en þær mæðgur fóru saman
undir hann fyrir þremur árum. Þá
var byijað að temja lítillega fjögra
vetra fola undan henni og Oddi frá
Selfossi. Árið eftir að hann fæddist
var Kolbrá geld. Guðný sagði mæð-
gurnar við góða heilsu, Glókolla
orðin tuttugu og tveggja en Kolbrá
væri átján vetra. Þær héldu ágæt-
lega og er því ekki annað að ætla
en þær eigi eftir að skila enn nokkr-
um gæðingsefnum af sér áður en
yfir lýkur.
Albróðir Hjörvars
lofar góðu
Að þessu sinni endum við á Ket-
ilsstöðum og var Jón Bergsson beð-
inn að upplýsa hvað komið hefði
út af Hugmynd síðustu árin en hún
er í eigu Bergs sonar Jóns og lík-
lega eitt þekktasta hrossið úr Ket-
ilsstaðaræktuninni. Jón sagði að
Hugmynd hafa verið gelda i vor en
henni hafí verið haldið undir Hrann-
ar frá Höskuldsstöðum á síðasta
ári. í maí hafi hún hins vegar verið
keyrð alla leið á Sauðárkrók þar
sem henni var haldið undir Hilmi
sem var hér að framan getið. Farið
var inn í hryssuna fyrir skömmu
og staðfest að þar væri fyl svo þeir
feðgar Jón og Bergur geta því
glaðst yfir því. Þá sagði Jón að til
væri rauð hryssa veturgömul undan
Hugmynd og Gusti frá Hóli, tvævet-
ur jörp hryssa hafi hins vegar far-
ist þegar hún setti sig í Lagarfljót-
ið í vor og fannst dauð. Sagði Jón
algengt að unghryssur þarna leit-
uðu í fljótið til að sinna kalli náttúr-
unnar og syntu þá gjaman fyrir
girðingar í leit að stóðhesti en þessi
hefði líklega ætlað yfir fljótið og
sprengt sig. Sagði Jón þetta mikið
vandamál og væru þeir feðgar fam-
ir að loka hryssurnar í minni hólfum
og gefa þeim meðan þær væru
álægja.
Þá er til þriggja vetra hryssa
undan Toppi frá Eyjólfsstöðum og
Hugmynd og rúsínan í pylsuendan-
um væri fjögra vetra stóðhestur
rauður albróðir Hjörvars frá Ketils-
stöðum sem efstur stóð í A-flokki
gæðinga á fjórðungsmótinu í sum-
ar. Væri hann almennt talinn fal-
legri en Hjörvar en hann fékk 7,96
í einkunn fyrir byggingu í vor en
ekki var hægt að ríða honum til
dóms vegna óhapps stuttu fýrir
dóma sagði Jón.
Hér hafa nokkrar af mörgum
frægum og góðum hryssum verið
teknar til umfjöllunar og væri vel
við hæfí að endurtaka leikinn því
af nógu er að taka og mjög forvitni-
legt fyrir lesendur að fá að skyggn-
ast örlítið baksviðs á það sem er
gerast í hrossaræktinni og fá að
taka þátt í hinum stóm vonum sem
bundnar eru við þessi ungu hross
sem hér hefur verið getið um.
Valdimar Kristinsson
Arnar Geir vann
einmenninginn
Brids
Bridshöllin
ÍSLANDSMÓT
í EINMENNINGI
íslandsmótið í einmenningi var hald-
ið 5.-6. október í Þönglabakka 1.
ARNAR Geir Hinriksson varð á
sunnudag íslandsmeistari í ein-
menningi eftir harða baráttu við
Þóri Leifsson og Erlend Jónsson,
sem enduðu í 2. og 3. sæti.
80 spilarar tóku þátt í mótinu.
Eftir fyrstu lotuna hafði Ragnheið-
ur Nielsen forustuna með 709 stig.
Helgi G. Helgason var í 2. sæti
með 705 stig og Erlendur Jónsson
í 3. sæti með 688.
Erlendur náði síðan forastuna í
2. lotu og að loknum 60 spilum af
90 var hann með 1320 stig, Eggert
Bergsson var í 2. sæti með 1282
stig og Helgi G. Helgason í 3. sæti
með 1275. Arnar Geir var í því 16.
með 1219 stig.
í þriðju og síðustu lotunni á
sunnudag gekk Erlendi hins vegar
ekki sem best meðan Arnar Geir
og Þórir Leifsson skoruðu látlaust.
Þeir sátu saman í vörninni í þessu
spili gegn íslandsmeistaranum frá
í fyrra, Magnúsi Magnússyni:
Norður
♦ ÁDG1053
V3
♦ 932
♦ D106
Vestur
♦ 96
V ÁG542
♦ G5
♦ ÁG52
Austur
♦ K42
V10976
♦ 874
♦ 873
Suður
♦87
♦KD8
♦ÁKD106
♦K94
Magnús varð sagnhafi í 3 grönd-
um í suður eftir að Amar Geir í
vestur opnaði á 1 hjarta. Arnar
spilaði út hjarta á níuna og drottn-
ingu og Magnús svínaði spaða sem
Þórir gaf svellkaldur. Magnús fór
þá heim á tígul og þótt hann gæti
nú að öllum líkindum tryggt sér 9
slagi með því að fría laufslag ákvað
hann að spila upp á yfirslagina
enda ljóst að 4 spaðar stæðu. Hann
svínaði því spaða aftur en nú tók
Þórir með kóng og spilaði hjarta í
gegn á kóng og ás.
Amar tók hjartagosann og spil-
aði meira hjarta og Magnús henti
af rælni öllum laufunum í blindum
enda hélt hann að Arnar yrði áfram
inni. En Þórir tók óvænt fjórða
hjartaslaginn á sexuna og spilaði
laufí gegnum sagnhafa sem fór á
endanum fimm niður.
Við annað borð sat Erlendur
einnig í vöm gegn 3 gröndum með
austurspilin. Þar spilaði vestur út
skólar/námskeið
skjalastjórnun
tungumál
■ inngangur að skjalastjórnun.
Námskeið, haldið 21. og 22. október
(mánud. og þriðjud.). Gjald kr. 11.000.
Bókin „Skjalastjórnun" innifalin.
Skráning hjá Skipulagi og skjölum
í síma 564 4688, fax 564 4689.
ENSKUSKÓUNN
Túngötu 5.
tónlist
■ Píanókennsla.
Einkakennsla á píanó og í tónfræði.
Upplýsingar og innritun í sfaa
553 1507.
Anna Ingólfsdóttir.
Arnar Geir
Hinriksson
laufí sem sagn-
hafi tók heima og
svínaði spaða. Er-
lendur gaf og
sagnhafi fór heim
á tígul og svínaði
aftur spaða. Nú
tók Erlendur með
kóng og skipti í
hjarta og sagn-
hafí fékk aðeins 8
!
slagi sem gaf Erlendi góða skor.
Það nægði honum þó ekki til að
halda forustunni og þetta var loka-
röðin:
Arnar G. Hinriksson 1924
Þórir Leifsson 1909
ErlendurJónsson 1889
Vilhjálmur Sigurðsson 1852
RagnheiðurNielsen 1848
JensJensson 1845
Sveinn Ragnarsson 1844
Ólafur Steinason 1842
Rúnar Einarsson 1849
Þröstur Ingimarsson 1833
Sveinn R. Eiríksson stýrði mótinu
en Jakob Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Bridssambandsins,
afhendi verðlaun í mótslok.
Guðm. Sv. Hermannsson
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Reykjavíkur
Miðvikudaginn 2. október var spil-
aður tölvureiknaður Mitchell með
forgefnum spilum. 32 pör spiluðu 14
umferðir með 2 spilum á milli para.
Meðalskor var 364 og efstu pör voru:
NS
Aðalsteinn Jörgensen - Ásmundur Pálss.
Oddur Hjaltason - Hrólfur Hjaltason
Ómar Olgeirsson - Eyþór Jónsson
Unnur Sveinsd. - Inga Lára Guðmundsd.
Guðbjöm Þórðarson - Jens Jensson
AV
Helgi Sigurðss. - Sigurður B. Þorsteinss.
Baldvin Valdimarss. - Hjálmtýr Baldurss
Kjartan Jóhannsson - Helgi Hermannsson 407
ísak Öm Sigurðss. - Jón St. Gunnlaugss. 405
Dúa Ólafsdóttir—Þórir Leifsson 402
Miðvikudaginn 9. október verður
spilaður Monrad-Barómeter og
sama kvöld verður bryddað upp á
nýrri hliðarkeppni: Bikartvímenn-
ingur. Pör verða dregin handahófs-
kennt hvert á móti öðra og það par
sem fær hærra skor kemst áfram
í næstu umferð, sem verður spiluð
miðvikudaginn þar á eftir.
SPILAÐUR var Mitchell-tvímenning-
ur þriðjudaginn 1. okt. 24 pör mættu.
Úrslit:
N/S
JónAndrésson-ValdimarÞórðarson 300
ÞórarinnÁmason-Ólafurlngvarsson 271
Sigriður Pálsd. - Eyvindur V aldimarsson 250
A/V
Eysteinn Einarsson - Bergsveinn Breið§örð 251
Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 247
Þórhildur Magnúsdóttir - Siprður Pálsson 239
Meðalskor 216
Spilaður var Mitchell-tvímenningur
föstudaginn 4. okt. 20 pör mættu.
Úrslit:
453 N/S Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson 254
417 Eggert Einarsson - Karl Adolfsson 237
400 Ásthildur Sigurgíslad. - Lárus Amórsson 229
395 A/V
393 Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 282
Sæmundur Bjömsson - Jón Andrésson 247
487 Ragnar Halldórsson - Stefán Jóhannesson 246
411 Meðalskor 216
BILSKURSHURÐIR
ISVAL-BORGA SHf
HÖFÐABAKKA9, 112 REYKJAVÍK
SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751
STOFNANIR - EINSTAKLINGAR
ávallt á útsölu mikið úrval af bútasaumsefnum
frá 296 kr. og fataefni frá 150 kr. m.
VIRKA
Mörkin 3, Sími 568 7477
Opið mánud.-föstud
kl. 10-18.
Laugard. kl. 10-14.
Hin vinsælu enskunámskeið eru að hefjast.
★ Áhersla á talmál.
★ 5 eða 10 nemendur hámark í bekk.
★ 8 kunnáttustig.
Viðskiptaenska, rituð enska. Einnig er
í boði stuðningskennsla fyrir unglinga,
enska fyrir bðrn 6-12 ára og enskunám
í Englandi. Enskir sérmenntaóir kennar-
ar. Markviss kennsla í vinalegu um-
hverfi.
Hafðu samband og fáðu frekari
upplýsingar i síma 552 5330.
Premium
PC
teupte I fHSvu I S
Turnkassi
Pentium 133 örgjörvi
16MB ED0 minni
1280MB diskur
2MB PCI S3 skjákort
8 hraða CD-drif
Soundblaster 16VE
10W Hátalarar
15" hágæða litaskjár
Lyklaborð og mús
Windows 95 uppsett
Aðeins kr. 144.900 stgr.
Digital á íslandi
Vatnagarðar 14-104 Reykjavík
Sími 533-5050 - Fax 533-5060