Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
t
Elsku litla dóttir okkar og barnabarn,
ERNA KAREN HERMANNSDÓTTIR,
andaðist á fæðingardeild Landspítalans þann 4. október sl.
Bryndis Björk Másdóttir, Hermann Bjarki Rúnarsson,
Jóhanna Gissurardóttir, Már Hinriksson,
Bryndís Hanna Magnúsdóttir, Rúnar Hauksson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og mágur,
INGÓLFUR HANNESSON,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
andaðist föstudaginn 4. október.
Maria Jónsdóttir,
Ingveldur Ingólfsdóttir, Jens Óskarsson,
Eva Rún Jensdóttir, Sigriður Jónsdóttir.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
á Ægisgötu 20,
Akureyri,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 6. október.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Anna Þorsteinsdóttir, Júlíus Bergsson,
Árni Þorsteinsdóttir, Ásdi's Sigurpálsdóttir,
Erlingur Þorsteinsson, Eygló Óladóttir,
Sfmon Þorsteinsson, Ósk Pétursdóttir.
t
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og
afi,
KARL KRISTJÁN SVEINSSON,
fyrrverandi kennari,
andaðist á Heilsugæslustöð Reykjavíkur
5. október.
Örn Karlsson, Hellen Gunnarsdóttir,
Gunnar Örn Arnarson, Ellert Arnarson.
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURJÓN EINARSSON
skipasmíðameistari,
áður á Garðstfg 1,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudag-
inn 6. október.
Katrín Sigurjónsdóttir Thorarensen,
Vigdfs Sigurjónsdóttir, Haukur Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
KETILL R. SIGFÚSSON,
Háteigsvegi 22,
Reykjavík,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtu-
daginn 3. október.
Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju
föstudaginn 11. október kl. 15.00.
Vandamenn.
Minningarathöfn um
STURLU JÓNSSON
fyrrv. hreppstjóra
frá Súgandafirði,
fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudag-
inn 10. október kl. 10.30.
Útför fer fram frá Suðureyrarkirkju laug-
ardaginn 12. október kl. 14.00.
Eva Sturiudóttir, Guðni Þ. Jónsson,
Sigrún Sturludóttir, Þórhallur Halldórsson,
Kristfn Sturludóttir, Guðbjörn Björnsson,
Jón Sturluson, Sigurbjörg Björnsdóttir,
Eðvarð Sturluson, Arnbjörg Bjarnadóttir.
RAKEL
BJÖRNSDÓTTIR
+ RakeI Bjöms-
dóttir fæddist í
Reykjavík 20. júní
1919. Hún lést á
Landspítalanum 28.
september síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar vora Guðrún
Brynjólfsdóttir, f.
7.8. 1876, d. 1947, og
Björa Sumarliði
Jónsson, f. 20.10.
1881, d. 1961. Systk-
ini hennar eru Elín
Anna, f. 20.7. 1907,
Kristín, f. 4.11. 1908,
Jóna Rannveig, f.
25.6. 1911, Kristján, f. 1913, dó
sama ár, Birna Guðrún, f. 27.3.
1914, d. 1973, Brynjólfur Krist-
inn, f. 29.12.1917, d. 1975, Samú-
el, f. 21.2. 1916, d. 14.2. 1991,
og María, f. 3.12. 1920.
Eftirlifandi eigin-
maður Rakelar er
Páll Þórðarson, f.
9.12. 1913. Böm
þeirra eru Þórður
Krislján, f. 22.10.
1943, maki Koibrún
Anna Karlsdóttir, f.
1.2. 1946, börn
þeirra Páll, Kristín
og Edda; Birna
Svala, f. 1.3. 1946,
fyrri maki Garðar
Andrésson, f. 28.4.
1934, d. 24.2. 1980,
börn þeirra Rakel,
Stefán og Ólöf;
seinni maki Sigurmundur Har-
aldsson, f. 2.5.1946, barn þeirra
Guðrún Ösp.
Útför Rakelar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma okkar, við þökkum
þér fyrir allt það góða sem þú gerð-
ir fyrir okkur. Þú huggaðir okkur
þegar eitthvað bjátaði á og gladdist
með okkur á okkar góðu stundum.
Megi góður Guð styrkja föður okkar
á þessum erfiðu tímum. Einnig vilj-
um við þakka starfsfólki deildar 11E
á Landspítalanum fyrir góða umönn-
um í þessum erfíðu veikindum.
Hún er konan, sem kyrrlátust fer
og kemur þá minnst þig varir
og les úr andvaka augum þér
hvert angur, sem til þín starir.
Hún kemur og hlustar, er harmasár
hjörtun í einveru kalla.
Hún leitar upp hvert tregatár.
Hún telur blöðin, sem falla.
Og hún er þögul og ávallt ein
og á ekki samleið með neinum.
Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein,
og sífellt leitar að einum.
(Tómas Guðmundsson, Sorgin.)
Þín börn,
Þórður og Birna.
Elsku sæta amma mín.
Nú er komið að kveðjustundu og
ég kveð þig með trega í hjarta og
tár á kinn.
Ég veit að þú ert alltaf hjá mér
og styrkir mig og strýkur með þinni
mjúku hendi, eins og þú hefur ætíð
gert er við hittumst. Þegar ég sat
og kúrði hjá þér síðustu nóttina tal-
aði ég mikið við þig og ég veit að
þú skynjaðir mig því þegar ég kvaddi
þig um morguninn með kossi opnað-
ir þú augun. Þá vissi ég að þú varst
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
í síma 5050 925
og 562 7575
FLUGLEIÐIR
ÍIÓTEL LöFTLE IIIIH
að kveðja mig í hinsta sinn. Ég er
þér ævinlega þakklát fyrir það.
Amma litla, þegar við hittumst
aftur handan við hæðina, tökum við
upp þráðinn á ný og ég fæ aftur
að sjá þitt elskuiega bros. Það verða
sko fagnaðarfundir.
Elsku afi, ég bið Guð að styrkja
þig og vernda á þessum erfiðu tíma-
mótum. En mundu, að amma er aldr-
ei lang^ undan.
Ykkar einlæg,
Edda.
Með nokkrum orðum langar mig
að minnast og kveðja ömmu mína.
Amma var alltaf að pijóna lopapeys-
ur, sokka og vettlinga og ef eitthvað
þurfti að lagfæra var hún tilbúin til
þess. Hún hafði alltaf tíma til að
sinna barnabömunum sínum og síð-
ar langömmubörnunum. Hún lék við
þau, sýndi þeim myndaalbúmin sin
og las fyrir þau bækur. Hún var
glaðlynd og hafði gaman af að hitta
fólk.
Elsku amma mín, hafðu þökk fyr-
ir allt og Guð geymi þig.
Kristín Þórðardóttir.
Elsku amma mín.
Ég hefði ekki getað átt yndislegri
ömmu, ég geymi allar stundir sem
við áttum saman í hjarta mínu.
Þegar þú greindist með krabba-
mein vorum við öll slegin en þú sagð-
ist ætla að ná þér aftur. Lyfjameð-
ferðin gekk vel og allt leit vel út.
En þá dattst þú niður og varst flutt
á spítala. Það var erfitt að horfa upp
á þig svona veika en þú hresstist
við og allt gekk vel í smá tíma. En
þú áttir ekki eftir að snúa heim aft-
ur og síðustu dagana sem þú lifðir
vissum við hvert stefndi. En ég hef
reynt að sannfæra mig um að þetta
væri þér fyrir bestu. Þá kom það
mér samt á óvart þegar ég hringdi
upp á Landspítala til að vita hvernig
þér liði, það var kannski tilviljun,
að ég hringdi sömu mínútuna sem
þú skildir við eða þú hefur kannski
verið að kalla á mig.
Þú máttir aldrei neitt aumt sjá.
Þó þú værir fárveik hafðir þú meiri
áhyggjur af líðan annarra í kringum
þig en af sjálfri þér. Þegar ég kom
í heimsókn var einstaklega vel tekið
á móti mér og helst bakaðar vöffl-
ur. Þér fannst svo gaman að halda
veislur. Það var haldið upp á öll af-
mæli og þó þið væruð flutt í litlu
íbúðina á Sléttuveginum vildirðu fá
okkur öll í kaffi. Þú lést þig ekki
vanta ef það var afmæli og fannst
svo gaman að gefa gjafir.
FALLEGIR OG LISTRÆNIR
LEGSTEINAR
JsíensÁ /lönnun
157o AFSLATTUR
Á GRANÍTSTEINUM
AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18.
- Nýbýlavegi 30, Dalbrekkumegin
Kópavogi. Sími: 564 3555
Amma mín, þú varst svo barngóð
að börn hændust að þér. Þegar ég
var barn leið varla sá sunnudagur
að við kæmum ekki til þín. Það var
alltaf jafn gaman og iðulega þegar
maður var að fara stakkstu ein-
hveiju lítilræði að manni sem afi
mátti ekki vita af.
Ég veit að þú vildir ekki að ég
yrði skírð í höfuðið á þér, því þér
fannst nafnið ekki fallegt en ég fann
það oft að þú varst ánægð með að
eiga nöfnu. Þú varst hreykin af okk-
ur barnabörnunum og langömmu-
bömunum og þreyttist ekki á að
segja hvað við værum mörg og end-
aðir á að segja: Og ég sem átti bara
tvö börn.
Við eigum dýrmæta minningu um
þig því síðasta afmælisgjöfin sem
þú gafst okkur voru mjög fallegar
lopapeysur sem þú pijónaðir.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu
en brenna líka hraðast
og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi
þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Ég kveð þig nú, amma mín. Ég
veit að þér líður vel þar sem þú ert
núna og fylgist með okkur öllum.
Elsku afi minn, Þórður, og
mamma, megi guð styrkja ykkur.
Rakel.
Nú er langamma orðin að engli
með hinum englunum.
Lítill drengur lófa strýkur
létt um vota móðurkinn,
- augun spyija eins og myrkvuð
ótta og grun í fyrsta sinn:
Hvar er amma, hvar er amma,
hún sem gaf mér brosið sitt
yndislega og alltaf skildi
ófullkomna hjalið mitt?
Lítill sveinn á leyndardómum
lífs og dauða kann ei skil:
Hann vill bara eins og áður
ömmu sinnar komast til.
Hann vill fá að hjúfra sig að
hennar bijósti sætt og rótt.
Amma er dáin - amma fínnur
augasteininn sinn í nótt.
Lítill drengur leggst á koddann
- lokar sinni þreyttu brá
uns í draumi er hann staddur
ömmu sinni góðu hjá,
amma brosir amma kyssir
undurblitt á kollinn hans.
Breiðist ást af öðrum heimi
yfir beð hins litla manns.
(Jóhannes úr Kötlum)
Elsku amma, megi englarnir
geyma þig fyrir okkur.
Langömmubörnin Jón
Þór, Þórður, Snæbjörn,
Kolbrún og Edda.
Mig langar að minnast í fáum
orðum, heiðurskonunnar Rakelar
Bjömsdóttur. Ég kynntist henni og
Páli, þegar bróðir minn kvæntist inn
í fjölskyldu þeirra. Það sem er svo
minnisstætt eftir þessi kynni er hvað
þeim var annt um alla í kringum sig
og fylgdust vel með hvernig aðrir
hefðu það.
Rakel var alltaf hress og kát og
lét sig ekki vanta þegar haldið var
upp á afmæli langömmubarnanna
og kom jafnvel eftir að hún var orð-
in veik og hafði gengið í gegnum
erfiða læknismeðferð. Það var að-
dáunarvert að fylgjast með henni,
alltaf hressust af öllum og hvers
manns hugljúfi.
Rakel gerði mikið af því að gleðja
aðra, t.d. með handavinnu sinni eða
skemmtilegum samræðum og góð-
um ráðum, alltaf svo lífsglöð og
skemmtileg. Hún var eins við alla,
það skipti ekki máli hvort það var
hennar nánasta fjölskylda eða fjöl-
skylda mín sem tengdist henni ekki