Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 46

Morgunblaðið - 08.10.1996, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÁ NM grunnskóla. Bragi Þorfinnsson t.h. teflir við Bjarke Jensen, Danmörku. Sigurganga Æfingaskól- ans rofin SKÁK Reykjavík 4.-6. október NORÐURLANDAMÓT GRUNNSKÓLA í SKÁK Æfingaskóli Kennaraháskóla íslands varð að sjá á bak Norðurlandameist- aratitli grunnskóla, sem skáksveit skólans hafði unnið þrjú ár í röð. DANSKA sveitin frá Jetsmark skólanum á Norður—Jótlandi sigr- aði örugglega á mótinu að þessu sinni með 12 'A vinning af 20 mögu- legum. Sænska sveitin varð í öðru sæti og Finnar í því þriðja. ís- lensku skólarnir, Digranesskólinn úr Kópavogi og Æfinga- skólinn, röðuðu sér í fjórða og fimmta sæt- ið, en Norðmenn ráku lestina. 1. Jetsmark skole, Dan- mörku 12 'h v. 2. S. Iliansskolan, Svíþjóð 10'/, v. 3. PuoIalanmSen Koulu, Finnlandi 10 v. 4. Digranesskóli 9 'h v. 5. Æfingaskóli KHÍ 9 v. 6. Fjellsrud Ungdoms- skole 8'/i v. Árangur íslensku skólanna á heimavelli veldur óneitanlega vonbrigðum, en Æfingaskólinn missti í vetur nokkra af sínum öflugustu mönnum upp í mennta- skóla. Það verður einnig að takast með í reikninginn, að í Danmörku gilda aðrar aldursreglur og tveir í dönsku sveitinni eru fæddir 1979, en elstu keppendur í öðrum sveitum 1980. Bragi Þorfmnsson náði bestum árangri á fyrsta borði með fjóra vinninga af fimm mögulegum. Markus Packalén, Svíþjóð, stóð sig best á öðru borði með fjóra vinn- inga, Silje Bjerke, Noregi, á þriðja borði með þijá og hálfan vinning og Christoffer Granlund, Svíþjóð, á því fjórða með sömu vinningatölu. Andri Áss Hellismeistari Andri Áss Grétarsson sigraði ör- ugglega á fyrsta meistaramóti Hell- is sem haldið var með fullum um- hugsunartíma. Andri hlaut sjö og hálfan vinning af níu mögulegum, tapaði aðeins fynr Gunnari Gunn- arssyni, fyrrum íslandsmeistara, og gerði jafntefli við Braga Þorfinns- son sem varð annar. Andri Áss var einn helsti hvatamaður að stofnun Hellis á sínum tíma og varð skák- meistari félagsins árið 1992. Þeir sem urðu í sjö efstu sætunum á mótinu eru allir félagar í Helli: 1. Andri Áss Grétarsson 7 ’/« v. 2. Bragi Þorfinnsson 6'A v. 3. -4. Krisfján Eðvarðsson 6 v. 3.-4. Björn Þorfinnsson 6 v. 5.-7. Gunnar Gunnarsson 5 A v. 5.-7. Vigfús Ó. Vigfússon 5‘A v. 5.-7. Magnús P. Örnólfsson 5'A v. 8.—10. Jón Garðar Viðarsson 5 v. 8.—10. Davíð Kjartansson 5 v. 8.—10. Guðfríður Lilja Grétarsd. 5 v. 11.—14. Jóhann H. Ragnarsson 4'A v. 11.—14. Hrannar Baldursson 4 l!/o v. 11.—14. Þórir Júlíusson 4'A v. 11.-14. Lárus Knútsson 4 'h v. Skákstjórar voru þeir Gunnar Bjömsson, Sigurður Áss Grétarsson og Þorfinnur Björnsson. Helli hafa bæst margir nýir fé- lagar í sumar eftir umdeildan aðal- fund Taflfélags Reykjavíkur. Starf- semi Hellis fer fram í Menningar- miðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. Æf- ingar fyrir börn og unglinga eru á mánu- dögum kl. 17.15 og standa í u.þ.b. eina og hálfa klukkustund. Þátttaka í þeim er ókeypis. Þá gengst Hellir fyrir hraðmótum öll mánudagskvöld og hefjast þau kl. 20. Haustmót TR alþjóðamót Haustmót Taflfélags Reykjavíkur hófst á sunnudaginn í öllum flokkum, nema þeim efsta, sem nú verður háður með nýstárlegu sniði. Stórmeistaramir Igor Rausis (2.495), Litháen, og Mikhail Ivanov (2.465), Rússlandi, munu tefla með sveit TR í deildakeppni Skáksam- bandsins um næstu helgi og síðan hefja keppni í A-flokki á haustmót- inu mánudaginn 14. október. Aðrir keppendur verða væntanlega þeir James Burden, Bandaríkjunum, sem er í vamarliðinu á Keflavíkur- flugvelli, Þröstur Þórhallsson, stór- meistari, Jón Garðar Viðarsson, Jón Viktor Gunnarsson, Magnús Örn Ulfarsson, Arnar Gunnarsson, Björgvin Víglundsson og einn er- lendur þátttakandi til viðbótar. Eftir aðalfund Taflfélags Reykja- víkur í vor sögðu stórmeistararnir Jón L. Árnason og Helgi Áss Grét- arsson sig úr félaginu og sömuleið- is Karl Þorsteins, alþjóðlegur meist- ari, og ýmsir aðrir öflugir skák- menn. Flestir þeirra gengu í Helli. Þar með varð ljóst að TR myndi eiga erfitt með að veija íslands- meistaratitil sinn í deildakeppninni, en hefur nú fundið þá lausn að kaupa erlenda stórmeistara í stað þeirra sem gengu úr félaginu. Þetta kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir, en niðurstaðan virðist vera sú að þessi aukna samkeppni félaganna valdi því að ungir og efnilegir skákmenn fái fleiri tæki- færi til að spreyta sig á alþjóðlegum mótum. Margeir Pétursson. Grétarsson Hellismeistari. ÍDAG Með morgunkaffinu ÉG get því miður ekki mælt með neinu af þessu. Ég var að koma úr eldhús- inu og sá hvernig mat- reiðslan þar fer fram. BARA að ég væri jafn framtakssamur og þú. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á Ólympíumótinu í Jerevan í Armeníu sem lauk fyrir viku. Alþjóðlegi meistarinn R. Barcenilla (2.450) var með hvítt, en stórmeistarinn Oleg Romanisjín (2.555), Úkraínu, hafði svart og átti leik. 34. - Hxe3! 35. g4 (Ekki þýddi að þiggja fómina: 35. fxe3? - f2+ 36. e4 - HEFURÐU hugmynd að góðu nafni á klóakrottu? Bxe4+! 37. Rxe4 — Df3 er mát) 35. - Dh3! 36. Hgl - He2 37. Hg3 - Dh4 38. Kgl - Dg5 39. Hb2 - Hae8 40. Kfl - Hxf2+! og eftir þennan lag- lega lokahnykk gafst hvítur upp. Hann er mát eftir 41. Kxf2 - De3+ 42. Kfl - De2. Úkraínumenn hrepptu silfrið býsna örugglega í Manila. Mestu munaði um góða frammistöðu Vasílí ívantsjúks á fyrsta borði. Aðrir í liðinu voru þeir Mal- anjúk, Romanísjin, Novikov, Onísjúk og Savtsjenko, allt stór- meistarar. Það kom ekki neitt að sök að Alex- ander Beljavskí, sterkasti skákmaður Úkraínu á Sov- éttímabilinu er fluttur til Slóveníu og teflir fyrir þá þjóð nú. Slóvenar og Úkra- ínumenn mættust innbyrð- ist í fjórðu umferð og sigr- uðu hinir síðarnefndu 2V2-172, en Beijavskí sigraði Romanísjin á fyrsta borði. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Tölvuraunir „TÆKNIN er eitthvað að stríða okkur,“ er gjarna sagt þegar eitt- hvað fer úrskeiðis í sjón- varpi. Velvakandi vill gera þessi orð að sínum og biður þá sem hringdu til hans upp úr hádegi sl. föstudag að gera svo vel að hringja aftur, telji þeir ástæðu til. Þakkir til Halla Palla ERLA í Efra-Breiðholti hringdi: „Kæri Velvakandi. Ég vil koma á fram- færi þakklæti fyrir mjög góða þjónustu hjá þeim sem sjá um _ strætis- vagnaskýlin. Ég hafði samband við mann sem kallaður er Halli Palli því ég var mjög óánægð með nýtt skýli sem sett var í stað þess gamla við heimili mitt er nýja leiðakerfið tók gildi. Halli Palli og hans menn brugðust skjótt við og settu-upp gagnlegt skýli og vil ég senda þeim mínar bestu þakkir fyr- ir.“ Tapað/fundið Mynd fannst LÍTIL lituð grafíkmynd með kartoni og ramma fannst við kirkjugarðinn í Suðurgötu sl. fímmtu- dag. Upplýsingar i síma 553-2862. Gæludýr Lúsífer er týndur RAUÐBRÖNDÓTTUR 14 mánaða fressköttur, Lúsífer að nafni, vill komast aftur heim til sín í Þingholtsstræti 17. Hafir þú séð hann og/eða veist hvar hann er hafðu samband í síma 551-1914, 552- 3063 eða 525-5013 eða í símboða 842-0688 hvenær sem er. Farsi 01994 Farcus Ctrtoons/DUitxHad by UnivarMl Pmtt Syndcals tOAIS&t-AÍS/'CeiOcr^lí.T H 1E> 5Y.DÐÍÐ „Egski/etící ercú—i/ið/iöAjm oUt sem ökemaitiferéaskiphefuinjgedcÁbjofra? Víkveiji skrifar... SENN kemur að því, að Hval- ijörður fái að njóta sannmælis. í áratugi hafa ferðalangar kvartað yfir ökuferð í kringum Hvalfjörð og talið hana leiðinlegasta þáttinn í ferð vestur á land eða norður. Þetta hefur auðvitað breytzt nokk- uð eftir að slitlag kom á veginn í kringum Hvalfjörð og auðvitað var vegurinn allt að því hættulegur fyrr á árum, fyrir svo sem hálfri öld, þegar Vikveiji man fyrst eftir sér á leið þar um. En fólk hefur einfald- lega ekki tekið eftir náttúrufegurð- inni í Hvalfirði. Þegar HvalQarðargöngin verða opnuð eftir nokkur ár og ekki þarf lengur að keyra fyrir Hvalfjörð má búast við að þetta svæði verði eftir- sótt útivistarsvæði fyrir íbúa höfuð- borgarinnar og nærliggjandi byggð- arlaga, sem þá fyrst fara að njóta náttúrufegurðarinnar þar og meta hana. Þessi náttúrufegurð blasir ekki sízt við, þegar komið er að vestan og horft inn Hvalfjörð. Þá verður ljóst, að þessi fjörður, sem lengi hefur verið talinn einn sá leiðinleg- asti á landinu, er í raun einn sá fegursti. xxx KAPPRÆÐUR þeirra Clintons og Dole, forsetaefna demó- krata og repúblikana í fyrrakvöld virðast ekki hafa verið spennandi, ef marka má fréttir af þeim. Raun- ar hafa engar kappræður í banda- rískum forsetakosningum náð að vekja þá spennu, sem varð í kring- um fyrstu kappræður þessarar teg- undar á milli Nixons og Kennedys 1960. Þá voru engar beinar sjónvarps- sendingar á milli landa. Hins vegar fékk Upplýsingaþjónusta Banda- ríkjanna hér, sem nú heitir líklega Menningarstofnun Bandaríkjanna, kvikmynd með kappræðunum og sýndi í húsakynnum sínum. Auk þess fengu ýmis félagasamtök þessa kvikmynd eða kvikmyndir lánaðar og sýndu á sínum vegum og vakti þetta allt mikla athygli. Yfirleitt var talið, að Kennedy hefði komið betur út úr kappræðum þeirra tveggja og að þær hefðu átt umtalsverðan þátt í kosningasigri hans. Nixon var talinn gera tvenns konar mistök. Annars vegar hefði hann verið illa sminkaður og dökk skeggrót hans sett vesældarlegan svip á hann í sjónvarpi. Hins vegar hefði hann gert of mikið af því að taka undir með andstæðingi sínum og þannig litið út sem hann hefði ekkert fram að færa sjálfur. Samkvæmt fréttum frá Banda- ríkjunum virðist meirihluti sjón- varpsáhorfenda líta svo á, að Clint- on hafi unnið kappræðurnar í fyrra- kvöld, en Dole staðið sig betur en búizt hafði verið við. Báðir æfðu sig vel fyrir þáttinn og í þeim æfing- um var einhver úr þeirra hópi feng- inn til að leil^a andstæðinginn. xxx ÍKVERJI varð fyrir vonbrigð- um með Prentmessuna. Þar var of lítið af tækjabúnaði til sýnis og of lítið um nýjungar. Það er álita- mál, hvort skynsamlegt er að efna til slíkrar sýningar, ef sýnendur eru ekki tilbúnir til að leggja í nokkurn kostnað við hana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.