Morgunblaðið - 16.10.1996, Síða 28

Morgunblaðið - 16.10.1996, Síða 28
 28 MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, SVERRIR GUÐMUNDSSON, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, er látinn. Útförin auglýst síðar. Þórdís Hjaltalín Jónsdóttir, Sjöfn Sverrisdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og mágur, INGÓLFUR HANNESSON, Skólastíg 14a, Stykkishólmi, verður jarðsunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 19. októ- ber kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á dvalarheimilið eða Stykk- ishólmskirkju. María Jónsdóttir, Ingveldur Ingólfsdóttir, Jens Óskarsson, Eva Rún Jensdóttir, Sigríður Jónsdóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN PETERSEN, Staðarhvammi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 17. októ- ber kl. 13.30. Guðríður Petersen, Elfn Jóhannsdóttir, Tryggvi Ólafsson, Bryndis Petersen, Leifur Jónsson, Jóhann Petersen, Björg Haraldsdóttir, Pétur Jakob Petersen, Auður Héðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdasonur, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN HRÓLFSSON bóndi, Syðri-Hofdölum, Skagafirði, sem andaðist þann 9. október, verður jarðsunginn frá Hofstaða- kirkju laugardaginn 19. október og hefst afhöfnin kl. 14.00. Rannveig Jóna T raustadóttir, Trausti Kristjánsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Helga Rögnvaldsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA CRONIN, búsett i London, andaðist i London 12. ágúst sl. Bálför hennar hefur farið fram í London. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. október kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Landssamtök hjarta- sjúklinga, s. 552 5744, njóta þess. Jakobína Cronin, Ólafur H. Ólafsson, Jóhanna Cronin, Reynir B. Skaftason, JohnCronin, Josie Cronin, Benedikt Cronin, Erling Cronin, JulieCronin, Georg Cronin, Susan Cronin, Philip Cronin, Sandra Cronin, barnabörn og barnabarnabörn. I | i i + Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNIPÉTURSSON aðstoðarskólastjóri, Brekkubyggð 4, Garðabæ, sem andaðist miðvikudaginn 9. október sl., verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 18. október kl. 13.30. Lára K. Guðmundsdóttir, Þórunn Anna Árnadóttir, Þorsteinn Július Árnason SIGRUN JULIA SIG URJÓNSDÓTTIR + Sigrún Júlía Sig-urjónsdótt- ir fæddist í Hafnarfirði 4. júlí 1904. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 7. október síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 15. október. Ég legg aftur augun og minning- arnar streyma fram. Ég sem lítil stúlka á Suðurbraut- inni hjá þér og afa, sniglast í kring- um þig í eldhúsinu, róla mér í ról- unni sem þú hengdir alltaf upp í eldhúsdyrunum þegar ég eða eitt- hvert barnabarnanna kom í heim- sókn, það var alltaf svo gott að koma til ykkar. Ég orðin svolítið eldri, bíð spennt eftir að fara að veiða í Hlíðarvatni, þú búin að baka stóran stafla af pönnukökum og þá getum við lagt af stað. Ég held að þú hafir nú sjaldn- ast veitt í þessum túrum, amma mín, þú varst sífellt að snúast í kringum okkur bamabörnin á einn eða annan hátt. Þetta verða mér ógleymanlegar ferðir og það er ekki síst þér að þakka. Eg er hrædd um að það verði tómlegt í næstu Hlíðarvatnsferð, það vantar svo mikið þegar þú ert ekki lengur hjá okkur. Er ég eltist var jafngott að koma til þín. Þegar ég var í Flensborg kom ég oft í hádegismat til þín eða fékk að stinga mér inn í rúm til þín eða þá að við sátum og spjölluðum. Það var stór stund í lífi mínu er ég kom til ykkar afa og sagði ykkur að ég ætti von á barni og fljótlega á eftir byijaðir þú að hekla peysu á litla ófædda barnið mitt. Þú hafðir hana hvíta svo hún passaði á bæði kynin, en eftir að ég sagði þér að mér fyndist ég ganga með strák heklaðir þú handa mér eina ljósbláa peysu. Síðan er ég fæddi stelpuna mína átti ég eina hvíta og aðra bláa. í dag eru þetta dýrmætar minningar um þig, elsku amma, ásamt öllum sokkunum og vettlingunum sem þú pijónaðir á mig og fjölskyldu mína. Hún Alexandra mín var ekki mikið eldri en eins árs þegar ég fór að skilja hana eftir hjá þér og afa í pössun og sagan endurtók sig, rólan komin aftur upp í eldhúsdyrunum, þú orðin 85 ára að sýsla í eldhúsinu, alveg ótrúlega hress, og lítið barn að leika sér í rólunni. 4. júlí var alltaf dagurinn þinn en eftir að við Orri giftum okkur á þeim degi áttum við hann saman. Elsku amma, þú varst alltaf svo glaðlynd og jákvæð, ég hreinlega nærðist á því að umgangast þig. Það er erfitt að kveðja einhvern sem manni þykir svona vænt um og þær eru mér svo dýrmætar minningarnar um þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma mín. Júlía og fjölskylda. Það er auðvelt fyrir mig að minn- ast hennar Júllu, hún var gift móð- urbróður mínum Alexander Guðjóns- syni, eða Alla eins og hann er alltaf kallaður, af vinum og kunningjum. Yfirleitt var ekki talað um Alla eða Júllu sitt í hvoru lagi heldur voru þau nefnd saman. Alli og Júlla. Þetta segir nokkuð um hversu samrýnd þau voru alltaf. Alli sagði mér einu sinni hvernig hann kynntist Júllu fyrst. Hann hafði flust til Hafnarfjarðar árið 1925 til að geta stundað vélstjóranám. Hann fór einu sinni í bíó og tók eftir því að við hliðina á honum sat lítil, fal- leg, dökkhærð stúlka, en fyrir fram- an hana sat stór og breiður maður. „Til að geta séð myndina þá þurfti stúlkan að halla sér að mér og áður en myndin var búin þá var hún nán- ast komin í fangið á mér og hún hefur veriá’þar síðan,“ sagði Alli og andlit hans ljómaði. Júlla varð þeirr- ar hamingju aðnjótandi að búa í ástríku og hamingjusömu hjóna- bandi alla tíð og hefðu þau hjónin átt 76 ára hjúskaparafmæli 25. októ- ber næstkomandi. Auðvitað hafa skipst á skin og skúrir í lífi Júllu eins og hjá öðrum og þyngsta raun hennar held ég að hafi verið þegar hún missti fyrsta barnið sitt og eina son skömmu eftir fæðingu. Hefur það ábyggilega hjálpað þeim báðum í sorg þeirra hversu mikill kærleikur var með þeim hjónum. Hún eignað- ist síðar þijár mannvænlegar dætur, Aðalheiði, Huldu og Svanhiidi sem allar hafa gifst og frá henni er kom- inn fjöldi afkomenda. Þegar ég læt hugann reika aftur í tímann þá kemur margt upp í hug- ann, eins og þegar ég var sendur fyrst í sveit að Grafarbakka í Hruna- mannahreppi aðeins sjö ára gamall, en þá fór Júlia þangað líka ásamt dætrum sínum. Þessi tími var mér ákaflega skemmtilegur og ég man enn eftir því hversu gott var að njóta ástúðar Júllu þegar eitthvað bjátaði á. Og hversu gaman var að heim- sækja hana, en hún átti ákaflega fallegt heimili prýtt ýmsum munum sem ekki voru algengir á heimilum á þeim tímum, þetta voru munir sem Alli hafði keypt „í útlöndum" en hann var á þessum árum vélstjóri á togurum. Júlla var ákaflega gestris- in og listakokkur. Hún átti eldavél með ofni en svoleiðis gripur var ekki til á mínu heimili í þá daga og mér er enn í minni þegar ég smakkaði í fyrsta sinn heilsteiktan lambshrygg hjá henni hversu góður mér þótti hann. Sem barn og unglingur var ég mikið í veiðitúrum með Alla frænda og neytti ég þá færis að vera nálægt ’nonum þegar var borðað og fékk þannig að njóta krásanna með honum. Það hefði hver „smur- brauðsdama" verið hreykin af smur- brauðinu hennar Júllu. Ég og Dunna sendum Alla og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Við vitum að það verður Alla huggun í harmi hversu óendan- lega góðar minningar hann á um hana Júllu sína. Rúnar Guðbjartsson. + Astkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÁRA SESSELJA BJÖRNSDÓTTIR, Skjólgaröi, Höfn, Hornafirði, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 18 október kl. 15.00. Haraldur Þórðarson, Sæþór Skarphéðinsson, Steinunn Maríusdóttir, Borghildur Skarphéðinsdóttir, Auður Skarphéðinsdóttir, Hjörtur Marínósson, Birna Þ. Skarphéðinsdóttir, Gunnar Hermannsson, Skarphéðinn Helgason, Guðrún B. Helgadóttir, Aðalheiður Haraldsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir, Steinar I. Guðmundsson, Ólafur Karl Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elsku ættingjar og vinir! Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir auð- sýnda samúð og vinsemd við fráfall eiginmanns míns og föður okkar, ÞORVALDAR FRIÐRIKSSONAR, Eskifirði. Guð blessi ykkur öll. Kristfn Pétursdóttir og börn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR HAUKSSONAR, Háseylu 3, Njarðvíkum. Guð blessi ykkur öll. Aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, JÓNS EYSTEINS EGILSSONAR fyrrv. forstjóra, Goðabyggð3, Akureyri. Margrét Gfsladóttir, Gísli Jónsson, Þórunn Kolbeinsdóttir, Fanný Jónsdóttir, Garðar Viborg, Egill Jónsson, Herdfs Júlfusdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Stefán Blúcher, barnabörn og barnabarnabörn. Ótrúlegt úrval af vönduðum legsteínum úr völdum steíntegundum BAUTASTEINN IBrautarholti 3. 105Reykjavík Sími: 562 1393 Önnumst uppsetníngu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.