Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 27
LISTIR
Deilt um „Öpið“
Tölvuþrautir
Sönghá-
tíðá
Varmá
í MOSFELLSBÆ eru nú starfandi
sjö kórar og skólahljómsveit. Þetta
eru Álafosskórinn, Barnakór Varm-
árskóla, Karlakórinn Stefnir, Kirkju-
kór Lágafellsskóknar, Skólahljóm-
sveit Mosfellsbæjar, Mosfellskórinn,
Reykjalundarkórinn og Vorboðar,
kór eldri borgara.
„Næstkomandi laugardag, 2. nóv-
ember, ætla allir þessir aðilar, í sam-
vinnu við menningarmálanefnd Mos-
fellsbæjar, að sameina krafta sína
og sönggleði, en þá efna þeir til
sönghátíðar í íþróttahúsinu í Varmá
og hafa að sjálfsögu með sér enn
einn syngjandi bæjarmeðlim sem er
Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Dag-
skráin verður bæði létt og fjörug,
klassísk og sígild“, segir í kynningu.
Dagskráin hefst kl. 16 og er að-
gangseyrir kr. 300.
♦ ♦ ♦----
Finnskur leir-
listamaður
sýnir í Nor-
ræna húsinu
SÝNING á leirlist eftir Roger West-
erholm frá Finnlandi verður opnuð
föstudaginn 1. nóvember kl. 17.
Roger er fæddur 1952 í Ingá í
Finnlandi. Hann lærði leirgerð hjá
Kaarin Widnás, Irma Weckman og
Marjukka Pietiánen í Finnlandi og
hjá Anne Ausioos í Hollandi. Roger
hefur einnig lært pappírslist hjá Eija
Isojárvi, þekktum pappírslistamanni
í Helsingfors. Roger Westerholm
hefur kennt leirgerð í framhalds-
flokkum hjá Ingá Medborgarinstitut.
Hann hefur tekið þátt í samsýn-
ingum í heimalandi sínu og hélt
einkasýningu í Gallerí Garaija í Ingá
á þessu ári og sýnir nú verk sín í
Norræna húsinu í fyrsta sinn utan
Finnlands.
Sýningin verður opin daglega kl.
9-19 nema sunnudaga kl. 12-19.
Henni lýkur sunnudaginn 24. nóv-
ember.
------♦ ♦ ♦----
Tímarit
• ÞJÓÐSKJALASAFN íslands hefur
hleypt af stokkunum nýrri ritröð,
Upplýsingarit Þjóðskjalasafns.
Eru fyrstu tvö ritin nýkomin út:
Þjóðskjalasafn íslands, Grundvöll-
ur og hlutverk og Heimildaleit í
Þjóðskjalasafni. Björk Ingimund-
ardóttir skjalavörður tók ritin sam-
an, en aðrir skjalaverðir safnsins
lögðu einnig til efni.
Báðum ritunum er ætlað að auð-
velda einstaklingum, stofnunum og
fyrirtækjum að notfæra sér þjónustu
Þjóðskjalasafns íslands.
Ritin kosta 500 kr. hvort ogfást
meðal annars íafgreiðslu Þjóðskjala-
safnsins í Safnahúsinu við Hverfis-
götu.
Afmælisfagnaðir
Árshótíðir - Brúðkaup
Margrómuð
VEISLUÞJÓNUSTA
fyrir gæði, gott verð
og lipra þjónustu
SKÚTAN
Hólshrauni Hafnurfirði
sími: 555 1810
ENN einu sinni hefur verk Ed-
vards Munchs, „Ópið“, komist í
fréttirnar en nú er hart deilt um
höfundar- og birtingarrétt á því.
Samkvæmt bandarískum lögum
falla takmarkanir á honum niður
fimmtíu árum eftir dauða lista-
manns en 52 ár eru liðin frá því
NÚ ER svo komið að Gallerí Greip
á horni Hverfisgötu og Vjtastígs
er að leggja upp laupana. í tilefni
af því verður öllum þeim sem tekið
hafa þátt í sýningun gallerísins 130
talsins boðið að taka þátt í hinstu
sýningu þess.
Sýningin verður opnuð laugar-
daginn 2. nóvember kl. 16 og lýkur
henni sunnudaginn 17. nóvember.
Lýkur þar með 3 ára starfsemi
gallerísins. Galleríið er opið frá kl.
14-18 alla daga nema mánudaga.
Eftirtaldir hafa tekið þátt í sýn-
ingum gallerísins: Steingrímur Ey-
fjörð, Anna Þóra Karlsdóttir, Tumi
Magnússon, Ásmundur Ásmunds-
son, Erna G. Sigurðardóttir, Guðni
Harðarson, Birgir S. Birgisson,
Valdís Harrýsdóttir, Daði Guð-
björnsson, Áðalheiður Valgeirs-
dóttir, Hannes Lárusson, Freydís
Kristjánsdóttir, Þorsteinn Geir-
að Munch lést. Hefur varningur,
þar sem verkið er notað, flætt
til Evrópu frá Bandaríkjunum á
síðustu tveimur árum en sam-
kvæmt evrópskum lagasetning-
um falla takmarkanirnar ekki
niður fyrr en sjötíu árum eftir
dauða listamanns.
harðsson, Ámundi Sigurðsson,
Svava Björnsdóttir, Victor G. Cilia,
Gréta Guðmundsdóttir, Halldór
Ásgeirsson, María Ólafsdóttir,
Bjarni H. Þórarinsson, Védís Jóns-
dóttir, Kristján Guðmundsson, Val-
gerður Guðlaugsdóttir, Þorvaldur
Þorsteinsson, Guðbjörg Gissurar-
dóttir, Börkur Arnarson, Hallgrím-
ur Helgason, Jóhann Torfason,
Ragna Róbertsdóttir, Gulleik
Lövskar, Þóra Þórisdóttir, Egill
Sæbjörnsson, Anna Jóa, Guðni
Pálsson, Berglind Sigurðardóttir,
Gunnar Magnússon, Ari Már Lúð-
BOKMENNTIR
Unglingasaga
TÖLVA, TÖLVA, HERM
ÞÚ MÉR!
eftír Jón Dan. Bókaútgáfan Keilir,
1996.157 bls.
SAGA Jóns Dan hefur að undir-
titli „Saga af tveim bræðrum". Þó
má til sanns vegar færa að hún sé
fremur ævintýri um tölvu og hvernig
leysa megi ráðgátur upp á gamla
mátann með hugkvæmni og skerpu
hugans. Saga Torfa Hauks hefst á
flutningi hans, mömmu hans og
Dodda bróður frá Vest-
fjörðum til Reykjavíkur.
Sagan ýjar að mikilli
dramatík úr fortíðinni,
slysi á sjó sem leiðir af
sér heilsuleysi og dauða,
atvinnuleysi og vina-
missi sem skapar kvíða
í hug 13 ára drengs.
Doddi bróðir hefur orðið
fyrir slysi og þjáist af
innilokunarkennd og
öðrum andlegum kvill-
um sem ekki er gott að
setja fingur á. Stórtíð-
indi eru boðuð - flutn-
ingur til Reykjavíkur
með öllum þeim breyt-
ingum sem slíkt hefur í
för með sér.
Eftir að sögusviðið flyst til Reykja-
víkur breytir sagan um svip og verð-
ur nokkurs konar ævintýri eða nú-
tíma-þjóðsaga. Tölva afabróður
Torfa Hauks tekur við aðalhlutverk-
inu og verður tákn fyrir höllina sem
karlssonur þarf að komast í eða fjall-
ið sem þarf að klífa til að ná í fjár-
sjóðinn. Torfi eldri hefur ætlað fjöl-
skyldu Torfa Hauks að eignast hús-
ið við Skólavörðustíginn, en til þess
að fá það í hendur þarf Torfí Hauk-
ur að leysa gátur sem Torfi eldri
víksson, Guðrún Marínósdóttir, Ól-
afur Árni Ólafsson, Kristinn E.
Hrafnsson, Sigríður Ólafsdóttir,
Húbert Nói Jóhannesson, Tinna
Gunnarsdóttir, Ásmundur H. Stur-
luson, Helgi Þorgils Friðjónsson,
Svanur Kristbergsson, Hjördís Sig-
urgísladóttir, Georg Guðni Hauks-
son, Sara Bjömsdóttir, Loftur Atli
Eiríksson, Nína Magnúsdóttir, Jón
Óskar, Stúdíó Granda, Inga Lisa
Middleton, Bjarni Hinriksson,
Helga Rún Pálsdóttir, Kristinn M.
Pálmason, Rúrí, Karl J. Jónsson,
Magnús Árason, Hrafnhildur Arn-
setti inn í tölvuna áður en hann dó.
í sögunni eru sumar persónurnar
mjög í anda þjóðsögunnar, svartar
eða hvítar. Úlftir er í hlutverki freist-
arans. Hann tælir Torfa Hauk til að
svíkja góðgerðarmann sinn og þessi
svik skapa drengnum mikla andlega
kvöl sem engan enda virðist ætla að
taka. Úlfur virðist ekki eiga sér nein-
ar málsbætur. Hann er ofbeldismað-
ur og þjófur og misnotar konur.
Doddi er hins vegar hinn algóði en
vanmáttugi aðili sem hjálpar til að
leysa þrautina, - litli fuglinn sem
vísar veginn í kóngshöllina.
Aðrar sögupersónur eru Sæunn,
móðir Torfa Hauks, sem kemur fram
í sögulok sem sterk persóna sem
stýrir atburðum þegar
í óefni er komið en við
sjáum aldrei hvað hún
er að hugsa eða hvernig
henni líður og styrkur
hennar kemur ekki
fram í framvindu sög-
unnar. Doddi er ákaf-
lega vansæll en við
sjáum heldur aldrei al-
mennilega hvað er að
honum. Begga systir
Torfa eldri „líkist bróð-
ur sínum við hæfi“ eins
og segir á s. 14, en hún
er samt mjög veiklunda
og lætur kúga sig svo
ekki er gott að sjá hvað
er „við hæfi“ í þessu
tilliti.
Sagan er spennandi sem ævintýri
en nokkuð langdregin. Að lokum
sigrar það góða og hið illa fær mak-
leg málgjöld. Þrautirnar geta verið
skemmtilegar þeim sem hafa gaman
af að spreyta sig á að leysa þrautir
af þessu tagi. En persónusköpun er
mjög losaraleg, ekkert er unnið úr
þeim vandamálum sem sagan kynnir
í upphafi. Spennusagan um lausnina
á tölvuþrautunum verður eins og
saga inn í sögu sem aldrei var sögð.
Sigrún Klara Hannesdóttir
ardóttir, Dagur Hilmarsson, Unnur
Halldórsdóttir, Yaron Ronen, Helga
Kristrún, Daníel Magnússon, Snæ-
fríð Þorsteins, Kristján Oddur Sæ-
bjömsson, Katharina Pieper, Pétur
Órn Friðriksson, Dennis Jóhannes-
son, Lísa M. Kristjánsdóttir, Ómar
Stefánsson, Jean Posocco, Dóra
ísleifsdóttir, Haraldur Jónsson,
Arna Valsdóttir, Stefán B. Stefáns-
son, Guðný Magnúsdóttir,_ Bragi
Halldórsson, Erla Sólveig Óskars-
dóttir, Búi Kristjánsson, Sigtrygg-
ur Bjarni Baldvinsson, Andrea
Helgadóttir, Ómar Örn Hauksson,
Sigrún Kristjánsdóttir, Eva G. Sig-
urðardóttir, Stefán Geir Karlsson,
Veronique Legros, Birgir Andrés-
son, Guðjón Bjarnason, Karólína
Einarsdóttir, Jónas Sen, Ragna
Sigrúnardóttir, Julian Waters, Sig-
ríður Siguijónsdóttir og Þorri
Hringsson.
HflUSTDRGfiR OG HLVJflR P6VSUR
fimmtudag - föstudag - laugardag
20% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum
1 5% afsláttur af kortum
€f þú vilt
góðon fatnaö
benellon
Laugavegi 97, sími 552 2555
Hinsta sýningin í
Gallerí Greip