Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 27 LISTIR Deilt um „Öpið“ Tölvuþrautir Sönghá- tíðá Varmá í MOSFELLSBÆ eru nú starfandi sjö kórar og skólahljómsveit. Þetta eru Álafosskórinn, Barnakór Varm- árskóla, Karlakórinn Stefnir, Kirkju- kór Lágafellsskóknar, Skólahljóm- sveit Mosfellsbæjar, Mosfellskórinn, Reykjalundarkórinn og Vorboðar, kór eldri borgara. „Næstkomandi laugardag, 2. nóv- ember, ætla allir þessir aðilar, í sam- vinnu við menningarmálanefnd Mos- fellsbæjar, að sameina krafta sína og sönggleði, en þá efna þeir til sönghátíðar í íþróttahúsinu í Varmá og hafa að sjálfsögu með sér enn einn syngjandi bæjarmeðlim sem er Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú). Dag- skráin verður bæði létt og fjörug, klassísk og sígild“, segir í kynningu. Dagskráin hefst kl. 16 og er að- gangseyrir kr. 300. ♦ ♦ ♦---- Finnskur leir- listamaður sýnir í Nor- ræna húsinu SÝNING á leirlist eftir Roger West- erholm frá Finnlandi verður opnuð föstudaginn 1. nóvember kl. 17. Roger er fæddur 1952 í Ingá í Finnlandi. Hann lærði leirgerð hjá Kaarin Widnás, Irma Weckman og Marjukka Pietiánen í Finnlandi og hjá Anne Ausioos í Hollandi. Roger hefur einnig lært pappírslist hjá Eija Isojárvi, þekktum pappírslistamanni í Helsingfors. Roger Westerholm hefur kennt leirgerð í framhalds- flokkum hjá Ingá Medborgarinstitut. Hann hefur tekið þátt í samsýn- ingum í heimalandi sínu og hélt einkasýningu í Gallerí Garaija í Ingá á þessu ári og sýnir nú verk sín í Norræna húsinu í fyrsta sinn utan Finnlands. Sýningin verður opin daglega kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19. Henni lýkur sunnudaginn 24. nóv- ember. ------♦ ♦ ♦---- Tímarit • ÞJÓÐSKJALASAFN íslands hefur hleypt af stokkunum nýrri ritröð, Upplýsingarit Þjóðskjalasafns. Eru fyrstu tvö ritin nýkomin út: Þjóðskjalasafn íslands, Grundvöll- ur og hlutverk og Heimildaleit í Þjóðskjalasafni. Björk Ingimund- ardóttir skjalavörður tók ritin sam- an, en aðrir skjalaverðir safnsins lögðu einnig til efni. Báðum ritunum er ætlað að auð- velda einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum að notfæra sér þjónustu Þjóðskjalasafns íslands. Ritin kosta 500 kr. hvort ogfást meðal annars íafgreiðslu Þjóðskjala- safnsins í Safnahúsinu við Hverfis- götu. Afmælisfagnaðir Árshótíðir - Brúðkaup Margrómuð VEISLUÞJÓNUSTA fyrir gæði, gott verð og lipra þjónustu SKÚTAN Hólshrauni Hafnurfirði sími: 555 1810 ENN einu sinni hefur verk Ed- vards Munchs, „Ópið“, komist í fréttirnar en nú er hart deilt um höfundar- og birtingarrétt á því. Samkvæmt bandarískum lögum falla takmarkanir á honum niður fimmtíu árum eftir dauða lista- manns en 52 ár eru liðin frá því NÚ ER svo komið að Gallerí Greip á horni Hverfisgötu og Vjtastígs er að leggja upp laupana. í tilefni af því verður öllum þeim sem tekið hafa þátt í sýningun gallerísins 130 talsins boðið að taka þátt í hinstu sýningu þess. Sýningin verður opnuð laugar- daginn 2. nóvember kl. 16 og lýkur henni sunnudaginn 17. nóvember. Lýkur þar með 3 ára starfsemi gallerísins. Galleríið er opið frá kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Eftirtaldir hafa tekið þátt í sýn- ingum gallerísins: Steingrímur Ey- fjörð, Anna Þóra Karlsdóttir, Tumi Magnússon, Ásmundur Ásmunds- son, Erna G. Sigurðardóttir, Guðni Harðarson, Birgir S. Birgisson, Valdís Harrýsdóttir, Daði Guð- björnsson, Áðalheiður Valgeirs- dóttir, Hannes Lárusson, Freydís Kristjánsdóttir, Þorsteinn Geir- að Munch lést. Hefur varningur, þar sem verkið er notað, flætt til Evrópu frá Bandaríkjunum á síðustu tveimur árum en sam- kvæmt evrópskum lagasetning- um falla takmarkanirnar ekki niður fyrr en sjötíu árum eftir dauða listamanns. harðsson, Ámundi Sigurðsson, Svava Björnsdóttir, Victor G. Cilia, Gréta Guðmundsdóttir, Halldór Ásgeirsson, María Ólafsdóttir, Bjarni H. Þórarinsson, Védís Jóns- dóttir, Kristján Guðmundsson, Val- gerður Guðlaugsdóttir, Þorvaldur Þorsteinsson, Guðbjörg Gissurar- dóttir, Börkur Arnarson, Hallgrím- ur Helgason, Jóhann Torfason, Ragna Róbertsdóttir, Gulleik Lövskar, Þóra Þórisdóttir, Egill Sæbjörnsson, Anna Jóa, Guðni Pálsson, Berglind Sigurðardóttir, Gunnar Magnússon, Ari Már Lúð- BOKMENNTIR Unglingasaga TÖLVA, TÖLVA, HERM ÞÚ MÉR! eftír Jón Dan. Bókaútgáfan Keilir, 1996.157 bls. SAGA Jóns Dan hefur að undir- titli „Saga af tveim bræðrum". Þó má til sanns vegar færa að hún sé fremur ævintýri um tölvu og hvernig leysa megi ráðgátur upp á gamla mátann með hugkvæmni og skerpu hugans. Saga Torfa Hauks hefst á flutningi hans, mömmu hans og Dodda bróður frá Vest- fjörðum til Reykjavíkur. Sagan ýjar að mikilli dramatík úr fortíðinni, slysi á sjó sem leiðir af sér heilsuleysi og dauða, atvinnuleysi og vina- missi sem skapar kvíða í hug 13 ára drengs. Doddi bróðir hefur orðið fyrir slysi og þjáist af innilokunarkennd og öðrum andlegum kvill- um sem ekki er gott að setja fingur á. Stórtíð- indi eru boðuð - flutn- ingur til Reykjavíkur með öllum þeim breyt- ingum sem slíkt hefur í för með sér. Eftir að sögusviðið flyst til Reykja- víkur breytir sagan um svip og verð- ur nokkurs konar ævintýri eða nú- tíma-þjóðsaga. Tölva afabróður Torfa Hauks tekur við aðalhlutverk- inu og verður tákn fyrir höllina sem karlssonur þarf að komast í eða fjall- ið sem þarf að klífa til að ná í fjár- sjóðinn. Torfi eldri hefur ætlað fjöl- skyldu Torfa Hauks að eignast hús- ið við Skólavörðustíginn, en til þess að fá það í hendur þarf Torfí Hauk- ur að leysa gátur sem Torfi eldri víksson, Guðrún Marínósdóttir, Ól- afur Árni Ólafsson, Kristinn E. Hrafnsson, Sigríður Ólafsdóttir, Húbert Nói Jóhannesson, Tinna Gunnarsdóttir, Ásmundur H. Stur- luson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Svanur Kristbergsson, Hjördís Sig- urgísladóttir, Georg Guðni Hauks- son, Sara Bjömsdóttir, Loftur Atli Eiríksson, Nína Magnúsdóttir, Jón Óskar, Stúdíó Granda, Inga Lisa Middleton, Bjarni Hinriksson, Helga Rún Pálsdóttir, Kristinn M. Pálmason, Rúrí, Karl J. Jónsson, Magnús Árason, Hrafnhildur Arn- setti inn í tölvuna áður en hann dó. í sögunni eru sumar persónurnar mjög í anda þjóðsögunnar, svartar eða hvítar. Úlftir er í hlutverki freist- arans. Hann tælir Torfa Hauk til að svíkja góðgerðarmann sinn og þessi svik skapa drengnum mikla andlega kvöl sem engan enda virðist ætla að taka. Úlfur virðist ekki eiga sér nein- ar málsbætur. Hann er ofbeldismað- ur og þjófur og misnotar konur. Doddi er hins vegar hinn algóði en vanmáttugi aðili sem hjálpar til að leysa þrautina, - litli fuglinn sem vísar veginn í kóngshöllina. Aðrar sögupersónur eru Sæunn, móðir Torfa Hauks, sem kemur fram í sögulok sem sterk persóna sem stýrir atburðum þegar í óefni er komið en við sjáum aldrei hvað hún er að hugsa eða hvernig henni líður og styrkur hennar kemur ekki fram í framvindu sög- unnar. Doddi er ákaf- lega vansæll en við sjáum heldur aldrei al- mennilega hvað er að honum. Begga systir Torfa eldri „líkist bróð- ur sínum við hæfi“ eins og segir á s. 14, en hún er samt mjög veiklunda og lætur kúga sig svo ekki er gott að sjá hvað er „við hæfi“ í þessu tilliti. Sagan er spennandi sem ævintýri en nokkuð langdregin. Að lokum sigrar það góða og hið illa fær mak- leg málgjöld. Þrautirnar geta verið skemmtilegar þeim sem hafa gaman af að spreyta sig á að leysa þrautir af þessu tagi. En persónusköpun er mjög losaraleg, ekkert er unnið úr þeim vandamálum sem sagan kynnir í upphafi. Spennusagan um lausnina á tölvuþrautunum verður eins og saga inn í sögu sem aldrei var sögð. Sigrún Klara Hannesdóttir ardóttir, Dagur Hilmarsson, Unnur Halldórsdóttir, Yaron Ronen, Helga Kristrún, Daníel Magnússon, Snæ- fríð Þorsteins, Kristján Oddur Sæ- bjömsson, Katharina Pieper, Pétur Órn Friðriksson, Dennis Jóhannes- son, Lísa M. Kristjánsdóttir, Ómar Stefánsson, Jean Posocco, Dóra ísleifsdóttir, Haraldur Jónsson, Arna Valsdóttir, Stefán B. Stefáns- son, Guðný Magnúsdóttir,_ Bragi Halldórsson, Erla Sólveig Óskars- dóttir, Búi Kristjánsson, Sigtrygg- ur Bjarni Baldvinsson, Andrea Helgadóttir, Ómar Örn Hauksson, Sigrún Kristjánsdóttir, Eva G. Sig- urðardóttir, Stefán Geir Karlsson, Veronique Legros, Birgir Andrés- son, Guðjón Bjarnason, Karólína Einarsdóttir, Jónas Sen, Ragna Sigrúnardóttir, Julian Waters, Sig- ríður Siguijónsdóttir og Þorri Hringsson. HflUSTDRGfiR OG HLVJflR P6VSUR fimmtudag - föstudag - laugardag 20% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum 1 5% afsláttur af kortum €f þú vilt góðon fatnaö benellon Laugavegi 97, sími 552 2555 Hinsta sýningin í Gallerí Greip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.