Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN HELGA TRAUSTADÓTTIR, Berglandi II, Hofsósi, verður jarðsungin frá Hofsóskirkju laug- ardaginn 2. nóvember kl. 14.00. Trausti B. Fjólmundsson, Ásdfs Sveinbjörnsdóttir, Fjólmundur B. Fjólmundsson, Aðalheiður S. Kristjánsdóttir, Kristín R.B. Fjólmundsdóttir, Sigurður Kristjánsson, Valbjörg B. Fjólmundsdóttir, Gunnlaugur Steingrimsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA ÞÓRARINSDÓTTIR, Heinabergi 22, Þorlákshöfn, er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands laugar- daginn 26. október sl., verður jarðsung- in frá Þorlákskirkju laugardaginn 2. nóv- ember kl. 14.00. Guðmundur Friðriksson, Friðrik Guðmundsson, Gitte Jakobsen, Erna Marlen og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við frá- fall og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR HJARTARDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki deildar 3B á Hrafnistu, Hafn- arfirði. Ragnheiður Guðráðsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Hulda Guöráðsdóttir, Garðar Sigurðsson, Gréta Guðráðsdóttir, Sigurjón Agústsson, Sigriður Guðráðsdóttir, Jónas Blöndal, barnabörn og barnabarnabörn. Bjarni Árnason, Helgi Bjarnason, Berglind Bjarnadóttir, Guðjón G. Danielsson, Hlynur Bjarnason og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við frá- fall elskulegrar eiginkonu minnar, móð- ur okkar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRDÍSAR HELGADÓTTUR, Foldasmára 13, Kópavogi. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali em nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. ORRIMOLLER EINARSSON + Orri Möller Einarsson var fæddur í Reykjavík 13. maí 1976. Hann lést 17. október síð- astliðinn á Gjörgæsludeild Landspítalans eftir rúmlega árs baráttu við krabbamein og fór útför hans fram frá Akur- eyrarkirkju 28. október. Elsku Orri. Nú, þegar þú ert farinn, koma upp í hugann allar þær stundir sem við áttum saman. 011 árin sem við æfðum sund saman varstu svo virk- ur og það sem þú gafst af þér var ómetanlegt. En við upplifðum einnig saman bestu unglingsár sem hægt er að hugsa sér, Lundarskóli, Gagginn, sumarbústaðurinn, tónlistarmynd- böndin og allar stundimar í Hrísa- lundinum, þar sem maður var alltaf velkominn, gleymast ei. Þrátt fyrir að samvemstundum okkar hafi fækkað síðustu árin hélstu alltaf áfram að koma fram við mig sem vin enda varstu óhræddur við að biðja mig um að- stoð ef eitthvað var. Og alltaf hélstu áfram að sýna mér traust og hvetja mig áfram í því sem ég var að gera og mun það lifa ásamt minningunni um þig þangað til við hittumst næst. Orri, takk fyrir allt. Svo heyrði’ eg dauðadóminn, enn stynja heyri’eg óminn: „Svo stutta, stutta töf.“ Ég geymi margt í minni og mæni fyrsta sinni með veika lund á vinargröf. (Einar Benediktsson.) Þinn vinur Ómar Þorsteinn. Þótt skyldunnar blóð ekki bindi’ oss við þig, það band tengdi lífið um samleiðarstig. Með glóbjartan lokkinn þú fyllir ei flokkinn, í fámennum hóp sýnir missirinn sig. (Einar Benediktsson.) Elsku Orri. Það er svo undarlegt að vera með penna í hönd og vera að skrifa þér núna, en svona er lífið. Minning- ar um alíar stundimar sem við átt- um með þér í lauginni sem og á þurru hrannast upp. Manstu til dæmis eftir AMÍ ’89 í Mosfellsbæ. Þú bættir þig heilan helling og strákarnir tóku þig síð- asta kvöldið og rökuðu þig. Við vorum öll skellihlæjandi og Pétur var viss um að meiða þig með rak- vélinni. En allt fór þó vel og þú sast eftir ánægður með raksápu- brúsann í hendinni. Eða ferðinni til Þýskalands, ferð sem við munum öll muna eftir. Það var svo gaman og öllum gekk svo vel og þar varst þú til að gleðjast með okkur og við til að gleðjast með þér, því allir bættu sig svo mikið. Við höfum ekki tölu á öllum kíló- metrunum sem við syntum með þér, fyrst hjá Jóhanni og svo hjá Wolla. Eitt er þó víst, þeir voru margir. Eftir að þú hættir hélstu samt alltaf áfram að fylgjast með því sem við vorum að gera og þótti okkur öllum vænt um það. Elsku Súsí, Jói og aðrir ástvinir. Minningin um góðan dreng mun alltaf lifa. Gamli sundhópurinn. Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum. Fyrir u.þ.b. ári hefði okkur ekki órað fyrir þeirri staðreynd sem blas- ir við okkur í dag, að okkar elsku- legi vinur Orri yrði tekinn frá okk- ur. En þar sem okkur hefur ekki verið gefið að skilja hver tilgangur lífsins er, huggum við okkur við það að honum hafi verið ætlað stærra hlutverk handan við þann heim sem við lifum í. Með hjálp góðra sam- verustunda á liðnum árum, sérstak- lega þeirra sem við áttum með hon- um þegar við heimsóttum hann fyr- ir mánuði til Reykjavíkur, mun minning hans lifa í hjörtum okkar að eilífu. Lífínu er til lítils eytt, litlu er af að státa, en sárast er að syrgja ei neitt og sitja þó og gráta. (Listin að lifa) Sérhver endir er upphaf að ein- hveiju nýju. (Kærleikskom). Elsku Sússý, Einar og Gala, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg og lýsa leiðina að bjart- ari tímum. Þínar vinkonur, Hrönn og Eva. SIGURÐUR JÓHANNESSON + Sigurður Jóhannesson var fæddur í Hafnarfirði 26. janúar 1932. Hann lést í Sjúra- húsi Reykjavíkur 21. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakrikju mánudaginn 28. október. Góður vinur minn, Sigurður Jó- hannesson, er fallinn frá, eftir stutta sjúkdómslegu. Þriðjudaginn 22. október sl. hringdi síminn heima hjá mér og var það Kristín kona hans að tilkynna mér lát hans. Fyrir u.þ.b. 30 árum hófust kynni okkar Sigurðar, en hann vann þá sem rörasuðumaður hjá Reykjalundi og ferðaðist um landið í sambandi við vatnsveituframkvæmdir. Leiðir okk- ar lágu því fyrst saman norður á Akureyri þar sem ég vann hjá Vatns- veitu Akureyrar. Þá strax tókust með okkur góð kynni, sem brátt urðu að vináttu, sem svo hélst alla tíð síðan, og langar mig því í nokkrum orðum að minn- ast hans. Sigurður var léttur í lund og skemmtilegur maður, hjálpsamur og gott að eiga hann að ef á þurfti að halda. Það kom greinilega í ljós í sambandi við starf mitt því oft þurfti ég að hringja til hans og leita ráða á fyrstu árunum þegar plaströrin voru að ryðja sér til rúms við vatns- veituframkvæmdir. Þá, sem og í einkalífinu, kom lipurð hans og greiðasemi berlega í ljós. Hann var fyrsti rörasuðumaður hér á landi og fórst honum það verk einstaklega vel úr hendi, og leiddi það því af sjálfu sér að bæði ég og aðrir leituðum til hans um góð ráð í þessu sambandi, jafnvel eftir að hann hætti störfum á þessu sviði og gerðist sölumaður og ráðgjafi hjá Reykjalundi. Þó að okkar kynni hafi tengst vinnunni í upphafí þá þróuðust þau upp í ein- læga og persónulega vináttu og átt- um við margar ánægjustundir sam- an, t.d. á heimili hvor annars, eða á styttri ferðalögum, sem við fórum með eiginkonum okkar. Sigurður var gjaman leiðsögu- maður og raunar sjálfsagður í það hlutverk því hann var víða kunnugur og skipuleggjandi góður, enda hafði hann mjög góðan frásagnarhæfíleika svo unun var á að hlýða. Hann var hlýr, uppörvandi og hugmyndaríkur, virkilega góður vin- ur og félagi og ekki síst þegar á reyndi. Það kom því sem reiðarslag þegar Kristín kona hans hringdi og til- kynnti okkur lát hans. Sigurður hafði átt við vanheilsu að stríða, meira en þann illvíga sjúkdóm, sem hann greindist með ekki löngu fyrir andlát sitt. En æðruleysi var hans einkenni og fram til hinstu stundar miðlaði hann til annarra þeirri orku, sem hann átti til hveiju sinni. Góði vinur. Þín er sárt saknað, en minningamar um góðan dreng lifa í huga okkar. Við Svala kveðjum þig með söknuði og biðjum þér góðrar ferðar yfír móðuna miklu, í vissu um að vel verði tekið á móti góðum dreng í ríki hins almáttuga. Megi algóður Guð styrkja og jeiða Kristínu, Ragnhildi Hrund, Önnu Björgu og aðra aðstandendur í þeirra djúpu sorg. Rafn Herbertsson. HARPA STEINARSDÓTTIR + Harpa Steinarsdóttir fædd- ist á Sauðárkróki 7. desem- ber 1976. Hún lést af slysförum 19. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðár- krókskirkju 26. október. Kveðja frá bekkjarfélögxim Elsku bekkjarsystir og vinkona. Okkur langar að segja þér nokkur orð af því að þú staldraðir ekki leng- ur við á meðal okkar. Það er sár sú tilhugsun að eiga aldrei eftir að t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug og samúð við andlát og útför elskulegs bróður okkar, SIGMUNDAR HJÁLMARSSONAR, Gaukshóium 2. Fyrir hönd vandamanna, Erla H. Hjálmarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson. sjá þig aftur og tala við þig í þessu lífi, en öll eigum við okkar minning- ar um þig sem verða vel varðveitt- ar. Að það skuli geta gerst að lífið sé svo snögglega tekið frá ungri manneskju sem átti svo mikið fram- undan og var svo glaðvær og góð. En því miður er þetta í annað skipt- ið á stuttum tíma sem bekkjarfélagi okkar hverfur á braut. Elsku Harpa okkar, við vitum að þér líður vel þar sem þú ert nú og munt þú leysa þau verkefni vel sem þar verða lögð fyrir þig eins og þú hefur alltaf gert. Elsku vinkona, við biðjum Guð að varðveita þig jafnvel og minning- in um bros þitt lifir í hjörtum okkar. Hún dylst í djúpi sálar hin dularfulla þrá, að leita fegri landa hér leiðum grýttum á. Hún virðist bending vera á vegferð sérhvers manns: Að þangað liggi leiðin og landið bíði hans. (Maríus Ólafsson) Elsku Steinar, Munda, Helga, Hafdís, Hlin og fjölskyldur, megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.