Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Norrænu Rauða kross félögin * Akall vegna neyð- arástands í Zaire ERLENT Reuter MANNRÉTTINDASINNAR í Hong Kong mótmæla dóminum yfir Wang við skrifstofu fréttastofunnar Xhinhua í borginni í gær. Dómur kveðinn upp yfir kínverskum andófsmanni Dæmdur í fangelsi Peking. Reuter. DÓMSTÓLL í Peking kvað upp dóm í máli andófsmannsins Wangs Dans í gær og hlaut hann 11 ára fang- elsi. Systir Wangs og faðir hans voru viðstödd, móðirin var annar vetjenda í málinu. Sögðu þau Wang hafa samþykkt að áfrýja dóminum þótt ekki væru miklar Iíkur á að honum yrði hnekkt. Wang var einn af leiðtogum stúdentamótmælanna sem kæfð voru í blóði á Torgi hins himneska friðar árið 1989. Hann hafði þegar afplánað fjögurra ára fangelsidóm vegna þeirra atburða er hann var handtekinn á ný í fyrra. Wang er 27 ára gamall og hóf aftur baráttu fyrir lýðræði og mannréttindum er hann var látinn laus 1993. Sendi hann frá sér hvatn- ingu til stjórnvalda um að þátttak- endur í mótmæl- unum á torginu sem enn sitja inni yrðu látnir lausir. Flestir leiðtoga mót- mælanna gegn kommúnista- stjórninni 1989 hafa verið fang- elsaðir eða kom- ist úr landi. Opinber fréttastofa Kína, Xhinhua, sagði að gætt hefði verið „fyllsta réttlætis". „Fyrir réttinn voru lagðar fullnægj- andi sannanir, þ. á m. skriflegar vísbendingar, framburður vitna, upptökur og vitnisburður sérfræð- inga,“ hafði fréttastofan eftir dóm- aranum. „Vitnisburðurinn er ótví- ræður. Hann [Wang] hvatti fólk til aðgerða með því að segja: Það er kominn til tími til að láta athafnir fylgja orðum“. Samtökin Mannréttindi í Kína, sem hafa bækistöðvar í New York, fordæmdu niðurstöðuna. Var sagt að um sýndarréttarhöld væri að ræða þar sem kínversk lög og al- þjóðalög væru gróflega brotin. Um 20 manns fengu að vera í réttarsalnum, að sögn föður Wangs. „Ekki eitt einasta vitni var kallað fram, “ sagði faðir sakborningsins. „Dómarinn reyndi ekki að tryggja réttláta málsmeðferð og virðingu fyrir iögunum. .. Hvernig getur það verið afbrot að rita blaðagrein- ar?“ FRAMKVÆMDASTJÓRAR Rauða kross félaganna á Norðurlöndunum hafa ritað forsætisráðherrum land- anna fimm bréf þar sem þeir eru hvattir til þess, að beita sér fyrir lausn mála í Zaire þar sem hundruð þúsunda manns eru á flótta vegna hernaðarátaka. „Enn á ný blasa hörmungar við i Afríku, sem ógna lífi margra millj- óna íbúa. Allt bendir til, að óbreytt- ir borgarar - konur og börn - séu helstu fórnarlömbin. Undanfarna daga hefur hálf milljón manna hrak- ist á flótta undan stríðsátökum. Ringulreiðin er að fá á sig áður óþekktar stærðir," segir í bréfi fram- kvæmdastjóranna. Forsætisráðherrarnir eru hvattir til þess að beita sér sameiginlega á. vettvangi Evrópusambandsins (ESB) og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) Valletta. Reuter. NÝ ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins á Möltu beið ekki með að efna kosningaloforð sitt og samþykkti þegar á þriðjudag að hætta að taka þátt í friðarsamstarfi (PFP) Atlants- hafsbandalagsins (NATO). Nýr for- sætisráðherra, Alfred Sant, segist ekki vera andvígur Vestui-veidunum en vilja sérstakan samning Möltu við Evrópusambandið (ESB), ekki aðild. Ný stjórn Verkamannaflokksins til þess að stuðla að lausn málsins og til þess að koma í veg fyrir meiri þjáningar flóttafólksins. í bréfi framkvæmdastjóranna segir, að ástandið í austurhluta Za- ire geti orðið alvarlega og verra en áður hefur þekkst. Ríkisstjórnir Norðurlanda eru einnig hvattar til þess að leggja nú þegar sitt af mörkum til neyðarað- stoðar við fórnarlömb átakanna og draga eftir megni úr þjáningu þeirra. Alþjóðahreyfing Rauða krossins hefur starfslið í borginni Goma í austuhluta Zaire og hefur tekist að senda hjálpargögn þangað undan- farna daga, m.a. matvæli og lyf. Gögnunum er dreift með hjálp starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða kross Zaire. Starfsmenn Rauða krossins neyddust hins vegar til þess að fara frá Bukavu á þriðjudag. tók við á þriðjudagskvöld. Flokkurinn hét því í kosningabaráttunni að hætta við að sækja um aðiid að Evr- ópusambandinu en Sant sagði að ekki mætti búast við neinum stórtíð- indum af málinu á næstunni. „Við viljum sérstakt og náið sam- band við ESB sem byggt verði á sérstökum aðstæðum. Reglur ESB geta verið heppilegar fyrir stórt ríki á borð við Frakkland en þær henta ekki Möltu,“ sagði Sant. Wang Dan Malta hættir aðild að friðarsamstarfi Forystugrein The New York Times Eindregið á móti stækkun NATO Reuter ENGIN hernaðarleg ógn stafar af Rússum, nú um stundir, segir í forystugrein bandaríska dagblaðsins The New York Times. Myndin sýnir rússneska hermenn bíða eftir matar- skammtinum í úrhellisrigningu skammt frá Moskvu. BANDARÍSKA dagblaðið The New York Times birti um síðustu helgi forystugrein þar sem ein- dregið er lagst gegn því að Atlants- hafsbandalagið (NATO) verði stækkað til austurs. Annað áhrifa- mikið bandarískt dagblað, The Washington Post varaði einnig við því í leiðara að Eystrasaltsríkin þrjú yrðu skilin eftir á „gráu svæði“, væri núgildandi áformum um stækkun bandalagsins hrint í framkvæmd. í grein The New York Times segir að vera kunni að áformin um stækkun NATO njóti stuðnings í tilteknum ríkjum Bandaríkjanna þar sem búi fjöldi fólks af austur- evrópskum uppruna. Forsetafram- bjóðendurnir tveir hafi báðir lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við stækkun NATO, Bill Clinton for- seti hafi í ræðu boðað að fyrstu ríkin fengju aðild árið 1999, Bob Dole, frambjóðandi repúblíkana vilji hefja stækkun á næsta ári. Pólitískt hagsmunamat Blaðið lýsir þeirri skoðun að yfiriýsingar þessar mótist fyrst og fremst af pólitísku hagsmunamati frambjóðendanna tveggja og ekki megi rugla því saman við skynsam- iega utanríkisstefnu. Hættan sé sú að stækkun NATO verði frekar til þess að draga úr öryggi Evrópu og Bandaríkjanna. Síðan segir í forystugrein bandaríska dagblaðsins: „Lykillinn að því að tryggja friðinn í Evrópu felst ekki í stækkun NATO heidur í því að hvetja Rússa til að leita eftir sambúð sátta og samlyndis með nágrannaríkjum sínum og fá þá til að framkvæma þá miklu afvopnun sem sáttmálar um fækk- un kjarnorkuvopna kveða á um.“ í greininni segir að vissulega sé skiljanlegt að nýju lýðræðisríkin í Mið- og Austur-Evrópu telji aðild að Atlantshafsbandalaginu trygg- ingu fyrir því að þau fái að gerast þátttakendur í samrunaferli Evr- ópusambandsins. Bandaríkjamenn telji ennfremur æskilegt að ríki þessi verði á ný hluti Evrópu. Hins vegar sé aðild þessara ríkja að öryggisbandalagi ekki rétta að- ferðin til að tryggja þá stöðu. Engin ógn úr austri „Ríkin sem leita eftir inngöngu í NATO telja einnig að aðild að bandalaginu reynist trygging gagnvart sérhverri viðleitni Rússa til að ná fyrri herstyrk, sem notað- ur var til að kúga þau svo lengi. En nú stafar engin hætta af her- afla Rússa.“ Greinarhöfundur víkur að kostn- aði þeim sem fyigja myndi aðild ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu og kveður sýnt að þær byrðar myndu leggjast á skattgreiðendur í Bandaríkjunum og Evrópu. Síðan segir:„Stækkun NATO myndi hafa klofning Evrópu í för með sér en ekki sameiningu ríkja álfunnar; sköpuð yrðu ný landa- mæri á sviði örýggismála, sem myndu í fyrstu útiloka nokkur nýju ríkjanna í Austur-Evrópu svo sem Eystrasaltsríkin. Verra er að stækkun NATO myndi reynast vatn á myllu þjóðernissinna í Rúss- landi og þeirra sem, leggjast gegn afvopnunarsamningum þar eystra, þannig að Evrópuríkin myndu njóta minna öryggis en áður.“ Rökleysa Leiðarahöfundur rekur stuttlega sögu NATO frá stofnun banda- lagsins árið 1949 og minnir á mik- ilvægi þess að bandarísku herliði var haldið úti í Evrópu á árum kalda stríðsins til að fæla Rússa frá hugsanlegri innrás í Vestur- Evrópu. „Þau traustu tengsl hern- aðarsamvinnu sem tekist hafa beggja vegna Atlantshafsins eru of mikilvæg til þess að þau verði slitin. En það er fulkomin rökleysa að stækka bandalag sem enn er í leit að nýju hlutverki." Ritstjórar The New York Times kveðast þeirrar hyggju að Evrópu- sambandið (ESB) en ekki NATO sé best fallið til þess að hafa for- ystu um leiða lýðræðisríkin nýju í álfunni austanverðri inn í hið nýja samfélag Evrópubúa. Sambandið sé aukinheldur rétti vettvangurinn til að tryggja að áfram verði unnið að umbótum á sviði efnahags- og stjórnmála í nýfijálsu ríkjunum. Blaðið telur skynsamlegstu stefn- una í samskiptum við Rússland þá að freista þess á engan hátt að einangra Rússa. „Sýni ráðamenn í Moskvu tilhneigingar í þá átt að ógna á ný nágrönnum sínum mun nægur tími gefast til að stækka NATO. Þangað til er engin ástæða til að ijúka til í þessu viðfangi,“ segir í lok forystugreinarinnar. Mótsagnir Annað bandarískt stórblað, The Washington Post birti einnig leið- ara um stækkun NATO um liðna helgi. Þar segir að málflutningur þeirra sem hlynntir séu stækkun NATO einkennist af þeirri mót- sögn að annars vegar sé verið að reyna að sefa ótta nýfijálsu ríkj- anna í Austur-Evrópu við hugsan- legra ógnanir af hálfu Rússa en á hinn bóginn hafi Bill Clinton for- seti sagt að stækkun bandalagsins sé „ekki beint gegn neinu tilteknu ríki.“ Bandaríkjamenn hafi reynt að bregðast við þessari mótsögn með því að freista þess að sann- færa Rússa um að stækkun NATO til austurs muni á engan hátt ógna öryggishagsmunum þeirra svo framarlega sem þeir taki ekki að ógna nágrönnum sínum. Eystrasaltsríkin undanskilin Höfundur leiðara blaðsins víkur því næst að þeirri hættu sem felist í því að undanskilja Eystrasaltsrík- in þijú í þessum áformum. Stað- reyndin sé á hinn bóginn sú að þessi ríki séu ekki síður en önnur þau sem nefnd hafi verið í þessu samhengi hæf til að gerast aðilar að bandaiaginu. Andstaða Rússa við að þau fái aðild að NATO hafi hins vegar gert að verkum að umræður um stækkun bandalags- ins hafi ekki einnig tekið til þeirra. í lok þessarar forystugreinar The Washington Post segir: „Herra Clinton hefur heitið því að ekkert ríki verði skilið eftir á „gráu svæði öryggisleysis". Þessi er hin rétta stefna. Hins vegar hefur hins veg- ar hvorugur frambjóðandinn [í for- setakosningunum í Bandaríkjun- um] gert grein fyrir því hvernig ná má þessu markmiði með stækk- un NATO í áföngum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.