Morgunblaðið - 31.10.1996, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Norrænu Rauða kross félögin
*
Akall vegna neyð-
arástands í Zaire
ERLENT
Reuter
MANNRÉTTINDASINNAR í Hong Kong mótmæla dóminum yfir Wang við skrifstofu
fréttastofunnar Xhinhua í borginni í gær.
Dómur kveðinn upp yfir kínverskum andófsmanni
Dæmdur í fangelsi
Peking. Reuter.
DÓMSTÓLL í Peking kvað upp dóm
í máli andófsmannsins Wangs Dans
í gær og hlaut hann 11 ára fang-
elsi. Systir Wangs og faðir hans
voru viðstödd, móðirin var annar
vetjenda í málinu. Sögðu þau Wang
hafa samþykkt að áfrýja dóminum
þótt ekki væru miklar Iíkur á að
honum yrði hnekkt. Wang var einn
af leiðtogum stúdentamótmælanna
sem kæfð voru í blóði á Torgi hins
himneska friðar árið 1989. Hann
hafði þegar afplánað fjögurra ára
fangelsidóm vegna þeirra atburða
er hann var handtekinn á ný í fyrra.
Wang er 27 ára gamall og hóf
aftur baráttu fyrir lýðræði og
mannréttindum er hann var látinn
laus 1993. Sendi hann frá sér hvatn-
ingu til stjórnvalda um að þátttak-
endur í mótmæl-
unum á torginu
sem enn sitja
inni yrðu látnir
lausir. Flestir
leiðtoga mót-
mælanna gegn
kommúnista-
stjórninni 1989
hafa verið fang-
elsaðir eða kom-
ist úr landi.
Opinber
fréttastofa Kína, Xhinhua, sagði að
gætt hefði verið „fyllsta réttlætis".
„Fyrir réttinn voru lagðar fullnægj-
andi sannanir, þ. á m. skriflegar
vísbendingar, framburður vitna,
upptökur og vitnisburður sérfræð-
inga,“ hafði fréttastofan eftir dóm-
aranum. „Vitnisburðurinn er ótví-
ræður. Hann [Wang] hvatti fólk til
aðgerða með því að segja: Það er
kominn til tími til að láta athafnir
fylgja orðum“.
Samtökin Mannréttindi í Kína,
sem hafa bækistöðvar í New York,
fordæmdu niðurstöðuna. Var sagt
að um sýndarréttarhöld væri að
ræða þar sem kínversk lög og al-
þjóðalög væru gróflega brotin.
Um 20 manns fengu að vera í
réttarsalnum, að sögn föður Wangs.
„Ekki eitt einasta vitni var kallað
fram, “ sagði faðir sakborningsins.
„Dómarinn reyndi ekki að tryggja
réttláta málsmeðferð og virðingu
fyrir iögunum. .. Hvernig getur
það verið afbrot að rita blaðagrein-
ar?“
FRAMKVÆMDASTJÓRAR Rauða
kross félaganna á Norðurlöndunum
hafa ritað forsætisráðherrum land-
anna fimm bréf þar sem þeir eru
hvattir til þess, að beita sér fyrir
lausn mála í Zaire þar sem hundruð
þúsunda manns eru á flótta vegna
hernaðarátaka.
„Enn á ný blasa hörmungar við
i Afríku, sem ógna lífi margra millj-
óna íbúa. Allt bendir til, að óbreytt-
ir borgarar - konur og börn - séu
helstu fórnarlömbin. Undanfarna
daga hefur hálf milljón manna hrak-
ist á flótta undan stríðsátökum.
Ringulreiðin er að fá á sig áður
óþekktar stærðir," segir í bréfi fram-
kvæmdastjóranna.
Forsætisráðherrarnir eru hvattir
til þess að beita sér sameiginlega á.
vettvangi Evrópusambandsins
(ESB) og Sameinuðu þjóðanna (SÞ)
Valletta. Reuter.
NÝ ríkisstjórn Verkamannaflokks-
ins á Möltu beið ekki með að efna
kosningaloforð sitt og samþykkti
þegar á þriðjudag að hætta að taka
þátt í friðarsamstarfi (PFP) Atlants-
hafsbandalagsins (NATO). Nýr for-
sætisráðherra, Alfred Sant, segist
ekki vera andvígur Vestui-veidunum
en vilja sérstakan samning Möltu
við Evrópusambandið (ESB), ekki
aðild.
Ný stjórn Verkamannaflokksins
til þess að stuðla að lausn málsins
og til þess að koma í veg fyrir meiri
þjáningar flóttafólksins.
í bréfi framkvæmdastjóranna
segir, að ástandið í austurhluta Za-
ire geti orðið alvarlega og verra en
áður hefur þekkst.
Ríkisstjórnir Norðurlanda eru
einnig hvattar til þess að leggja nú
þegar sitt af mörkum til neyðarað-
stoðar við fórnarlömb átakanna og
draga eftir megni úr þjáningu þeirra.
Alþjóðahreyfing Rauða krossins
hefur starfslið í borginni Goma í
austuhluta Zaire og hefur tekist að
senda hjálpargögn þangað undan-
farna daga, m.a. matvæli og lyf.
Gögnunum er dreift með hjálp
starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða
kross Zaire. Starfsmenn Rauða
krossins neyddust hins vegar til þess
að fara frá Bukavu á þriðjudag.
tók við á þriðjudagskvöld. Flokkurinn
hét því í kosningabaráttunni að
hætta við að sækja um aðiid að Evr-
ópusambandinu en Sant sagði að
ekki mætti búast við neinum stórtíð-
indum af málinu á næstunni.
„Við viljum sérstakt og náið sam-
band við ESB sem byggt verði á
sérstökum aðstæðum. Reglur ESB
geta verið heppilegar fyrir stórt ríki
á borð við Frakkland en þær henta
ekki Möltu,“ sagði Sant.
Wang Dan
Malta hættir aðild
að friðarsamstarfi
Forystugrein The New York Times
Eindregið á móti
stækkun NATO
Reuter
ENGIN hernaðarleg ógn stafar af Rússum, nú um stundir,
segir í forystugrein bandaríska dagblaðsins The New York
Times. Myndin sýnir rússneska hermenn bíða eftir matar-
skammtinum í úrhellisrigningu skammt frá Moskvu.
BANDARÍSKA dagblaðið The
New York Times birti um síðustu
helgi forystugrein þar sem ein-
dregið er lagst gegn því að Atlants-
hafsbandalagið (NATO) verði
stækkað til austurs. Annað áhrifa-
mikið bandarískt dagblað, The
Washington Post varaði einnig við
því í leiðara að Eystrasaltsríkin
þrjú yrðu skilin eftir á „gráu
svæði“, væri núgildandi áformum
um stækkun bandalagsins hrint í
framkvæmd.
í grein The New York Times
segir að vera kunni að áformin um
stækkun NATO njóti stuðnings í
tilteknum ríkjum Bandaríkjanna
þar sem búi fjöldi fólks af austur-
evrópskum uppruna. Forsetafram-
bjóðendurnir tveir hafi báðir lýst
yfir afdráttarlausum stuðningi við
stækkun NATO, Bill Clinton for-
seti hafi í ræðu boðað að fyrstu
ríkin fengju aðild árið 1999, Bob
Dole, frambjóðandi repúblíkana
vilji hefja stækkun á næsta ári.
Pólitískt hagsmunamat
Blaðið lýsir þeirri skoðun að
yfiriýsingar þessar mótist fyrst og
fremst af pólitísku hagsmunamati
frambjóðendanna tveggja og ekki
megi rugla því saman við skynsam-
iega utanríkisstefnu. Hættan sé
sú að stækkun NATO verði frekar
til þess að draga úr öryggi Evrópu
og Bandaríkjanna.
Síðan segir í forystugrein
bandaríska dagblaðsins: „Lykillinn
að því að tryggja friðinn í Evrópu
felst ekki í stækkun NATO heidur
í því að hvetja Rússa til að leita
eftir sambúð sátta og samlyndis
með nágrannaríkjum sínum og fá
þá til að framkvæma þá miklu
afvopnun sem sáttmálar um fækk-
un kjarnorkuvopna kveða á um.“
í greininni segir að vissulega sé
skiljanlegt að nýju lýðræðisríkin í
Mið- og Austur-Evrópu telji aðild
að Atlantshafsbandalaginu trygg-
ingu fyrir því að þau fái að gerast
þátttakendur í samrunaferli Evr-
ópusambandsins. Bandaríkjamenn
telji ennfremur æskilegt að ríki
þessi verði á ný hluti Evrópu. Hins
vegar sé aðild þessara ríkja að
öryggisbandalagi ekki rétta að-
ferðin til að tryggja þá stöðu.
Engin ógn úr austri
„Ríkin sem leita eftir inngöngu
í NATO telja einnig að aðild að
bandalaginu reynist trygging
gagnvart sérhverri viðleitni Rússa
til að ná fyrri herstyrk, sem notað-
ur var til að kúga þau svo lengi.
En nú stafar engin hætta af her-
afla Rússa.“
Greinarhöfundur víkur að kostn-
aði þeim sem fyigja myndi aðild
ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu
og kveður sýnt að þær byrðar
myndu leggjast á skattgreiðendur
í Bandaríkjunum og Evrópu.
Síðan segir:„Stækkun NATO
myndi hafa klofning Evrópu í för
með sér en ekki sameiningu ríkja
álfunnar; sköpuð yrðu ný landa-
mæri á sviði örýggismála, sem
myndu í fyrstu útiloka nokkur
nýju ríkjanna í Austur-Evrópu svo
sem Eystrasaltsríkin. Verra er að
stækkun NATO myndi reynast
vatn á myllu þjóðernissinna í Rúss-
landi og þeirra sem, leggjast gegn
afvopnunarsamningum þar eystra,
þannig að Evrópuríkin myndu
njóta minna öryggis en áður.“
Rökleysa
Leiðarahöfundur rekur stuttlega
sögu NATO frá stofnun banda-
lagsins árið 1949 og minnir á mik-
ilvægi þess að bandarísku herliði
var haldið úti í Evrópu á árum
kalda stríðsins til að fæla Rússa
frá hugsanlegri innrás í Vestur-
Evrópu. „Þau traustu tengsl hern-
aðarsamvinnu sem tekist hafa
beggja vegna Atlantshafsins eru
of mikilvæg til þess að þau verði
slitin. En það er fulkomin rökleysa
að stækka bandalag sem enn er í
leit að nýju hlutverki."
Ritstjórar The New York Times
kveðast þeirrar hyggju að Evrópu-
sambandið (ESB) en ekki NATO
sé best fallið til þess að hafa for-
ystu um leiða lýðræðisríkin nýju í
álfunni austanverðri inn í hið nýja
samfélag Evrópubúa. Sambandið
sé aukinheldur rétti vettvangurinn
til að tryggja að áfram verði unnið
að umbótum á sviði efnahags- og
stjórnmála í nýfijálsu ríkjunum.
Blaðið telur skynsamlegstu stefn-
una í samskiptum við Rússland þá
að freista þess á engan hátt að
einangra Rússa. „Sýni ráðamenn
í Moskvu tilhneigingar í þá átt að
ógna á ný nágrönnum sínum mun
nægur tími gefast til að stækka
NATO. Þangað til er engin ástæða
til að ijúka til í þessu viðfangi,“
segir í lok forystugreinarinnar.
Mótsagnir
Annað bandarískt stórblað, The
Washington Post birti einnig leið-
ara um stækkun NATO um liðna
helgi. Þar segir að málflutningur
þeirra sem hlynntir séu stækkun
NATO einkennist af þeirri mót-
sögn að annars vegar sé verið að
reyna að sefa ótta nýfijálsu ríkj-
anna í Austur-Evrópu við hugsan-
legra ógnanir af hálfu Rússa en á
hinn bóginn hafi Bill Clinton for-
seti sagt að stækkun bandalagsins
sé „ekki beint gegn neinu tilteknu
ríki.“ Bandaríkjamenn hafi reynt
að bregðast við þessari mótsögn
með því að freista þess að sann-
færa Rússa um að stækkun NATO
til austurs muni á engan hátt ógna
öryggishagsmunum þeirra svo
framarlega sem þeir taki ekki að
ógna nágrönnum sínum.
Eystrasaltsríkin undanskilin
Höfundur leiðara blaðsins víkur
því næst að þeirri hættu sem felist
í því að undanskilja Eystrasaltsrík-
in þijú í þessum áformum. Stað-
reyndin sé á hinn bóginn sú að
þessi ríki séu ekki síður en önnur
þau sem nefnd hafi verið í þessu
samhengi hæf til að gerast aðilar
að bandaiaginu. Andstaða Rússa
við að þau fái aðild að NATO hafi
hins vegar gert að verkum að
umræður um stækkun bandalags-
ins hafi ekki einnig tekið til þeirra.
í lok þessarar forystugreinar The
Washington Post segir: „Herra
Clinton hefur heitið því að ekkert
ríki verði skilið eftir á „gráu svæði
öryggisleysis". Þessi er hin rétta
stefna. Hins vegar hefur hins veg-
ar hvorugur frambjóðandinn [í for-
setakosningunum í Bandaríkjun-
um] gert grein fyrir því hvernig
ná má þessu markmiði með stækk-
un NATO í áföngum."