Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 48
. 48 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand Smáfólk 50METIME5, !F YOU 5TARE AT THE BACK POOR HARD EN0U6H, YOUR 50PPER C0ME5 OUT EARLY.. 50METIME5 IT W0RK5 AND 50METIME5 IT DOESN'T.. "----Or E5PECIALLY IF YOO 00 IT EVERY NI6HT.. Ef horft er nógu fast á bak- dyrnar, þá kemur það fyrir að kvöldmaturinn komi snemma. Stundum virkar það og stund- um ekki... Sérstaklega ef það er gert á hverju kvöldi. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Stöð 2 o g hægriorgían Frá Erpi Þórólfi Eyvindarsyni og Grími Hákonarsyni: 25. OKTÓBER síðastliðinn sendu Jón Ársæll og félagar hans á Stöð 2 frá sér ansi káta umfjöllun sem hafði því miður meira gysgildi en sannleiksgildi. Hér er átt við heim- Grímur Erpur Þórólfur Hákonarson Eyvindarson sókn „ísland í dag“-bræðra á 2 ára afmælisfund Sósíalistafélagsins. Til að umfjöllunin yrði sem hressust var brugðið á það alkunna hægri trix að slíta allt tiltækt úr samhengi og fylla upp í eyður með einræðisherr- um í leik og starfi. Daginn eftir voru greinarhöfundar spurðir hve lengi þeir hefðu aðhyllst til sung- eða stalínisma og hve lengi 3. Al- þjóðasamband kommúnista hefði stjórnað gjörðum þeirra. Við teljum sennilegt að bros Jóns Ólafssonar og hægriorgíunnar myndi skekkjast talsvert ef frétta- umijöllun af landsfundi Sjálfstæðis- flokksins yrði skreytt myndum af Mússólíní, Hitler, Pinochet og Milton Friedman til þess eins að auka spé- gildi fréttarinnar. Tölum nú ekki um ef það yrði sérstaklega tekið fram að Sjálfstæðisflokkurinn hafi boðið fram með nasistum í Reykja- vík, ef nefna á hliðstæðu við heimskuleg fræðiinnskot Jóns Ár- sæls um Komintern og íslensku kommúnistana. Ef Jón skyldi ekki hafa tekið eft- ir því þá eru Ráðstjórnarríkin ekki til staðar lengur og þar af leiðandi hefði verið erfitt að halda fundinn í sal félagsins „Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna". En það þjónaði e.t.v. fréttinni ekki nógu vel að segja að félagið „Menningar- tengsl íslands og Rússlands“ hefðu átt húsnæðið. Kannski var það sama uppi á teningnum þegar gagnrýnin ummæli undirritaðra á Sovétríkin voru klippt burt. Réttast væri að kæra Stöð 2 fyrir þetta en staðreyndin er sú að allt lögfræðingastóð þessa heims nægði ekki til að kæra stöðina í hvert skipti sem þeir sendu frá sér heimskulega frétt. Maður yrði að fá lánaða lög- fræðinga úr öðrum sólkerfum sem er frekar vandasamt verk. Við búumst ekki við því að þessi greinarstúfur eigi eftir að breyta miklu um aðferðafræði fijálsrar fjölmiðlunar né hegðunarmynstri hægriorgíunnar yfirleitt. Samt sem áður minnumst við á að frelsi fylgir ábyrgð. ERPUR ÞÓRÓLFUR EYVINDARSON, GRÍMUR HÁKONARSON, meintir maóistar, stalínistar, enver hoxhaistar og kim il sungistar. Slæm stjórnsýsluaðgerð? Frá Haraldi Asgeirssyni: í NÝJU blaði félags eldri borgara, Listin að lifa, bls. 27 í greininni Skoðun stjórnmálamanns ritar ijár- máiaráðherra m.a. eftirfarandi setningu: „Sú leið að undanþiggja iðgjöld til Iífeyrissjóða skatti í stað þess að veita 15% skattaafslátt var fyrst og fremst farin að ósk aðiia vinnu- markaðarins við gerð febrúar- samninganna 1995.“ í setningunni felst ábending um það sem mér sýnist vera óviður- kvæmileg stjórnsýsluaðgerð. Skv. henni er verið, - fyrir „ósk aðila vinnumarkaðarins", að víxla skatt- fríðindum. í stað skattaafsláttar líf- eyrisþega kemur skattfrelsi á ið- gjaldagreiðslur þeirra sem eru að afla sér réttinda í lífeyrissjóðum. Um er því að ræða víxlun skatt- fríðinda milli tveggja hópa innan þjóðfélagsins, lífeyrisþega og laun- þega. Launþegar eru á vinnumark- aði en lífeyrisþegar utan hans eftir að hafa lokið starfsævi og greitt skattlögð iðgjöld í lífeyrissjóði sína, gjarnan í 30-32 ár. Aðilar vinnumarkaðarins eiga þannig lítið tilkall til lífeyris- greiðslnanna og því getur „ósk“ þeirra um víxlun fríðinda varla tal- ist fróm. Skattafslátturinn fyrir lífeyris- þega var veittur til þess að jafna út þá tvísköttun sem fram kom við endursköttun á því fé sem þeir höfðu lagt í lífeyrissjóðina og sjóð- irnir síðan ávaxtað í langan tíma. Endursköttun var og er líka óeðlileg í ljósi þess að aðrar sparifláreignir eru undanþegnar skatti. Upphæð undanþágunnar, 15%, sýnist reikn- ingslega eðlileg útjöfnun tvískött- unarinnar, þótt ijarri sé að það sé gert lýðum ljóst. Sú fríðindavíxlun sem hér hefir verið rædd virðist því vera harla óviðurkvæmileg stjórnsýsluaðgerð og þeim mun verri er hún sem fleiri hafa staðið að henni. HARALDUR ÁSGEIRSSON, Ægisíðu 48, Reykjavík. Hvað skal segja? 52 Væri rétt að segja: Nýtt hlutafélag mun taka yfir reksturinn. Svar: Að taka yfir er í slíkum samböndum tekið beint úr ensku (to take over) og er ósæmilegt orðbragð á íslenzku. Rétt væri: Nýtt félag mun taka við rekstrinum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.