Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 39 AÐSENDAR GREINAR Getur enska verið hald- reipi íslenskrar lögfræði? NEI, kann einhver að segja. Enskan er nú helsti háski ís- lenskrar tungji og menningar. íslensk tunga og íslensk lög- fræði eru og hafa ætíð verið svo samofin að hvorugt hefur getað lifað án hins. Tungu- málið er mótunarefni laganna og jafnframt helsta röksemdin fyrir sjálfstæðu íslensku samfélagi. Og erfitt er að ímynda sér að nokkuð annað en sjálf- stætt íslenskt samfé- lag geti verið vörsluaðili og hvati þróunar íslensks máls og menning- ar. Hvað hefur breyst? Það sem hefur breyst er að ís- lendingar hafa með vaxandi hraða fjarlægst sjálfsnægtabúskapinn sem dugði um aldir. Nú er skipti Islendinga við útlendinga miklu tíð- ari og umfangsmeiri en skipti manna hér áður voru við utanhér- aðsmenn. Öll svið þjóðlífsins að fornleifafræðinni meðtalinni sækja hugmyndir, markmið, aðferðir og alls konar aðföng til útlanda. Sam- keppnihæfni íslendinga og tekju- möguleikar ráðast af þekkingu þeirra til að nýta mannauð og nátt- úruauðæfi og möguleikum þeirra til samskipta við aðrar þjóðir. Hvað lögfræðina snertir hefur það ekki breyst að hún tekur til nánast allra sviða mannlífsins, ekki aðeins á íslandi heldur í öllum sam- félögum. Og áhrif lögfræðinnar eru slík að fáar greinar eru áhrifameiri í daglegum skiptum fólks og til mótunar þjóðlífs. Nýjar aðstæður Hinar nýju aðstæður íslenskra lögfræðinga ráðast af því að erlend gögn og erlendar stofnanir tengjast í vaxandi mæli íslenskri lögfræði án þess að nokkur kostur sé á því að þýða öll gögnin á íslensku. Svo geta góð- ar þýðingar verið um- deilanlegar. Dæmi um tengingar: 1. ísland gerðist fyrir nokkru aðili að Evrópska efnahags- svæðinu og þar með varð lögfræði Evrópuréttarins, sem talinn er vera um þrjátíu þúsund blaðsíður á er- lendum tungumálum, hluti ís- lenskrar lögfræði. Þessi Evrópu- réttur tekur til veigamestu þátta viðskipta- og eignaréttar. Erlendir dómarar fara hér að mestu með æðsta val. 2. Talið er að um eitt hundrað viðurkenndar alþjóðastofnanir, flestar tengdar Sameinuðu þjóðun- um, séu nú að störfum. Þær vinna að mótun alþjóðalegra „norma“, „standarda" og venja um hina margvíslegustu efni, sem líklegt er að verði síðar uppistaða formlegra alþjóðalaga. Áhrif þessara stofnana og sérfræðinga þeirra á löggjöf þjóða er mikil. Þeir sem best þekkja til gera mest úr þessum áhrifum. Menn trúa á efnahagsþvinganir, svo sem í ríkjum fyrrum Júgóslavíu. 3. Talið er að ein alþjóðleg stofn- un hafí öðrum fremur haft áhrif á íslenska lögfræði, sem sé Mannrétt- indadómstóll Evrópuráðsins í Stras- borg. Ef grannt er skoðað má víða greina þau áhrif. Meginatriði er þó Nærtækt er, segir Tóm- as Gunnarsson, að enskan verði íslenzkri lögfræði nauðsynlegt haldreipi. að dómar og önnur gögn Mannrétt- indadómstólsins eru ekki nema að örlitlu leyti til á íslensku. Vegna alþjóðlegra skuldbindinga íslendinga eru framangreind al- þjóðleg gögn þegar orðin hluti af íslenskri lögfræði. íslenskir lög- fræðingar geta ekki notað þessi gögn nema hafa vald á tungumáli sem alþjóðastofnanir og menn al- mennt viðurkenna sem tungumál í alþjóðaskiptum. Kjarnaatriði lög- fræðinnar er að hafa aðgang að frumgögnum og geta notað þau beint án milliliða. Þá hlýtur íslensk- um lögfræðingum að vera kapps- mál að geta sótt og varið rétt um- bjóðenda sinna fyrir alþjóðlegum stofnunum, sem ísland á aðild að. Auk formlegu lagaatriðanna sem rakin hafa verið hér að framan kemur til „útrás“ íslendinga síðustu ár í alls konar verktökum og við- skiptum víða um heim. Ætíð kemur lögfræði við sögu en lausnir eru með ýmsu móti. Ekki er vitað hver hlutur íslenskra lögfræðinga er í þessum viðskiptum en ástæða er til að ætla að hann sé ekki stór. Enda ljóst að menn geta ekki orðið að miklu liði í erlendum viðskiptum og málarekstri nema nema hafa vald á lögfræðihugtökum erlends tungumáls eða tungumála. Við þessar aðstæður er hættan sú að Islendingar taki sem ráðgjafa er- Tómas Gunnarsson lenda menn sem þeir hafa lítinn aðgang að og litla möguleika til að staðreyna ráðgjöf þeirra og verk. Það gæti þó oft verið skárri kostur en að hafa enga ráðgjafa. Ástandið býður heim lögfræðilegum slysum, sem geta reynst afdrifarík þeim sem tengjast þeim. Ekki aðeins einstakl- ingum og fyrirtækjum, heldur einn- ig íslendingum sem þjóð. Hótanir um að beita íslendinga efnahags- þvingunum vegna mögulegra hval- veiða eða Smuguveiða verða í fram- tíðinni sennilega taldar með þeim veigaminni. Líklega eru verstu áhrif kunnáttuleysis þó aðgerðaleysi sem drepur þjóðlíf í dróma. Hvers vegna enska? Ekkert tungumál hefur enn verið útnefnt sem heimsmál, sem menn geta notað hvar sem er og hvenær sem er. Virðist nokkuð langt í það. Ýmislegt bendir til að síðustu tíu til tuttugu ár hafi enskan bætt stöðu sína verulega og staða ann- arra mögulegra heimsmála, eins og frönsku og spænsku, virðist hafa veikst. Auk hinnar miklu útbreiðslu enskunnar sem fyrsta eða annars máls í öllum heimshlutum koma til veigamikil svið, sem enskan virðist hafa lagt undir sig. Hún er ráða.ndi mál í milliríkjafjárviðskiptum og fleiri skiptum. Einnig er staða henn- ar sterk sem tækni- og sérstaklega tölvumáls, sem tekur til margra starfsgreina í mörgum ríkjum, þar sem enska er ekki fyrsta mál. Verð- ur ekki séð að nokkurt mál nálgist enskuna sem heimsmál hvort sem mönnum líkar það eða ekki. Það á einnig við um enskuna sem lög- fræðimái þótt ýmsir telji til dæmis að franskan sé í raun álitlegri sem lögfræðimál vegna skýrleika og gegnsæi. Eins og sakir standa er nærtækt að enskan sé og verði ís- lenskri lögfræði nauðsynlegt hald- reipi. Skylduverk lagadeildar? Lagadeild Háskóla íslands, sem er eina lagadeild lýðveldisins, hefur það skylduverk að mennta lög- fræðinga. Fram til vors 1963 er ég lauk lagaprófi voru engin kennslugögn eða kennsla á ensku. Sú staða mun að verulegu leyti enn vera óbreytt. Vandi laganema og lögfræðinga er einnig sá að sér- hæfing innan íslensku lögfræðinn- ar hefur ekki fylgt skiptingu lög- fræðinnar í sérfræðisviði í nálæg- um löndum, sérstaklega þeim en- skumælandi. Sú skipting á sér meðal annars stoð í því hvað grein- ar lögfræðinnar eru víðfeðmar og ekki er á nokkurs eins manns færi að mennta sig og „halda sér við“ í þeim öllum. Það hlýtur að verða viðfangsefni lagadeildar Háskóla íslands að vinna að mótun langtímastefnu í menntunar- og endurmenntunar-. málum laganema og lögfræðinga.*-"* Þá verður að taka tillit til þess veruleika að ísland er hluti hins alþjóðlega samfélagSj íslendingar vinna ekki aðeins á Islandi og ís- lenska er ekki eina tungumál ís- lenska réttakerfisins. Auðvitað þarf Alþingi, sem hefur hið form- lega löggjafarvald, að koma að málinu. Það er þjóðarnauðsyn að móta framsækna upplýsingar- og menntastefnu ekki aðeins fyrir lög- fræðinga heldur fyrir alla íslend- inga. Fyrstu skref Stefnumótun menntunar lög- fræðinga hlýtur að að taka nokkurn^T*- tíma. En tímabært er að lagadeild Háskóla íslands líti upp frá sífelld- um niðurskurði og viðurkenni að laganám er eins og annað nám fyrst og fremst sjálfsnám og að „embætt- ispróf“ í lögfræði er aðeins áfangi. Lögbundin staða lagadeildar Há- skólans veitir henni margvíslega sérstöðu og forréttindi en jafnframt skyldur. Má ekki athuga hvort menn vilja sjálfir greiða kostnaðinn af því að fá fræðimenn, sennilega fremur erienda en íslenska, til að**, styðja íslenskra lögfræðinga í fyrstu skrefum á nýjum vettvangi íslenskrar lögfræði og í alþjóðlega samfélaginu. Höfundur er lögfræðingur. Illgresi eða vaxtarbroddur Svar við grein Steinars Bergs ÖÐRU hveiju hafa birst blaðagrejnar eftir Steinar Berg ísleifsson þar sem hann fjallar um íslenska tónlist í „léttari“ kantinum, möguleika hennar heima og erlendis og augljósan skort á stuðningi af hálfu hins opinbera við þessa list- grein sem gengur meira og minna sjálf- ala. Ég hef oft haft gaman af skrifum Steinars og verið hon- um sammála um flest í hjarta mínu. En ekki var mér mjög skemmt yfir síðustu grein hans sem birtist í þessu blaði 1. október sl. Þó er eins og höfundurinn hafi lagt af stað með góðan ásetning í fartesk- inu en óvart lent á villigötum. - Látum okkur nú sjá. „Stór hluti fólks gerir í raun litlar sem engar kröfur til tónlistar. Annar hluti og minni er virkur þátttakandi í þeirri uppsprettu fjölbreytilegs tónlistar- lífs sem fram fer á hveijum tíma,“ ritar Steinar og segir þetta tónlist- aráhugafólk kaupa nær eingöngu útlendar hljómplötur vegna skorts á frambærilegu íslensku efni. Þetta tel ég rétt vera. Hins vegar held ég að það sé misskilningur, að það stafí af því að „gæðaeftirliti" ís- lenskra útgáfufyrirtækja sé gefið langt nef og hljómlistarmenn gefi sjálfír út sitt efni eftir að hafa ver- ið hafnað af útgáfufyrirtækjunum. Að vísu er margt af því tónlistar- efni sem gefíð er út sjálfstætt af vanefnum gert og oft hefur ekki verið hægt að lappa upp á það með öllum tiltækum ráðum þann- ig að það yrði áheyri- legt. En þetta á því miður líka við um tón- list sem gefin er út og dreift á vegum útgáfu- fyrirtækjanna. Undanfarin þrjú ár hef ég starfs míns vegna á bókasafni þurft að hlusta eitthvað á nærri allar geislaplöt- ur sem út hafa komið hér á landi aðrar en þær sem innihalda klassíska músík. Eins og gefur að skilja hafa þær ekki heillað mig allar og raun- ar sárafáar. Ég verð þó að segja að margar útgáfur einyrkja og sjálf- stæðra hópa slá við mörgum þeim sem Skífan, Spor og aðrir slíkir eru að baksa með. Það er helst að ekki sé jafnmikið snurfusuð hljóðvers- vinnan og útliti diskbæklinga sé eitthvað áfátt, enda peningar til þess arna trúlega af skomum skammti. Það er rétt hjá Steinari að salan er líka oftast nær með minna móti og varan lítið eða ekk- ert auglýst af sömu ástæðum. Það er hins vegar rangt að fjölmiðlar geri öllum jafnhátt undir höfði varð- andi kynningar á nýútgefnu efni. Þeir sem eru á spenum útgáfufyrir- tækjanna hafa sölubatterí á bak við sig til að pressa á um það, að fjölm- iðlamir gefí því rækilega gaum sem gulldrengirnir þeirra og -stúlkurnar hafa nú afrekað. Árangurinn er líka oftar en ekki flenniviðtöl í blöðum og glanstímaritum. Þar kemur líka Ingvi Þór Kormáksson Þetta er efni, segir Ingvi Þór Kormáks- son, sem höfðartil lé- legra dagskrárgerðar- manna. það til, að fréttnæmt þykir hvað frægar persónur taka sér fyrir hendur. Þrátt fyrir þetta kemur stundum fyrir að heimalningur sem ýtt var frá spenunum vegna gæða- eftirlitsins fái um sig þriggja dálka grein í blaði, smáviðtal í útvarpi og jafnvel spilun þar á sinni músík. Stundum er meira að segja örlítið meira látið með einstaklinga sem hafa gefíð út á eigin spýtur ámm saman og hafa smám saman áunn- ið sér virðingu tónlistarmanna, út- varpsfólks og „virku þátttakend- anna“ fyrir góða músík, þótt út- gáfufyrirtækin hafi aldrei viljað af þeim vita, líklega vegna þess að músík þeirra gerir kröfur til áheyr- enda. I sambandi við framangreint má gjaman koma fram, að hjá Rík- isútvarpinu virðist litlu máli skipta hvaðan gott kemur. Allir fá jafnan sjens í fyrstu og síðan sker tíminn úr um það hvernig músíkin plumar sig. Þar er sem sé líka leikin músík þeirra sem ekki hafa efni á að aug- lýsa. Snúum okkur að öðru og einmitt því hversu gremjulegt það er að verða vitni að því að útgáfufyrir- tækin íslensku gefi jafn mikið út af slappri músík og raun ber vitni, þegar augljóst hefði átt að vera í upphafí að þessari músík gætu ekki allir heimsins aurar „reddað í mix- inu“ eins og stundum er sagt og gert. Maður spyr sig því: Hvers vegna var þetta gefið út? Svarið er oftast augljóst. Þetta er efni sem höfðar til lélegra dagskrárgerðar- manna sem nóg er af á útvarps- stöðvunum og þess „stóra hluta fólks sem gerir í raun litlar sem engar kröfur til tónlistar“. Þegar svo búið er að auglýsa upp í há- stert er komin söluvara. Reyndar vond vara, en söluvara samt. Þann- ig er því miður ekki alltaf hægt að sjá „metnað og fagmennsku“ í vinnubrögðum þeirra sem velja og aðallega hafna aðsendri músík og eru að reyna (af veikum mætti greinilega) að halda uppi gæðaeftir- liti í íslenskri tónlist. Áuðvitað eru hljómlistarmenn, lagasmiðir og út- setjarar á vegum Spors, Skífunnar, Smekkleysu og hvað þau nú heita fyrirtækin, sem vinna verk sín af metnaði og fagmennsku, og upp- tökustjórar og hljóðmenn sem redda mörgu í mixinu, en það er líka fullt af listamönnum utan þessara fyrir- tækja sem það sama á við um. Þeir þurfa kannski að spila heilmik- ið á pöbbum, böllum og árshátíðum til að hafa upp I kostnað við útgáf- ur sínar en eru ekkert endilega að semja og gefa út músík af því tagi sem tíðkast við slík tækifæri. Það er svo spurning hvort tónlist þeirra er illgresi eða vaxtarbroddur eða eitthvað mitt á milli. „Hæfíleikinn til að greina á milli ómarkvissrar leikmennsku og fag- legrar atvinnumennsku er ekki nægjanlega mikið fyrir hendi,“ skrifar útgefandinn Steinar Berg og á við fjölmiðla og það er að nokkru leyti rétt og sumu leyti ekki eins og ég hef bent á að framan- verðu. Hitt er verra, að þessi orð hitta fyrir hann sjálfan og kollega hans í útgáfubransanum. Það er mín skoðun (og ég held að það sé líka skoðun Steinars í raun og veru, hefði hann ekki farið vitlausu meg- in fram úr rúminu daginn sem hann ritaði pistil sinn) að fyrst og fremst ráði peningasjónarmið því hvaða músík útgáfufyrirtækin taka upp á sína arma og gefa út. Góðu efni er hikstalaust hafnað, ef ekki heyr- ist klingja í peningakassanum ogj^ ekkert óeðlilegt við það. í bisness sem verður að standa nær einvörð- ungu á eigin fótum án styrkja, þótt um listgrein sé að ræða, með rífleg- an Vask ávallt hangandi yfir sér, þýðir ekkert að vera með tilrauna- °g góðgerðarstarfsemi. Það er mál- ið (og ekki tala af fyrirlitningu um eigin útgáfur sem selja bara 200 eintök). Þess vegna er ekkert að gerast í íslenskri dægurmúsík. Þess vegna eru lagasmiðirnir og hljóð- færaleikaramir á balli að þjösnast enn einu sinni á „Mamma grét“ og mamma grætur í alvörunni, af því að sonurinn tapaði sparifénu hennar í útgáfu á meistaraverkunum sínum sem ekkert seldust. Þau vor®B? kannski ekki meistaraverk en ágæt samt og var hafnað af gæðaeftirlit- inu sem ákveður nú að endurútgefa Steina spil. - Steina spil! Með fullri virðingu fyrir Steina spil og næstum því fullri virðingu fyrir íslenskum úgefendum, þá held ég að gæðaeft- irlitið hafí ekki bara brugðist, held- ur sé ekkert gæðaeftirlit, bara aura- eftirlit. Ég sendi þér, Steinar, ef þú hel- ur lesið þetta, mínar bestu kveðjur. Ég virði eldhugann sem mörgu grettistaki hefur lyft í sambandi vifl - íslenska músík og hefur oftast eitt- hvað áhugavert fram að færa. Til hamingju með það allt, en þessari grein þinni var ekki hægt að sporð- renna án þess að óbragð kæmi í munninn. Höfundur er lagasmiður, bókasafnsfræðingur og músíkgagnrýnandi hjá DV.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.