Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 45
Morgunblaðið/Arnór
VERÐLAUNAHAFARNIR í tvímenningskeppni Borgnesinga og Suðurnesjamanna. Talið frá vinstri:
Unnsteinn Arason, Jón Einarsson, Elín Helga Þórisdóttir, Guðmundur Jónsson, Karl G. Karlsson
og Karl Einarsson.
3 BRIPS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsfélag Suðurnesja
Um helgina sóttu Borgnesingar
okkur heim og var spiluð bæja-
keppni milli Borgarness og Suður-
nesja. Heimamenn gáfu engin færi
á sér, nýttu heimavöllinn vel og
sigruðu með 105 stigum gegn 75.
j Spilað var um farandbikar sem
umsjónarmaður þáttarins gaf til
í keppninnar og fékk Randver Ragn-
| arsson formaður Bridsfélags Suður-
nesja hann til geymslu í eitt ár en
þá er stefnt að því að heimsækja
Borgnesinga.
Þá var spilaður barometer-tví-
menningur á sunnudag, alls 45 spil.
Feðgarnir Karl Einarsson og Kar!
G. Karlsson frá Sandgerði unnu
hann eftir að hafa leitt keppnina
nær allt mótið. Þeir fengu 78 stig
yfir meðalskor. Röð næstu para
varð annars þessi:
Guðmundur Jónsson
— Elín Helga Þórisdóttir Borgarnesi 64
Unnsteinn Arason
— Jón Einarsson Borgarnesi 58
Jón Á. Guðmundsson
— Árni Bragason Borgarn./Akran. 24
Randver Ragnarsson
— Guðjón Svavar Jensen Suðurn. 21
Sextán pör tóku þátt í keppn-
inni. Keppnisstjóri var Isleifur
Gíslason.
Heimsókn Borgnesinga þótti tak-
ast mjög vel í alla staði.
Bridsfélag trésmiða
Átta pör spiluðu síðasta spilakvöld
og urðu þessi efst:
HannesGeirsson-SigurðurGeirsson 94
Vilhjálmur Kristjánss. - Gunnar B.H. Sigurðss. 92
Guðmundur Magnúss. - Sveinbjörn Guðmundss. 90
Indriði Guðmundsson - Pálmi Steinþórsson 90
í kvöld, fimmtudagskvöld, hefst
þriggja kvölda barómeter og hefst
spilið kl. 19.30. Allir spilarar velkomn-
ir. Spilað er í sal Trésmiðafélagsins á
Suðurlandsbraut 30.
Guðlaug Jónsdóttir/
Gunnlaug Einarsdóttir
DÁLKAHÖFUNDUR fór kvenna-
villt í myndatexta sl. þriðjudag. Á
mynd sem birtist með umsögn um
Islandsmót kvenna í tvímenningi
voru Islandsmeistararnir Anna Þóra
Jónasdóttir og Ljósbrá Baldursdótt-
ir í hrókasamræðum við Guðlaugu
Jónsdóttur en ekki Gunnlaugu Ein-
arsdóttur eins og sagt var. Konurn-
ar sem og lesendur eru beðin vel-
virðingar á mistökunum.
AFMÆLI
BJORN H.
JÓNSSON
Tímann er erfitt að
skjjja. Að jafnaði flýgur
hann hjá því hraðar sem
lengra líður á ævina,
en stundum er eins og
hann hafi staðið kyrr í
áratugi eða meira en
hálfa öld. Þeirri tilfinn-
ingu skýtur jafnan upp
þegar eg minnist fyrstu
kynna okkar séra
Bjarnar H. Jónssonar
enda er sagt að sjaldan
eldist skólabræður. Við
Björn sáumst fyrst vor-
ið 1942 þegar við
hleyptum heimdrag-
anum og freistuðum þess að taka
próf upp í annan bekk Menntaskól-
ans á Akureyri. Ekki man eg hvort
við tókum tal saman á þeim vordög-
um, en haustið 1944 settumst við
báðir í frjórða bekk máladeildar og
hófum glímuna við hið göfuga mál
Rómveija hinna fornu. Björn hafði
jafnan undirtökin í þeim fangbrögð-
um og þýddi engum að þreyta kapp
við hann í latínukunnáttu. Við vorum
fáir í bekknum og milli okkar mynd-
aðist traust vinátta sem hefur hald-
ist óijúfanleg til þessa dags. Hin
æskuglöðu skólaár liðu við gleðimál
og glasaklið, þar sem Björn var jafn-
an hinn glaðasti í hópi glaðra. Hann
kunni flestum betur að hafa vín um
hönd og auka glaðværð á góðra vina
fundi. Hann hlaut hjálpfýsi og góð-
vild í vöggugjöf. Þeir eiginleikar
hafa dugað honum hvað
best við þau störf sem
hann hefir helgað líf
sitt og skipti þá ekki
máli hvort hann boðaði
fagnaðarerindið af
predikunarstóli eða
sinnti sálgæslu sóknar-
barna sinna. Auk þess
hefír hann starfað sem
kennari og sinnt lög-
gæslu og guð má vita
hvað, en öll mannleg
samskipti hafa reynst
honum auðveld og ham- ^
ingjudijúg. Að eðlisfari
er hann mannblendinn
og nýtur þess að vera innan um fólk
jafnt í leik og starfi. Fáa hefi eg
þekkt sem bera aldurinn jafn vel og
hann.
Enn bregður hann fyrir sig að
stökkva yfir torfærur sem á vegi
hans verða sem ungur væri. Hann
virðist enn jafn ungur í anda og
útliti og í gamla daga. það er ný-
skeð að sjá mátti að hár hans tók
að grána. Það er ekki laust við að
mig gruni að hann hafí með einhverj-
um hætti komist yfir epli Iðunnar.
Gamall samferðamaður hefir því
ærna ástæðu til að þakka fyrir meira
en hálfrar aldar kynni og láta í ljós '
þá ósk og von að þau megi endast
enn um langa hríð og bera með sér
birtu og gleði.
Aðalgeir Kristjánsson.
(
I
(
(
HAUSTLAUKAR
- laukar í grasflöt
NÚ FER að verða hver síðastur
að huga að haustlaukunum fyrir
veturinn, Þar sem veturnætur eru
gengnar í garð. Að vísu er best
að leggja laukana í moldu sem
fyrst á haustin til að þeir fái ráð-
rúm til að þroska rætur áður en
vetur leggst að. Sé jörð hins vegar
þíð, eins og hún er a.m.k. sunn-
an-, suðvestan- og austanlands,
geta haustlaukarnir náð að koma
sér fyrir og skila góðri blómgun
að vori ef höfð eru hröð handtök
núna.
Sitt sýnist hveijum um rétta
staðinn fyrir vorblómstrandi lauka.
Margir setja t.d. túlipana í heilu
beðin eða raðir framan í beði, taka
þá svo upp að lokinni blómgun og
gróðursetja sumarblóm á vaxtar-
staðnum. Eins fer vel
á að setja túlipana eða
páskaliljur nokkur
saman á víð og dreif
í beð með ijölærum
jurtum. Þessi lauk-
blóm setja þá líf og lit
á beðin áður en aðrar
jurtir fara að blómstra
og breiða úr sér og
loka þannig eyðum
sem gætu myndast
þegar sölnað lauf
laukjurtanna er íjar-
lægt. Smávaxnir
laukar eru oft settir
fremst í beð eða í
steinhæðir, en þeir
eru líka mjög
skemmtilegir í tijá-
eða runnabeðum. Þessir litlu lauk-
ar blómstra snemma á vorin áður
en laufið springur út og varpa birtu
á umhverfið með litadýrð sinni.
Þeg;ar svo tréð er Iaufgað eru lauk-
arnir vel á veg komnir að safna
forða til næsta árs, þannig að sam-
býlið gengur árekstralaust.
Erlendis er algengt að laukar
vaxi í grasflötum. Mörgum finnst
fátt hugljúfara en breiður lauk-
blóma í grasi. Þetta staðarval fyrir
haustlaukana er þó ekki algengt
hér á landi, en ýmsir eru þó að
fikra sig áfram með lauka í gras-
flötinni. I Stóru garðabókinni er
listi yfir um 20 tegundir haust-
lauka sem má með góðu móti
rækta í grasflöt. Algengast er
sennilega að nota krókusa en af
nógu öðru er að taka. Þar vil ég
helst nefna vetrargosann fínlega,
með hvítum lútandi blómklukkum
á örgrönnum blómlegg, stjörnulilj-
ur (scilla) eins og síberíulilju eða
tvíblaðalilju með sterkbláa blóm-
liti, snæstjörnu, sem blómstrar
bæði í bláu, bleiku og hvítu, páska-
liljur af ýmsum stærðum og gerð-
um með litbrigði frá hvítu yfir í
gulrautt, að ógleymdum túlipön-
um. Hvaða túlipanar verða fyrir
valinu er auðvitað smekksatriði,
en mér finnst lágvaxnir túlipanar
fara best í grasflöt. Villitúlipanar
eru mjög hentugir þar sem þeir
eru svo harðgerðir að þeir skila
sér ár eftir ár. Þar vil ég benda á
sveiptúlipana T. tarda), dvergtúlip-
ana (T. urumiensis) eða dalatúlip-
ana (T. turkestanica).
Eins geta ýmsar sort-
ir kaupmannatúlip-
ana farið vel.
Þegar setja á lauka
í grasflöt er best að
grasið sé fremur
snöggt við gróður-
setninguna. Gerð er
hola fyrir laukana,
losað dálítið um jarð-
veginn á botni henn-
ar, laukunum komið
fyrir og þess gætt að
þeir snúi rétt í hol-
unni, þannig að rótar-
kakan vísi niður. Hol-
an er síðan fyllt með
mold og grastorfan
aftur lögð yfir. Það
er háð stærð laukanna hversu
djúpt þeir eru lagðir í mold. Þumal-
puttareglan er að ofan á þeim sé
moldarlag sem er nálægt því tvisv-
ar sinnum þvermál lauksins. Lauk-
ar sem eru u.þ.b. 5 sm þurfa því
15 sm djúpa holu. Laukar í gras-
flöt eru gjarnan lagðir stakir. Til
eru laukajárn í ýmsum stærðum
sem nota má til að stinga upp
hæfilega holu fyrir laukinn. Auð-
velt er að nota garðgaffal til að
búa til holur fyrir smæstu lauk-
ana. Gafflinum er þá stungið nið-
ur úr grasrótinni, hann hreyfður
vandlega til svo holurnar víkki og
síðan er einn laukur settur í hverja
holu og þeim síðan þjappað saman
með fætinum. Þetta má nota fyrir
villikrókusana, vetrargosann og
perluliljur svo eitthvað sé nefnt.
Eins má rista upp þökur, losa upp
moldina undir þeim, koma laukun-
um fyrir og leggja síðan mold og
þökur yfir aftur. í Stóru garða-
bókinni er vel lýst bæði í máli og
myndum hvernig gott er að koma
laukum fyrir í grasflöt.
Sumarbústaðaeigendur ættu
gjarnan að hafa haustlauka í huga.
Víða hagar svo til í sumarbústaða-
löndum að grasflöt er næst húsinu
en kjarr og tijágróður fjær. Þar
gæti verið skemmtilegt að tengja
saman grasflöt og tijásvæði með
laukum sem settir væru í grasið
þar sem þessi ræktunarsvæði
mætast. Jafnvel mætti hugsa sér
grasstíg í flötinni milli breiðna af
vorblómstrandi laukum.
Laukar í grasflöt gefa marga
möguleika. Aðeins verður að hafa
hugfast að halda aftur af sér fram
eftir vori með grasslátt, til þess
að laukunum gefist tóm til að safna
nýjum forða. Þeir skila honum aft-
ur í blómgun næsta árs.
BL0M
VIKUNNAR
347. þáttur
Umsjón Ájjúsla
Bjiirnsdóttir
S.Hj.
Nýjungar í
rekstri
sjúkrahúsa
á málþingi
DEILD hjúkrunarforstjóra sjúkra-
húsa heldur aðalfund sinn og mál-
þing dagana 31. októbertil 2. nóv-
ember. Málþingið verður helgað
nýjungum í rekstri sjúkrahúsa,
kostum og göllum aukinnar sam- .
vinnu og samruna sjúkrahúsa sem
og annarra fyrirtækja. Fundurinn
hefst kl. 13 á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur, Fossvogi, kennslustofu G-l.
Fjallað verður um aukna sam-
vinnu/sameiningu fyrirtækja. Þor-
kell Sigurlaugsson, framkvæmda-
stjóri hjá Eimskip fjallar um aukna
samvinnu/sameiningu flutninga-
fyrirtækja, kosti og galla, hvert
stefnir svo og hagræðingu og
gæðastjórnun. Þá munu Ásmundur
Stefánsson, framkvæmdastjóri í
íslandsbanka og Guðmundur Ei-
ríksson, starfsmannastjóri í ís-
landsbanka fjalla um kosti og galla
aukinnar samvinnu/sameiningar
banka svo og hvað hefur áunnist. v '
Fundi verður síðan haldið áfram
á Kirkjubæjarklaustri á föstudag
og hefst með aðalfundi. Að loknum
venjulegum aðalfundarstörfum
fjallar Anna Lilja Gunnarsdóttir,
forstöðumaður fjárhags- og áætl-
anadeildar Ríkisspítala, um nýja
strauma í rekstri sjúkrahúsa. Að
lokum munu félagsmenn fjalla um
framtíðarhlutverk sjúkrahúsa á
Islandi, hvernig þjónustunni sé
best borgið á sem hagkvæmastan
og skynsamlegastan hátt og hver
verði staða hjúkrunar og hjúkrun-
arfræðinga í henni.
„Tilgangur umræðanna er að
taka þátt í stefnumótun sjúkrahús-
þjónustu í landinu og kynna heil-
brigðisyfirvöldum skoðanir og hug-
myndir hjúkrunarstjórnenda um
framtíðarþróun sjúkrahúsamála á
íslandi", segir í tilkynningu.