Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 41 ERLA ELÍNBORG SIG URÐARDÓTTIR + Erla Elínborg Sigurðardóttir fæddist á Akureyri 29. janúar 1931. Hún lést á Landspít- alanum 18. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Samsonar- son, f. 25.11. 1901, d. 14.5. 1969, og Svanhvít Vatnsdal, f. 22.2. 1907, d. 23.8. 1974. Hinn 30.11. 1963 giftist hún eftirlif- andi eiginmanni sín- um Jóhanni H. Haraldsyni, raf- virkja, f. 6.3. 1938. Börn þeirra eru: Svanhvít, hjúkrunarfræð- ingur, f. 17.10. 1961, gift Þor- Elsku amma, loksins fékkstu hvíldina eftir löng og mikil veikindi. Söknuðurinn er samt sár. Ég man hve oft við sátum við eldhúsborðið og spiluðum. Oftast spiluðum við rommý. Síðan bauðstu mér kökur eða brauð. Og þegar þú gerðir heitt brauð í ofninum var það steini G. Gunnars- syni, framkvæmda- stjóra ÍFA, f. 7.12. 1960. Börn þeira eru Lilja, f. 30.10. 1982, og Ari Gunnar, f. 1.11. 1988. Lára, rekstrarfræðingur, f. 17.10. 1961, gift Guðmundi Þór Norðdahl, háskóla- nema, f. 4.4. 1960. Barn þeirra er Snævar Þór, f. 26.3. 1983. Haraldur, þýð- andi, f. 2.2. 1966. Erla vann marg- vísleg störf um ævina. Lengst af starfaði hún í Breiðholtsbak- aríi og hjá Fönn. Útför Erlu fór fram í kyrrþey. alltaf það besta. Ég hef oft reynt að gera brauð eins og þitt en það verður aldrei jafn gott. Stundum gisti ég hjá þér og þá mátti Halla María vinkona mín koma líka. Við tókum dansskóna okkar með og héldum danssýningu fyrir þig og afa. Eftir hverja ein- ustu keppni (hvort sem það sem var í dansi, handbolta eða fótbolta) hringdi ég alltaf beint til þín og sagði þér úrslitin. Það var bara regla hjá mér. Þú varst líka alltaf með þeim fyrstu að vita einkunnirnar mínar. Það var gaman að þú skyldir komast í fermingarveisluna mína. Þú fékkst leyfi frá spítalanum til að koma. Þá hittir þú marga sem þú þekktir og þér fannst svo gaman. Það var alltaf gaman að koma og hitta þig, líka þegar þú varst á spítala. Það var þó skemmtilegast þegar ég kom ein hjólandi á Vífils- staði að heimsækja þig. Þá spjölluð- um við saman um allt milli himins og jarðar. Við gátum oft setið tím- unum saman og talað. Hvar sem þú varst hafðir þú skúffu undir góðgæti til að bjóða úr. Þú varst alltaf svo góð og vildir gleðja alla. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín Lilja. Þau leiðu mistök urðu við birtingu minningargreina um Erlu Elín- borgu Sigurðardóttur í Morgun- blaðinu 29. október síðastliðinn að grein um Olínu Sigríði Bjöms- dóttur birtist með greinum um Erlu Elínborgu. Greinarnar um Erlu eru hér birtar á ný og hlutað- eigandi innilega beðnir velvirð- ingar á mistökunum. + Ólína Sigríður Björnsdóttir var fædd á Siglufirði 17. nóvember 1927. I Hún lést á Sjúkra- húsi Siglufjarðar 21. október síðast- liðinn. Foreldrar Olínu voru hjónin Konkordia Ingi- marsdóttir, f. 14.6. 1905 á Ólafsfirði, og Björn Ólsen Björns- son, f. 11.9. 1903 á Akureyri. Systkini Ólínu eru: Þóra, | Erlendur, Margrét, Agúst og Björn. Ólína giftist Hólmsteini Þór- arinssyni 8.4. 1950. Börn þeirra eru: 1) Jóninna, gift Grími Laxd- al og eiga þau þrjú börn. 2) Sig- urður, kvæntur Sigurlaugu Þór- hallsdóttur, eiga þau fjögur börn. 3) Díana, gift Viðari Kon- ráðssyni, eiga þau fjögur börn. 4) Oddný, gift Mar- kúsi Ingasyni og eru börn þeirra tvö. Útför Ólínu fór fram frá Siglufjarð- arkirkju 29. októ- ber. Það haustar að og blómin falla á einni hélunótt. Haustið þitt var langt og strangt, en loksins fékkstu frið. Nú getur þú dáðst að fegurð heimsins á nýjan leik og gengið frjáls um feg- urstu garða. Þú, þessi litla kona sem hugsaðir svo stórt, gekkst hiklaust á móti straumnum, lagðir orð í belg er aðrir þögðu, varst í rauninni fyrsta rauð- sokkan sem ég kynntist. Þú fórst ótroðnar slóðir og varst ekki sátt við þá stöðu konunnar sem samfélagið hafði skapað. Þegar venjulegar hús- mæður klæddust hagkaupssloppum við húsverkin varst þú á stuttbuxum. Þegar aðrar konur voru að basla við böm og bú hafðir þú fyrir löngu komið á þeirra skipan að „Steini Gústa“ gæti þrifið og eldað til jafns við þig. Það var þér kappsmál að allir hefðu sama rétt og sömu tæki- færi til lífsins lystisemda. Ég var farin að stálpast þegar mér skildist hvað þú varst í rauninni óvenjuleg og heilsteypt manneskja. Þú hræddist aldrei álit annarra, heldur gekkst bein í baki og tókst þvi sem verða vildi. Það veganesti sem þú skildir eftir handa okkur, bömunum þínum, verður gott að eiga í framtíðinni. Það viðhorf þitt að gera alla hluti vel, eða bara sleppa því, verður okkur von- andi hvatning um ókomna tíð. Takk fyrir hugulsemina, heilræðin. Takk fyrir samveruna. Góða ferð. Þín dóttir, Díana. Þau leiðu mistök urðu við birtingu minningargreina um Ólínu Sigríði Björnsdóttur í Morgunblaðinu 29. október síðastliðinn, að greinin hér á undan birtist með greinum um Erlu Elínborgu Sigurðardótt- ur í sama blaði. Greinarnar eru hér birtar á ný og hlutaðeigandi innilega beðnir velvirðingar á mistökunum. ÓLÍNA SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR t BJÖRN ÞÓRÐARSON frá Gilhaga, Blönduhlíð, Hörðudal, sem lést í sjúkrahúsinu á Akranesi þriðjudaginn 22. október, verður jarð- sunginn frá Prestbakkakirkju f Hrútafirði föstudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Aðstandendur hins látna. Erfidrykkjur Glæsilegkaffi- lilaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 1 + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma GUÐRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR, Hringbraut 70, Keflavík, áðurtil heimilis á Hafnargötu 77, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja föstudag- inn 25. október. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Björn Jóhannsson, Hrönn Sigmundsdóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Roy Ólafsson, barnabörn og langömmubörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN HÖRÐURÁRNASON, Stifluseli 5, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstu- daginn 1. nóvember kl. 13.30. Hrefna Gunnarsdóttir, Gunnhildur Hlöðversdóttir, Árni J. Strandberg, Reyndís Harðardóttir, Gunnlaugur Hilmarsson, Jón Magnús Harðarson, Kolbrún Sigtryggsdóttir og barnabörn. I _______________^ium^________________ t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, stjúpi, afi og langafi, KRISTJÁN HÓLMSTEINN HELGASON (Lilli frá Bjargi), Njálsgötu 85, Reykjavík, sem andaðist í Landspítalanum 26. októ- ber sl., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 10.30. Guðrún Ó. H. Jóhannesdóttir, Matthildur Kristjánsdóttir, William E. Calvert, Ásgeir J. Kristjánsson, Hólmfríður Á. Vilhjálmsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Halldór Guðmundsson, Elín G. Kristjánsdóttir, Kristjón H. Ólafsson, Gunnlaugur Þ. Kristjánsson, Vigdís H. Ólafsdóttir, Helgi Kristjánsson, Sæunn Guðmundsdóttir, Alda B. Indriðadóttir, Einar Bjarnason, Pétur B. Indriðason, Sigurveig Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALTÝR HÓLMGEIRSSON fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Raufarhöfn, verður jarðsettur frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 11.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Steingerður Theodórsdóttir, Vilhjálmur Hólmgeirsson, Sólveig Valtýsdóttir, Hörður Rúnar Einarsson, Bragi Davfð Valtýsson, Ragnheiður Valtýsdóttir, Sæmundur Einarsson, Rósa Valtýsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTURPÉTURSSON fyrrverandi alþingismaður, Kleppsvegi 62, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Hrefna Guðmundsdóttir, Magnús Pétursson, Hildur Eiríksdóttir, Pétur Oli Pétursson, Anna Harðardóttir Guðmundur Agúst Pétursson, Ingibjörg Pétursdóttir, Pétur Pétursson, Guðrún Pétursdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Erla Sveinsdóttir, barnabörn og aðrir Sesselja Auður Eyjólfsdóttir, Hartwig Miiller, Dóra Kristin Björnsdóttir, Ævar Pálmi Eyjólfsson, Pétur J. Eiríksson, aðstandendur. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BJÖRNSDÓTTIR frá Hrísey, verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00. Tryggvi Ingimarsson, Ester Júlíusdóttir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, Hallgrímur Sigmundsson, Eygló Ingimarsdóttir, Árni Kristinsson, Halla Grímsdóttir, Jósef Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.