Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 29 Aukinn umferðar- hraði - vond tillaga NOKKRIR þingmenn hafa lagt fram á Alþingi breytingartiliögur á umferðarlögum þar sem lagt er til að hámarkshraði verði hækkaður úr 90 í 110 km/klst. á þjóðvegum lands- ins utan þéttbýlis. Þingmennimir halda því fram að ekið sé á 110 km hraða eftir þjóðvegunum í dag og því sé verið að færa hraðamörk að raunveruleikanum. Eg dreg í efa þessa fullyrðingu þó hún geti verið í samræmi við reynslu þessara þing- manna. Hraðamælingar á þjóðvegum sem Vegagerðin hefur framkvæmt staðfestir ekki þessa röksemdafærslu þingmannanna heldur að meðalhraði sé um 95-100 km á tímann á sumum þjóðvegum utan þéttbýlis. Aukinn ökuhraði = fleiri alvarleg slys Þessi tillaga þingmannanna er vond og mun ég færa nokkur rök fyrir því. Á undanförnum tveimur áratugum hefur verið sett bundið slitlag á um 3.000 km af þjóðvegum landsins. Á sama tíma hefur meðal- hraði á þjóðvegum landsins aukist verulega. Þessi þróun hefur leitt til þess að alvarlegum umferðarslysum hefur fjölgað og er beint sam- hengi á milli aukins ökuhraða og aukinnar slysatíðni. Um leið og þjóðvegirnir hafa batn- að hefur alvarlegum slysum á þjóðvegunum fjölgað en á sama tíma- bili fækkað í þéttbýli sem betur fer. En hvernig háttar þessu í öðrum löndum? Almennur hámarks- hraði í þéttbýli er alls staðar 50 km/klst. Al- mennur hámarkshraði utan þéttbýlis á tveggja akreina vegi er þessi: Danmörk 80 Finnland 80 Ísland 90 Þórhallur Ólafsson km/klst. km/klst. km/klst.; 90 km/klst. á malarvegi Noregur 80 km/klst. Svíþjóð 70 km/klst. Þá eru ákvæði um hærri hámarks- hraða á sérstökum vegum (hrað- brautum) venjulega 110 km/klst. Yfirleitt eru þjóðvegir á Norðurlöndum breið- ari en hér á landi eða 8,5 m og þar sem þeir eru 6,5 m er hámarks- hraði yfirleitt 70 km/klst. Hér á landi eru flestir þjóðvegir 6,5-7,5 m breiðir. í þýskalandi er enginn hámarkshraði á hrað- brautum en á vegum með gagnstæða umferð sem eru 6,5-7,5 m breiðir er hámarkshraði 70 km/klst. Slysatíðni á hraðbrautum er mikið lægri en á vegum með gagnstæða umferð. Vegir almennt ekki hannaðir fyrir 110 km/klst. ökuhraða Flestir þjóðvegir landsins eru hannaðir fyrir 90 km/klst. ökuhraða en þó ná margir þeirra ekki þeim staðli auk þess sem viðhald veganna og sléttleiki er ekki alltaf í samræmi við þann umferðarhraða sem þeir eru hannaðir fyrir. Á þjóðvegum landsins Eigimi við landið okkar? Hver á Island? MIKILL meirihluti þjóðarinnar er farinn að vakna til skilnings á því að enn í dag hefur ekki verið formlega úr því skorið hvort við eða fá- einir landeigendur geti gert eignarréttartilkall til óbyggða, víðáttumik- illa landsvæða á hálend- inu, vegna fomra, úr- eltra ákvæða um beitar- réttindi búflár. Meinið er að sá réttur hefur viðgengist alltof lengi og skilið eftir sig örfoka eyðimerkur á víðáttumiklum svæð- um. Þessar eyðimerkur stækka stöðugt og fokið úr þeim veldur ómældum skaða á gróðri og jafnvel vötnum, samanber Mývatn, sem grynnist stöðugt vegna áfoks. Til að reyna að hefta sandfokið og endurgræða landið hafa í meira en hálfa öld verið gerðar ráðstafanir sem kosta slmenning í landinu millj- arðatugi. Á meðan er ennþá rekið fé á þessi viðkvæmu svæði og upp- blásturinn heldur áfram. Þessi örvæntingarfulla klepps- vinna vegna rányrkju bænda er óskiljanleg í dag. A öldum áður urðu menn að nýta allan jarðargróður, jafnt plöntur sem skóga og höfðu þó varla í sig og á. Sérstaklega á seinni öldum þegar gróður hafði rýrnað um nær helming því sauðk- indin var eini bjargvætturinn. Þetta vitum við öll. Í dag er öldin önnur, með ger- breyttu þjóðfélagi og þekkingu hafa malarvenjur okkar breyst, kindakjöt er orðið aðeins lítill hluti af fæð- unni, neysla þess hefur minnkað þrátt fyrir að þjóðinni hefur fjölgað og þess vegna þurfum við ekki að ala allt þetta fé á landinu. Nú vitum við líka hvað gerist við beit á við- kvæmum svæðum svo það er öllum til hagsbóta að ekki sé fleira fé beit en við þurfum á að halda til innan- landsneyslu. Að reyna með öllum Herdís Þorvaldsdóttir ráðum og ómældum kostnaði að fá útlend- inga til að kaupa af okkur offramleiðsluna undir kostnaðarverði er fáránlegt. Almenningur er látinn borga niður- greiðsluna fyrir utan það að þetta fé er nært á hverfandi gróðri landsins. Við gætum eins vel flett gróður- torfunum af og selt þær til útlanda. Erum við blind eða svo huglaus (ráðlaus) að við erum alls ófær um að stöðva sjáanlega gróðureyðingu? Það er kominn tími til að þjóðþing- ið okkar setji lög um eign þjóðarinn- ar á landinu sínu. Lausaganga búíj'ár, segir Herdís Þorvalds- dóttir, hefur skilið eftir sig eyðimerkur á víð- áttumiklum svæðum. Eða eiga nokkrir jarðeigendur og hreppar að skipta því á milli sín, allt frá sjó og upp í óbyggðir og jafnvel jökla, ráða þar lögum og lofum um framkvæmdir, nýtingu, auðlindir og umgengnisrétt. Hvað um ca 80% landsmanna, þeir geta varla ferðast um landið sitt án þess að einhver eða einhveijir hafi slegið eign sinni á svæðið. Hagsmunir almennings krefjast þess að unnið sé markvisst að þessum málum. Fámennur hópur sérhags- munamanna og hópa mun beita öll- um ráðum til þess að halda sínum forréttindum í skjóli forneskjulegra viðmiðana. Furðu vekur og krefst endurskoð- unar að í nefndarstarfi á vegum umhverfisráðuneytisins um skipu- lagsmál miðhálendisins sitja héraðs- nefndir þeirra sveitarfélaga sem eiga land að hálendinu. Er ekki hætta á því að þar komi til með að ráða meira hagsmunir sveitarfélaganna en almennings? Hálendið á að vera eins konar þjóðlenda og umfram allt friðað fyrir beit, en ekki ferðamönn- um innlendum sem útlendum. Brýnasta verkefni Alþingis fyrir næstu kosnignar er að koma á at- kvæðajafnvægi í landinu, svo að hægt sé að koma á lagabreytingum, sem komandi kynslóir geti sætt sig við. Þetta ranglæti gagnvart miklum meirihluta landsmanna verður ekki unað við lengur. Kjósendur munu fylgjast grannt með hveijir vinna heilshugar að þessu þjóðþrifa- og rétt- lætismáli og hveijir standa á móti. Það er tímanna tákn að ungt fólk úr öllum flokkum hefur tekið sig saman um að kreíjast þess að þessum sjálfsögðu mannréttindum verði komið í höfn fyrir næstu kosningar. Höfundur er formaður gróðurverndar Lífs og lands. eru margar einbreiðar brýr og aðrar tálmanir sem auka slysahættuna til muna. Ytri aðstæður svo sem eins og hálka, slabb, myrkur og hvas- sviðri hefur áhrif á umferðaröryggi og með hærri meðalhraða yrðu þess- ir þættir til að alvarlegum slysum fjölgaði. Þá er hætt við að ekið yrði á enn fleiri skepnur en nú er raunin ef hraðinn ykist. Það er almennt viðurkennt að jafn umferðarhraði er öruggastur. Ef lög- legur hraði yrði 110 km/klst. þá yrðu þeir sem vildu aka á 90 km/klst. að víkja fyrir hinum sem ækju á lögleg- um hraða og framúrakstur ykist verulega og það skapar aukna hættu í umferðinni. Tillaga þingmannanna þýðir að ef tveir bílar á löglegum hámarkshraða mættust væri mæt- Tillagan um hækkun hámarkshraða er, að mati Þórhalls Olafssonar, röng og vanhugsuð. ingarhraðinn um 220 km/klst. og vegna þess að íslenskir þjóðvegir eru margir hveijir 6,5 m breiðir þá yrði 0,5-1,0 m bil á milli bílanna þegar þeir mætast. Okumenn landsins eru misgamlir og hafa misjafna reynslu og hæfni við að stjórna ökutækjum. Það má vera að fólk á besta aldri og vel þjálf- að við akstur treysti sér til að aka hraðar en gildandi lög segja til um en við ákvörðun hámarkshraða verð- ur að taka tillit til allra ökumanna og að sjálfsögðu einnig til aðstæðna eins og þegar hefur komið fram. Bílar hafa vissulega batnað mikið á undanförnum árum en samt er eng- inn bíll hannaður fyrir að geta stað- ist þá raun að lenda í árekstri á 110 km/klst. hraða við bíl sem ekið er úr gagnstæðri átt. Litlir bílar sem ekki eru búnir líknarbelgjum (Air bags) eru algengastir hér á landi og ökumenn þeirra eiga frekar á hættu að slasast alvarlega í árekstrum en þeir sem eru á stórum og vel búnum bílum. Þjóðvegir landsins eru ekki bara fyrir þá sem aka um á stærstu og bestu bílunum heldur fyrir alla landsmenn á öllum tegundum bíla. Kostnaður þjóðfélagsins vegna umferðarslysa er a.m.k. 10-12 milljarðar á ári Umferðarslys eru stærsta heilsu- vandamál hér á landi eins og annars staðar í heiminum. Á hveiju ári lát- ast hér að meðaltali um 20 manns í umferðarslysum og um 220 manns slasast alvarlega. Umferðarslys kosta á ári hveiju um 10-12 millj- arða fyrir þjóðarbúið. Þess vegna er það brýn nauðsyn að draga úr umferðarhraða og fækka umferðarslysum en ekki koma með tillögur um að auka ökuhraða sem allir sem að slysarannsóknum vinna eru sammála um að muni leiða til fleiri og alvarlegri umferðarslysa. Ef þessi tillaga næði fram að ganga má búast við að 2-4 fleiri létust í umferðinni á ári, 16-25 fleiri myndu slasast alvarlega og kostnað- ur þjóðfélagsins vegna umferðar- slysa hækkaði um 600-800 milljónir á ári. Telja þingmennirnir að nokkurra mínútna tímaspamaður réttlæti þennan fómarkostnað? Hafa þeir leitt hugann að því hve margir eiga um sárt að binda vegna umferðar- slysa? í Viktoría-fýlki í Ástralíu var umferðarslysum fækkað um tæplega helming á þremur árum. Hvemig náðu þeir þessum árangri? Jú, með því að draga úr ökuhraða, og fá ökumenn til þess að aka á löglegum hraða. Hvergi í heiminum er 110 km ökuhraði á vegum sem ekki hafa aðskildar akreinar. Ekki vildi ég vera í þeirri aðstöðu að lenda í árekstri við bíl sem kæmi á 110 km hraða úr gagnstæðri átt. Sá bíll myndi valda næstum 50% meiri skaða en bíll sem ekur á 90 km hraða á tím- ann. Lærum að nota ökutæki, jafn þarft og það nú er, á öruggan og skynsamlegan hátt Það væri hægt að færa endalaus rök fyrir því að þessi tillaga um hækkun hámarkshraða sé röng og vanhugsuð svo ekki sé meira sagt. Ég vona að Alþingi hafni tillögunni og ég vona að Álþingi ræði umferða- röryggismál af alvöru þegar fjallað verður um umferðaröryggisáætlun dómsmálaráðherra eftir áramót. Við verðskuldum ekki að kallast menn- ingarþjóð á meðan fórnarkostnaður umferðarslysa er jafn hræðilegur og hann er í dag. Lærum að lifa með þeim sjálfsögðu þægindum sem bíllinn óneitalega er en á öruggan hátt fyrir okkur sjálf og aðra í um- ferðinni. Höfundur er formaður Umferðarráðs, fyrrverandi tæknifræðingur hjá Vegagerðinni og nú aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Fondue á fimmtudögum í Skrúði A fimmtudagskvöldum í vetur geta fondue aðdáendur komið í Skrúð og gætt sér á þessum skemmtilegu og ljúffengu réttum. Boðið verður upp á kjötfondue, ostafondue, fiskifondue, grænmetisfondue, kabarettfondue og eftirréttafondue. Til að gera kvöldið enn ánægjulegra leikur Jóna Einarsdóttir ljúfa tónlist á harmonikku. -þín saga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.