Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Kjördæmisþing Alþýðuflokksins Skilyrði sameining- ar eru góð „RÍKISSTJÓRN sú sem nú situr að völdum, í skjóli mikils þingmeiri- hluta, er ríkisstjórn afturhalds og doða. Það er einna helst að lífsmark sjáist með henni þegar hún rís upp til að tryggja þrönga sérhagsmuni fárra útvalinna á kostnað almenn- ings, samanber óskammfeilna afbök- un hennar á fjármagnstekjuskattin- um, skelegga varðstöðu um ókeypis einkarétt sægreifa til nýtingar á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar og ekki hvað síst hina undirförlu atlögu, sem gerð var að samningsstöðu verkafólks með nýgerðum breyting- um á vinnulöggjöfinni," segir í stjórnmálaályktun kjördæmisþings Alþýðuflokksins, Jafnaðarmanna- flokks íslands í Norðurlandskjör- dæmi eystra sem haldinn var um liðna helgi. Þegar horft sé til núverandi styrk- leikahlutfalls á Alþingi blasi sá ógn- vekjandi möguleiki við að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur gætu haldið völdum langt fram á næstu öld. Þá sé hætta á að þjóðarauðurinn haldi áfram að safnast í hendur hinna fáu ríku, tekjuskiptin verði enn ranglát- ari, velferðarkerfíð skorið við trog, lífskjarabilið milli okkar og nágrann- anna verði hyldýpi og ísiand einangr- ist stöðugt meir í samfélagi þjóð- anna. Sameiningarferlið á hröðu skriði „Það sem einkum vekur vonir um að þessi skuggalega framtíðarsýn verði ekki að ískaldri staðreynd er að skilyrði hafi aldrei verið hagstæð- ari en einmitt nú til þess að gamli draumurinn um sameiningu jafnað- armanna, að eiga öfluga hreyfíngu, geti orðið að veruleika,“ segir í álykt- uninni. Sameiningarferlið sé þegar á hröðu skriði, ekki síst meðal ungs fólks sem krefst þess að jafnaðar- menn vinni saman og sífellt fleiri hrífíst með. „Mikilvægasta verkefnið sem bíð- ur nýrrar forystu Alþýðuflokksins er að greiða fyrir sitt leyti fyrir því að þessi sterka undiralda nái að lokum að brjótast fram sem sameinað afl. Þar er þó ekki um neitt áhlaupaverk að ræða eins og sagan og nokkrar misheppnaðar tilraunir sanna,“ segir ennfremur. Alþýðuflokksfólk þakkar einnig Jóni Baldvini Hannibalssyni fyrir ieiðsögn og forystu fyrir flokkinn undanfarin ár og mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar allrar og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. AKUREYRI Morgunblaðið/Hermína Utvegsmannafélag Norðurlands Stjórnvöld af- nemi úreldinga- reglur fiskiskipa MAGNÚS Magnússon, útgerðar- stjóri ÚA, var endurkjörinn formað- ur Útvegsmannafélags Norður- lands, en aðalfundur félagsins var haldinn nýlega. Aðrir í stjórn eru Gísli Svan Einarsson, Sauðárkróki, Svavar Magnússon, Ólafsfirði, Odd- geir ísaksson, Grenivík og Kristján Asgeirsson, Húsavík. Stjórn Útvegsmannafélagsins samþykkti á fyrsta fundi sínum að leggja tvær ályktanir fyrir aðalfund Landssambands íslenskra útvegs- manna, sem hefst í Reykjavík í dag. Annars vegar er skorað á stjórnvöld að taka stefnumótandi ákvörðun um að afnema úreidinga- reglur fískiskipa í áföngum á næstu tveimur árum. „Að þeim tíma liðn- um verði útgerðarmönnum í sjálfs vald sett hversu stórum skipum er beitt við veiðar á aflaheimildum viðkomandi útgerðar. Kröfur um betri meðferð hráefnis, aðbúnað sjó- manna og opinbert eftirlit kalla á stærri og rúmmeiri skip miðað við sama afla. Núverandi reglur vinna á móti þessari þróun,“ segir enn- fremur í ályktuninni. Innleiða þarf tvíflöggun Þá telur stjórn ÚN rétt að stjórn- völd liðki fyrir þeim útvegsmönnum sem hyggjast senda skip í tíma- bundin verkefni erlendis. Það felur m.a. í sér að áunninn réttur á Is- landi tapist ekki vegna úthafsveiða þótt skip séu skráð tímabundið í öðrum löndum. Einnig þurfi að huga að því að íslenskir sjómenn tapi ekki réttindum sínum við tíma- bundin störf erlendis, svo sem sjó- mannaafslætti eða réttindum í tryggingakerfinu. Þá telur stjórn ÚN að innleiða þurfi svonefnda tví- flöggun sem heimilar skipum að halda íslenskri skráningu þó þau séu skráð undir öðru flaggi samtím- is vegna tímabundinna verkefna. Loks ítrekar stjórn ÚN fyrri til- lögur sínar um að núverandi kvóta- skerðing vegna útflutnings á heilum ferskum físki verði afnumin. Útvegsmannafélag Norðurlands hefur opnað skrifstofu í húsi Byggðastofnunar á Strandgötu 29 á Akureyri og þar hefur nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins, Bjarni Hafþór Helgason, aðstöðu. Hlutabréfakaup í Útger ðarfélagi Akureyringa hf. Lítill áhugi á kaupum meðal starfsmanna Barnamessa haldin á Dalbæ ANNAN hvern sunnudags- morgun híttist stór hópur foreldra og barna í Dalvíkur- kirkju en barnastarfið við kirkj- una hefur verið mjög blómlegt. Mikið er um söng, sagðar sögur og leikrit leikin auk ýmis konar föndurvinnu eins og tíðkast í sunnudagaskólum. Síðasta sunnudag var brugðið út af vananum og barnamessa haldin á Dalbæ, heimili aldraðra. Þar tóku aldn- ir þátt í stundinni og börnin lögðu sig sérstaklega fram í söng fyrir heimilisfólkið enda margir sem áttu þar afa og ömmur. Á eftir var boðið upp á ávaxtasafa og kex. ÓSK Óskarsdóttir, formaður starfs- mannafélags Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., segist ekki hafa orðið vör við áhuga á meðal starfsmanna að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu. Bæjarbúar og starfsfólk ÚA eiga forkaupsrétt á bréfum í félaginu til kl. 18 á morgun föstudag en eftir það fara bréfin á almennan markað. „Sjálf hef ég engan áhuga á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og þykir mér gengi þeirra allt of hátt. Ef einhver áhugi er hins vegar á meðal starfsmanna að kaupa, hefur sá áhugi alveg farið fram hjá mér,“ segir Osk. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum í september sl. að selja 131,2 milljónir króna að nafnverði af hlut sínum í ÚA og er sölugengið 4,98. Jafnframt var Kaupþingi Norðurlands falið að annast söluna. Stjórn starfsmannafélagsins hefur ekki fjallað sérstaklega um for- kaupsrétt starfsmanna, né heldur kynnt málið fyrir starfsfólki. „Það var ekkert rætt við okkur um hvern- ig að þessari sölu yrði staðið og við heyrðum aðeins af henni í fjölmiðl- um,“ sagði Ósk. Á milli 400 og 500 manns eru í starfsmannafélaginu, bæði landverkafólk og sjómenn. Áhugi bæjarbúa að glæðast Jón Hallur Pétwrsson, hjá Kaup- þingi Norðurlands, segir að áhugi bæjarbúa á hlutabréfunum hafi ver- ið að aukast. „Það er mikið hringt eftir upplýsingum og þegar hafa þó nokkrir skrifað sig fyrir bréfum. Við gerum ráð fyrir því að selja hlutabréf fyrir 50-100 milljónir króna fyrir helgi en söluandvirði þeirra hlutabréfa sem er í boði er um 650 milljónir króna.“ Héraðsdómur Norðurlands eystra Tveir dæmdir fyrir að stela bruggtækj- um frá lögregiu HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt tvo menn á Þórshöfn í varðhald í 40 daga, skilorðsbundið í 2 ár og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Mönnunum, sem eru 36 og 40 ára gamlir, er gefið að sök að hafa stolið eiming- artækjum, suðupotti og kælispíral á lögreglustöðinni á Þórshöfn. Játuðu sakargiftir Mennirnir játuðu sakargriftir skýlaust fyrir dómi og var fram- burður þeirra í samræmi við rann- sóknargögn málsins. Samkvæmt sakavottorði hefur yngri maðurinn, á árabilinu 1981- 1996, níu sinnum gengist undir dómsáttir, þrívegis vegna áfengis- lagabrota, fjórum sinnum vegna umferðarlagabrota, einu sinni vegna nytjastuldar og einu sinni vegna eignaspjalla. Eldri maðurinn hefur, sam- kvæmt sakavottorði, fjórum sinn- um hlotið dóma vegna umferðar- og áfengislagabrota á árabilinu 1973-1983. Dóminn kvað upp Ólafur Ólafs- son héraðsdómari. Morgunblaðið/Kristján Vetrarkyrrð við Sandgerðisbót BÁTARNIR í Sandgerðisbótinni lágu flestir bundn- eyri, en veðrið var stillt. Það var því ekki fiskur ir við bryggju í gærdag, en trillukarlarnir bíða heldur snjór sem fyllti hjólbörurnar á bryggjunni, betra veðurs. Það snjóaði nokkuð duglega á Akur- en eflaust á eftir að verða breyting þar á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.