Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 37 h & ) I I I J j 3 J ! 3 ■ 1 4 4 i Í i i i i i i Eru þingmenn haldnir æsihneigð? SEX þingmenn hafa lagt fram tillögu á Alþingi um að hámarks- hraði á bundnu slitlagi utan þétt- býlis verði 110 kílómetrar á klukkustund í stað 90 km. Sem rök fyrir tillögunni segja þeir m.a. að vegakerfið hafi stórum batnað. Það er vissulega rétt að malarköfl- um fer óðum fækkandi á þjóðveg- um landsins en hraðbrautir eru þeir ekki. Á flestum þjóðvegum er engin lýsing og akreinar eru víðast hvar aðeins tvær, þ.e. ein í hvora átt. Einbreiðar brýr á stofn- og tengivegum eru 815, þar af eru 137 einbreiðar brýr á hring- veginum en mörg og alvarleg umferðarslys hafa orðið við ein- breiðar brýr undanfarin ár. Síðast en ekki síst er sú staðreynd að vegirnir eru ekki hannaðir fyrir meiri hraða en 90 kílómetra á klukkustund. Síðasttalda atriðinu virðast þingmennirnir algerlega gleyma. Þeir gleyma líka (eða vita ekki) að flest alvarleg umferðar- slys þar á meðal dauðaslys verða á þjóðvegunum. Útafakstur er t.d. svo til eingöngu á þjóðvegum. Árið 1995 létust 24 í umferðar- slysum þar af létust 18 manns á þjóðvegum landsins. Dauðaslysum fjölgar við aukinn hraða Reynsla annarra þjóða á sam- bærilegri aukningu hámarkshraða sýndi fjölgun dauðaslysa um 30%. Leiða má að því Iíkur að 6 manns til viðbótar dæju í umferðarslysum hér á landi ef tillaga um hækkun hámarkshraða úr 90 km í 110 km næði fram að ganga. Það er út í hött að miða þjóðvegi á íslandi við hraðbrautir erlendis. Á Vesturlöndum er hvergi . leyfður 110 km hraði á vegum sem eru eins og þjóð- vegir á íslandi. Eru sexmenningarnir haldnir æsihneigð? í umferðarsálar- fræði segir m.a.: „Hjá sumum þarf ný reynsla að fela í sér Reynsla annarra þjóða af sambærilegri aukn- ingu hámarkshraða, segir Margrét Sæ- mundsdóttir, sýndi 30% fjölgun dauðsfalla. spennu eða áhættu til að hún verði eftirsóknarverð. Slíka þörf má kalla æsihneigð. Oft er það svo að sé um áhættu að ræða er það ekki aðeins áhætta fyrir einstakl- inginn sjálfan heldur umhverfi hans.“ Síðar í kaflanum segir: „Ókostir mikillar æsihneigðar eru að einstaklingar, sem henni eru haldnir, lenda fremur í slysum en aðrir, aka undir áhrifum áfeng- is, vegna áhættunnar sem því fylgir, eða taka of mikla áhættu í fjármálum. Í um- ferðinni hafa þeir til- hneigingu til að aka hraðar en aðrir. í umferðinni er æsi- hneigð til lítils gagns. Líttu í eigin barm og hugleiddu hvort þú sért einn þeirra öku- manna sem ekur gjarnan yfir hámarks- hraða, sem ekur oft yfir á rauðu ljósi eða stundar framúrakstur. Slíkt gefur til kynna æsihneigð. Þeirri hegðun þarf að breyta og reyna að finna vettvang fyrir æsihneigð sína þar sem líf og limir annarra eru ekki í hættu.“ Þeir sem hafa gaman af að aka hratt geta gerst félagar í aksturs- íþróttafélögum, þar eru aðstæður skapaðar til þess að láta gamminn geisa. Tillaga um hækkun há- markshraða er fráleit og í hróp- andi andstöðu við umferðarörygg- isáætlun til ársins 2001 sem al- þingismenn hafa nýverið sam- þykkt. Heimildir: Umferðarsálarfræði eftir Ásþór Ragnarsson og Kjartan Þórðarson. Höfundur átti sæti í stjórnskipaðrí nefnd uni umferðaröryggis&ætlun til ársins 2001. Margrét Sæmundsdóttir LANCOME TÍ][f ^ Tefðu tímann með Primordiale. Kaupauki, glæsileg ferðasnyrtilaska fylgir hverju 50 ml kremi og Fluide. Kynning fimmtudag, föstudag og laugardag. H Y G E A .1 nyrt iv ö rucer.i l u n Kringlunni og Austurstræti 1 Mégane Coupó, 2 dyra. Aukabúnaöur á mynd, álfelgur og vindskeið. i Renault Mégane uppfyllir allar þínar óskir Renault Mégane 5 dyra Ríkulega búinn og einstaklega öruggur. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega. Öryggisbelti með strekkjara og höggdeyfi. Rafdrifnar rúður, fjarstýrð samlæsing á hurðum og skottloki, aflstýri, útvarp með fjarstýringu, snúningshraðamælir, þokuljós o.m.fl. Verö frá 1.468.000 kr. Mégane Coupé 2 dyra Draumur þeirra sem eru ungir - og þeirra sem vilja halda sér ungum. 90 eða 150 hestafla vél. Loftpúðar fyrir ökumann og farþega. Öryggisbelti með strekkjara og höggdeyfi. Fjarstýrð samlæsing á hurðum og skottloki, aflstýri, útvarp með fjarstýringu, snúningshraðamælir o.m.fl. Verö frá 1.468.000 kr. REMAULT FER Á KOSTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.