Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Konungleg sýn á tilveruna Morgunblaðið/Emilía MARGRET Þórhildur Danadrottning, Henrik prins og synir þeirra tveir vilja lifa í takt við tímann. Margrét Þórhildur Danadrottning og Hen- rik prins eiginmaður hennar tóku á móti ís- lenskum blaðamönnum í tilefni af væntanlegri heimsókn forseta ís- lands. Sigrún Davíðs- dóttir uppgötvaði að þótt þau lyfti persónu- legu hulunni, halda þau sér enn fyrir sig. ÞAÐ ER óneítanlega jarðarfarar- bragur á þeim, sem ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottn- ingar, því gestum hennar er uppá- lagt að klæðast dökkum fötum, eða með öðrum orðum að klæðast með viðeigandi virðuleika. í tilefni af væntanlegri heimsókn forseta til Danmerkur var íslenskum blaða- mönnum boðið að eiga orðastað við drottningu og eiginmann henn- ar Henrik prins í gær í Fredens- borgarhöll, sumardvalarstað kon- ungsfjölskyldunnar úti á Norður- Sjálandi, en þar munu forseti ís- lands og eiginkona hans einnig búa meðan á heimsókninni stendur. Höllin og allt umhverfi hennar er fallegt og stílhreint og tijágarður- inn hefur verið færður til uppruna- legrar gerðar sinnar í barokkstíl. Aðdragandi boðaðs viðtals Soren Haslund-Christensen hofmarskálkur tekur á móti gest- um og leiðir þá í allan sannleik um innsta eðli konungsdæmisins í litlum sal í einni álmu hallarinnar. Haslund-Christens rifjar upp að þó stjórnmálaflokkar eins og Jafn- aðarmannaflokkurinn og Sósíalíski þjóðarflokkurinn séu á pappímum andsnúnir konungdæmi og kysu lýðveldi dettur engum í hug að brydda upp á slíku í alvöru. Danir séu einhuga um að drottningin sé frábært sameiningartákn og það geti hún verið á allt annan hátt en þjóðkjörinn leiðtogi. Um það geta þeir, sem búa í landi með þjóðkjörinn forseta, auðvitað haft sínar efasemdir en þannig horfir það við í augum Dana. Drottningin ræðir ekki flokks- pólitísk málefni og hofmarskálkur- inn minnir á að það sé í raun pín- legra fyrir spyrjandann en hana að brydda upp á óæskilegum um- ræðuefnum. Óg sá sem hefur séð hana skrúfa fyrir óæskilegar spurningar blaðamanna hefur enga löngun til að fá sjálfur sömu meðferð. Drottningin er ekki laus við að bera með sér andblæ kennslukonu fyrri áratuga, sem kunnu að setja ofan í við fólk svo eftir var tekið. Þótt hún segist hafa tilhneigingu til að forðast deilur hefur hún aðdáunarverðan myndugleika og meðvitund um eig- in stöðu sem viðmælendur hennar fara ekki varhluta af. Drottningin hefur oft í áramóta- ávörpum sínum snert deiluefni eins og afstöðu til flóttamanna og út- lendinga og af því þá sprottið umræður, sem hún tekur aldrei þátt í. Hofmarskálkurinn minnir í lokin á að drottningin sé venjulega ávörpuð sem „yðar hátign" og þér- uð, en prinsinn er ávarpaður sem „yðar konunglega tign“ eða bara prinsinn. Sýn inn í liðnar aldir Eftir uppfræðsluna í útálmu hallarinnar liggur leiðin eftir lá- greistum gangi með vel bónuðu trégólfi að hátimbraðri vistarver- um uppi á lofti og enn eftir gangi, sem liggur í gegnum mörg lítil herbergi. Þar standa víða borð með ljósmyndum í silfurrömmum af þjóðhöfðingjum er heimsótt hafa drottningu og þá einnig mynd af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta. Hallarbragurinn leyn- ir sér ekki. Það er hátt til lofts, vítt til veggja, gylltir listar, háir gluggar og útsýnið yfir barokk- garðinn er eins og sýn inn í liðnar aldir, þegar fyrri konungar lifðu þar sælir við sitt og forvitnir blaða- menn voru enn ekki fundnir upp. Móttökusalurinn er kannski ekki stór á hallarmælikvarða en þætti myndarlegur ballsalur í íslensku félagsheimili. Gylltir listar, mál- verk, barokkgarðurinn fyrir utan og blómailmur í lofti, því hvarvetna standa fallegir blómvendir í vösum. Þegar gestirnir hafa komið sér fyrir gegn sófa og sófaborði, þar sem gestgjafamir mun sitja er beðið. Svo opnast hurðin og við- bragðskippir fara um gestina. Inn hleypur konunglegur grafhundur, sem einn hirðmannanna kallar snarlega á. Loks opnast vængjahurðin og inn gengur drottningin með prins- inn sér við hlið. Árin 56 ber hún með glæsibrag. Þau taka sér sæti og hún lýsir ánægju sinni með að forseti íslands muni koma í heim- sókn. Þau eru fljót að kveikja sér í sígarettunum og eru tilbúin að svara spurningum. Múrar hafa hrunið undanfarin ár, landamæri opnast og danska konungsfjölskyldan hefur einnig opnað dyr sínar meir en áður hefur verið. Nýlega kom út viðtalsbók við Ingiríði ekkjudrottningu, drottninguna og prinsinn og syni þeirra tvo og á næstunni er vænt- anleg minningabók, sem prinsinn hefur sjálfur skrifað um æsku sína og uppvöxt, kynnin af prinsessunni sem þá var og fyrstu kynnum sín- um af Danmörku. Meðlimir konungsfjölskyldunnar hafa gjarnan á orði að þeir vilji lifa í takt við tímann. Þeirri hugsun skýtur upp hvort það sé tilraun í þá átt að konungsfjölskyldan hefur nú fallist á að setjast í skriftastól blaðamanns og segja frá því sem hefur hreyfst innan íjölskyldunnar. Hefði þetta gengið fyrir tíu árum? „Nei, kannski ekki fyrir tíu árum,“ segir Margrét Þórhildur drottning. „Við höfum verið hik- andi við að segja frá högum okk- ar, en ég vona að við séum ekki að gera neitt rangt,“ segir hún brosmild og ákveðin. Bókin bregður upp mynd af fjöl- skyldulífi, þar sem margt var rætt, en það var líka margt, sem ekki var nefnt og Friðrik krónprins seg- ir að samskipti foreldra hans við þá bræður hafí aðeins gengið aðra leiðina. „Það hefur gjörbreyst. Það er eitt sem víst er,“ segir drottning- in af glaðlegri alvöru, um leið og hún segist ekki efast um að synir hennar hafi upplifað þetta á þenn- an hátt þegar þeir voru börn. For- eldrarnir hafi því miður verið mjög önnum kafnir. „En lítið bara í eig- in barm,“ bætir prinsinn við bros- andi.„Ég er viss um að þér hafið 22 ára áfellst foreldra yðar fyrir að skilja yður ekki. Ég held að börn áfellist alltaf foreldra sína á einhvetjum tímans punkti. Það á við um börn alstaðar." „Og kannski eru þetta bara eðlileg viðbrögð barna við að þau gátu ekki alltaf komið sínu fram,“ bætir drottning- in við íhugul. „Kannski sæti ég á íslandi" Jóakim prins hefur sagt að fað- ir hans hafi fengið strangara en strangt uppeldi og prinsinn tekur undir þau orð að hann hafi fengið strangt uppeldi. „En ég harma það ekki. Vissulega var uppeldi mitt strangara en tíðkaðist í Danmörku. Reyndar hef ég alltaf undrast mjúka afstöðu hér til barnauppeld- is. Það er miklu strangara í Suður- Evrópu, en á endanum kemur þetta fyrir eitt, því það er ekki hægt að segja að danskt barn sé betur upp- alið en franskt eða ítalskt barn. Það er niðurstaðan sem skiptir máli.“ „Já, að bömin verði al- mennilegt fólk,“ bætir drottningin við og prinsinn samsinnir henni af hjarta. Oft er til þess tekið í Danmörku að prinsinn hafi haldið mjög sínum frönsku sérkennum og franskan er honum enn tamari en danskan. í sögu sinni um veislu Babette bregður Karen Blixen upp saman- burði franskrar lífsgleði og danskr- ar alvöru. Aðspurður segist prins- inn hafa fundið fyrir mun fran- skrar og danskrar lífssýnar, en allar þjóðir séu ólíkar. „En munur- inn var auðvitað mun meiri á þeim tímum, sem Karen Blixen segir frá. Danir voru púrítanskari þá en nú.“ Jóakim prins segir föður sinn hafa aðra sýn en móðir hans hafi. Henrik prins segist ekki alveg vita hvað sonur hans eigi við hér. „En jú. Liklega hef ég aðra sýn á heim- inn og lífið. Hún er mismunandi frá manni til manns, en líklega er mín mótuð af bakgrunni mínurn." Prinsinn hóf starfsferil sinn í frönsku utanríkisþjónustunni, þar sem menn eru valdir úr stórum hópi með ströngum prófum og hann áleit sig heppinn að komast að. í starfí við franska sendiráðið í London hitti hann heillandi danska prinsessu, sem vann hug hans og hjarta. En hefur hann nokkuð hugleitt hvar hann hefði lent ef hann hefði ekki hitt þessa töfrandi stúlku? „Nei, það er ekki gott að segja,“ segir hann og skell- ir upp úr. „En það er rétt að ég var mjög stoltur yfir að komast að í utanríkisþjónustunni frönsku. Það er meiri samkeppni þar en víðast annars staðar. Meiri en í Danmörku, örugglega meiri en á íslandi," segir hann sposkur. „En hvar ég sæti, veit ég ekki.“ „Þú værir að nálgast eftirlaunaaldur- inn,“ segir kona hans hlýlega við hann. „Tja, það er satt... Nei, það er ómögulegt að vita... Kannski væri ég á íslandi," segir hann og hlær aftur. Að vera svolítið ruglaður Prinsinn hefur sagt um drottn- inguna að þegar þau hittust hafi hún verið óörugg ung kona og hann hafi meðal annars hrifist af henni fyrir það. Friðrik krónprins hefur sagt frá sálarkreppu tán- ingsáranna, þegar það fór að renna upp fyrir honum að framtíð hans var ófrávíkjanleg, en ekki spenn- andi og óráðin eins og jafnaldra hans. Jóakim segir að móðir hans hafi einnig glímt við sams konar tilfinningar, en hvað segir hún sjálf um þessa kreppu sína. „Ja, ég veit ekki, kannski þegar ég var mjög ung,“ segir hún alvörugefin. „Sam- semdarkreppa er fínt og mikilúð- legt nútímaorð. Á þeim tíma hét þetta bara að vera svolítið ruglað- ur.“ Tíminn er á enda og hjónin standa upp. Nútímafólk í samtím- anum, en eins og marskálkurinn segir, bera þau einnig söguna með sér. I návist þeirra verður nútíminn næstum of nútímalegur og ágeng- ur. Jarðskjálftar í fyrrinótt Líklega tengdir umbrotum í jöklinum VEÐURSTOFU íslands bár- ust tilkynningar um þijá jarð- skjálfta í fyrrinótt. Sá stærsti mældist um 3,5 stig á Richter- kvarða og átti upptök sín á Hengilssvæðinu nálægt Öl- kelduhálsi um kl. 7 í gær- morgun. Að sögn Steinunnar Jakobsdóttur, jarðeðlisfræð- ings á Veðurstofunni, fannst skjálftinn m.a. á Reykjavíkur- svæðinu og Hveragerði. Þá fundust einnig tveir vægari skjálftar rétt sunnan við Kröflu milli kl. 3.30 og 4 í fyrrinótt. Sá fyrri mældist 2,7 stig en sá seinni 2,9 stig á Richter-kvarða. Virkni er ekki mikil í kring- um jarðskjálftana en þó urðu að sögn Steinunnar nokkrir tugir eftirskjálfta á Hengils- svæðinu. Að mati Steinunnar geta skjálftarnir í fyrrinótt tengst nýlegum eldsumbrotum í Vatnajökli. „í kjölfar umbrot- anna getum við átt von á til- svarandi stærðum að nokkr- um dögum liðnum en síðast mældist skjálfti á Hengils- svæðinu fyrir um hálfum mánuði sem talinn er hafa tengst jarðhræringum í Vatnajökli.“ Steinunn nefndi einnig að árið 1991 áttu margar jarðskjálftahrinur sér stað á Suðurlandi í kjölfar Heklugoss. Kuldi og hálka fram í næstu viku VETRARVEÐRIÐ er komið til að vera, að minnsta kosti fram í næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands. I dag er búist við norð- austanátt, með 5-7 vindstigum víðast hvar og snjókomu um mestallt land. Hitastig verður á bilinu 0-7, kaldast norðan- lands. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru flestar aðalleiðir færar en víðast hvar er hálka. Mosfellsheiði var þungfær í _gær og hálka á Hellisheiði. I Árnes- og Rang- árvallasýslum var snjókoma og hálka í gærkvöldi. Ófært var um Lágheiði, Axarfjarðar- heiði og Hellisheiði eystri. Um sexleytið í gær var kom- in stórhríð á Siglufjarðarvegi milli Fljóta og Siglufjarðar og nánast ekkert ferðaveður að sögn Vegagerðar. Þá gekk á með éljum og skafrenningi í Gilsfirði, á Ströndum hjá Hólmavík og á Norðaustur- landi. Á föstudag og laugardag verður norðanátt og víða kaldi. Um landið norðanvert verða él en léttskýjað syðra. Kalt verður í veðri. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag verður norðanstrekkingur og élja- gangur eða snjókoma fyrir norðan en skýjað með köflum sunnan til. Þá fer veður hægt hlýnandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.