Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SNJÓFLÓÐA- VARNIR HÆTTA af snjóflóðum er hvergi talin meiri en hér á landi. Nokkuð á annað hundrað manns hafa týnt lífi í snjóflóðum hér það sem af er 20. öldinni. Mannskæð- ustu flóðin urðu í Hnífsdal árið 1910, í Siglufirði 1919, í Neskaupstað árið 1974, í Súðavík árið 1995 og á Flat- eyri sama ár. Athugun, sem Veðurstofa íslands hefur nýlega unnið, leiðir í ljós, að þörf er fyrir snjóflóðavarnir á átta stöðum á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. Kostnaður við uppbyggingu varna á þessum hættusvæðum er áætlaður sjö til fjórtán milljarðar króna. Sjávarplássin eru í mestu návígi við náttúruöflin. Þau hafa mörg hver orðið fyrir þungum áföllum af þeirra völd- um. Fleiri íslendingar hafa látið lífið í snjóflóðum en nokkr- um öðrum náttúruhamförum, að sjóslysum einum undan- skildum. Vitað er um vel yfir 600 manns, sem farizt hafa í snjóflóðum hér á landi, þar af nokkuð á annað hundraðið á þessari öld. Eignatjón hefur og verið gífurlegt. Sjávarplássin hafa gegnt „þungavigtarhlutverki" í þjóð- arbúskap okkar. Þar hefur stærstum hluta af efnum ís- lendinga á 20. öldinni verið „landað“. Þau hafa á hinn bóginn orðið fyrir miklum áföllum í tímans rás, einkum af völdum sjóslysa og snjóflóða. Meir en tímabært er að bregðast við þeirri staðreynd með nýju hættumati og til- tækum snjóflóðavörnum. Lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum frá 1985 fólu Almannavörnum ríkisins hættumat og gerð neyðaráætlana. Veðurstofa annast á hinn bóginn öflun gagna um snjóflóð og hættur. Sveitarfélög koma og til sögunnar, m.a. með tillögum að varnarvirkjum. Nýlegt mat Veðurstofu á kostnaði við snjóflóðavarnir er tíma- bært innlegg í stefnumörkun um varnaraðgerðir. Þeim verður að sinna með markvissum hætti, til að sporna gegn mann- og eignatjóni. Staðsetningu nýrra byggða- svæða verður og að byggja á ströngu hættumati. V ÖRU G J ALD AMÁLIÐ VÍTITIL VARNAÐAR ISLENZK stjórnvöld ættu að láta vörugjaldamálið svo- kallaða verða sér víti til varnaðar. Stjórnkerfið reynd- ist ótrúlega svifaseint að bregðast við athugasemdum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um álagningu og inn- heimtu vörugjalds hér á landi, eins og rakið er í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu í gær. íslenzka ríkið slapp naum- lega við málflutning fyrir EFTA-dómstólnum í næstu viku með því að undirgangast sátt við Eftirlitsstofnunina, þar sem játað er að íslenzk lög um vörugjald hafi brotið samn- inginn um Evrópskt efnahagssvæði. Tregða ríkisins til að breyta reglum um vörugjald er ekki einasta ókurteisi gagnvart þeim fyrirtækjum, sem í hlut áttu, heldur einnig óhyggilegt gagnvart öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Eins og Morgunblaðið hefur áður bent á, eiga íslendingar mikið undir því að ríki EFTA og Evrópusambandsins virði samninginn, til dæmis hvað varðar innflutning á fiski frá íslandi. íslendingar mega því ekki gefa höggstað á sér með því að hunza athugasemd- ir og rökstutt álit ESA og vera dregnir fyrir EFTA-dóm- stólinn fyrir vikið. Innflutningsfyrirtæki hefur nú ákveðið að gera kröfu á hendur ríkinu um að það endurgreiði ofgreitt vörugjald. Erfitt er að spá um hvernig sá málarekstur fer, enda hefur verið bent á að það séu fyrst og fremst neytendur, sem hafi tapað á því, hafi vörugjald verið of hátt, og þeir eigi því kannski frekar kröfu á hendur ríkinu en inn- flytjendur. ESA setti ekki út á álagningu vörugjaldsins sem slíka, heldur framkvæmd hennar. Hins vegar hljóta stjórnvöld að íhuga þau rök samtaka verzlunarinnar, að vörugjaldið sé ranglátur skattur, sem hækki ekki aðeins vöruverð, heldur leiði til þess að verzlun með ákveðnar vörur, til dæmis heimilistæki af ýmsu tagi, færist út úr landinu. Afleiðingin er sú að ríkissjóður, verzlunin og neytendur missa spón úr aski sínum. Það hlýtur að vera athugandi að skoða hversu miklar tekjur ríkissjóður myndi hafa af aukinni veltu vegna afnáms vörugjalds, miðað við þær tekjur, sem hann hefur af gjaldinu núna. 50 ÁRA AÐILD ÍSLANDS AÐ SÞ Saltfiskkaupendur bregðast við minni saltfískneyslu og samkeppni frá Norðmönnum Stofnhug- sjónin verði að veruleika Hálf öld er liðin frá því ísland gerðist aðili að Sameinuðu þjóðunum. Hans-Dietrich Genscher, fv. utanríkisráðherra Þýzkalands, segir að nú sé tækifæri til að gera stofnhug- sjón SÞ að veruleika: Frið, jöfnuð og einingu. Auðunn Arnórsson hitti Genscher. Morgunblaðið/Árni Sæberg VEL fór á með Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Hans-Dietrich Genscher, fv. utanríkisráðherra Þýzkalands, er þeir hittust að máli eftir hádegið í gær. Morgunblaðið/Golli STJÓRNMÁL voru umræðue/nið við háborðið á hátíðarfundi Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi. Frá vinstri: Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, kona hans Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og heiðursgestur fundarins, Hans-Dietrich Genscher. HEIÐURSGESTUR og aðal- ræðumaður á hátíðarfundi Félags Sameinuðu þjóð- anna á íslandi, sem hald- inn var á Hótel Sögu síðdegis í gær til að fagna 50 ára aðild íslands að Sameinuðu þjóðunum (SÞ), var Hans- Dietrich Genscher, sem þekktastur er fyrir að hafa gegnt embætti utan- ríkisráðherra Þýzkalands í 18 ár, frá 1974 til 1992. Það erþví vandfundinn sá maður í heiminum, sem býr því yfir meiri reynslu og þekkingu á al- þjóðamálum en hann, sem gerir hann að eftirsóttum fyrirlesara um allan heim. Samskipti íslands og Þýzkalands Við upphaf ræðu sinnar á hátíðar- fundinum minntist Genscher einnig samskipta íslands og Þýzkalands. Hann sagði það vera að nokkru leyti Þýzkalandi að kenna, að ísland hefði ekki haldið upp á 50 ára aðild að Sameinuðu þjóðunum í fyrra, er stofn- un þeirra var fagnað, þar sem ísland hafi ekki viljað gangast undir það skilyrði sigurvelda seinni heimsstyij- aldar, sem stóðu að stofnun SÞ vorið 1945, að öll stofnaðildarríki segðu Þýzkalandi stríði á hendur. „Það er af þeirri ástæðu sérstakur heiður fyr- ir mig sem Þjóðveija að vera heiðurs- gestur á hátíðarsamkomu af tilefni 50 ára SÞ-aðildar íslands," sagði Genscher. Hann hafi þó ekki þekkzt boðið um að koma hingað eingöngu af þessum sögulegu ástæðum. Eins og ófáir Þjóðveijar hafí hann ætíð dáðst af dugnaði íslendinga við að byggja upp á undanförnum áratugum auðugt og blómstrandi samfélag við erfiðar ytri aðstæður. Þýzkaland og ísland séu, þrátt fyrir að tiltölulega langt sé á milli þeirra landfræðilega, bundin föstum vináttuböndum - pólitískt, efnahagslega og menningarlega. Sem þýzkur utanríkisráðherra hafi hann ávallt metið það mikils, hvernig ís- lendingar legðu sitt af mörkum til alþjóðlegs stöðugleika, öryggis og samvinnu í Evrópu og í heiminum öllum. í samtali við Morgunblaðið sagði Genscher samskipti þjóðanna tveggja hafa alla sína tíð verið ein- staklega vandkvæðalaus, náin og vinsamleg. Þýzkaland hafi ávallt beitt sér fyrir því innan Evrópusam- bandsins að tekið yrði tillit til hags- muna íslands, einkum á sviði sjávar- útvegsmála. Sá mikli velvilji, sem fslendingar hefðu sýnt sameiningu Þýzkalands hefði ekki síður styrkt vináttu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar: Friður, jöfnuður og eining í hátíðarræðu sinni fjallaði Gensch- er um hlutverk Sameinuðu þjóðanna fyrr og nú, en lagði einkum áherzlu á breytt hlutverk SÞ eftir endalok kalda stríðsins. Þau hafi breytt póli- tísku umhverfi SÞ í grundvallaratrið- um og haft víðtækar afleiðingar, m.a. þær að endurskoðun á starfí SÞ hefur orðið mjög aðkallandi. Með endalok- um kalda stríðsins hafi m.a. verið hægt að yfirstíga lömun öryggisráðs SÞ, sem skipting heimsins í tvær andstæðar fylkingar hefði haft í för með sér. Hann sagði Sameinuðu þjóð- irnar hafa verið stofnaðar í nafni hugsjónarinnar um heim, þar sem friður, jöfnuður og eining réði ríkjum. Fimm áratugum síðar sé þessi hug- sjón engu síður mikilvæg og virðing- arverð. Nú, þegar bundinn hefur ver- ið endi á kalda stríðið og skiptingu Þýzkalands og Evrópu, hafi heimur- inn nýtt tækifæri til að gera þessa hugsjón að veruleika. Endurbætur brýnar Genscher sagði endurbætur á starf- semi og stofnunum SÞ vera mjög brýnar. Eins og er væri starfsemi þeirra deilt niður á um 150 stofnan- ir. Stofnanaskipan og starfshætti SÞ yrði að einfalda og gera skilvirkari. En Genscher hafnar því algerlega, að sitjandi aðalritari SÞ, Boutros Boutros-Ghali, sé gerður að blóra- böggli fyrir þá galla sem háð hefur starfsemi SÞ á undanförnum árum. Þeir séu ekki honum að kenna, heldur öllu frekar skorti á stuðningi aðildar- þjóðanna við áætlanir hans. Að mati Genschers er gagnrýniverðara, að mörg ríki hefðu gerzt sek um að standa sig illa við að standa skil á samningsbundnum fjárframlögum sínum til SÞ og úr því yrðu þau að bæta. Aðspurður um breytta stöðu Þýzkalands eftir sameininguna sagði Genscher ekki aðeins Þýzkaland, heldur alla Evrópu hafa breytzt eftir fall járntjaldsins. Þessar breyttu að- stæður setji Þýzkaland, raunar alla Evrópu, í betri stöðu. Þar sem Þýzka- land liggur í miðri Evrópu segi sig sjálft, að það verði sérstaklega fyrir áhrifum af þessum breyttu aðstæð- um. Það hafi í för með sér, að Þýzka- land sé öðrum fremur áfram um að í allri Evrópu ríki stöðugleiki. Hann segir hins vegar stækkun NATO til austurs fyrst og fremst snúast um rétt hinna nýfijálsu ríkja þar til að velja hvaða öryggissamtök- um þau ganga til liðs við. Þau hafi rétt á að eiga aðild að sameiginlegri öryggisskipan Evrópu. Uppbygging slíkrar skipanar hafi ætíð verið yfir- lýst markmið Atlantshafsbandalags- ins. NATO verði að leggja niður fyrir sér, hvert hlutverk einstakra ríkja A-Evrópu eigi að vera í þeirri framtíð- arskipan, að Rússlandi, Úkraínu, Pól- landi og Eystrasaltslöndunum með- töldum. Að því loknu verði mun auð- veldara að ná samkomulagi um NATO-aðild A-Evrópuríkjanna. Þetta þýði þó ekki frestun NÁTO-aðildar. I nýlegri heimsókn Kohls kanzlara í Moskvu hafi orðið ljóst, að engin ákvörðun yrði tekin í málinu fyrr en á vorfundi NATO-ríkjanna á næsta ári. Tímann fram að þeim fundi segir Genscher eiga að nýta til að fullgera áætlanir um það hvernig framtíðar- skipan stöðugrar og réttlátrar Evrópu skuli líta út. Þátttakan þýðing- armikil sjálfstæði og velfamaði HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir að þátttaka íslands í starfi Sameinuðu þjóðanna hafi verið þýð- ingarmikil fyrir sjálfstæði landsins og velfarnað þjóðarinnar. Þetta kom fram í ræðu sem utanríkisráðherra flutti á hátíðarsamkomu vegna hálfr- ar aldar aðildar íslands að SÞ sem minnst var í_ gær. Halldór Ásgrímsson bauð jafn- framt heiðursgest hátíðarsamkom- unnar, Hans Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Þýskalands í tæpa tvo áratugi, velkominn og sagði hann hafa leikið stórt hlutverk í stjórnmála- sögu Evrópu. „Ekki síst í hinum ör- lagaríku atburðum sem urðu með falli Berínarmúrsins og hruni komm- únismans". Halldór sagði aðild íslands að SÞ næstum jafn gamla lýðveldinu og að íslendingar hefðu gengið til leiks „með það fyrir augum að vera virkir þátttakendur í alþjóðamálum og móta heiminn í samstarfi þjóðanna". Þá vék utanríkisráðherra að þátt- töku íslands í öryggissamstarfí Vest- urlanda. „Starf okkar innan samtak- anna hefur í hálfa öld borið þess merki að ísland skipaði sér í hóp þeirra ríkja sem höfðu_ lýðræðið að leiðarljósi. . . Framlag íslands hefur ekki verið mikið að vöxtum í saman- burði við margar aðrar þjóðir en við höfum talað af heilum hug í þeirri vissu að enginn megi skerast úr leik þegar um grundvallaratriði í mann- legri tilvist á jörðinni er að ræða.“ Halldór sagði enn fremur að Sam- einuðu þjóðirnar væru á tímamótum vegna breyttra stjórnmálaaðstæðna í heiminum og að samtökin þyrftu að laga sig að breyttum aðstæðum. „Mikið umbótastarf fer nú fram innan samtakanna og styðja íslensk stjórn- völd það af heilum hug.“ Loks lét utanríkisráðherra í ljós þá von að ís- lendingar „beri gæfu til þess að vinna áfram farsællega að hinum veiga- miklu málefnum Sameinuðu þjóðanna og stuðla með því að betra mannlífi á jörðinni." íslenskur saltfiskur auglýstur á Spáni í umfangsmikilli auglýs- ingaherferð, sem saltfískheildsalar í Kat- alóníu á Spáni og nokkr- ir fískútflytjendur á íslandi standa fyrir, er lögð megináhersla á að auglýsa saltfískinn sem íslenskan. Vinsæl gamanleikkona kemur til með að auglýsa saltfísk- inn í sjónvarpi í vetur og næsta sumar. Egill Ólafsson kynnti sér viðskipti með saltfísk í Katalóníu. ÞRJÚ íslensk og þrjú spænsk fyrirtæki, sem kaupa og selja saltfisk, hafa ákveðið að fara út í umfangsmikla auglýsingaherferð í Katalóníu á Spáni. Fiskurinn verður auglýstur sérstaklega sem íslenskur enda telja Spánveijarnir það árangusríkustu aðferðina vegna þess að íslenskur salfiskur sé þekktur fyrir gæði. Fyr- irtækin hafa fengið til liðs við sig vinsælustu gamanleikkonu í Kata- lóníu og auglýsingar með henni munu birtast í spænsku sjónvarpi í vetur og næsta sumar. Það eru íslensku saltfiskútflytj- endurnir B. Benediktsson ehf., Marex hf. og Jón Ásbjörnsson hf. og samstarfsaðilar þeirra á Spáni Armengol, Alfonso Romero og Sagu sem standa að auglýsingaherferð- inni. Hugmyndin að auglýsingaher- ferðinni kviknaði í ferð frú Vigdísar Finnbogadóttur til Barcelona á síð- asta ári. Frumkvæði kom hins vegar frá Félagi útvatnara, en það er félag smásala sem hefur innan sinna vé- banda yfir 800 saltfiskbúðir í Kata- lóníu. Félagið þrýsti á heildsalana um að beita sér fyrir söluátaki. Fimm heildsalar í Katalóníu kaupa saltfisk frá íslandi og náðist sam- staða milli þriggja. Samkvæmt bréfi sem Félag útvatnara sendi til utanríkisráðuneytisins eru þessi þijú fyrirtæki með 80% markaðs- hlutdeild á Katalóníu. Morgunblaðið/Egill ÍSLENSKA merkið blasir við í yfir 800 saMfiskbúðum í Katalóníu. Á veggnum fyrir aftan starfsfólkið eru veggspjöld með mynd af gamanleikkonunni Lloll Bertran. búðum um alla Katalóníu, höfðu miklar áhyggjur af sókn Norðmanna inn á markaðinn. Við gerðum okkur grein fyrir því að ef við gerðum ekkert myndi það hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir okkur,“ sagði Ar- mengol. Sigurður Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Marex hf., sagði að Norðmenn væru tilbúnir að setja mikla fjármuni í að auglýsa saltfisk sinn í Katalóníu. Þeir hefðu hins vegar ekki öfluga umboðsmenn á svæðinu og eins þætti heimamönn- um norski fískurinn ekki eins góður og sá íslenski. Norðmenn hefðu hins vegar verið að bæta sig í gæðamál- ^ um og því væri nauðsynlegt fyrir íslenska saltfiskútflytjendur að vera vel á verði. LEIKKONAN Lloll Bertran auglýsir íslenska saltfiskinn í sjón- varpi í Katalóníu í vetur og næsta sumar. Hannað hefur verið sérstakt vörumerki í íslensku fánalitunum. islenskum saltfiski í Saltfiskneysla að minnka Saltfiskur hefur átt í vök að veij- ast í Katalóníu eins og á fleiri svæð- um við Miðjarðarhafið. Önnur mat- vara sækir sífellt á. Salt- ----------------- fiskhefðin er hins vegar Auglýst í afar sterk á Spáni enda 800 búðum eru Spánveijar með mestu ; fiskætum í heimi. Að með- 1 *aiaioniu altali borðar hver Spán- “ veiji um 40 kíló af fiski á ári. Hlut- fallið er enn hærra á svæðum með ströndinni eins og í Katalóníu. Auglýsingaherferðinni er ætlað að höfða sérstaklega til kvenna á aldrinum 25-45 ára, en á Spáni er það langoftast konan sem sér um matarinnkaup fýrir fjölskylduna. Kannanir hafa sýnt að saltfisk- neysla þessa aldurshóps hefur minnkað umtalsvert, en þær sýna jafnframt að ungar konur þekkja saltfisk vel og líkar vel við hann. Það er því álitið að þær séu móttæki- legar fyrir áróðrinum. í söluátakinu verður reynt að kynna saltfiskupp- skriftir fyrir kaupendum og lögð áhersla á að saltfiskur sé auðveldur í matreiðslu. Gamanleikkona auglýsir saltfisk Útbúnar hafa verið þijár auglýs- ingar með katalónsku gamanleikkon- unni Lloll Bertran. Hún er með gam- anþætti á sjónvarpsstöð í Barcelona og nýtur mikilla vinsælda. Vinsældir Bertran komu berlega í ljós í mót- töku sem saltfiskheildsalamir héldu fyrir smásalana í Katalóníu. Um 700 manns mættu og kættust mikið þeg- ar Bertran mætti á svæðið og fór --------- að ræða um ágæti íslenska saltfisksins á gamansöm- um nótum. Auglýsingarn- ar vora sýndar gestunum og af viðbrögðum smásal- anna að dæma verður að teljast líklegt að auglýsingaherferðin eigi eftir að ganga vel. Auglýsingaspjöld með myndum af Bertran verða hengd upp i nær öllum saltfiskbúðum í Katalóníu. Auglýsingaherferðin hefst í næstu viku og stendur út nóvember. Hún fer aftur í gang í janúar og stendur fram að páskum. Næsta sumar verða auglýsingamar síðan áfram birtar með það að markmiði að lengja neyslutímabilið, en til skamms tíma dró verulega úr salt- fiskneyslu eftir páska. Neyslan hef- ur þó verið að jafnast á síðustu árum. Áhersla á íslenskan uppruna Auglýsingaherferðin byggist á því að auglýsa saltfískinn sem ís- lenskan. Hannað hefur verið sér- stakt vöramerki í íslensku fánalitun- um, sem fest verður við allan físk í búðunum og þær verða einnig skreyttar með merkinu. „f þessari auglýsingaherferð emm við ekki að auglýsa fyrirtæki okkar heldur er öll áherslan á salt- fiskinn og uppruna hans. Meginat- riðið í herferðinni er að fiskurinn er íslenskur. Ástæðan fyrir þessu er sú að íslenskur saltfiskur hefur mjög gott orð á sér. Gæði hans eru þekkt og al- mennt viðurkennd. Við töldum því að besta leiðin til að ná árangri í herferð- inni væri að leggja áherslu á upprunann," sagði Eduard Armengol, einn saltfiskheildsalanna sem standa að herferðinni. „Eftirspurn eftir saltfiski hefur verið að minnka í Katalóníu og við töldum nauðsynlegt að bregðast við á einhvern hátt. Keppinautar okkar sem selja önnur matvæli hafa verið að sækja á, m.a. vegna þess að þeir auglýsa vörur sínar. Smásalam- ir, en þeir selja saltfisk í yfir 800 G»öi íslenska saitfisksins eru vel þekkt Samdráttur í línuútgerð alvarlegur Bjami Benediktsson saltfiskút- flytjandi sagði að saltfiskmarkaður- inn í Katalóníu væri afar mikilvæg- ur fyrir íslendinga. Þessi markaður hefði verið kallaður verðmætasti saltfiskmarkaður i heimi og ástæðan væri sú að þangað færi nær ein- göngu hágæðafiskur. Þessi markað- ur borgaði þess vegna að jafnaði hæsta verðið. Bjami sagði að kaupendur í Kata- lóníu legðu mikla áherslu á að salt-**- fiskurinn væri hvítur. Þeir vildu síð- ur gulleitan fisk, jafnvel þó að bragðmunurinn væri nánast enginn. „Besta hráefnið á þennan saltfisk- markað kemur frá línu- og króka- bátum. Vandamál okkar er hvað það -------- er erfitt að fá nægilega mikið af línufiski. Mér sýn- ist flest benda til að þetta verði enn erfiðara núna _____ eftir að línutvöföldunin var afnumin. Þetta er því al- varlegra í ljósi þess að Færeyingar og Norðmenn era að auka línuút: gerð,“ sagði Bjarni. Armengol sagði að það hefði ekki verið sjálfsagt mál að ná samstöðu milli heildsalanna um að fara út í þessa herferð. Samkeppni milli þeirra væri afar hörð, en það væri hins vegar sameiginlegt hagsmuna- mál þeirra allra að auka neyslu á íslenskum saltfiski.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.