Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR PÁLSSON, Sólvallagötu 28, Reykjavík, lést á heimiii sínu 30. október. Birgitte Laxdal, Páll Einarsson, Steinunn Einarsdóttir, Þorsteinn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, GUÐMUNDUR HREINN EMANÚELSSON, sem andaðist í Landspítalanum sunnudaginn 27. október sl. verður jarðsunginn frá Seljakirkju miðvikudaginn 6. nóvember kl. 13.30. Svava Guðmundsdóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Emanúel Geir Guðmundsson, Eva Rún Guðmundsdóttir, Hálfdán Bjarnason. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LIV JÓHANNSDÓTTIR, Silfurteigi 5, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 30. októ- ber síðastliðinn. Guðlaug Eiríksdóttir, Pétur Elíasson, Hanna M. Eiríksdóttir, Edgar Guðmundsson, Katrín Eiríksdóttir, Matthías Gunnarsson, Jóhann Grétar Eiríksson, Þórey Jónmundsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, SIGRÚN KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Söndum í Miðfirði, síðasttil heimilis i Hamaborg 38, Kópavogi, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 29. október. Börnin. t Vinur minn, JÓHANN GUÐMUNDSSON, Vitateigi 7, Akranesi, sem lést laugardaginn 26. október, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness. Sigríður F. Björnsdóttir. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. il S. HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677 LOGISNÆDAL JÓNSSON + Logi Snædal Jónsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1948. Hann varð bráðkvaddur 15. október síðastliðinn um borð í Smáey VE 144 og fór útför hans fram frá Landakirkju 25. október. Þegar dauðinn heggur nær manni en venjulega þá fyllist maður oft efasemdum um tilganginn með jarðlífi voru, sérstaklega þegar ungt fólk í blóma lífsins er kvatt á brott, oft næstum fyrirvaralaust. Sorgin sest að í huga manns og manni verður hugsað til nánustu ættingja og vina. Svo sefast sárasti sviðinn og minningarnar, ljúfsárar, blandaðar gleði og væntumþykju taka við. Þannig varð okkur við þegar við fréttum um andlát vinar okkar, Loga. Hann, sem alltaf svo svo stór og sterkur, glaður og hress. Nú var hann horfinn og við myndum aldrei sjá hann aftur, hérna megin grafar. Kiddi og Logi höfðu kynnst sem ungir drengir á Kleppsholtinu í Reykjavík og þau kynni leiddu til vináttu sem gerði það að verkum að þeir fylgdust að og höfðu náið samband alla tíð síðan, þó stundum væri vík milli vina. Kiddi fluttist heim á æskuslóðir sínar í Vest- mannaeyjum og hóf þar sjó- mennsku og fljótlega tókum við, sem fyrir vorum, eftir því að til Eyja var kominn stór, hrokkinhærð- ur og glaðbeittur náungi. Það var þessi Logi, vinur Kidda. Fljótlega eftir það hófust kynni meðal okkar litla hóps og var aðalmiðstöðin í kjallaranum á Fögrubrekku þar sem þá bjó Laufey, systir Kidda, ásamt börnum sínum. Fyrir okkur þijá, Kidda, Loga og Arnar, var Fagra- brekka eins konar félagsmiðstöð. Þarna var komið saman, drukkið kaffi, spilað, hlustað á það nýjasta í plötubransanum, sagðar gaman- sögur, sungið og hlegið og oft hófst þar undirbúningur fyrir böllin sem stundum var skroppið á. Já, það var margt sér til gamans gert og lífið virtist einn stanslaus rósadans. Við, þessir þrír, vorum saman til sjós sumarið 1968 á ísleifi 3., en þá um vorið hafði Kiddi lokið námi við Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum og Logi 1. bekk sama skóla. Þegar svo báturinn bilaði þá vorum við umsvifalaust munstraðir á flaggskipið ísleif og vorum við þar saman þar til Logi fór í Stýri- mannaskólann um haustið. Svo kynntist Logi henni Höllu. Við vorum félagarnir á gangi um Strandveginn eftir hádegi á sunnu- degi og á móti okkur komu tvær ungar blómarósir og allt í einu tók- um við Kiddi eftir því að Logi ljóm- aði og vék sér að annarri þeirra og tók hana tali. Hann hafði alveg haldið því leyndu fyrir okkur að hann væri í tygjum við konu og kom þetta okkur því á óvart, en upp úr þessu voru þau óaðskiljanleg og „örkuðu saman sinn æviveg" þar til nú að dauðinn skilur þau að. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, þau Jón, Sigrúnu og Sæbjörgu sem nú sjá á eftir elskulegum pabba, einn dreng misstu þau í fæðingu. Sam- band þeirra hjóna var afar náið og hafði Halla ákaflega góð áhrif á vin okkar og við er um sannfærð um að ást þeirra var mikil og því er enn sárara en ella þegar annar aðilinn er kvaddur á brott svo snöggt sem raun varð á. Við erum sannfærð um að okkar yfirvegaða og rólynda Halla mun yfirstíga sorgina og hugga sína nánustu. Eitt er víst að minn- ingin um góðan dreng, glaðværan og hressan, mun lifa í huga þeirra sem honum kynntust. Blessuð sé minning Loga Snædal Jónsson- ar. Kristján Krisljáns- son og fjölskylda, Laufey Krisljáns- dóttir og fjölskylda, Arnar Einarsson og fjölskylda. Hann Logi Snædal er dáinn. Svo undarlega hljóma þessi orð og á augabragði er sem tilveran stöðvist. Við fregn sem þessa setur menn hljóða. Hver vegna? Það er svo erfitt fyrir okkur mannanna börn að skilja almættið, þegar maður eins og Logi Snædal er kallaður burt svo fljótt, maður í blóma lífsins. Það er stórt skarð höggvið í hóp okkar lundaveiðimanna í Elliðaey. Það var mikill fengur fyrir okkur félagana þegar Logi Snædal gekk til liðs við okkur. Með tilkomu hans í félagsskapinn kom bæði kraftur og ómældur húmor, húmor sem nýttist hvað best í góðra vina hópi að loknum veiðidegi í Elliðaey. Þeg- ar sest var niður og lífsgátan rædd hafði hann svo sannarlega skoðun á hlutunum og lausnir hans voru yfirleitt snaggaralegar og hnitmið- aðar. í Elliðaey hefur það tíðkast að yngri kynslóðin hefur verið meðal veiðimanna. Krakkar og skyld- menni félagsmanna hafa gjarna fengið að fara með út í eyju. Fljótlega uppgötvuðum við að börnin löðuðust að Loga, því hjá honum fór saman mikil blíða og barnagæska. Ekki spillti það nú til- veru barnanna í Elliðaey þegar hann tók sig til og sagði prakkara- sögur af sjálfum sér, það var topp- ur á tilveru þeirra í Elliðaey. Eitt orðatiltæki sem Logi notaði oft var: „Hvað er að frétta?“ og yfirleitt var það eitt það fyrsta sem hann sagði, svo kom yfirleitt á eft- ir, „góðan daginn“. Það verða viðbrigði fyrir okkur að hittast úti í Elliðaey næsta sum- ar og þá verður „ekkert að frétta" og kojan hans Loga við austurgafl- inn auð. Nú er hann Logi farinn á vit feðranna. I hjarta okkar er hvort tveggja í senn sár söknuður og sæt minning, sem lengi mun lifa í hug og hjarta okkar, lifandi minning um góðan dreng, sem fyrir okkur sem eftir lifum er veganesti sem aldrei svíkur. Stíll hans i leik og starfi gerði það að verkum að eftir honum var tekið, og eftir honum munað, enda segjum við sem honum kynntumst að það voru forréttindi að fá að kynnast slíkum manni. Með trega og söknuði kveðjum við góðan vin og þökkum honum fyrir allt sem hann veitti okkur. Elsku Halla. Missir og söknuður þinn og barnanna er mikill og orð mega sín lítils á þessari stundu. Með guðs hjálp og góðra vætta mun mesti sársaukinn hverfa, en allar þær góðu minningar sem við eigum um Loga Snædal munu lifa um ókomna tíð. Kæri vinur, Logi Snædal. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elliðaeyingar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASClI-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Heyrðum við helfrep horfinn er vinur. Góðmenni gengið á guðs síns fund. Skiljum vér eigi sköp þau er ráða er hel reiðir sigð að hjartans vini. Hjörtu okkar slá af harmi sárum að vita þig horfinn af vegi lífsins sem glaður til vinnu gekkst fyrir skömmu en máttir svo hætta á miðjum degi. (Þórhalla Hjálmarsdóttir.) Haustið 1967 settust átta ungir og bjartsýnir menn í fyrsta bekk Stýrimannaskólans í Vestmannaeyj- um. Margir þessara manna höfðu aldrei sést eða talast við áður enda komnir af flestum hornum landsins. En menn voru fljótir að kynnast og stefndu allir að sama takmarki. Til- viljun réð því hjá hverjum maður settist og svo vildi til að mér á hægri hönd settist hár og þrekinn piltur og kynnti sig og kvaðst heita Logi Snædal Jónsson. Hann var góðlegur og glaðlegur á svipinn, hlátur hans var innilegur og smit- andi. Mér varð fljótlega ljóst að þama færi sérstakur maður. Þetta var upphaf áratuga vináttu sem aldrei bar skugga á. Þessi hópur reyndist ótrúlega samstilltur þegar allt kom til alls. Fimm okkar voru fæddir 1948 og tveir 1949, einn var talsvert eldri. Kennarar voru ekki af verri endanum, jafnvel lands- þekktir andans menn, en þeir voru ekki alltaf öfundsverðir af að standa fyrir framan þennan flokk skæru- liða, sem töldu sig vita flest betur. Eftir fyrri veturinn hvíldi sig einn úr hópnum en annar kom í staðinn, og lukum við fískimannaprófí 2. stigs vorið 1969. Þetta vora góðir vetur, oft var gaman að vera til, minningarnar frá þessum tíma hafa oft yljað á vegferð lífsins. Þama eignaðist maður góða vini og sanna. Hópurinn dreifðist um landið, en við höfum alltaf hist á fímm ára fresti þeir sem hafa getað komið því við. En nú er einum kippt út fyrirvaralaust: Þvílíkur drengur, þvílíkur félagi, þvílíkur vinur. Hann hafði hlotið í vöggugjöf einstaka skapgerð, var góður sjómaður, feng- sæll og farsæll skipstjóri. Ekki verður Loga minnst án þess að minnst sé á Höllu, hina yndislegu eiginkonu hans, sem er ljúflingur að eðlisfari. Hún bjó honum fallegt heimili. Þangað er gott að koma. Halla var honum það lífsanker sem aldrei brást. En nú eru kaflaskil. Einn skær- asti strengur vinahörpunnar er brostinn, í miðju lagi, og hljómur hennar verður aldrei samur aftur. Söknuðurinn er sár en minningin ljúf. Ég vil fyrir hönd bekkjarfélaga Loga úr Stýrimannaskóla Vest- mannaeyja senda Höllu og flölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur og minni þau á að þeir einir geta mik- ið misst, sem mikið hafa átt. Bless- uð sé minning Loga Snædals Jóns- sonar. Sigurður Helgi Sigurðsson, Siglufirði. Mér þykir leiðinlegt. að hann Logi vinur minn er dáinn, þá hitti ég hann aldrei aftur úti í Elliðaey. Ég man þegar pabbi og afí voru úti á eyju að veiða, þá sátum við inni og spiluðum allan daginn og þú sagðir mér sögur og kenndir mér að búa til hnúta og stundum leyfðir þú mér að fá háf og fara upp fyrir kofa og reyna að veiða lunda. Ég man líka þegar þú labbaðir með mér í Snæd- alinn, en það er staður sem þú nefndir eftir þér, til að veiða og varst að hjálpa mér að veiða lunda. Og á kvöldin þegar þú varst að sýna mér hvernig á að borða lifandi flug- ur. í sumar þegar ég var með afa og þér úti í eyju og við vorum að fara heim og þú lést trilluna stoppa svo að við gætum veitt fisk. Takk fyrir allt. Þinn vinur, Ragnar Þór Jóhannsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.