Morgunblaðið - 01.11.1996, Side 1
72 SIÐUR B/C
fflrjffluulMfoMfe
STOFNAÐ 1913
250. TBL. 84. ARG.
FOSTUDAGUR 1. NOVEMBER 1996
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Farþegaflugvél hrapaði á
íbúðahverfi í Sao Paolo
Yfirvöld segja
að minnst 104
hafi farist
Sao Paulo. Reuter.
ALLIR sem um borð voru, 96
manns, fórust er Fokker-100 far-
þegaþota í innanlandsflugi hrapaði
á þéttbýlt hverfi í borginni Sao
Paulo í Brasilíu í gærmorgun. Vitað
var með vissu um átta manns á
jörðu niðri sem einnig fórust í slys-
inu. Ekki var vitað hvað olli því að
þotan hrapaði rétt eftir flugtak og
kom niður aðeins þrjá kíiómetra frá
flugbrautarenda.
Vélin var í eigu TAM-flugfélags-
ins brasilíska og á leið tii Rio de
Janeiro er hún fórst kl. 8.20 að stað-
artíma, 10.20 að íslenskum tíma, í
gærmorgun. Um borð voru 90 far-
þegar og sex manna áhöfn. Höfðu
lík 70 þeirra fundist í gær. Ekki
hafði verið skýrt frá þjóðerni farþeg-
anna í gærkvöldi en vitað að i vél-
inni voru m.a. erlendir starfsmenn
alþjóðlegra stórfyrirtækja.
200 skólabörn
sluppu naumlega
Þotan lagði upp frá Congonhas-
flugvelli og kom niður í millistéttar-
hverfinu Parque Jabaquara, sem er
í suðvesturhluta Sao Paulo. Flugvél-
in fleytti kerlingar ofan á þaki nokk-
urra húsa, tætti síðan í sundur aðra
hæð verslunarhúss og áður en hún
staðnæmdist féll hún ofan af því
niður á nokkur íbúðarhús og lagði
þau í rúst. Litlu munaði að hún lenti
á skóla þar sem kennslustund var
nýbyijuð hjá um 200 börnum.
Hundruð björgunarmanna mynd-
uðu mannlega keðju við leit að fólki
í rústum húsa sem þotan hrapaði
ofan á. Brak úr þotunni og húsunum
sem urðu á vegi hennar dreifðist
yfir nokkur hundruð metra langt
Reuter
SÉÐ yfir borgarhverfið þar sem þotan hrapaði. Flugvélin var
smíðuð fyrir þremur árum; ekkert var enn vitað um orsök slyss-
ins er síðast fréttist. A litlu myndinni sést kona er beið ásamt
fleiri aðstandendum milli vonar og ótta í Rio de Janeiro.
svæði. Stigu reykjarmekkir enn í
loft upp, nokkrum stundum eftir
slysið. Fjöldi slasaðra íbúa var flutt-
ur á sjúkrahús.
Þrjá kílómetra frá
brautarenda
„Brak úr þotunni kom ofan á
þakið á húsinu okkar og niður í
garðinn. Það heyrðist mikil spreng-
ing og síðan splundruðust rúðurnar
og glerbrotin flugu í allar áttir,“
sagði húsmóðir á slysstað. „Við hlup-
um út og fólk hljóp í allar áttir
æpandi af hræðslu. Enginn vissi
hvað gerst hafði.“
Siysstaðurinn er aðeins í um
þriggja kílómetra ijarlægð frá flug-
brautarendanum. Þotan fórst eftir
að flestir íbúar höfðu lagt af stað
til vinnu og voru því tiltölulega fáir
í hverfinu.
Sjónarvottur sagði, að rétt eftir
flugtak hefði þotueldsneyti fallið til
jarðar, maður sem fyrir því varð
hefði orðið hoidvotur og látist af
völdum brunasára eftir að kviknaði
í honum.
Tútsar sitja um Goma-flugYÖll
Zaire hafn-
ar viðræðum
Brussel, Kinshasa, Gisenyi. Reuter.
Methafi á
ferðalagi
í Asíu
HELMUT Kohl, kanslari
Þýskalands, heilsar japönsk-
um embættismanni við kom-
una til Tókýó í gær en Kohl
er nú á ferðalagi um nokkur
Asíulönd. Kanslarinn, sem er
66 ára gamall, náði í gær því
takmarki að vera sá sem
lengst hefur gegnt þessu emb-
ætti í Þýskalandi á öldinni, 14
ár og einn mánuð. Metið átti
Konrad Adenauer er var við
völd 1949 til 1963. Vaxandi
líkur eru á því að Kohl verði
á ný kanslaraefni kristilegra
demókrata 1998 en ný skoð-
anakönnun, sem birt var í
tímaritinu Die Wocheí gær
var ekki uppörvandi fyrir
hann. Flokkur hans fékk þar
Reuter
aðeins 38% fylgi en jafnaðar-
menn 40%. Hart er nú deilt
um efnahagsráðstafanir ríkis-
stjórnar Kohls sem miða að
því að fullnægja skilyrðum
fyrir aðild að væntanlegu
efnahags- og myntbandalagi
Evrópusambandsins.
■ Samrunaþróuninni ekki/18
SKÝRT var frá því í gær að haldinn
yrði bráðafundur ráðherra Evrópu-
sambandsins í Dublin á þriðjudag
til að ræða flóttamannavandann í
austurhluta Zaire. Um ein milljón
manna, aðallega hútúa frá Rúanda,
er þar á flótta undan sigursælum
uppreisnarmönnum af þjóðerni
tútsa. Leitað verður leiða á fund-
inum til að tryggja fólkinu neyðar-
hjálp og koma á friði.
Fulltrúar Zaire-stjórnar höfnuðu
í gær að ræða við talsmenn grann-
ríkjanna Rúanda og Búrúndi, þar
sem tútsar eru allsráðandi en Zaire-
menn saka þá og Úganda-menn um
að styðja uppreisnarmenn í átökun-
um. „Ríkisstjórnin mun ekki taka
þátt í neinum samningaviðræðum
eða svæðisráðstefnu meðan hluti
landsins er hersetinn af útlending-
um,“ sagði forsætisráðherra Zaire,
Kengo wa Dondo, á neyðarfundi
. þingsins í höfuðborginni Kinshasa.
Barist var um flugvöllinn í Goma
er síðast fréttist. Sigrún Árnadótt-
ir, framkvæmdastjóri Rauða kross
íslands, tjáði Morgunblaðinu í gær
að Jón Valfells, upplýsingafulltrúi
Alþjóða Rauða krossins, hefði í
gærmorgun farið til Rúanda ásamt
öðrum erlendum starfsmönnum
samtakanna frá Goma.
■ Hermennimir tóku/8
■ Zaire á barmi/18
Hyggst
berjast
nótt
sem dag
Miami, Washington. Reuter.
BOB Dole, forsetaefni repúblikana
í Bandaríkjunum, hyggst ekki unna
sér neinnar hvíldar þá fáu daga sem
eftir eru fram að kjördegi 5. nóvem-
ber. „Síðast þegar ég barðist allan
sólarhringinn fyrir landið mitt var á
Ítalíu 1945,“ sagði Dole sem særðist
hættulega í stríðinu.
„Ég er staðráðinn í að láta hveija
klukkustund í þessum mikilvægu
kosningum skipta máli. Svo mikið
er í húfi,“ sagði Dole, sem er 73 ára
gamall, í Florida í gær. Hann hyggst
leggja upp í kosningaferð í dag um
allt að 11 sambandsríki og enda í
fjölmennasta ríkinu, Kaliforníu.
Ný könnun, sem birt var í Banda-
ríkjunum í gær, gefur til kynna að
munurinn á fylgi Clintons forseta
og Doles sé nú aðeins 7,7%. Könnun-
in var gerð fyrir Keuters-fréttastof-
una og var Clinton með 41,9%, Dole
34,2% og Ross Perot 8,6% en hinn
síðastnefndi hefur unnið á að undan-
förnu. Mjög hallar á Dole í Kalifor-
níu, þar er munurinn á honum og
Clinton 18%.
■ „Get ekki eignað“/20
-----».♦—«-----
Gafst upp á
að verja
Tyrkland
Ankara. Reuter.
LÖGFRÆÐINGUR og fulltrúi Tyrk-
landsstjórnar í málaferlum fyrir evr-
ópskum mannréttindadómstólum
skýrði frá því í gær, að hann hefði
sagt því starfi sínu lausu.
„Tyrknesk stjórnvöld lofa og lofa
en standa ekki við neitt. Ég get ekki
haldið uppi vörnum fyrir þau leng-
ur,“ sagði Bakir Caglar. Hann hefur
verið fulltrúi Tyrkja í mannréttinda-
nefnd Evrópuráðsins í fjögur ár.
Caglar sagði, að nú væru 112
mál, sem vörðuðu mannréttindabrot
í Tyrklandi, fyrir nefndinni.
Segulsvið
hættulaust?
Washingfton. Reuter.
SÉRFRÆÐINGAR, sem í 17
ár hafa kannað hvort hættulegt
sé að búa nálægt háspennulín-
um og raftækjum, segja að
ekki hafí fundist neinar traustar
vísbendingar um að svo sé.
Fullyrt hefur verið að segul-
sviðið í grennd við raforkuna
geti valdið krabbameini og fóst-
urskaða. í skýrslu bandarískra
heilbrigðisyfirvalda segir að
könnuð hafi verið áhrif frá raf-
línum en einnig heimilistækjum
á borð við hárþurrkur, örbylgju-
ofna og tölvuskjái.